Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 18
18 2. október 2008 FIMMTUDAGUR Sú mikla hækkun sem orðið hefur á heimsmarkaðsverði á jarðolíu á síðustu misser-um, að viðbættum síaukn- um pólitískum þrýstingi á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, hefur hraðað mjög þróuninni í átt að framtíð óháðri jarðefnaelds- neyti. Breytingar velkomnar Einkum og sér í lagi hefur hið hækkaða olíu- og bensínverð orðið til þess að almennir bílnotendur eru nú reiðubúnari en nokkru sinni fyrr að bjóða breytingar velkomn- ar. Helztu bílaframleiðendur heims keppast nú við að koma á markað vistvænni valkostum. Þeir valkost- ir spanna allt frá sparneytnari útfærslum af hefðbundnum bruna- hreyfilsknúnum bílum til hrein- ræktaðra rafbíla. Sérstaklega stendur nú samkeppnin um að koma á fjöldaframleiðslumarkað svonefndum tengiltvinnbílum. Slíkir bílar ætla að verða næsta stóra skrefið í þá átt að gera einka- bílinn óháðan jarðefnaeldsneyti og draga verulega úr koltvísýringsút- blæstri hans – án þess að veita nokkurn afslátt af notagildi eða þægind- um. Tengiltvinnbíla er bæði hægt að hlaða raf- magni úr heimainns- tungu, sem dugar til 50- 100 km aksturs á rafmagni eingöngu, en líka knýja með hefð- bundnu eða lífrænu eldsneyti. Tækifæri fyrir Ísland Svo háttar til hér á Íslandi að fjórir fimmtu af heildarorkunotkuninni koma frá endurnýjanlegum orku- gjöfum, vatnsorku og jarðhita. Síð- asti fimmtungur orkunotkunarinn- ar er bruni innfluttrar olíu og bensíns í samgöngu- og vinnuvél- um landsins, á landi, legi og í lofti. Þessar aðstæður skapa Íslandi betri aðstæður en nokkru öðru þró- uðu landi til að eiga raunhæfa möguleika á því að verða fyrst til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Hlutföll frumorkunotkunar Íslendinga breytast hins vegar verulega ef orkunni sem fer til orkufreks iðnaðar er haldið utan við útreikninginn. Að stóriðjunni slepptri verður hlutur innlendrar orku í frumorkunotkuninni 65-70 prósent. Þar með stækkar hlutur jarðefnaeldsneytis í frumorku- notkun Íslendinga í um þriðjung í stað fimmtungs. Tilraunastofa framtíðarorkugjafa Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra héldu báðir ávörp á alþjóðlegri ráðstefnu um sjálf- bærar samgöngur, Driving Susta- inability 08, sem haldin var í Reykjavík dagana 18. og 19. sept- ember, og vísuðu báðir til þessarar sérstöðu Íslands. Ólafur Ragnar sagði að Ísland ætti að vera „tilraunastofa fram- tíðarorkugjafa og fundarstaður þeirra sem vinna að vistvænum samgöngum“. Hann hvatti erlenda gesti ráðstefnunnar, sem meðal annars komu frá Mitsubishi, Ford og Toyota, til að nýta sér Ísland sem tilraunavettvang nýrrar tækni á þessu sviði því mikilvægt væri að sýna í verki að hin nýja sam- göngutækni sé nothæf við raunað- stæður. Virki hún hér ætti hún að geta virkað hvar sem er annars staðar. Össur iðnaðarráðherra handsal- aði í lok ráðstefnunnar samkomu- lag við forsvarsmenn japanska iðn- risans Mitsubishi um prófanir hérlendis á nýjum rafbíl fyrirtæk- isins, sem á að fara í fjöldafram- leiðslu á næsta ári, auk þess sem gera á tilraunir með uppbyggingu þjónustunets fyrir rafbíla, þar á meðal hraðhleðslustöðvar bæði innanbæjar og meðfram þjóðveg- um landsins. Í tilefni af undirritun þessara samninga lýsti Össur því yfir að ráðstefnan hefði gert „rík- isstjórnina enn staðráðnari í að gera landið óháð olíu.“ „Markmiðið á að vera að gera okkur algerlega óháð olíu og bens- íni,“ sagði Össur í samtali við Fréttablaðið. „Það sem ríkisstjórn- in þarf að gera er að tryggja breyt- ingar á skattareglum og lögum til þess að ýta undir komu þessara bíla inn á íslenska vegakerfið,“ sagði ráðherrann. „Nú höfum við þennan samning sem tryggir okkur rafbíla þegar þeir koma í fjölda- framleiðslu. Það þýðir það að í samstilltu átaki ýmissa ráðuneyta, þar sem fjármálaráðuneytið tæki nú rösklega á, þá ætti okkur að tak- ast mjög hratt að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og gera okkur óháða olíu og bensíni.