Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 28
2 föstudagur 3. október núna ✽ vantar húshjálp Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 augnablikið Evu Dögg Sigurgeirsdóttur, verk-efnastjóra hjá Smáralind, brá heldur betur í brún þegar hún kom heim úr fríi á dögunum. Hús- hjálpin sem var búin að vinna fyrir hana og manninn hennar, Bjarna Ákason, í þó nokkurn tíma, hafði flutt inn á heim- ilið án vitundar þeirra. „Okkur brá rosalega. Maður húshjálpar- innar var úti á palli að hafa það gott, hún var að sjóða súpu, ís- skápurinn var fullur af mat frá þeim og nærfötin þeirra voru í þurrkaranum,“ segir Eva Dögg og er mikið n i ð r i f y r i r. Hún var búin að láta hús- hjálpina vita að þau yrðu í burtu í tvær vikur og því þy r f t i h ú n ekki að koma. „Hún vissi hins vegar ekki að við ætluðum bara að vera viku í útlöndum og aðra viku í sumarbústað og kæmum heim á milli.“ Hvernig endaði þetta? „Þau hrökkluðust út og voru frek- ar skömmustuleg. Ég bað hana um að koma ekki aftur. Mér leið hins vegar mjög illa enda er það vond tilfinn- ing að vita til þess að ein- hver sem maður treystir skuli ekki vera trausts- ins verður. Ég veit að við erum ekki eina fólkið sem hefur keypt svona þjónustu og vil bara vara fólk við,“ seg ir Eva Dögg. - MMJ Eva Dögg lenti í leiðinlegri lífsreynslu Húshjálpin flutti inn Eva Dögg Sigurgeirs- dóttir Húshjálpin er ekki aufúsu gestur á heimili hennar lengur. BJÖRGÓLFUR THOR leit út eins og hann væri að leika í nýjustu James Bond-myndinni þegar hann fór á fund Davíðs í Stjórnarráðinu. Það eru ekki margir sem geta leikið þetta eftir. MYND/DANÍEL helgin MÍNELÍSABET RONALDSDÓTTIR KVIKMYNDAGERÐAKONA Fastir helgarliðir eru börnin, sunnudagsvöfflur, heitt kakó, vinkonur og plott um heimsyfirráð. Fyrir utan vinnu fer svo helgin í hillusmíðar heima fyrir og enn eina tilraun til að sigrast á þvottafjallinu. Það eru líka síðustu forvöð að ná sýningum RIFF og ég ætla alls ekki að missa af íslenskum stuttmyndum. Engin kreppa Eftir fréttir síðustu vikna hefur þjóðin haldið að sér höndum og reynt að passa hvern eyri. Það á samt ekki við um alla því það er engin kreppa hjá sjón- varpsstjörnunum Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur og Auð- unni Blöndal. Þau eru bæði komin á glænýjar BMW-bif- reiðar. Auðunn ekur um á splunku- nýjum koksgráum þristi og Ragn- hildur Steinunn er komin á X3 sem er jepplingurinn úr BMW-fjölskyld- unni. Ætli það sé hægt að fá far hjá þeim? þetta HELST Þ að var skemmtileg tilbreyting að fá að leika óþokka því ég er yfirleitt í gaman- hlutverkum í leikhúsi,“ segir Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson leikari, sem leikur handrukk- ara í kvikmyndinni Reykjavík-Rotterdam. „Það fylgdi hlutverkinu mikil útlitsbreyting. Ég lét vaxa á mig kleinuhring, snoða mig og bætti á mig sex kílóum því ég átti að vera massaður gaur,“ útskýrir Jóhannes, sem þreytir frum- raun sína í kvikmyndaleik í myndinni. „Það er frábært að byrja með fólki sem veit hvað það er að gera og mér fannst ég vera í góðum höndum með Ingvari E. Sig- urðssyni, Baltasar Kormáki og Óskari Jónas- syni,“ bætir hann við og segir tökurnar hafa verið heldur strembnar á tímabili. „Ég var í tökum í október og nóvember í fyrra. Tökurnar fóru stundum fram á nótt- unni og í eitt sinn lenti ég í því að vera vakandi í tvo sólahringa. Ég frumsýndi þá Skilaboðaskjóðuna um kvöldið og fór beint í tökur alla nóttina. Um morgun- inn fór ég svo að taka upp Stundina okkar til fimm um daginn, lék svo í sýn- ingunni Leg um kvöldið og fór aftur í tökur heila nótt,“ segir Jóhannes og viðurkennir að þreytan hafi verið farin að segja til sín undir lokin. „Ég las mér til um hvernig maður á að halda þetta út, passaði að borða aldrei stórar máltíðir heldur ávexti á um það bil tveggja tíma fresti og fékk mér ekkert gos eða sælgæti. Ég var kominn með svona innri skjálfta í Stundinni okkar og í síðustu atriðunum sem voru tekin upp fyrir kvikmyndina átti ég að vera nýbúinn í slags- málum þar sem ég var barinn, svo ástandið á mér átti vel við,“ útskýrir Jóhannes. Reykjavík-Rotterdam var forsýnd síðastliðið þriðjudagskvöld og aðspurður segist Jóhannes ánægður með útkomuna. „Ég er ánægður með myndina og finnst hún bara helvíti góð. Maður vissi náttúrlega að Óskar Jónasson væri góður leikstjóri og mér fannst klippingin hjá Elísabet Ronaldsdóttur áberandi flott. Við leikarar erum sjálfsdýrkend- ur í eðli okkar og maður sér aldrei sjálfan sig í leikhúsi, svo það er fínt að geta kíkt á sig þarna,“ segir Jóhannes og hlær. - ag Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur óþokka í Reykjavík Rotterdam BÆTTI Á SIG SEX KÍLÓUM Jóhannes Haukur Jóhannesson Rýrari en áður Margir höfðu orð á því að Þor- steinn Már Baldvinsson, stjórnar- formaður Glitnis, væri óþekkjan- legur þegar hann birtist í frétt- unum á mánudaginn. Það var ekki bara klippingin, breyttur fatastíll og nýju gleraugun sem framkölluðu svona mikla breytingu heldur hefur Þorsteinn Már rýrnað ákaflega mikið. Þetta er líklega á eina sviðinu sem rýrnun er talin góð og gild...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.