Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 2. október 2008 47 Þungarokkshljómsveitin Shogun, sem sigraði í Músíktilraunum 2007, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Charm City. „Við erum fyrst og fremst að reyna blanda saman ýmsum stefnum öfgatón- listar,“ segir Jóakim bassaleikari um plötuna. „Samt sem áður eru lögin með kjarna sem einkennist af grípandi sönglínum og níðþungum köflum sem erfitt er að gleyma, en það gerir það verkum að við erum aðgengi- legri í hlustun.“ Nýju plötunni verður fylgt eftir með röð tónleika. Ferðin hefst í kvöld með tónleikum á Kaffi 59 í Grundarfirði og á föstudag verða tónleikar á Græna hattinum á Akureyri með færeysku þungarokkurunum í Tý. Fyrsta plata Shogun Bætt hefur verið við einum tónleikum með færeysku rokksveitinni Tý hér á landi og mun hún því koma fjórum sinnum fram á næstu dögum. Tónleika- staðurinn Paddy´s í Keflavík hefur bæst við og verða þeir tónleikar í kvöld. Annað kvöld spilar sveitin síðan á Græna hattinum á Akureyri og þar mun sigurvegari Músíktilrauna 2007, Shogun, hita upp í staðinn fyrir Hvanndals- bræður. Á laugardagskvöld spilar Týr síðan á Nasa við Austurvöll og tónleikaferðinni lýkur í Hellinum á sunnudagskvöld. Þetta verður í fyrsta sinn í fjögur ár sem Týr spilar hér á landi og því gott tækifæri fyrir rokkara að berja sveitina augum. Færeyskt rokk og ról TÝR Rokksveitin Týr er á leiðinni í tónleikaferðalag um Ísland sem hefst í Keflavík í kvöld. Mikil ´90-stemning verður á Nasa á föstudagskvöld þegar tónlistar- maðurinn Haddaway treður þar upp á sérstöku næntís-kvöldi. Haddaway sló í gegn árið 1993 með laginu What is Love sem sat í 52 vikur á vinsældalistum og er tvímælalaust eitt eftirminnileg- asta lag tíunda áratugarins. „Það er alveg frábært að fá hann hingað. Á þessum næntís- kvöldum fríkar allt út þegar maður spilar þetta lag og krakkar sem eru fæddir ´91 tryllast alveg yfir þessu,“ segir Curver Thoroddsen, sem heldur næntískvöldið. „Þetta er þriðja árið sem við erum með svona kvöld og við ætlum að halda það aftur á Nasa um áramótin vegna mikilla eftirspurnar.“ Áður en Haddaway stígur á svið og á eftir munu DJ Curver og DJ Kiki-Ow halda uppi stuðinu á Nasa með óstöðvandi tónlist frá tíunda áratugnum. Haddaway í stuði HADDAWAY Tónlistarmaðurinn Hadd- away treður upp á ´90-kvöldi á Nasa á föstudagskvöld. Ný íslensk heimasíða, Garg.is, verður opnuð í dag. Síðunni er ætlað að veita upplýsingar um tónlistarviðburði á höfuðborgar- svæðinu og eru stofnendur trúba- dorinn Hlynur Benediktsson og Atli Hólmgrímsson. „Okkur fannst vanta síðu sem væri ekki full af ónýtum fróðleik um hitt og þetta heldur sýndi meira hvað er að gerast hvar og hvernig maður kemst í það,“ segir Hlynur. „Þarna verður allt á einum stað, ósköp einfalt og gott.“ Á síðunni verður hægt að smella annaðhvort á nafn skemmtistaðar eða skemmti- krafts og opnast þá gluggi með frekari upplýsingum eins og heimasíðu viðkomandi og síma. „Þarna verður líka gagnagrunnur sem býður upp á meiri möguleika seinna og þá verður hægt að bjóða upp á alls konar þjónustu en við byrjum smátt og sjáum hvernig fer.“ Hlynur, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrr á árinu, ætlar í pásu sem trúbador því hann hefur stofnað ballsveitina Mono. Hún mun einmitt halda ball á Tunglinu á laugardag í tilefni opnunar Garg.is. Erna Hrönn Ólafsdóttir, sem áður var í Bermuda, ætlar að syngja með sveitinni þetta eina kvöld. „Ég var orðinn svo þreytt- ur á að sitja einn með kassagítar- inn,“ segir Hlynur, um hina nýju Mono, sem ætlar að láta til sín taka á ballmarkaðinum í framtíð- inni. - fb Trúbador opnar viðburðasíðu HLYNUR BEN Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben opnar heimasíðuna Garg.is í dag ásamt Atla Hólmgrímssyni. ®
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.