Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 42
30 2. október 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Ásta Þorleifsdóttir skrifar um umhverfismál og vegagerð Aldrei þessu vant hefur náttúra Íslands farið með sigur af hólmi því Héraðsdómur Reykja- víkur hefur fellt úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, þar sem fall- ist var á svonefnda leið B Vest- fjarðavegar frá Þórisstöðum í Þorskafirði að Kraká á Skálanesi. Landeigendur, NSÍ og Fuglavernd höfðuðu málið þar eð slík vega- gerð myndi hafa í för með gríðar- leg óafturkræf umhverfisspjöll á friðlýstri náttúru. Í kjölfar dómsins gefst Vega- gerðinni kostur á að endurskoða leiðavalið og möguleika á jarð- göngum undir hálsana milli Þorskafjarðar og Kollafjarðar og færa þannig vega- gerð á Vestfjörð- um til nútímans. Kostir jarðganga Ítrekað hefur verið bent á að göng undir hálsana er besti kosturinn m.t.t. náttúrufars, umferðaröryggis, kostnaðar og arð- semi, auk þess sem jarðgöng stytta leiðina milli Bjarkalundar og Kollafjarðar um hátt í 30 kíló- metra. Þrátt fyrir yfirburði jarð- ganga ákvað Vegagerðin að setja gangaleið ekki í mat á umhverfis- áhrifum. Þó má öllum vera ljóst að göng undir Hjallaháls og Gufu- dalsháls myndu: - Bæta öryggi og stytta Vest- fjarðaveg umtalsvert. - Vernda Teigsskóg sem er á nátt- úruminjaskrá. - Koma í veg fyrir að gjöfulum arnarhreiðrum sé ógnað. - Varðveita sjávarfitjar og strend- ur. - Vernda leirurnar í Djúpafirði og Gufufirði sem eru afar mikil- vægir viðkomustaðir farfugla. - Tryggja áframhaldandi þang skurð í fjörðunum. - Halda bæjum í Gufudalssveit í byggð. Með gangaleið verður langþráð- ur draumur íbúanna um láglend- isveg um Gufudalsveit að veru- leika án þess að skerða aðra möguleika til atvinnusköpunar. Einstök tækifæri Gangaleiðin er ekki bara umtals- verð vegabót heldur opnast nýir og áður vannýttir möguleikar í atvinnuþróun. Mikil verðmæti eru fólgin í einstakri náttúru Reykhólahrepps og sérstök lög hafa verið sett til að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Einmitt í þessari sérstöðu eru fólgin ein- stök tækifæri í náttúru-, menn- ingar- og útivistartengdri ferða- þjónustu. Vestfirðir í forgang Að bæta samgöngur á Vestfjörð- um er forgangsmál og varðar alla landsmenn. Það sætir furðu að ekki sé fyrir löngu búið að tengja Suðurfirðina við Norðurbyggðir með því að bora göng undir Hrafnseyrarheiði og Dynjandis- heiði. Vegagerð um sunnanverða Vestfirði er vandasöm og gæta þarf hófs gagnvart viðkvæmri náttúru. Það er ekki fjarlæg fram- tíðarsýn að bora göng undir hálsana, heldur eina skynsamlega lausnin. Með göngum verða sam- göngur tryggar, verðmæti ein- stakrar náttúru varðveitt og möguleikar náttúrutengdrar ferðaþjónustu ekki skertir. Vissu- lega eru jarðgöng ekki ódýr en með því að bjóða út jarðgöng á Vestfjarðavegi í einum pakka má ná mikilli hagræðingu og betra verði. Jarðgangagerð sem tryggir samgöngur innan Vestfjarða allan ársins hring verður að setja í for- gang. Allt annað er óforsvaran- legt. Hér með er skorað á samgöngu- ráðherra og vegagerðina að setja gangaleið strax í umhverfismat, svo hægt sé að hefjast handa hið fyrsta. Höfundur er jarðfræðingur. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið- bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. ÁSTA ÞORLEIFS- DÓTTIR Teigsskógardómur og vegagerð á Vestfjörðum UMRÆÐAN Albert Jensen skrifar um kjaramál Engin stéttarfélög hafa búið við svo árvissar ofsóknir í formi kauplækkandi breytinga og svik- inna loforða og þau sem sjá um heilsufar þjóðarinnar. Fyrir nokkr- um árum ákvað stjórn Heilsugæsl- unnar að rifta einhliða, bílasamn- ingum við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það lækkaði kaup og hrakti fólk úr störfum. Gæslan er enn í sárum eftir þá atlögu gegn starfsfólki sínu og skjólstæðing- um. Til höfuðs sjúkraliðum var búin til stétt sem kallast félagslið- ar og bolar nú sjúkraliðum jafnt og þétt úr störfum. Þar er minni menntun, lægra kaup og þar