Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 2. október 2008 29 UMRÆÐAN Guðmundur Oddsson skrifar um póstþjónustu Fréttablaðið hefur nú í nokkurn tíma fjallað mikið um Íslandspóst og mér finnst þær greinar hafi yfirleitt verið góðar og upplýsandi. Vitaskuld hafa við- mælendur blaðsins haft mismun- andi skoðanir á fyrirtækinu og ekki síst þeirri ákvörðun stjórnar að endurskilgreina hlutverk Íslands- pósts. Mér finnst í sjálfu sér ekkert að því, að fram komi skiptar skoð- anir á fyrirtækinu og þá ekki síður hvort selja eigi Íslandspóst eður ei. Mér fyndist mjög vel koma til greina að gefa starfsmönnum Íslandspósts kost á að kaupa 5-10% í fyrirtækinu en þannig kæmu fleiri að eignarhaldinu en ríkið. Þessi ákvörðun er pólitísk og kæmi ekki til álita að óbreyttum lögum. Að niðurgreiða samkeppni Jörundur Jörundsson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa, telur það ótækt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki og að skattfé landsmanna sé nýtt til að niðurgreiða samkeppni. Ég er sam- mála því að ekki eigi að nota skatt- fé til að niðurgreiða samkeppni, enda gerir Íslandspóstur það alls ekki. Íslandspóstur greiðir að sjálf- sögðu sína skatta eins og önnur fyrirtæki, en hann greiðir þá af þeim tekjum sem hann aflar. Það er því fjarri öllu lagi að skattfé landsmanna fari í að niður- greiða samkeppni við einkageirann. Samskip verða, sem önnur flutn- ingafyrirtæki, að þola sam- keppni en fara ekki að vola og víla ef þau standa sig ekki. Gildir þá einu hvort um hluta- félag í eigu ríkisins er að ræða eða ekki. Hlutafélög í eigu ríkisins eru bundin ákvæðum sömu hlutafé- lagalaga og einkarekin hlutafélög. Skyldur stjórnenda slíkra hlutafé- laga eru jafn ríkar gagnvart eig- endum sínum, þ.e.a.s. landsmönn- um öllum, og skyldur stjórnenda einkarekinna hlutafélaga gagnvart sínum eigendum. Minni hagnaður af einkarétti Í fréttaskýringu Fréttablaðsins 25. september sl. kemur fram að hagn- aður af einkaréttinum hafi minnk- að um 290 milljónir á síðustu þrem- ur árum. Minnkandi hagnaður á sér eflaust ýmsar skýringar. Það hefur orðið umtalsverð fækkun bréfa í einkarétti, sem skýrir hluta, en að mínu mati er launastefna Íslands- pósts meginskýring. Hjá Íslands- pósti vinna um 1300 starfsmenn og margir þeirra hafa verið á lágum launum. Stjórnin tók þá ákvörðun árið 2004 og hefur fylgt henni síðan að hækka umtalsvert laun þeirra sem voru á lægstu töxtunum umfram það sem gert var í hinum almennu kjarasamningum. Þessi ákvörðun kostaði verulega fjár- muni, enda launakostnaður um 60% af rekstrarkostnaði Íslandspósts, og skýrir að sjálfsögðu minni hagn- að en áður, en vonandi ánægðara starfsfólki. Skýr bókhaldslegur aðskilnaður er á milli samkeppnis- hluta og einkaréttarhluta í rekstri Íslandspósts og er raunar skýrt kveðið á um það í starfsleyfi fyrir- tækisins sem og í lögum um póst- þjónustu. Póst-og fjarskiptastofn- un og Ríkisendurskoðun hafa auk stjórnar eftirlit með því að þessum aðskilnaði sé fylgt og veit ég engin dæmi þess að út af því hafi verið brugðið. Alhliða flutningafyrirtæki Sú endurskilgreining á hlutverki Íslandspósts að breyta fyrirtækinu úr dreifingarfyrirtæki í alhliða flutningafyrirtæki var vel ígrund- uð og ekki tekin í neinni fljótfærni. Hún var tekin í góðu samráði við þáverandi samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson. Núverandi sam- göngráðherra, Kristján Möller, hefur einnig stutt þessa ákvörðun dyggilega enda miðar hún að því,fyrst og síðast, að auka þjónust- una við landsbyggðina. Getur verið að einhverjir séu mótfallnir því? Höfundur er varaformaður stjórnar Íslandspósts. Haltu mér, slepptu mér SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð- ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. GUÐMUNDUR ODDSSON www.takk. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.