Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 22
22 2. október 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Verð á einum lítra af súrmjólk, í ágústmánuði hvers árs. Miðað við verðlag á landinu öllu. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS kr ón ur á lí tr a Ár 10 3 11 6 92 12 5 1997 2000 2004 2008 Efling staðbund- inna matvæla miðar að því að byggja upp staðbundið og sjálfbært matvæla- hagkerfi. Þetta felur í sér matvælafram- leiðslu, vinnslu, dreifingu og neyslu. Talið er að þróun staðbundinna mat- væla muni efla viðkomandi staði eða svæði efnahagslega, umhverfislega og félagslega. Þá gefa þau tækifæri á nánari tengingu framleiðenda og neytenda. Breytilegt er hvaða skilning lagt er í hugtakið staðbundin matvæli. Yfirleitt felur þó skilgreiningin í sér þá hugmyndafræði að matvæli séu af betri gæðum vegna þess að þau séu ferskari. Þá nota framleiðendur síður efni eða aðrar aðferðir til að auka geymsluþol. Annað markmið stað- bundinna matvæla er að varðveita og endurvekja staðbundnar matarhefðir og stuðla að ræktun fjölbreyttra nytja- plantna til að draga úr notkun varn- arefna, áburðar og myndun úrgangs. Þetta mun efla staðbundin hagkerfi með því að styrkja lítil bændabýli, staðbundin störf og verslanir. Matarferðamennska er oft tengd við borgarferðir, háklassa veitinga- hús og svo kölluð „matarlönd”. Það er því nokkur áskorun að koma á fót matarferðamennsku í dreifbýli Íslands. Á undanförnum árum hafa nokkur samtök verið stofnuð til að stuðla að framleiðslu og framboði á staðbundnum matvælum, bæði á landinu öllu og svæðisbundið. Á landinu eru þrenn meginsam- tök; Beint frá býli, Lifandi landbún- aður og Matur-Saga-Menning sem hafa öll það að markmiði að örva matarmenningu á Íslandi m.a. með því að efla framleiðslu matvæla úr staðbundnu hráefni og stuðla að varðveislu hefðbundinna framleiðslu- aðferða og matargerðalistar. Þá hefur verið þónokkur vakning meðal hráefnisframleiðenda og ferðaþjón- ustuaðila á Íslandi, um mikilvægi matvæla í upplifun ferðamanna og þá virðisaukningu sem fæst með vinnslu og sölu hráefnis í héraði. Hagsmunaaðilar á mörgum svæð- um hafa efnt til samstarfs til að vinna sameiginlega að skilgreiningu og uppbyggingu á matarferðamennsku og til að styðja við framleiðslu á staðbundum matvælum. Dæmi um slíkt samstarf eru Matur úr héraði, Matarkistan Skagafjörður, Þingeyska matarbúrið, Austurlamb, Suðurland bragðast best og Ríki Vatnajökuls. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er einnig hafinn undirbúningur að slíku samstarfi. Í dag er því net, og upp- bygging þekkingar varðandi tækifæri í matarferðamennsku, orðið nokkuð þéttriðið. Auk þess stuðnings, sem slíkt samstarf veitir, er nú unnið að uppbyggingu á alhliða vöruþróun- arhóteli á Hornafirði. Með þessu er markvisst reynt að hvetja til nýsköp- unar í smáframleiðslu matvæla á landinu. mni.is MATUR & NÆRING ÞÓRA VALSDÓTTIR MATVÆLAFR. Efling staðbundinnar matvælaframleiðslu Neytendasamtökin gera á heimasíðu sinni athugasemd við myndbandasamkeppni grunnskóla sem fyrirtækið 66° norður stendur fyrir. Vilja samtökin meina að um dulbúna auglýs- ingagerð sé að ræða, meðal annars þar sem myndböndin megi aðeins vera ein