Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 52
40 2. október 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Nýjasta myndin úr smiðju Mikes Leigh verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Happy Go Lucky var frumsýnd í Bretlandi fyrr á árinu og vakti nokkra athygli enda þykir hún um margt frábrugðin fyrri myndum leik- stjórans. Mike Leigh er ekki kunnur fyrir sérlega glaðværar og jákvæðar myndir. Myndir hans fjalla gjarn- an um myrkari hliðar mannssálar- innar og fylla áhorfandann drunga og vonleysi. Síðasta mynd Leighs, fóstureyðingadramað Vera Drake, tók sérlega á taugar áhorfenda og því kom nokkuð á óvart þegar spurðist út að Happy Go Lucky væri sérlega jákvæð og hamingju- vekjandi kvikmynd. Í Happy Go Lucky er fylgst með ævintýrum barnaskólakennarans Poppy, sem Sally Hawkins leikur af mikilli innlifun. Poppy er alltaf glöð og jákvæð og tekst á við öll lífsins verkefni með bros á vör. Lífsreyndir kvikmyndahúsagestir vænta þess óhjákvæmilega að þessi káta kona lendi í einhverjum óskaplegum hremmingum sem munu breyta lífsviðhorfi hennar og gera úr henni fúllynda gribbu, en því er ekki fyrir að fara. Poppy lendir aftur á móti í því að hjólinu hennar er stolið og ákveður hún í kjölfarið að kaupa sér bíl. Fyrst þarf hún þó að verða sér úti um ökuréttindi og hefur því nám hjá ökukennaranum Scott, sem leik- inn er af Eddie Marsan. Scott er vænisjúkur og geðvondur kyn- þáttahatari sem eys úr skálum reiði sinnar við hvert tækifæri. Öfgakennd viðhorf hans koma flatt upp á Poppy og verður sam- band þeirra fljótlega að þunga- miðju frásagnarinnar. Myndin hefur almennt hlotið fremur jákvæða dóma í heima- landi sínu. Gagnrýnandi blaðsins The Guardian gaf henni til að mynda fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Myndin verður sýnd í Sambíó- unum Álfabakka og Sambíóunum Kringlunni. - vf Rosalega hress Mike Leigh GLEÐI Í ELDHÚSI Atriði úr nýjustu kvik- mynd breska leikstjórans Mike Leigh, Happy Go Lucky. Nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee, Miracle at St. Anna, er þegar farin að vekja nokkrar deilur þó að aðeins séu nokkrir dagar liðnir frá frumsýningu hennar í Banda- ríkjunum um síðustu helgi og sé enn ekki komin í almennar sýn- ingar í Evrópu. Myndin fjallar um þátttöku svartra, bandarískra her- manna í seinni heimsstyrjöldinni, en frægt er orðið hversu svekktur Lee var út í Clint Eastwood vegna þess hve lítinn gaum sá síðar- nefndi gaf baráttu svartra her- manna í stríðsmyndum sínum Letters from Iwo Jima og Flags of our Fathers. Lee fékk hins vegar sjálfur á sig gagnrýni fyrir að fara frjálslega með staðreyndir þegar Miracle at St. Anna var frumsýnd í Róm nýverið. Í myndinni er því nefni- lega haldið fram að andspyrnu- hópur sem barðist á móti ítölskum fasisma hafi átt þátt í því að nas- istar slátruðu um 560 óbreyttum ítölskum borgurum árið 1944. Eft- irlifandi meðlimir andspyrnu- hópsins segja þessa útgáfu Lees á staðreyndum helbera lygi og ótt- ast hún leiði af sér endurskrifun sögunnar í hugum almennings. Í kjölfar lygaásakananna kom Lee fram á blaðamannafundi ásamt James McBride, handrits- höfundi myndarinnar. McBride bað andspyrnumeðlimina afsök- unar á því að hafa móðgað þá. „En atburðir seinni heimsstyrjaldar- innar tilheyra líka sögu Banda- ríkjanna og ég varð að skrifa handritið út frá því sjónarhorni,“ bætti hann við. Lee lagði aftur á móti til atlögu við gagnrýnendur sína, eins og hans er von og vísa. „Ég ætla ekki að afsaka neitt,“ sagði hann. „Ég tel að þessi viðbrögð við myndinni sýni einfaldlega fram á að Ítalir eiga enn eftir að horfast í augu við ýmislegt í sinni eigin sögu. Að auki er þessi kvikmynd ekki heim- ildarmynd, heldur túlkun okkar á atburðunum sem áttu sér stað.