Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 4
4 3. október 2008 FÖSTUDAGUR Ranghermt var í blaðinu í gær að Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefði aðspurður svarað að ekki kæmi til greina að læsa gengi krónunnar. Svar hans var: „Það hefur ekki verið rætt.“ LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 13° 6° 11° 14° 11° 11° 12° 7° 13° 25° 23° 11° 11° 26° 20° 30° 17° 1 2 0 0 -2 0 6 9 5 5 5 6 5 8 60 Á MORGUN 5-10 m/s en allt að 15 m/s við SA-ströndina. -1 SUNNUDAGUR 3-8 m/s. 1 0 -7 13 10 4 3 4 53 3 5 5 54 HLÝNAR UM HELGINA Það verður kulda- legt á landinu í dag en á morgun hlýnar allnokkuð og verður stígandi í hitastiginu fram yfi r helgi. Þetta þýðir að úrkoman sem fellur á landið verður yfi rleitt rign- ing en þó er rétt að benda á að á heið- um og fjöllum má búast við snjókomu. Hvar úrkoman fellur sjáum við á veður- kortunum. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL „Óvenjulegt útspil,“ segja stjórnmálafræðiprófessor- arnir Gunnar Helgi Kristinsson og Baldur Þórhallsson um þá hugmynd Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á ríkisstjórnarfundi að mynda þjóð- stjórn. „Óheppilegt. Með því að blanda sér í pólitíska atburðarás er hann að auka þann vanda sem við er að glíma,“ segir Gunnar Helgi. Baldur telur að taka verði útspilið alvarlega því erfitt sé að skilja í sundur starf Davíðs sem aðalbanka- stjóra og fyrri störf sem formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra landsins. Ástandið sé annað hvort enn alvarlegra en menn hafi viljað vera láta eða að öfl innan Sjálfstæðisflokksins reyni að ýta Samfylkingunni til hliðar í ríkis- stjórn. Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur segir að Davíð sé „algjör- lega kominn út fyrir sitt verksvið. Það er ekki hlutverk seðlabanka- stjóra að skipta sér af því hvernig stjórn landsins er mynduð,“ segir hann. Baldur telur atburðinn sýna að Davíð telji sig hafa pólitísk ítök og sé enn þátttakandi í stjórnmálum. Gunnar Helgi segir að seðlabanka- stjórar sums staðar tjái sig um ýmsu mál en þá hafi þeir sterkan faglegan bakgrunn. Einar Mar efast um að þetta gæti gerst í nágranna- löndum okkar. Allir telja þeir að Davíð hefði brugðist reiður við hefði hann verið í hlutverki forsætisráðherra og seðlabankastjóri komið með sömu hugmynd. - ghs Stjórnmálafræðingar um útspil Davíðs Oddssonar um þjóðstjórnina: Kominn út fyrir verksvið sitt STJÓRNMÁL „Hann er að fara langt út fyrir sitt verksvið með þessum til- lögum. Auðvitað hefur hann skoð- anir en hann er embættis maður og á ekki að vera á vettvangi stjórn- málanna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta mála- ráðherra um hugmyndir Davíðs Oddssonar um þjóðstjórn. Þorgerður segir stjórnina hafa góðan þingmeirihluta og fráleitt sé að hún fari frá. „Við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að styrkja krónuna á ný og menn eiga ekki að vera að senda út svona smjörklípur.“ Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra tekur í sama streng. „Mér þóttu ummælin alls ekki viðeigandi og mjög óheppileg. Umræður um stjórnarbreytingu auka óvissu og vanlíðan fólks á þessum erfiðu tímum. Stjórnin sem nú situr hefur mesta þing- meirihluta lýðveldissögunnar og má allt eins nefna þjóðstjórn.“ Björgvin segist ekki líta á yfir- lýsingu Davíðs sem vantraust á ríkisstjórnina. „Nei, ég tek því ekki þannig. En það er óþægilegt að embættismaður valdi meiri óróa í samfélaginu á þennan hátt.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra vildi ekki tjá sig um ummæli Davíðs. Formenn stjórnarandstöðu- flokkanna kalla allir eftir víð- tækara samráði. Þeir efast þó um að ríkisstjórnin afsali sér sínum sterka meirihluta. „Ríkisstjórnin hefur mikinn meirihluta og ég sé ekki að hún sleppi honum,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson. Þjóðstjórn hefur aðeins einu sinni setið hér á landi, 1939, undir stjórn Hermanns Jónassonar. Dregið hefur verið í efa að um þjóðstjórn hafi verið að ræða með sósíalistaflokkinn utan stjórnar. Sömu flokkar sátu í stjórn 1947- 1949 án þess að hún væri nefnd þjóðstjórn. Í bók Guðna Th. Jóhannessonar, Völundarhús valdsins, segir frá hugmyndum um myndun þjóð- stjórnar. Í efnahagsvandanum árið 1968 boðaði Bjarni Benediktsson fulltrúa stjórnarandstöðu á sinn fund til viðræðu. Ekkert varð