Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 12
12 3. október 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég fór í brúðkaup frænku minnar um þar síðustu helgi. Fjöldi gesta kom frá New York þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum. Þau vinna bæði í tískubrans- anum eins og margir vinir þeirra og það voru því margir í ótrúlega flottum fötum í veislunni. Brúð- hjónin komu akandi til veislunnar í hvítum Kádilják og ökumaðurinn var klæddur upp eins og Elvis. Veislan stóð svo í 24 klukkustundir og sumir sváfu ekki neitt. Morgun- inn eftir var boðið upp á glæsi - legan morgunverð og gönguferðir. Ég hlakka samt til að koma heim til Íslands aftur.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier Elvis ók brúðhjónunum „Þótt síðasti vetur hafi stundum verið hálferfiður þá er ég viss um að mín bíði nokk- uð góður vetur,“ segir Filipe. Hann var mestan part sumars í Portúgal, en er nú aftur kominn til að starfa og nema hjá Matís. „Þegar ég kom í fyrra þekkti ég engan og átti svolítið erfitt með að feta mig áfram fyrst um sinn en síðan, þegar á leið, ég tala nú ekki um þegar það byrjaði að snjóa og ég gat farið á snjóbretti, þá lifnaði nú yfir mér. En ég hafði það veru- lega gott í Portúgal. Ég held að ég læri að meta föðurlandið jafnvel enn betur þegar ég dvel svona langtímum í burtu. Ég reyndi að verja sem mestum tíma með fjöl- skyldu minni og kærustunni.“ Hann saknar ýmissa hluta frá heimalandinu. „Við vinirnir vorum vanir að fara saman á barinn til að fylgjast með fótboltaleikjum í portúgölsku deildinni. Ég er Benfica-aðdáandi og fylgist með leikjum héðan á netinu en það er auðvitað engin upplifun miðað við þessar stundir á barnum.“ Filipe Figueiredo Annar Íslands- vetur fer í hönd VIKA 34 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Erlendir ferðamenn eru í fyrsta sinn fleiri en Íslend- ingar á Hólmavík. Flestir erlendir gestir Galdra- safnsins á Hólmavík á þessu ári eru þýskir, að því er segir á fréttavefnum strandir.is. „Þegar skoðað er hlutfall milli íslenskra og erlendra ferðamanna þá eru erlendar gestakomur á Galdrasafnið í fyrsta skipti orðn- ar fleiri en íslenskar, svo munar þremur prósentum. Þróunin und- anfarin ár hefur verið í þessa átt en það kemur á óvart að það skuli gerast á þessu ári,“ segir í frétt frá Galdrasafninu. Íslendingar eru samt sem áður fjölmennasti þjóðarhópurinn meðal gesta Galdrasafnsins. „Þegar skoðað er hlutfall milli erlendra gesta á safninu þá telja Þjóðverjar langflesta gesti af einstökum erlendum þjóðum eða 36 prósent. Frakkar eru næstir í röðinni með 12 prósenta hlutfall og Svisslendingar og Ítalir deila þriðja og fjórða sæti yfir gesta- komur erlendra þjóða.“ Í frétt Galdrasafnsins segir enn fremur að ekki hafi verið reiknað með að erlendir gestir yrði fleiri en innlendir fyrr en eftir tvö ár. En bent er á að árið sé enn ekki á enda. „Það eru ekki öll kurl komin til grafar því það eru tals- verðar gestakomur enn þá inn á safnið, sem er opið árið um kring.