Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 12
12 2. október 2008 FIMMTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Tæplega 300 starfsmönnum hjá sex fyrirtækj- um í byggingariðnaði var sagt upp fyrir síðustu mánaðamót. Fyrir- tækin eru Ístak, Eykt, Bygg, ÞG Verk, JB Byggingafélag og Mótás. Ástæðurnar eru samdráttur í verkefnum, óvissa í efnahagslífi og erfiðleikar á markaði. Ístak sagði upp 180 starfsmönn- um, ÞG Verk sögðu upp 31 starfs- manni, JB Byggingafélag um 25 starfsmönnum, Eykt fimmtán mönnum, Mótás sextán og Bygg- ingafélag Gylfa og Gunnars, BYGG, rúmlega 20 mönnum. Í öllum tilfellum er ástæðan sam- dráttur, óvissa í efnahagslífið og efnahagsástandið almennt. Loftur Árnason, forstjóri Ístaks, segir að uppsagnirnar séu fyrsta lota í uppsögnum 300 manna sem hafi verið tilkynntar í sumar. Mennirnir séu verkamenn og tækjamenn hafi eins mánaðar uppsagnarfrest. „Það er ekki gott að byggja þegar gengisvísitalan er komin yfir 200,“ segir Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Riss, og telur öllum ljóst að búið sé að loka fyrir byggingar á íbúðarhúsnæði. „Bankar og yfirvöld hafa saumað það tryggilega saman. Svo var sópað burt hundrað milljörðum úr hagkerfinu í byrjun vikunnar og þar hlupu þrír milljarðar sem við ætluðum að byggja fyrir,“ segir hann. Gunnar Valur Gíslason, for- stjóri Eyktar, segir að 15 mönnum hafi verið sagt upp störfum, eink- um erlendum starfsmönnum. Hjá Mótási var 16 sagt upp fyrir mánaðamót, bæði iðnaðarmönn- um og verkamönnum á eins til þriggja mánaða uppsagnarfresti. Bergþór Jónsson framkvæmda- stjóri segir að verkefnaskortur hafi verið fyrirsjáanlegur og því miður engin önnur leið. „Við höfum byggt og selt íbúðir í mörg ár og þar hafa hlutirnir breyst. Þetta eru hálfgerðar hamfarir,“ segir hann. Konráð Sigurðsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Bygg, harmar uppsagnirnar og segir að það taki mjög á alla að segja upp fólki með allt að sex mánaða upp- sagnarfrest eins og margir hafi verið. „Við vorum að bregðast við válegum tíðindum, íbúðamarkaði í lægð og þessum skelfilega mánu- degi. Við hörmum þetta. Við fórum með bréfin til allra okkar starfs- manna úti á vinnusvæðunum og skýrðum hvernig staðan væri og svo hittum við þá flestalla aftur,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Um 300 starfsmönnum sagt upp í byggingariðnaði Tæplega 300 starfsmönnum í byggingariðnaði var sagt upp um síðustu mánaðamót, langflestum hjá Ístaki en mörgum líka hjá ÞG Verk, JB Byggingafélagi og BYGG. Margir eru með sex mánaða uppsagnarfrest. BRUGÐIST VIÐ VÁLEGUM TÍÐINDUM „Við vorum að bregðast við þessum válegu tíðindum, íbúðamarkaði í lægð og þessum skelfilega mánudegi. Við hörmum þetta,“ segir Konráð Sigurðsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá BYGG. Við vorum að bregðast við þessum válegu tíðind- um, íbúðamarkaði í lægð og þessum skelfilega mánudegi. KONRÁÐ SIGURÐSSON SVIÐSSTJÓRI HJÁ BYGG EID AL-FITR-HÁTÍÐ Í MEKKA Þúsundir múslima biðjast fyrir í kringum Kabaa- steininn í Mekka í tilefni af lokum ramadan-föstumánaðarins, en sú hátíð er kölluð Eid al-Fitr. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR „Lesendur Fréttablaðsins úti á landi þurfa ekki lengur að bíða eftir að verslanir opni til að nálgast blaðið,“ segir Hannes Alfreð Hannesson, framkvæmda- stjóri Pósthússins, en starfsmenn Pósthúss- ins hafa undanfarna daga unnið að uppsetn- ingu Fréttablaðskassa. Tilgangur kassanna er meðal annars að tryggja rétt húseigenda til að afþakka fríblað og minnka áreiti. Þá er nýtt fyrirkomulag umhverfisvænna að því leyti að öllum umframblöðum verður komið til endur- vinnslu. Um tvær tegundir kassa er að ræða, til innanhússnota í verslunum og fjölbýlishúsum og til nota utanhúss þar sem kassarnir verða festir á ljósastaura eða húsgafla. Unnið verður að uppsetningu kassanna á næstu vikum. Nú þegar hafa rúmlega hundrað kassar verið settir upp í Garði, Sandgerði, Vogum, Höfnum, háskólaþorpinu Keili, Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum. Kassarnir eru settir upp í samvinnu við sveit- arfélög um allt land þeim að kostnaðarlausu. Hannes segir það fara eftir landshlutum hvenær dags blöðin eru komin í kassana. Flestir geti búist við að fá blöð milli klukkan sjö og átta á morgnana á meðan aðrir eru háðir flugi. Hann segir blaðið fara í fyrsta flug og vera þá komið í kassana milli klukkan níu og tíu á morgnana. Þá segir Hannes lítið mál að setja upp kassa, óski fólk eftir því. „Í raun þarf bara að hafa samband við okkur hjá Póshúsinu og kanna hvort við erum á ferð á viðkomandi svæði.“ - ovd Unnið að uppsetningu á dagblaðakössum í samvinnu við helstu sveitarfélög: Fréttablaðskassar settir upp úti á landi BLAÐAKASSAR Starfsmenn Pósthússins unnu að upp- setningu Fréttablaðskassa á Egilsstöðum á föstudag- inn. MYND/EINAR BEN SVEITARSTJÓRNIR „Hafi eigendur Selskarðs einhvern tíma átt beitarrétt þá er hann löngu fallinn niður fyrir tómlæti. Þar hefur enginn búskapur verið stundaður áratugum saman,“ segir Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður í Hafnarfirði. Í tengslum við samninga um vatnstöku í Kaldárbotnum og vatnslagnir að fyrirhugaðri átöppunarverksmiðju í Hafnar- firði vilja eigendur jarðarinnar Selskarðs fá hagsmuni sína viðurkennda. „Búfjárhald og lausaganga búfjár er óheimil í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og eigendur Selskarðs eiga engan lögvarinn rétt á að beita búfé í upplandi Hafnarfjarðar,“ ítrekar bæjarlögmaður. - gar Bæjarlögmaður Hafnarfjarðar: Hafnar kröfum um beitarrétt KALDÁRBOTNAR Eigendur Selskarðs segja vatnsból Hafnfirðinga á áhrifa- svæði sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.