Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 54
42 2. október 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég gæti ekki verið án brauðsins úr Grímsbæ með hnetusmjöri og sultu. Það kemur mér í gang á hverjum degi. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Rjúpurnar hjá mömmu á jólunum eru besti matur sem ég fæ. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég verð að segja þorramatur. Get alls ekki borðað hann. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ekkert ákveðið leyndarmál svo sem, en ég nota frekar sojamjólk og sojavörur í staðinn fyrir mjólk og mjólkurvörur. Ég breyti líka oft kjötuppskriftum í grænmetisuppskriftir, eins og til dæmis lasanja. Hvað borðarðu til að láta þér líða betur? Ég er alveg veik fyrir nachos og ostasósu, þyrfti kannski að ná mér yfir þann veikleika við tækifæri. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Hnetusmjör og sultu. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég get varla verið án hentusmjörsins, en ætli ég myndi ekki taka með mér nóg af íslensku vatni. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Fyrir mörgum árum borðaði ég froska- lappir á Flórída og fannst þær bara nokkuð bragðgóðar. Hef reyndar líka borðað antilópukjöt og fannst það nokkuð bragðgott. MATGÆÐINGURINN RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI NORDICA SPA Byrja daginn á hnetusmjöri og sultu > GRANATEPLI Prófaðu að blanda fræjunum úr granateplum út á ís kvölds- ins. Þau eru súr og fersk á bragðið og lífga upp á hefðbundinn vanillu- ís með heitri og þykkri súkkulaðisósu - svo ekki sé minnst á hvað þau eru falleg. Ristuð graskersfræ eru bæði holl og góð. Ef þau eru ristuð heima við með góðu kryddi verða þau líka dýrindis snakk til að narta í yfir sjónvarpinu. Ristuð graskersfræ 1½ msk. ólífuolía ½ tsk. salt 1/8 tsk. hvítlaukssalt 2 tsk. Worcestershire-sósa 2 bollar hrá graskersfræ Hitið ofninn í 135°C. Blandið vel saman olíu, salti, hvítlaukssalti og sósu og hellið í grunnt eldfast mót. Bakið í um klukkustund, eða þar til fræin eru þurr, og hrærið af og til í á meðan. Séu fræin ekki nógu bragðsterk má auka magnið af kryddblöndunni, bæta í hvítlauks- salti eða jafnvel öðru kryddi – enda er auðvelt að prófa sig áfram með uppskriftina. Ristuð graskersfræ GOTT SNAKK Graskersfræ sem eru ristuð með kryddblöndu eru dýrindis snakk yfir sjónvarpinu. NORDICPHOTOS/GETTY Klara Ósk Elíasdóttir hefur gaman af því að elda og leggur áherslu á að borða hollan og góðan mat. „Ég er svolítil gourmet-manneskja þó ég eldi kannski ekki mjög mikið sjálf. Ég er ekki mjög reynd í eld- húsinu, en ég hef rosa gaman af því að elda,“ segir Klara. „Mér finnst líka gott að gera matinn sjálf því þá veit ég nákvæmlega hvað er í honum og hvað ég er að láta ofan í mig,“ bætir hún við, en Klara segist leggja áherslu á að borða hollan og góðan mat. „Það fer náttúrlega aðeins eftir stund og stað, en ég reyni yfirleitt að borða eitthvað sem er gott fyrir líkamann. Ég drekk mikið af vatni og borða mikið af ávöxtum og grænmeti. Ég held mig dálítið frá nautakjöti og svona þungu kjöti og borða miklu meira af fiski og mögru kjöti,“ útskýrir hún. Uppskriftirnar tvær sem Klara deilir hér með lesendum Frétta- blaðsins eru í miklu uppáhaldi. „Avókadóforrétturinn er klassík á mínu heimili,“ segir Klara, sem segist halda að forrétturinn sé að franskri fyrirmynd. „Ég man eftir því að hafa smakkað þetta fyrst þegar ég var lítil og fannst þetta þá alveg ógeðslega vont,“ segir hún og hlær við. „Svo hef ég lært að meta þetta með árunum og í dag er þetta eitt það besta sem ég fæ eins og undarlega og það hljóm- ar kannski. Ég hef líka fengið mjög skeptíska og matvanda gesti til að smakka þetta og þeir hafa allir orðið hissa,“ segir Klara. Hún notar sjálf alltaf kavíar úr túbu, en það má einnig nota venjulegan kavíar. „Ég held að það sé svona fínni útgáfan af þessu, en hjá mér notum við alltaf túbukavíar,“ segir