Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 2. október 2008 17 Siðareglur auglýsinga og línan þunna milli þess að vekja athygli og móðga er helsta þema Fíton-blaðsins, sem kemur út á morgun. Fréttablaðið tók þrjá af að- standendum ritsins tali. „Hugmyndin að þessu þema blaðs- ins fæddist í sumar. Í kjölfar aug- lýsingaherferðarinnar „Skítt með kerfið“ sem við unnum fyrir Voda- fone, urðum við varir við mikla umræðu um auglýsingar og eðli þeirra í samfélaginu. Fjöldinn allur af áhugaverðum spurningum kom upp sem við veltum fyrir okkur í blaðinu. Hversu langt má ganga? Er í lagi að hneyksla fólk? Hvar liggja mörkin?“ segir Bragi Valdi- mar Skúlason, starfsmaður auglýs- ingastofunnar Fíton og einn aðstandenda Fíton-blaðsins sem kemur út á morgun, sjöunda árið í röð. Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Fíton, segir „Skítt með kerfið“-herferðina eina þá best heppnuðu sem stofan hafi unnið að. „Í herferðinni leituðum við í smiðju pönksins og sýndum hvernig ver- öldin myndi mögulega líta út ef allir tækju sér lífsspeki pönkar- anna til fyrirmyndar og gæfu skít í fyrirfram mótaðar venjur og siði,“ segir Ragnar. „Margir móðguðust, en það merkilega var að það voru einna helst pönkarar, núverandi og fyrrverandi, sem tóku þessu illa.“ Örn Úlfar Sævarsson, starfsmaður Fíton, tekur í sama streng. „Margir líta á pönkið sem heilagan hlut, sem harðbannað sé að nota til að selja eitt né neitt. Það er áhugavert í ljósi þess að þeir sem komu pönkinu á koppinn á sínum tíma voru margir hverjir kaupmenn og kapítalistar sjálfir,“ segir Örn Úlfar. „Ég hélt að ekki væri fræðilega mögulegt að móðga pönkara, en annað hefur komið í ljós,“ bætir Bragi við. Aðstandendur Fítonblaðsins höfðu samband við marga aðila úr hinum ýmsu þjóðfélagsstéttum og inntu þá eftir áliti sínu á auglýsing- um og hlutverki þeirra. Meðal ann- ars er að finna í blaðinu yfirlits- grein yfir auglýsingar sem vakið hafa athygli, og jafnvel farið fyrir brjóstið á Íslendingum í gegnum tíðina. „Það er mjög fróðlegt að sjá hvernig mörkin hafa færst til í gegnum árin,“ segir Bragi. „Margir muna til dæmis eftir umdeildum alnæmis- og smokkaauglýsingum sem settu allt á annan endann á sínum tíma. Líklega yrði bara bros- að að þessum auglýsingum í dag.“ Spurður um helstu niðurstöður umfjöllunar blaðsins segir Ragnar að auglýsingastofur megi gjarnan tileinka sér meiri ævintýra- mennsku. „Persónulega finnst mér að menn gangi ekki nógu langt í 95 prósentum tilfella. Ég held að stað- reyndin sé sú að djarfar hugmynd- ir og áherslur skili mun betri árangri en miðjumoð og leiðindi.“ „Auglýsingar eru skilgetin afkvæmi samfélagsins,“ bætir Örn Úlfar við. „Þær bestu hreyfa við fólki á ein- hvern hátt.“ Fíton-blaðinu er dreift frítt til fyrirtækja, en einnig er hægt að nálgast eintak á skrifstofu Fíton. kjartan@frettabladid.is Pönkarar móðgast eins og aðrir SIÐAREGLURNAR BROTNAR Hvernig auglýsingar yrðu til ef Samband íslenskra auglýsendastofa (SÍA) færi í herferð til að hvetja fólk til að fara eftir siðareglum samtakanna? Hönnuðir hjá Fíton fengu að spreyta sig á þessu verkefni með því skilyrði að siðaregl- urnar sjálfar væru brotnar í leiðinni. Afraksturinn gefur að líta í Fítonblaðinu. VIÐBURÐUR Fíton-blaðið er unnið í samvinnu allra starfsmanna stofunnar og segja þeir Ragnar, Bragi og Örn Úlfar mikla stemningu myndast í kringum útgáfu blaðsins ár hvert. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.