Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 2. október 2008 45 „Við spilum í London og Guildford og endum í gamalli kirkju í Manchester á sunnudagskvöldið,“ segir Roland Hartwell um tón- leikaferðalg hljómsveitar sinnar, Cynic Guru, sem hélt af stað til Bretlands í gær. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá útgáfufyrirtækinu Fat Northern- er Records frá því 2005 og er nú að fara á sitt annað tónleikaferða- lag í Bretlandi í tilefni af útgáfu samnefndarar plötu hljómsveitar- innar. „Iceland, platan okkar sem kom út árið 2005, var svona popp/rokk plata, en þegar við komumst á samning úti var ákveðið að taka út popplögin. Ég samdi því nýtt efni, en við höldum þremur lögum á væntanlegu plötunni og þar á meðal er lagið Drugs sem er fyrsta smáskífan,“ útskýrir Rol- and, en Barði Jóhannsson leik- stýrði tónlistarmyndabandi við lagið, sem komst í toppsæti vin- sældarlista útvarpsstöðvarinnar X-ins. „Við verðum úti í viku og hápunktur ferðarinnar verður án efa í Sacred trinity-kirkjunni í Manchester á sunnudaginn. Þar spilum við á Un-convention sem er eins konar ráðstefna fyrir sjálf- stæða tónlistarmenn og útgefend- ur. Ég hef margoft spilað á fiðlu í kirkjum við ýmis tækifæri en aldrei með rokkhljómsveit svo það verður skemmtileg reynsla,“ segir Roland og hlær. Spurður hvað taki við hjá hljóm- sveitinni að ferðalaginu loknu, segist hann vera að leggja loka- hönd á aðra plötu. „Við erum að klára nýja plötu fyrir íslenskan markað sem er væntanleg eftir jól og við stefnum á að spila meira hérlendis því við höfum gert lítið af því að undanförnu,“ segir Rol- and að lokum. - ag Ný ofurhetjumynd um þrumuguð- inn Þór, sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu, verður frumsýnd 16. júlí 2010. Í stað leikstjórans Matthews Vaughn hefur Bretinn Kenneth Branagh verið ráðinn. Branagh hefur gert myndir á borð við Much Ado About Nothing, Frankenstein og Hamlet. Samningar hafa jafnframt náðst um að fyrirtækið Para- mount dreifi næstu myndum Marvel Studios, þar á meðal Þór, Captain America, Avengers og IronMan 2. Kemur sú síðast- nefnda út í maí 2010. Branagh býr til þrumuguð KENNETH BRANAGH Í laugardagsblaði Fréttablaðsins hefur göngu sína fastur liður sem heitir Augnablik. Undir því heiti mun framvegis birtast mynd vikunnar frá lesendum sem eru hvattir til að senda inn mynd strax í dag eða á morgun. Í hverri viku verður besta myndin valin og hún birt í laugardagsblaði Fréttablaðsins. Leitað verður eftir ákveðnu þema í myndirnar og næsta laugardag er þemað einfalt og viðeigandi: Haust. Myndirnar skal senda á netfangið augnablik@frettabla- did.is. Með myndinni skal fylgja fullt nafn ljósmyndara og eru lesendur á öllum aldri hvattir til að vera með. Myndir frá lesendum FJÖLHÆFUR FIÐLULEIKARI Roland Hart- well er fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hann syngur, semur og spilar á gítar í Cynic Guru. Aðrir hljómsveit- armeðlimir eru Ólafur Hólm trommari, Einar Jóhannsson gítarleikari og Richard Korn bassaleikari. Cynic Guru spilar í Bretlandi HAUST Þema vikunnar í aðsendum myndum er haust. AUGNABLIK FANGAÐU ATHYGLINA www.helenarubinstein.com HELENA RUBINSTEIN DAGAR Í DEBENHAMS 2. - 5. OKTÓBER Sérfræðingar HR taka vel á móti viðskiptavinum og veita persónulega ráðgjöf. Kynntar verða ýmsar spennandi nýjungar. Allir maskarar eru nú í gull- eða silfurlitri tösku ásamt augnhreinsifarða 50ml. Glæsilegar snyrtitöskur fylgja öllum kremum sem vinna gegn öldrun húðarinnar. 20% afsláttur er af Life Pearl Cellular kremunum, sem byggja upp og næra þroskaða húð. Lítið við og fáið hugmynd að fallegri förðun og ráðleggingar um umhirðu húðarinnar. Glæsilegur kaupauki (sjá mynd) fylgir þegar keyptar eru vörur frá HR fyrir 6.800 kr. eða meira.* *Gildir á meðan birgðir endast. Fleiri gerðir kaupauka í boði. NÝTT GLORIOUS MASKARI ÞÉTT OG FALLEGA SVEIGÐ AUGNHÁR ALLAN DAGINN Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.