mínúta að lengd, sem sé heppilegur tími fyrir sjónvarpsauglýsingu. Neytendasamtökin gera athugasemd við að nýta eigi grunnskólabörn til auglýsinga og það að foreldrum forspurð- um og að ætlast sé til að börnin eigi eða kaupi fatnað fyrir- tækisins til gerðar myndbandanna. Með markaðssetningu af þessu tagi sé verið að gefa visst fordæmi og engin leið sé að sjá fyrir þær samkeppnir sem fyrirtæki geti hrint af stað meðal grunnskólabarna í framtíðinni. Að lokum ítreka Neytendasamtökin þá skoðun sína að skólabörn eigi ekki að verða fyrir markaðsáreiti í skólanum. ■ Auglýsingar Grunnskólabörn gera auglýsingar Lára Björg Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Landsbankan- um, er vandlátur neytandi. Fátt fer meira í taugarnar á henni en að kaupa köttinn í sekkn- um. „Verstu kaupin eru án efa draslið í körfunum í Lyfjum og heilsu þar sem á stendur „40% afsláttur““, segir Lára og er ekki skemmt. „Vanalega eru þetta útrunnar snyrtivörur sem lykta eins og þránað smjör og eiga heima í ruslagámnum í portinu á bak við búðina. Ég hef þó látið freistast og endað með skærbleika kinnaliti eða glerharða varaliti sem fimm ára stelpur í dúkkuleik hefðu fúlsað við. Þótt það sé dýrtíð þarf maður ekki að láta fara með sig eins og hund.“ Að sama skapi er fátt til þess fallið að kæta Láru Björgu meira en reyfarakaup, til dæmis þau sem hún gerði í Belgíu um árið. „Bestu kaup- in eru pels sem ég keypti í Brussel árið 2004 þegar fuglaflensan ógnaði heims- byggðinni. Hann er síður og svartur og gengur við hvaða dress sem er og við hvaða tækifæri sem er. Ég dansaði stríðsdans af gleði þegar ég sá veðurspána fyrir næstu daga. Veturinn er kominn og nú dreg ég fram vin minn, pelsinn.“ NEYTANDINN: LÁRA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, SÉRFRÆÐINGUR HJÁ LANDSBANKANUM Kasúldinn kinnalitur og skósíður pels ■ Auður Haralds rithöfundur segist búa yfir ótal mörgum góðum húsráð- um og enn fleiri ráðum til að spara. „Það er til dæmis algjör óþarfi að eiga tuttugu mismunandi tegundir af hrein- gerningavökva. Það nægir að eiga hvítt Ajax, það dugar á allt,“ segir Auður. Hún kann fleiri ráð til sparnaðar. „Fólk sem kaupir fimm plastpoka á viku undir matvörur eyðir 3.750 krónum á ári í plastpoka. Þá þarf fólk ekki að kaupa eldhúsrúllur, það er mun betra að nota tuskur og þvo þær svo. Fari menn eftir þessum húsráðum er hægt að lifa í munaði á tekjum sem eru undir fátæktarmörkum.“ GÓÐ HÚSRÁÐ HVÍTT AJAX DUGAR Á ALLT Elísabet Brekkan sendi gott ráð og ekki veitir af þegar íslenska krónan hrapar daglega og allt virðist endanlega við það að fara í steik: „Ég ætla að segja frá því hvar hægt er að fá ódýrt brauð á þessum okurtímum,“ skrifar Elísabet. „Í pólsku búðinni Mini Market í Breiðholti er selt samloku- brauð, bæði gróft og fínt, heilar 23-24 sneiðar fyrir krónur 129. Brauðin eru svo stór að gott er að skipta þeim í tvo hluta og frysta helming- inn. Brauðið er nýbakað sérstaklega fyrir hinn pólska markað.