“ - vþ Svarar gagnrýni Ítala SPIKE LEE Leikstjórinn hefur skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Alþjóðleg kvikmyndahá- tíð í Reykjavík stendur nú sem hæst og er að sönnu mikið um dýrðir. Í kvöld verður sérlegur viðburður á vegum hátíðarinnar í Bæj- arbíói í Hafnarfirði þar sem tónlistar- maðurinn ástsæli, Páll Óskar Hjálmtýsson, sýnir úrval af klassískum Kung Fu-myndum frá áttunda áratug síðustu aldar. Myndirnar eru allar sýndar af 8mm spólum sem eru ýmsum tæknilegum takmörkunum háðar, og voru myndirnar því styttar niður í átta mínútna lengd hver og það án samþykkis leikstjóra. Upplifunin af hverri mynd er því dálítið eins og að horfa á afar langa kvikmyndastiklu. Meðal þeirra mynda sem sýndar verða í þessu sérstaka og stytta formi eru gæðaafurðir á borð við Fists of the Double K, The Hong Kong Connection, God- fathers of Hong Kong, Thunder Kick og Enter the Dragon. Svangir geta mætt galvaskir á svæðið þar sem pylsa og gos fylgir með í miðaverði sýningarinnar, auk þess sem hægt verður að kaupa popp á staðnum. Sýningin hefst í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld. Fríar sætaferðir fyrir Reykvíkinga sem vilja spara sér bensín verða frá bókabúðinni Iðu í Lækjargötu kl. 20. - vþ Kung Fu í styttri útgáfu > Frumsýndar um helgina Happy Go Lucky - 7,1/10 á imdb.com, 96% á rottent- omatoes.com Passengers - 6,1/10 á imdb.com, engin einkunn á rottentomatoes.com Pathology - 5,9/10 á imdb. com, 47% á rottentomat- oes.com > MINNISLAUS NJÓSNARI Leikarinn knái, Jack Black, mun á næst- unni taka að sér hlutverk manns sem rankar við sér á suðrænni strönd illa haldinn af minn- isleysi. Hann minnir þó að hann hafi verið ofurnjósn- ari og hefst þegar handa við að rannsaka fortíð sína. Myndin gerir stólpagrín að myndunum um Jason Bourne en handritshöfund- ar eru þeir sömu og á bak við teiknimyndina Kung Fu Panda. V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 99 k r/ sk ey ti ð . 9.FIFA 09 · 250 breytingar frá síðustu útgáfu · Grafíkin aldrei betri · Fleiri spilunarmöguleikar · Mun meiri hraði · Aukinn viðbragðshraði leikmanna · Besti FIFA til þessa Ú T G Á F U D A G U R 3 . O K T Ó B E R Kristófer og Íris eru hjón í krögg- um. Hann er óvirkur alki á skilorði fyrir spírasmygl; starfar nú sem öryggisvörður á launum sem hrökkva varla fyrir leigunni. Hjón- in halda sér á floti með aðstoð Steingríms, vinar og samstarfs- manns Kristófers úr smyglinu, sem hann á hönk upp í bakið á. Þegar bróðir Írisar lendir milli steins og sleggju eftir misheppn- aða smygltilraun ákveður Kristóf- er að fara í einn lokatúr til Rotter- dam, sýna mági sínum handtökin og losa sjálfan sig úr kröggum í leiðinni. Steingrímur leggur til peningana og lítur eftir Írisi og börnunum á meðan Kristófer er úti, en vitaskuld hangir eitthvað á spýtunni. Þetta er í stuttu máli sagt sögu- þráður Reykjavíkur – Rotterdam, nýrri íslenskri kvikmynd sem ratar í bíóhús á morgun. Þríeykið sem stendur í brúnni er tilkomumikið; Óskar Jónasson leikstýrir og skrif- ar handrit ásamt Arnaldi Indriða- syni, Baltasar