Fréttablaðið - 03.10.2008, Side 1

Fréttablaðið - 03.10.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 3. október 2008 — 270. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG BRYNDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR Jarðarber ljá salatinu ákveðinn ferskleika • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ljúffeng máltíð með hvítvíni og kvikmynd í góðum félagsskap er málið. Svo myndi örlítið rok úti ýta undir notalega stemninguna innan dyra,“ segir lögfræðingur-inn og listakokkurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir, um forskriftina að hinu fullkomna kvöldi.Bryndís, sem er mikil baráttu-kona að upplagi, tók sem kunnugt er við formennsku Ungra fram-sóknarmanna í sumar, og hefur alla jafna ekki mikinn tíma aflögu til að slappa af. En hún nýtur þess til hins ýtrasta þegar sá tími gefst og segir það þá koma sér vel að vera orðin nokkuð góð í að elda fljótlega rétti. Pitsa meðhumri falli í þ Humarpitsan góða er herramannsmaturLögfræðingurinn og ástríðukokkurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir kann uppskrift að pitsu sem er vís með að vekja hrifningu hjá kokkum jafnt sem nautnaseggjum, enda bæði fljótleg og með eindæmum góð. Hráefni:Pitsubotn að eigin vali (ég mæli með fersku pitsudeigi sem hægt er að rúlla út og fæst meðal annars í Nettó) 500 g skelflettur humar200 g ostur að eigin vali (gott að nota pitsuost)1 hvítlaukur 1 dl olía svartur pipar Aðf olíu. Rúllið pitsubotn-inn út og látið standa meðan humar er steiktur á pönnu upp úr örlítilli hvítlauksolíu og svörtum pipar. Þegar humar er orðinn örlítið gylltur er hann tilbúinn. Smyrjið þá pitsubotn með þunnu lagi af hvítlauksolíu og dreifið humri yfir HUMARPITSA að hætti Bryndísar FYRIR 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R Pólitík og matreiðsla eru tvær af helstu ástríðum Bryndísar Guðmundsdóttur, formanns Ungra framsóknarmanna. RAUÐI KROSSINN hvetur alla til þess að taka þátt í söfnuninni Göngum til góðs sem fer fram á morgun. Þetta er í fimmta sinn sem Rauði krossinn stendur fyrir söfnun sem þessari þar sem sjálfboðaliðar ganga í öll hús, en til þess að ná til allra heimila á landinu þarf Rauði krossinn að minnsta kosti 2.500 sjálfboðaliða. Féð sem safnast fer í neyðaraðstoð í Kongó. Villibráðarhlaðborð hefst 16. október.Jólahlaðborð hefst 20. nóvember. Banfi kvöldverður26. september - 15. október26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Á föstudögum og laugardögum spilar Jazztríó Björns Thoroddsen.Aðeins 3 vikur! Gjafabréf Perlunnar Góð tækifærisgjöf! Parmaskinkameð fíkjusalati og balsamico Tígrisrækjur og smokkfiskurá pappardelle pasta í tómat-basilsósu Kálfahryggur á beinimeð grilluðu grænmeti, kartöflumauki og madeirasósuSítrónugrass–kókoshneta og vanillu panna cotta með kirsuberjaís og ávöxtum í chili-sírópi 6.590 kr.Með 4 glösum af víni: 10.490 kr. ÞÓRDÍS ELVA Þ. BACHMANN Byrjaði að skrifa þegar henni leiddist FÖSTUDAGUR FYLGIR BLAÐINU Í DAG föstudagur ÁST, KYNLÍF OG PENINGARÞórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann er ungt og öflugt leikritaskáld FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 3. október 2008 Kaffirjómi í nýjum umbúðum Frábær út í kaffið og til matargerðar. Geymsluþolin mjólkurvara ms.is Vakað yfir djarfri nótt Lögreglan fylg- ist grannt með skemmtanahaldi Óla Geirs á Selfossi. FÓLK 42 Bubbi segir stopp Kónginum er nóg boðið og hyggst mótmæla í næstu viku. FÓLK 42 0 0 -1 1 -2 VINDUR Á VESTFJÖRÐUM Í dag verður stíf norðanátt á Vestfjörðum og norðvestan til, annars hægari. Snjókoma eða slydda norðan til en léttir smám saman til syðra. Hiti nálægt frostmarki. VEÐUR 4 Kjartan í kuldanum Ólafur Jóhannes- son landsliðs- þjálfari skipti út markvarðapari sínu í gær. ÍÞRÓTTIR 38 % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið EFNAHAGSMÁL Stjórnvöld leita allra leiða til að leysa úr efnahags- þrengingum, til að mynda með lántöku eða gjaldeyrisskiptasamn- ingum. Svo herma heimildir Fréttablaðsins, en ríkisstjórn og Seðlabanki segja fátt. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssambands líf- eyrissjóða, segir að lífeyrissjóðir myndu ekki neita viðræðum um að koma að málum. Ekki hafi þó verið komið að máli við þá. Eignir sjóðanna nema ríflega 1.800 millj- örðum króna, þar af eru um 520 milljarðar í erlendum eignum. Bloomberg-fréttaveitan segir að hér sé gjaldeyriskreppa. Fjár- festar hafi misst trú á fjármála- kerfið. Ríkið hafi ekki bolmagn til þess að bjarga hinum bönkunum, eftir þjóðnýtingu Glitnis. Nordea- bankinn, sá stærsti á Norðurlönd- um, segir viðskiptavinum sínum að forðast íslensku krónuna. Gengi krónunnar féll enn í gær og stendur gengisvísitalan í 206 stigum. Seðlabankinn gaf út ríkis- bréf fyrir 150 milljarða króna og vonar að erlendir fjárfestar hætti ekki við krónuna. Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla, segir það gott svo langt sem það nær, en jafn- framt þurfi að rýmka veðheimild- ir banka hjá Seðlabankanum. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan upp úr miðju ári 2004. - ikh / sjá síðu 20 Erlendir miðlar tala um gjaldeyriskreppu og segja að ríkið ráði ekki við verkefnið: Stjórnvöld með allar klær úti ALÞINGI „Það mun taka alþjóðlega fjármála- starfsemi og heimsbúskapinn langan tíma að jafna sig og allt bendir til að ástandið eigi eftir að versna áður en við sjáum til lands.“ Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Geir fjallaði um aðkomu ríkisins að Glitni og sagði hana ekki marka endapunkt í þeim hremmingum sem steðjuðu að bankakerfinu á Íslandi. „Íslenskir bankar, eins og allir aðrir bankar í heiminum, heyja nú mikla varnar- baráttu með liðsinni stjórnvalda og opinberra aðila. Ég fullyrði hér að ríkisstjórn mín mun hvergi slá af í þeirri stefnu sinni að tryggja með öllum tiltækum ráðum stöðugleika fjármálakerfisins og færa þær fórnir sem nauðsynlegar kunna að verða,“ sagði Geir. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra fór hörðum orðum um stjórnendur bankanna og sagði útrás þeirra virðast hafa einkennst meira af kappi en forsjá. Kaupréttarsamningar hefðu vafalaust átt sinn þátt í að gera stjórn- endur of áhættusækna. „Græðgin réð því miður för og með ofurkjörunum slitu menn sig úr siðferðilegu sambandi við þjóðina. Af því verða þeir að læra,“ sagði Jóhanna. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna átöldu ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi í efnahags- málum og röktu stóran hluta ástandsins til hennar. Stjórnin gæti ekki skýlt sér á bak við alþjóðlegu lánsfjárkreppuna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði að nú þegar ætti að boða forystumenn stjórnmála, fjármála- og atvinnulífs til fundarsetu, svo langrar sem nauðsyn bæri til, til að fjalla sameiginlega um vandann og leggja til lausnir. „Ríkisstjórn Íslands verður nú á næstu sólarhringum að svara því hvort hún treysti sér til og hafi bolmagn og styrk, kjark og sjálfstraust til að leiða endurreisnaraðgerðir í okkar þjóðarbúskap,“ sagði Steingrímur. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagði stórkostlega lækkun stýri- vaxta, úr fimmtán prósentum í fimm prósent, nauðsynlega. Hún þyrfti að verða fyrir jól. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, sagði tímabært að taka stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. Með því væri von til þess að krónan styrktist. - bþs / sjá síðu 16 Erfiðleikum mætt af þunga Ríkisstjórnin ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. Stjórnarandstaðan átelur aðgerðarleysi stjórnvalda, hvetur til nýrra úrræða og býður upp á samstarf. Ríkisstjórn Íslands verður nú á næstu sólarhringum að svara því hvort hún treysti sér til og hefur bolmagn og styrk, kjark og sjálfstraust til að leiða endurreisnaraðgerðir í okkar þjóðarbúskap. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA Á SIGLINGU UM JÖKULSÁRLÓN Fátt er um ferðamenn úti á landi þessa dagana enda ferðamannavertíðinni að mestu lokið. Nokkrir ferðamenn sáust þó á siglingu innan um jakana á Jökulsárlóni í gær og voru þeir vel búnir í kuldanum. Hlýtt hefur verið í veðri það sem af er hausti en strax og kólnar leggur lónið og þá er siglingum með ferðamenn sjálfhætt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAFNARFJÖRÐUR Íslensk fjölskylda, hjón með þrjú börn, hefur búið í seglskútu í Hafnarfjarðarhöfn í nokkra mánuði og ætlar að reyna að búa þar fram á vor. Fjöl skyldan seldi íbúð sína í Hafnarfirði snemma á árinu og ætlar í heimsreisu næsta vor. Börnin sækja skóla í bænum eins og þau hafa alltaf gert en tvö þeirra eru á unglingsaldri. Kristinn Aadnegard, forstöðu- maður þjónustudeildar Hafnar- fjarðarhafnar, segir ákvörðun fjölskyldunnar óvenjulega en hún þurfi alls ekki að vera slæm. „Þetta er myndarskúta, hún er tengd við rafmagn og er hlý og góð,“ segir hann og telur að ekki fari illa um fjölskylduna í höfninni. Skútan var keypt að utan í vor og flutt til landsins. Fjölskyldan velti fyrir sér að fara í heimsreisuna í vor en ákvað að bíða í eitt ár. Á meðan leigir hún legupláss í Hafnarfjarðarhöfn og lætur lífið ganga sinn vanagang. - ghs Íslensk fjölskylda á floti: Búa í skútu í Hafnarfirði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.