Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 25
„Sauðamessan verður í Skalla- grímsgarði sem er vannýttur afréttur í hjarta Borgarness. Þar gefst öllu mannkyni kostur á að rækta sauðinn í sjálfum sér,“ segir Gísli Einarsson og gætir glettni í rómnum þegar forvitnast er um Sauðamessu. Hún hefst á morgun klukkan 13.30 að staðartíma á fjár- rekstri gegnum Borgarnes. „Það verður talsvert fjármagn í þessum rekstri, eitthvað á annað hundrað kindur sem verða síðan í rétt þarna rétt við garðinn. Þetta er eiginlega áhættufé því við vitum ekki hvernig það hegðar sér á leið sinni gegnum bæinn en það er gildur bóndi sem útvegar það.“ Gísli telur upp ýmis skemmtiat- riði sem verða sett á svið, þar á meðal sýningu á nýjustu sauða- tísku. Svo verður efnt til lands- keppni í nokkrum óvenjulegum ólympíugreinum eins og sparðatín- ingi, fjárdrætti og að teygja lopann og smalalegasti gesturinn verður sæmdur smalaprikinu. Smala- hundasýning er á dagskránni og fjölbreytt afþreying fyrir unga sem aldna, allt frá neftóbaksnámskeiði til glímukennslu en hvorki verður kandíflos né hoppkastalar. Í sölu- tjöldum í Skallagrímsgarði verða ýmsar afurðir úr sveitinni til kaups og frí kjötsúpa verður í boði fyrir alla sauðamessugesti. Um kvöldið á svo að sletta ærlega úr klaufunum á hlöðuballi í hálf- byggðri reiðhöll. „Þar verða hey- baggar og trébekkir sem sæti. Svo eru bara ullarfötin sem gilda á ball- inu og of snyrtilegur klæðnaður er bannaður,“ tekur Gísli fram. Hann varar sérstaklega við háum hælum því dansað verður á moldargólfi. „Einn af ráðamönnum bæjarins er Bjarki Þorsteinsson og okkur tvo langaði að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Gísli aðspurð- ur um ástæður sauðamessunnar. „Okkur fannst sauðkindinni ekki hafa verið sýndur nægilegur sómi síðustu ár. Hún hefur mátt þola for- dóma og einelti á köflum þannig að þetta eru eiginlega okkar regn- bogasamtök. Svo er sauðfé það fé sem rýrnar minnst í dag.“ gun@frettabladid.is Sauðfé er það fé sem rýrnar minnst í dag Kunnir smalar úr Borgarfjarðarhéraði og hinir sauðmeinlausu Hvanndalsbræður eru meðal skemmti- krafta á Sauðamessu í Borgarnesi á morgun. Gísli Einarsson fréttamaður er annar tveggja forystusauða. „Okkur finnst sauðkindinni ekki hafa verið sýndur nægilegur sómi síðustu ár,“ segir Gísli, sem leggur gjörva hönd á margt í sveitinni, meðal annars fjárdrátt og sauðburð. Opni Samtakadagurinn verður haldinn í Regn- bogasal Samtakanna ´78 á morgun frá klukkan 13 til 17. Á fundinum verða ávörp, umræður og skemmtiatriði auk þess sem boðið verður upp á kaffi og með því. Annað kvöld verður svo haldið Samtakaball á Café Vict- or sem hefst klukkan 23 og sér Andrea Jónsdóttir um tónlistina. Opni Samtakadagurinn SAMTÖKIN ´78 BOÐA TIL FUNDAR OG DANSLEIKS Á MORGUN. HLÁTURJÓGA er hressandi en á morgun er opinn tími hjá Hláturkætiklúbbnum í húsakynnum Manns lif- andi í Borgar túni. Tíminn er frá 10.30 til 11.30 og eru allir velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.000 krónur. G ra fís ka v in nu st of an e hf . H H 08 -0 12 8 Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöl lur | s : +354 487 8050 | fax: +354 487 8058 | hotelhvolsvol lur@simnet. is | www.hotelhvolsvol lur . is 25. Október Franskt kvöld Gisting, 4 rétta matseðill og vín Lifandi tónlist og ball Verð: 11.500 kr. á mann. 1. og 8. Nóvember Villibráðarkvöld Lifandi tónlist og ball Verð: 10.900 kr. á mann. Villibráð / Jólahlaðborð Frá 14.11.2008 til 20.12.2008 Bjóðum við uppá skemmti legar og matarmiklar helgar með Villibráðarhlaðborði föstudaga og Jólahlaðborði laugardaga. Einnig er lifandi tónlist og ball báða dagana. Gistu tvær nætur á verði einnar! Gestir sem velja Villibráð á föstudag og Jólahlaðborð laugardag greiða aðeins gistingu fyrir eina nótt. 14.11.2008-20.12.2008 Önnur nóttin frí. 18. Október SVIÐAMESSA Veislustjóri: Árni Johnsen Gisting, matur, skemmtiatriði og ball Verð: 8.900 kr. á mann Án gistingar: 4.500 kr. á mann Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.