Kormákur framleið- ir og leikur aðalhlutverkið. Afraksturinn er mögnuð mynd í allt öðrum gæðaflokki en nokkur íslensk spennumynd (eða þáttaröð) hingað til. Styrkleikar myndarinnar eru ófáir en fyrst skal nefna handritið, útpælt og vel skrifað. Atburðarás- in er þétt, spennandi og rígheldur allan tímann; aðalpersónurnar eru skýrar og sannfærandi, fólk af holdi og blóði sem auðvelt er að skilja og samsama sig með. Lit- skrúðugt gallerí aukapersóna er fjörlegt og vel skrifað, þar sem allir hafa tilteknu hlutverki að gegna. Framkvæmdin er að sama skapi framúrskarandi. Útlit og áferð eru til fyrirmyndar, myndin „lúkkar“ eins vel og hún getur og flæðir lip- urlega í höndum Óskars. Leikurinn er feiknasterkur – persónurnar enda vel skrifaðar og úr nógu að moða fyrir leikarana. Kristófer og Íris eru trúverðugt par. Kristófer er sympatískur prinsippmaður sem vill ekki smygla dópi en heldur sig í spíran- um. Það er nokkuð langt um liðið síðan ég sá Baltasar í aðalhlut- verki, og ljótt að segja en ég var næstum búinn að gleyma hvað hann er góður leikari. Það er held- ur ekki að sjá á Lilju Nótt Þórarins- dóttur að hún sé að leika sína fyrstu burðarrullu; öryggið er uppmálað í bitastæðu hlutverki Írisar. Ingvar Sigurðsson er traustur að vanda í hlutverki „velgjörðarmannsins“ Steingríms, leikur tveimur skjöld- um eins og ekkert sé. Um borð í Dettifossi er valinn maður í hverju rúmi; Magnús Jóns- son, Ólafur Darri, Jörundur Ragn- arsson, Theódór Júlíusson, Þröstur Leó – hver færi ekki á sjó með svona áhöfn? Hollendingurinn Victor Löw er magnaður sem tryllt- ur hollenskur dópsali. En að öðrum ólöstuðum er Jóhannes Haukur Jóhannesson dálítill senuþjófur sem hinn afskaplega ógeðfelldi handrukkari Eiríkur. Það hefði verið auðvelt að klúðra þessum karakter – sem gæti verið hrotta- legur yngri frændi þeirra Ella og Brjánsa sýru úr Sódómu – en Jóhannes heldur sig réttu megin á hárfínum mörkum fúlmennsku og fáránleikans. Það smellur semsagt flest saman. Það eru vissulega hnökrar í sög- unni, Hvenær las maður til dæmis síðast fréttir af stórfelldu spíra- smygli? Eru þeir enn til – á þessum síðustu og „hörðustu“ tímum – sem leggja allt í sölurnar fyrir sprútt? Þetta er þó sparðatíningur og skipt- ir ekki ýkja miklu máli, framsetn- ingin er það sannfærandi. Þá er húmorinn býsna „óskarslegur“ sem birtist ekki síst í því hvað hann hefur næmt auga fyrir smáatrið- um og tekst að ljá þeim lykilhlut- verk (samanber sjónvarpsfjarstýr- ingin í Sódómu). Þá er vert að minnast á einn af hápunktum myndarinnar, atriðið í Rotterdam, sem gerist á nokkrum stormasöm- um klukkustundum í fylgd með hollensku villidýri, einkar eftir- minnilegum karakter. Jú, aksjónið var reyndar farið að dansa á brún hins trúanlega en fjandakornið, ég keypti þetta – ekki síst fyrir einkar hugvitsamlega lausn, þar sem bandarísk nútímalist kemur við sögu. Góð Reykjavík – Rotterdam er sem sagt afskaplega vel heppnuð mynd, rígheldur manni frá upphafi til enda og setur hreinlega ný við- mið í gerð spennumynda hér á landi. Sá sem hér skrifar hefur ekki skemmt sér svona vel í bíó lengi. Bergsteinn Sigurðsson Á rökkurmiðum KVIKMYNDIR Reykjavík Rotterdam Leikstjóri: Óskar Jónasson. Hand- rit: Óskar Jónasson og Arnaldur Indriðason. Aðalhlutverk: Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Jörundur Ragnarsson. ★★★★ Frábær spennumynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.