Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 56
44 2. október 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weak- ness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefnd- ur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Lista- hátíð fyrir ári síðan, keypti plöt- una mína og hafði samband við mig út af þessu lagi,“ segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það,“ segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virt- ur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu.“ Pétur segir að venjulega ger- ist svona hlutir í gegnum milli- liði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona.“ Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kamm- ersveitinni Ísafold sem er vænt- anleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næst- komandi. - fb Pétur Ben með lag í erlendri kvikmynd PÉTUR BEN Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration eftir leikstjórann Atom Egoyran. Myndin verður sýnd í Regnboganum á föstudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslendingar geta halað niður erlendri tónlist með lögleg- um hætti á næstunni. Í lok ársins verða fimm milljónir laga í boði á Tónlist.is. Lengi hefur tónlistaráhugamönn- um verið stillt upp við vegg á Íslandi. Hafi þeir viljað hala niður erlendri tónlist löglega hefur það ekki verið í boði því niðurhal í gegnum síður eins og Amazon og Itunes hefur einfaldlega ekki verið í boði fyrir Íslendinga. Ólög- legt niðurhal hefur því verið eina færa leiðin. Nú er þetta að breyt- ast því Tonlist.is mun á allra næstu dögum bjóða upp á erlenda tónlist til niðurhals. „Þetta er allt að smella, við opnum á föstudaginn eða strax eftir helgi,“ segir Engilbert Haf- steinsson, framkvæmdastjóri D3 sem rekur Tónlist.is. Í mörg horn þarf að líta enda mun lagabanki síðunnar vaxa á einum degi úr fimmtíu þúsund íslenskum lögum í tvær milljónir laga. „Mesta vinn- an hefur farið í að aðlaga efnið í neytendavænt útlit, einfaldlega svo kúnnarnir skilji síðuna,“ segir Engilbert. Hann segir að stefnt sé á að sífellt verði boðið upp á nýj- ungar og í lok ársins verði fimm milljónir laga í boði á síðunni, bæði til niðurhals og til streymis. Stanslaust hrun á gengi íslensku krónunnar hefur vissulegt sett strik í reikninginn. „Draumurinn var að bjóða erlendu tónlistina á sama verði og þá íslensku og þegar við byrjuðum að reikna, fyrir um ári síðan, gekk það allt upp. Nú þarf að reikna allt upp á nýtt og oft á dag. Miðað við gengið í dag sýnist mér lögin verða á 79-199 krónur og plöturnar á 690 til 1899 krónur, mest fyrir þær nýjustu. Þetta er gott miðað við gengið í dag. Verð á stök- um lögum í Bret- landi er til dæmis á 150-200 krónur í dag miðað við gengið.“ Tonlist.is hefur gert samning við risa eins og EMI, Sony og Warner ásamt fjölda „indie“-fyrir- tæki, og samningur við Universal er svo gott sem frágenginn. Lögin munu bæði virka í tölvum og í 3G- símum og verða bæði læst og ólæst, allt eftir dyntum útgáfufyr- irtækisins sem leggur þau til. gunnarh@frettabladid.is Tónlist.is opnar á alheiminn LAGABANKINN BLÆS ÚT Engilbert Hafsteinsson er yfir hjá Tónlist.is. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LOKSINS LÖGLEG Í ÍSLENSKUM TÖLV- UM Í milljón laga pottinum leynist Madonnu-katalók- urinn. > LANGT Í 24-MYND Kiefer Sutherland hefur viðurkennt að það séu ansi mörg ár þar til þáttaröðin 24 verði færð á hvíta tjaldið. „Við ætlum fyrst að klára sjón- varpsþættina og svo getur verið að við förum að ræða um gerð kvikmynd- ar. En það er samt nógu erfitt að skrifa handrit að þáttunum og við förum ekki að bæta kvikmynda- handriti ofan á það,“ sagði Kiefer. „Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöf- undur,“ segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á blogg- færslum Jónu en hún heldur úti blogg- síðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrif- ar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur. „Ég byrjaði að blogga í mars 2007 til að reyna að örva sjálfa mig til að skrifa, svo breyttist þetta blogg mitt alveg óvart í dagbók um fjölskylduna. Tómas hjá Sögum útgáfu hafði svo samband við mig í febrúar á þessu ári eftir að hann hafði fengið ábendingu um síðuna mína og þá fór ferlið af stað,“ útskýrir Jóna sem fær um tvö þúsund heimsókn- ir á bloggsíðu sína daglega. „Fjölskyld- an er mjög spennt. Bókin hefur verið borin undir hana og hlutirnir verið sam- þykktir af systkinum hans og fleirum, en Ian hefur ekki skilning á því að bókin sé að koma út,“ segir Jóna sem hefur þrátt fyrir fjölda jákvæðra athuga- semda sætt vissri gagnrýni á bloggsíðu sinni. „Þegar ég fór að tala um son minn sem „hinn einhverfa“ fannst sumum ég vera vond, en ég held að það hafi verið nafngiftin sem fór fyrir brjóstið á fólki. Ég er búin undir að bókin geti orðið umdeild, en ég held að hún muni snerta hjörtun í fólki, þá sérstaklega hjörtu foreldra og vona að hún fái góðar við- tökur,“ segir Jóna og stefnir að því að gefa næst út skáldsögu. „Nú þegar ég er komin með útgefanda neyðist hann til að lesa handrit að skáldsögu fyrir næstu jól,“ segir Jóna að lokum og hlær. - ag Vinsæll bloggari gefur út bók „Ég notaðist mest við það sem ég skrifaði á blogginu og lokaði því fyrir þær færslur, en ég breytti auðvitað miklu og bætti líka inn nýju efni,“ segir Jóna um bók sína Sá einhverfi og við hin. Fyrsta afrek dagsins er góður morgunverður Til að eiga möguleika á góðum árangri, jafnt í námi sem íþróttum, verð ég ávallt að hefja daginn með næringarríkum morgunverði. Ég ætla mér að halda áfram að keppa að góðum árangri. Þess vegna fæ ég mér Kellogg’s Special K í morgunverð til að tryggja að ég fái orku, góða næringu og auðvitað lífsnauðsynleg vítamín og steinefni. Ég mæli með því að þú gerir það líka. Ég hlakka til … …haustsins þegar lífið kemst í fastar skorður á ný. Ég sest á skólabekk og nýr kafli tekur við hjá mér. En eitt breytist ekki – ég fæ mér alltaf Kellogg’s Special K á morgnana. Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 specialk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.