“ - gar Flestir erlendir gestir á Galdrasafninu eru þýskir VIÐ GALDRASAFNIÐ Töfrar Galdrasafnsins laða að sér sífellt fleiri ferðamenn til Hólmavíkur. MYND/SIGURÐUR ATLASON ■ Atlantshafslundinn hefur verið settur á gátlista alþjóðlegs samn- ings um afrísk-evrasískra sjó- og vatnafarfugla og er stærsti stofn Atlantshafslunda á Íslandi. Lundinn er sjófugl af svart- fuglaætt. Latneska heitið er Fratercula arctica og merkir fyrra orðið smábróðir. Það kemur til þar sem litur lundans minnir á klæðnað munka. Á íslensku er einnig oft vísað til guðs manna þegar talað er um lundann og hann kallaður pró fast- ur eða prestur. DÝRALÍF: LUNDAR Í HÆTTU „Það er allt frábært að frétta af mér. Ég er mjög jákvæð, glöð og hress þrátt fyrir sorgartíðindi síðustu daga. Svona er að vera bæjarfulltrúi í besta bæ á Íslandi,“ segir Margrét Gaua Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði og kennari í Garðaskóla. Margrét er nýkomin úr verslunarferð til Minnesota þar sem hún kom að sjálfsögðu við í stærstu kringlu í heimi, Mall of America. „Ég stórgræddi í þess- ari ferð, því dollarinn stóð í hundrað krónum rétt á meðan ég keypti þetta nauðsynlegasta, nærbuxur og tannkrem og slíkt, en er núna kominn í hundrað og fimmtán kall. Bankinn minn fór á hausinn meðan ég var úti og ég trúi því að fjarvera mín hafi haft sitt að segja í því efni,“ segir Margrét Gaua og skellir upp úr. Margrét er formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Hafnarfjarðar og segir það hlutverk endalausa uppsprettu gleði og hamingju. „Núna er ég til dæmis á leið- inni á hjólabrettahátíð við Víðistaðaskóla þar sem reisa á tjöld yfir hjólabretta- rampana. Ég hlakka mikið til.“ Spurð hvort hún hyggist skella sér sjálf á bretti býst hún síður við því. „Tíu ára dóttir mín hefur reyndar áhuga á hjólabrettum, en á ekkert slíkt enn. Kannski fær hún bretti í jólagjöf. Eða kannski smíðum við eitt stykki handa henni í stað- inn, eru ekki annars að koma kreppujól?“ segir Margrét og snýr sér því næst að því að sinna ungdómnum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARGRÉT GAUA MAGNÚSDÓTTIR BÆJARFULLTRÚI Stórgræddi í Mall of America „Þjóðstjórn, er það málið? Það er kannski við hæfi. Síðast þegar var þjóðstjórn réðst Hitler inn í Evrópu og nú réðst Davíð inn í Glitni,“ segir Jón Páll Eyjólfs- son leikari um þá hugmynd að koma á fót þjóðstjórn. „Ég veit svo sem ekki hverju það myndi skila. En ef það verður til þess að hér komist á lýðræðisleg umræða er það hið besta mál. Vanmáttur þingmanna og ráðherra blasir við manni við svona stjórn- valdsaðgerð eins og beindist gegn Glitni. Það rýrir trú manns á Alþingi.“ Jón Páll segir krónuna vera orðna eins og geislavirkan úrgang. „Maður gengur með geislavirkan úrgang í vasanum og dauðskammast sín í hvert sinn sem maður lítur framan í Jón Sigurðsson og hina á seðlunum. Sem betur fer er maður alltaf með kort og sér þá aldrei.“ SJÓNARHÓLL HUGMYNDIR UM ÞJÓÐSTJÓRN Vanmátturinn blasir við JÓN PÁLL EYJÓLFS- SON Leikari og leikstjóri Kærar þakkir, Árni „Bæði skattar og skattheimt- an eru að minnka þannig að við erum að skilja meira eftir fyrir aðra í þjóðfélaginu til að ráðstafa.“ ÁRNI MATHIESEN FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA VIÐ KYNNINGU FJÁRLAGA- FRUMVARPSINS. Fréttablaðið 2. október Bara smá þolinmæði „Litlar líkur eru á að ástand- ið batni til muna í bráð og við sjáum ekki að útlit sé fyrir kröftug umskipti fyrr en líða tekur á árið 2009.“ ÁSGEIR JÓNSSON FORSTÖÐU- MAÐUR VIÐ KYNNINGU Á HAGSPÁ KAUPÞINGS. Morgunblaðið 2. október Glæsilegt úrval frá Oroblu á nýju haustvörunum frá Oroblu í Lyfjum og heilsu Í dag, kl. 14-18 í Keflavík Laugardag, kl. 13-17 í Kringlunni Laugardag, kl. 12-16 í Firðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.