þó úr þjóðstjórn. Við stjórnarslit árið 1974 vildi Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra mynda stjórn allra flokka, en Framsókn fór í stjórn með Sjálf- stæðisflokki. Árið 1978 reyndi Geir Hallgrímsson að mynda þjóð- stjórn til að taka á efnahagsvanda en upp úr viðræðum slitnaði eftir tíu daga. Í stjórnarkreppu þeirri sem lauk með myndun stjórnar Gunnars Thoroddsen 1980 reyndi Geir einnig að mynda þjóðstjórn. kolbeinn@frettabladid.is Segir Davíð beita smjörklípuaðferð Menntamálaráðherra segir embættismenn eins og Davíð Oddsson ekki eiga að skipta sér af stjórnmálum með ummælum um þjóðstjórn. Eykur á óvissu og vanlíðan fólks segir viðskiptaráðherra. Forsætisráðherra vill ekki tjá sig. DAVÍÐ ODDSSON BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÁTELUR DAVÍÐ Þorgerður Katrín átelur Davíð Oddsson fyrir að skipta sér af stjórnmálum. Hann sé embættismaður og eigi að hegða sér sem slíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUNNAR HELGI KRISTINSSON BALDUR ÞÓRHALLSSON BANDARÍKIN, AP Flak flugvélar auðjöfursins og ævintýramanns- ins Steves Fossett er fundið, ári eftir að hún hvarf eftir að Fossett lagði upp í æfingaflug yfir eyðimörkinni í Nevada. Að sögn rannsakenda virðist vélin hafa rekist beint á fjallshlíð- ina. Jarðneskar leifar Fossetts fundust ekki í flakinu en að sögn Johns Anderson, lögreglustjóra í bænum Mammoth Lakes sem er næsta þéttbýli við fundarstaðinn, er „algengt að ekkert finnist ef lík finnst ekki innan fárra daga, vegna vargdýra“. Mikil en árangurslaus leit var gerð að vél Fossetts eftir hvarfið í fyrra. - aa Hvarf ævintýramanns: Flak flugvélar Fossetts fundið FÉLAGAR Breski auðkýfingurinn Richard Branson faðmar hér vin sinn Fossett eftir flug þess síðarnefnda umhverfis jörðina án millilendingar í febrúar 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Reiknað er með að útgjöld Atvinnuleysistrygginga- sjóðs verði átta og hálfur milljarður króna á næsta ári. Samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu verða framlög í sjóðinn rúmlega 7,3 milljarðar og vaxtatekjur eru áætlaðar 1,7 milljarðar. Á þessu ári var 6,3 milljörðum varið til sjóðsins en í fyrra tæpum 2,2 milljörðum. Gert er ráð fyrir að atvinnu- leysi verði 2,7 prósent og er það lægra en í forsendum fjárlaga 2008 þar sem reiknað var með 2,9 prósenta atvinnuleysi. - bþs Atvinnuleysistryggingasjóður: Bætur verða 8,5 milljarðar króna SKIPULAGSMÁL Kröfu hjóna, sem eiga sumarhús í Grímsnesi, um að tvö ný hús í nágrenninu verði rifin hefur verið hafnað af sveitarstjórn Gríms- og Grafningshrepps. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu kærðu hjónin byggingu tveggja nýrra húsa í nágrenni við sumarhús þeirra. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála sagði húsin ekki hafa verið reist með löglegu byggingarleyfi þar sem nýtt deiliskipulag fyrir Kiðjaberg hafði ekki tekið gildi. Sveitarstjórnin segir hvorki skipulagsleg rök né hagsmuni krefjast þess að húsin verði rifin. - gar Sveitarstjórn hafnar kröfu: Óleyfisbústaðir ekki fjarlægðir Í KIÐJABERGI Sveitarstjórnin heimilaði byggingu margfalt stærra húss en áður voru leyfð í Kiðjabergi. Lúðraþytur í Þorlákshöfn Nokkrir íbúar Þorlákshafnar vöknuðu við lúðraþyt á götum bæjarins aðfara- nótt sunnudagsins. Þar voru á ferð lúðraþeytarar sem sóttu landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita sem haldið var í bænum um helgina. LÖGREGLUFRÉTTIR ATVINNULÍF Innkauparáð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt að ganga að tilboði verktakafyrir- tækis Adakris UAB ehf. frá Litháen í uppsteypu og fullnaðar- frágang á Norðlingaskóla. Adakris, sem átti lægsta tilboð í verkið, er með útibú á Íslandi. Á fundi Innkauparáðs þar sem tilboðið var samþykkt var lögð fram sérstök árétting ráðsins um að í útboðslýsingu fyrir verkefnið í Norðlingaskóla kæmi fram að vinna skyldi í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglu- gerða, meðal annars um réttindi launafólks. - gar Innkauparáð Reykjavíkur: Litháar byggja Norðlingaskóla GENGIÐ 02.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 204,6839 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,03 111,55 195,92 196,88 154,39 155,25 20,694 20,816 18,645 18,755 15,842 15,934 1,0528 1,059 170,47 171,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.