“ Eftirfylgni beðið Með þessum síðustu ummælum vísar Össur til þess að í vor skilaði stjórnskipaður starfs- hópur, sem í sátu full- trúar fjögurra ráðu- neyta, af sér skýrslu með tillögum að breyttu fyrirkomulagi gjaldheimtu af elds- neyti og ökutækjum. Í skýrslunni er lagt til að allt gjaldheimtukerfið, bæði aðflutningsgjöld og aðrir skattar, miðist við magn koltvísýringsútblásturs, en sam- bærilegar reglur hafa verið teknar upp nágrannalöndunum. Það er á verksviði fjármálaráðuneytisins að vinna frumvarp að lögum á grundvelli tillagnanna, samþykki ríkisstjórnin að það skuli gert (sem hún hefur þegar þetta er skrifað enn ekki gert). Það sem knýr á um að slíkar samræmdar reglur komist í gildi sem skapi skattalega hvata til að bílkaupendur velji vistvænni val- kosti er meðal annars það, að um áramótin renna úr gildi tímabundn- ar reglugerðir sem kveða á um afslátt af aðflutningsgjöldum af tilteknum tegundum vistvænni bíla (knúnum rafmagni eða metan- gasi). Eftirtektarverður áfangi Afdráttarlaus yfirlýsing iðnaðar- ráðherrans um stefnuna á að gera Ísland óháð jarðefnaeldsneyti er eftirtektarverður áfangi í stefnu- mótun íslenzkra stjórnvalda á þessu sviði. Hún fellur vel að áður yfirlýstu markmiði ríkisstjórnar- innar um að dregið skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis um minnst 50-75 prósent fram til ársins 2050, miðað við losun ársins 1990. Hún fellur einnig vel að þremur skýrslum sem unnar hafa verið fyrir stjórnarráðið á þessu ári; sú fyrsta kom út á vegum iðnaðar- ráðuneytisins í marzmánuði og ber titilinn „Innlend orka í stað inn- flutts eldsneytis“. Höfundar henn- ar eru Þorkell Helgason, Andrés Svanbjörnsson, Ágústa Steinunn Loftsdóttir og Sigurður Ingi Frið- leifsson. Þá skilaði fyrrgreindur „starfs- hópur um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og öku- tækja“ af sér í vor, en niðurstöður starfshópsins voru kynntar á blaða- mannafundi í byrjun júní. Og nú í september skilaði Steingrímur Ólafsson iðnrekstrarfræðingur af sér skýrslu til iðnaðarráðuneytis- ins um fýsileika rafbílavæðingar hérlendis. Þá hefur ráðstefnan Driving Sustainability, sem var höfuðvið- burður Samgönguviku í Reykjavík í fyrsta sinn í fyrra og var haldin í annað sinn í ár, tvímælalaust orðið til að skerpa vitund Íslendinga um það hve tímabært það er að leita nýrra leiða til að knýja samgöngur hér á landi, leiða sem bæði draga úr mengun, minnka kostnað og gera Ísland minna háð innflutningi á eldsneyti. Norrænar fyrirmyndir Hin Norðurlöndin hafa líka sett sér metnaðarfull markmið á þessu sviði. Í næstu greinum þessa greinaflokks verða rakin dæmi frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi um hvað hægt er að gera bæði af hálfu opinberra og einkaaðila til að ýta undir þróunina í átt að hinu jarð- efnaeldsneytisóháða samfélagi. Þar verður litið til þess sem ríkis- valdið, sveitarstjórnir, fyrirtæki, frjáls félagasamtök og neytendur geta aðhafzt. Þessu til viðbótar verða rakin dæmi um tilteknar tæknilausnir sem opna nýja mögu- leika til að ná settu marki, einkum og sér í lagi til að ryðja brautina fyrir rafvæðingu einkabílsins jafnt sem almenningssamgangna. FRÉTTASKÝRING: Úrelding olíunnar 1. hlutiH2 CO 2 O 2NiMH DME Li-ionC 2H 6 O FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is FYRSTA GREIN AF FJÓRUM Á morgun: Norrænar fyrirmyndir Byltingin gegn olíunni Tuttugasta öldin var öld jarðolíuknúinnar iðnbyltingar; öld bensínbílsins. Sú tuttugasta og fyrsta stefnir í að verða öld rafvæðing- ar í samgöngum. Sú þróun gefur Íslendingum tækifæri til að verða fyrsta þróaða þjóð heims sem yrði óháð jarðefnaeldsneyti. ÁFANGI AÐ RAFVÆÐINGU Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, reynsluekur Mitsubishi-rafbíl sem væntanlegur er í fjöldafram- leiðslu og gera á prófanir á hérlendis. Forsetinn vill að Ísland sé „tilraunastofa framtíðarorkugjafa“. LJÓSMYND/HARALDUR JÓNASSON Sprengihreyfill Rafmótor Eldsneyti Endurhleðslu- bremsun Rafhlaða Sprengihreyfill Rafmótor Eldsneyti Endurhleðslu- bremsun Rafhlaða Tvinnbíll Tengiltvinnbíll YFIRLIT YFIR LEIÐIR TIL AÐ KNÝJA ÖKUTÆKI Heimild: „innlend orka í stað innflutts eldsneytis“, Iðnaðarráðuneytið 2008 Orkugjafi Orkuberi eða miðill Orkugeymir eða umbreytingar Drifvél Rafmagn Vatnsorka Jarðhiti Rafdreifikerfið Raf- greining Vetni Metanól Rafgeymir Efnarafall T.d. háþrýstikútur Innlendir kolefnisgjafar Metan Lífmassi úr úrgangi eða ræktaður Tilbúið eldsneyti Eldsneyti úr orku ásamt kolefnisgjafa Lífrænt eldsneyti, t.d. etanól eða lífdísilolía Þrýstikútur Innflutt eldsneyti eða hráefni í eldsneyti Lífmassi Lífrænt eldsneyti, t.d. etanól Olía og bensín Blendings- eldsneyti Tv in nv él ar Sprengihreyfill Rafmótor Eldsneytistankur Markmiðið á að vera að gera okkur algerlega óháð olíu og bensíni. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON IÐNAÐARRÁÐHERRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.