með dregið úr faglegri þjónustu við aldraða og fatlaða. Stjórnvöld virðast telja faglegum kröftum sóað þegar þessir hópar eiga í hlut og stefna á lægra plan fyrir þá. Neikvæðu afleiðingarnar voru ekki með í útreikningum þá, frek- ar en langvarandi aðför gegn ljós- mæðrum sannar. Vantraustið sem ríkisstjórnin hefur valdið nú þegar með ósanngirni sinni, ætti að vera núverandi og komandi stjórnvöld- um víti til varnaðar. Þrjóska má ekki vera leiðarljós. Það er sorglegt að stjórnvöld vilji takmarka menntun þeirra sem annast fólk. Ljósmæður eru fámenn stétt og sérlega mikilvæg og koma næst læknum í mennt- un. Í lygilega mörg ár, hefur valdhöfum með loforðum og ósannindum á víxl, tekist að halda kaupi þeirra niðri. Í reynd bætir 25% hækkun launa ekki skaðann. Hvað þá 22%. Bar- lómur er einkenni íslenskra vald- hafa þegar almenningur krefst mannsæmandi launa. Í niður- sveiflu er launakrafa óraunsæ. Í uppsveiflu er hún það líka, en bara af annarri ástæðu. Sem betur fór tókst valdhöfum ekki að kúga ljós- mæður og trúi ég að þær nái sínu í næstu hrinu. Ljósmæður sáu í hvert óefni stefndi fyrir verðandi mæður og gerðu sér ljóst að ráð- herrar heilbrigðis og fjármála, skildu ekki alvöru málsins. Því slógu þær af kröfum sínu og sönn- uðu þar með að sá vægir sem vitið hefur meira. Í þessu sambandi má segja eins NN. „Stjórnmálamenn eru eins og bleyjur. Það þarf að skipta um þá reglulega og af sömu ástæðu.“ Höfundur er trésmíðameistari. Fyrsti sigur ljósmæðra UMRÆÐAN Elísabet Björgvinsdóttir skrifar um læknastarf Ég útskrifaðist í vor úr Háskóla Íslands eftir 6 ára nám við læknadeild. Ég er hætt að vera læknanemi á námslánum og komin í Félag ungra lækna. Það að vera í félaginu þýðir að viðkomandi er með almennt lækningaleyfi en er ekki byrjaður á sínu sérnámi sem tekur að jafnaði önnur 5-7 ár. Eftir útskrift hóf ég eins og flestir bekkjarfé- lagar mínir kandídatsár sem er í raun mitt sjöunda námsár nema hvað að ég er á launum og með lækn- ingaleyfi. Ég hóf kandídatsárið á heilsugæslu úti á landi. Ég vann mína dagvinnu og tók svo gæsluvaktir hinn tíma sólarhringsins. Ég fékk ágæt laun enda fjöldi vinnustunda í hverjum mánuði í kringum 6-700. Hjartað var hins vegar í buxunum við tilhugsunina um að stórslys yrði í sýslunni, þar sem það er engin skólabók sem getur kennt manni hvernig tilfinning það er að koma að slíkum vettvangi. Að bera ábyrgð á heilsu og lífi fólks er nokkuð sem erfitt er að lýsa. Það er læknirinn sem þarf að svara fyrir það ef eitt- hvað bregður útaf. Fórnin sem ég færði í sumar er nokkuð sem flest- ir læknar þurfa að fórna, þ.e. tíminn með fjölskyld- unni. Þriggja ára barnið mitt átti mjög svo erfitt að skilja af hverju mamma var alltaf að rjúka út, gat ekki farið með eða sótt í leikskólann og sjaldan farið með í sund, út að leika eða hvað þá annað. Eftir dvölina á heilsugæslu úti á landi tekur núna við 9 mánaða starf á sjúkrahúsi. Grunnlaunin mín eru 274.000 á mánuði. Ef ég vildi eðli- legt fjölskyldulíf væri þetta talan í launa- umslaginu mínu fyrir skatta. Ég held því áfram að fórna tíma fjölskyldunnar og vinn vaktir til að drýgja tekjurnar. Meðalvinnuvikan hjá mér er 54 tímar, kvöld, helg- ar og nætur. Ég vildi óska að ég gæti bara unnið dagvinnu en ég get það ekki. Ég er þrítug, með fjöl- skyldu og himinhá námslán sem bíða mín. Flutning- ur úr landi er á næstu grösum því ég hyggst sér- mennta mig. Ég verð því að nálgast fertugt þegar ég klára sérnámið og starfsævin hefst og grunnlaunin mín verða þá kominn í heilar 450 þús. og það eftir 12-14 ára heildarnám. Sú útbreidda skoðun að lækn- ar séu hálaunastétt er mikill misskilningur. Af bloggumræðum að dæma höfum við litla sem enga samúð í kjaraviðræðum okkar. Það lítur út fyrir að það verði landflótti í læknastétt. Ég hef að minnsta kosti ekki efni á að vinna við þessi kjör, hvorki fjöl- skyldu- né fjárhagslega. Höfundur er læknakandídat. Hálaunastarf? ALBERT JENSEN ELÍSABET BJÖRGVINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.