“ Pólskar búðir á Íslandi eiga það sameiginlegt að vera frekar ódýrar og þar má gera góð kaup á ýmsu eins og dæmi Elísabetar sýnir. Fyrir utan Mini Market í Drafnar- fellinu eru áþekkar búðir meðal annars í Keflavík, á Akureyri og Reyðarfirði. Góðu kaupin leynast víða: Ódýrt brauð í pólskri búð Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Tryggingaiðgjöld eru oft stór liður í útgjöldum heim- ilanna. Ágæt regla er að yfirfara tryggingar heimilis- ins reglulega þar sem ýmislegt getur hafa breyst frá því að síðast var gengið frá tryggingamálum. Þegar greiðsluseðill vegna endurnýjunar eldri trygginga berst frá tryggingafélaginu getur verið gagnlegt að hafa samband við félagið og óska betra tilboðs. Einnig er ágætt að leita tilboða frá öðrum trygg- ingafélögum því þannig má oft lækka kostnað verulega. Með þessum einföldu ráðum geta neytendur aukið líkur á að tryggingafélagið þeirra sé að bjóða bestu mögulegu kjör á tryggingum sínum. ■ Tryggingar Samkeppnin lækkar tryggingaiðgjöld Á vef Neytendasamtakanna segir frá því að neytandi hafi haft samband við sam- tökin vegna hækkunar hjá Krónunni á salatboxi. Boxið er sagt hafa hækkað úr 399 krónum í 579 krónur sem geri 45 prósenta hækkun. Neytendasamtökin ósk- uðu skýringa á hækkuninni og í svari Krónunnar kemur fram að miklar hækkanir hafi orðið á verði hráefna og á dreifingarkostnaði. Vegna fyrirspurna viðskiptavina hafi hins vegar verið ákveðið að taka hækkunina til baka að nokkru leyti þannig að verðhækkunin nemi 25 prósentum. Verð á boxi sé því 499 krónur. ■ Verðlag Kvartanir lækka vöruverð Belle de Jour er klassapía. Hún velur nærfötin sín af kostgæfni. Og hún selur sig. Dýrt. Hún heldur dagbók á Netinu þar sem hún segir opinskátt og án blygðunar frá upp- lifunum sínum í kynlífi og hversdags- lífi; hvernig það er að selja líkama sinn til að svala fýsnum annarra. Hneykslanleg og fyndin frásögn sem veitir innsýn í líf símavændiskonu í London. Talsmaður neytenda seg- ir bankainnistæður fólks óbeint tryggðar af ríkinu auk beinna lágmarkstrygg- inga. Vernd innistæðueig- enda er meiri en fjárfesta. „Ég tel brýna þörf á að róa neyt- endur,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem í vik- unni ritaði grein á síðu sína þar sem hann fjallar um tryggingar á bankainnistæðum. Þar segir hann að innistæðueig- endur njóti frekari verndar en lögbundnar tryggingar gefa til kynna. Því þurfi sparifjáreigend- ur ekki að óttast um hag sinn í kjölfar ríkisvæðingar Glitnis banka. Hins vegar tekur Gísli fram að neytendur sem lagt hafi sparnað sinn í áhættusamari fjár- festingu með kaupum á hlutabréf- um njóti ekki slíkrar verndar. Hann segir um tvenns konar ábyrgð að ræða. „Annars vegar er það lagaleg ábyrgð og hins vegar óbein ríkisábyrgð sem margir telja fyrir hendi í vestrænum ríkj- um og sýndi sig núna í yfirtöku ríkisins á Glitni.“ Hann segir neytendur njóta að lágmarki lögbundinna trygginga gagnvart tapi á innistæðu og verðbréfaeign sem nemi rúmum þremur milljónum króna hjá hverjum banka samkvæmt núver- andi gengi. Það fé komi úr Trygg- ingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. „En ef staða sjóðsins hrekkur ekki til þá hefur hann heimild til að taka lán,“ segir Gísli. olav@frettabladid.is Bankainnistæð- ur eru tryggðar HÖFUÐSTÖÐVAR BANKANNA Innistæður fólks í bönkunum eru tryggðar og er lág- marksvernd um 3 milljónir króna á núverandi gengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.