Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ljúffeng máltíð með hvítvíni og kvikmynd í góðum félagsskap er málið. Svo myndi örlítið rok úti ýta undir notalega stemninguna innan dyra,“ segir lögfræðingur- inn og listakokkurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir, um forskriftina að hinu fullkomna kvöldi. Bryndís, sem er mikil baráttu- kona að upplagi, tók sem kunnugt er við formennsku Ungra fram- sóknarmanna í sumar, og hefur alla jafna ekki mikinn tíma aflögu til að slappa af. En hún nýtur þess til hins ýtrasta þegar sá tími gefst og segir það þá koma sér vel að vera orðin nokkuð góð í að elda fljótlega rétti. Pitsa með humri falli í þann flokk en þar sé á ferð réttur sem geti ekki klikk- að. „Pitsan er bæði fljótleg og ein- staklega bragðgóð,“ segir Bryn- dís um réttinn og bætir við að eiginlega sé þó bara um hvít- lauksbrauð með humri að ræða. „Svo er nauðsynlegt að hafa salat með öllum mat og þá sérstaklega pitsunni. Persónulega kýs ég að hafa jarðarber í salatinu, vegna þess að þau ljá því ákveðinn ferskleika. Þetta einfalda bragð lærði ég af mömmu fyrir mörgum árum og hef notað það óspart síðan.“ roald@frettabladid.is. Humarpitsan góða er herramannsmatur Lögfræðingurinn og ástríðukokkurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir kann uppskrift að pitsu sem er vís með að vekja hrifningu hjá kokkum jafnt sem nautnaseggjum, enda bæði fljótleg og með eindæmum góð. Hráefni:Pitsubotn að eigin vali (ég mæli með fersku pitsudeigi sem hægt er að rúlla út og fæst meðal annars í Nettó) 500 g skelflettur humar 200 g ostur að eigin vali (gott að nota pitsuost) 1 hvítlaukur 1 dl olía svartur pipar Aðferð:Búið fyrst til hvítlauksolíu. Saxið meðalstóran hvítlauk niður með töfrasprota og hrærið saman við olíu. Rúllið pitsubotn- inn út og látið standa meðan humar er steiktur á pönnu upp úr örlítilli hvítlauksolíu og svörtum pipar. Þegar humar er orðinn örlítið gylltur er hann tilbúinn. Smyrjið þá pitsubotn með þunnu lagi af hvítlauksolíu og dreifið humri yfir. Dreifið osti næst jafnt yfir. Skellið pitsunni inn í 220 gráðu heitan ofn. Hún ætti að vera tilbúin eftir tíu til fimmtán mínútur eða þegar osturinn er orðin brúnleitur og girni- legur. Berið fram með salati að eigin vali og fetaosti. HUMARPITSA að hætti Bryndísar FYRIR 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Pólitík og matreiðsla eru tvær af helstu ástríðum Bryndísar Guðmundsdóttur, formanns Ungra framsóknarmanna. RAUÐI KROSSINN hvetur alla til þess að taka þátt í söfnuninni Göngum til góðs sem fer fram á morgun. Þetta er í fimmta sinn sem Rauði krossinn stendur fyrir söfnun sem þessari þar sem sjálfboðaliðar ganga í öll hús, en til þess að ná til allra heimila á landinu þarf Rauði krossinn að minnsta kosti 2.500 sjálfboðaliða. Féð sem safnast fer í neyðaraðstoð í Kongó. Villibráðarhlaðborð hefst 16. október. Jólahlaðborð hefst 20. nóvember. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Banfi kvöldverður 26. september - 15. október 26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Á föstudögum og laugardögum spilar Jazztríó Björns Thoroddsen. Aðeins 3 vikur! Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Parmaskinka með fíkjusalati og balsamico Tígrisrækjur og smokkfiskur á pappardelle pasta í tómat-basilsósu Kálfahryggur á beini með grilluðu grænmeti, kartöflumauki og madeirasósu Sítrónugrass–kókoshneta og vanillu panna cotta með kirsuberjaís og ávöxtum í chili-sírópi 6.590 kr. Með 4 glösum af víni: 10.490 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.