hún. Kjúklingasalatið er hins vegar komið úr matarklúbbi Klöru. „Ég er í matarklúbbi með nokkrum bestu vinkonum mínum úr Versló. Oftar en ekki breytist hann nú bara í kjaftatörn, en í eitt skiptið tók ein í hópnum sig til og útbjó þetta salat fyrir okkur. Það er svo- lítið eins og avókadórétturinn að því leyti að þetta hljómar voða einfalt, en þetta er alveg sjúklega gott. Samsetningin er alger draum- ur og það er eitthvað við að hafa sataysósuna með öllu þessu ferska sem gerir salatið alveg æðislegt,“ segir Klara. sunna@frettabladid.is Leggur áherslu á hollustu GOTT AÐ GERA MATINN SJÁLF Klara Ósk Elíasdóttir leggur áherslu á að borða hollan og góðan mat og finnst gaman að elda. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Avókadóforréttur Fyrir 2 1 avókadó - vel þroskað 1 dós sýrður rjómi Kavíar í túpu 1 rauðlaukur Sataykjúklingasalat Fyrir 2 Spínat Sataysósa 1 mangó, vel þroskað 2 kjúklingabringur Salthnetur Fetaostur Kirsuberjatómatar Rauðlaukur Kúskús Forréttur: Avókadóið skorið í tvennt og steinninn fjarlægður. Laukurinn skorinn í mjög smáa bita og hrærður út í sýrða rjómann ásamt kavíarnum. Mér finnst best að prófa mig áfram með kavíar- inn þar til sósan er orðin hæfilega bragðsterk. Hún er svo sett í holuna eftir steininn og avókadóið borið fram í skálum. Kjúklingasalat: Kjúklingurinn skorinn í litla bita og steiktur á pönnu með sataysósunni. Skerið mangó í bita og saxið rauðlauk. Sjóðið kúskús samkvæmt leið- beiningum, mér finnst best að nota kúskús með sólþurrkuðum tómötum. Spínatinu er raðað neðst í skál eða á fat sem bera á réttinn fram í. Þá er kúskúsinu dreift yfir í þykkt lag. Tilbúnum kjúklingnum er svo raðað á og tómötunum, lauknum og mangóbitunum stráð yfir. Síðan er gott að strá salthnetunum yfir þetta allt saman. Fetaostinn er gott að hafa til hliðar, svo hver og einn geti fengið sér eftir smekk. „Ég var búinn að gera allt sem ég get í „à la carte“ eldhúsi og vinna allt sem hægt var að vinna. Ég átti þetta eftir svo ég ákvað að breyta til og fara yfir í heilsuna, enda er hreyfing og heilsa eitt af mínum aðaláhugamálum,“ segir Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumeist- ari sem tók við yfirmannsstöðu eldhúss Manns lifandi og Græns kosts í ágúst síðastliðnum. Steinn starfaði áður um nokkurra ára skeið hjá veitingastaðnum Sjávar- kjallaranum og síðar á Silfri, en hann var valinn Matreiðslumaður ársins 2006 og lenti í þriðja sæti í keppninni um Matreiðslumann norðurlandanna í fyrra. „Hér er allt önnur nálgun á mat- reiðslu heldur en á þeim stöðum sem ég hef starfað á. Til dæmis er unnið miklu meira með grænmeti og það var eitthvað sem mig vant- aði inn í minn grunn. Það er hæg- ara sagt en gert að elda góðan mat þar sem grænmeti er í aðalhlut- verki, þó svo að við leggjum líka mikið upp úr öðru hráefni og ég er læra eitthvað nýtt á hverjum degi af því fólki sem hér starfar,“ útskýrir Steinn sem vinnur að ýmiss konar breytingum þessa dagana. „Ég ætla að nýta mér þekkinguna af „à la carte“ stöðunum og vonandi munu viðskiptavinir bæði sjá sýni- lega breytingu og nýjungar í mat- reiðslunni. Ég mun einnig halda matreiðslunámskeið og á komandi vikum verðum við meðal annars með sushi-námskeið þar sem nám- skeiðsgestir munu sjálfir gera sushi úr lífrænum vörum,“ segir Steinn að lokum en Maður lifandi heldur reglulega fjölbreytt námskeið um mataræði, matreiðslu, eftirrétti og fleira sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni madurlifandi.is. - ag Matreiðslumeistari í hollustunni NÝ NÁLGUN Steinn segir það hægara sagt en gert að elda góðan mat þar sem grænmeti er í aðal- hlutverki. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . FRUMSÝND 26 • 09 • 08 9. hver vinnur! ey tið . FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR Í ANDA BLADE RUNNER. SENDU SMS BTC BAB Á NÚMERIÐ 1900 Vinningar eru bíómiðar, tölvuleikir, DVD myndir og margt fleira!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.