Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 32
6 föstudagur 3. október ✽ ba k v ið tjö ldi n 2 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann hefur getið sér gott orð sem leikskáld og leikkona. Aðeins 28 ára gömul hafa fimm verk verið sviðsett eftir hana. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson Þ egar Þórdís Elva var sex ára gömul birtist grein um hana í tímaritinu Vikunni sem upprenn- andi listakonu. Þar var þó ekki verið að fjalla um leiklistina eða skrifin, heldur myndlist sem átti hug hennar allan sem barn. „Sköpunarþörfin var svo mikil að einn daginn ákvað mamma að veggfóðra vegginn hjá mér inni í svefnherbergi með búðarpappír sem ég gat teiknað á og það leið ekki á löngu þar til ég hafði breytt herberginu í dýragarð með teikn- ingum,“ útskýrir Þórdís. Hún segist lengi vel hafa verið óákveðin hvort myndlistin eða leikhúslífið yrði fyrir valinu. Hún byrjaði í Kvennaskól- anum en skipti fljótlega yfir í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Þar tók hún þátt í söngleikjum og öðrum uppákomum. Eitt leiddi af öðru og fékk hún aukahlutverk í Bláa hnett- inum sem sýnt var í Þjóðleikhús- inu. Þegar hún varð stúdent dúx- aði hún í FB. „Ég fékk skólastyrk frá Rotary-samtökunum til framhalds- náms og ákvað að fara til Banda- ríkjanna til að læra leiklist því árið sem ég útskrifaðist var ekki hald- ið inntökupróf í leiklistarskólann hérna heima,“ segir Þórdís. Þegar hún kom að utan þurfti hún að fá sér níu til fimm vinnu meðfram því að koma sér á fram- færi. „Hér eru engar umboðsskrif- stofur fyrir leikara eins og úti og ekki sjálfgefið að detta inn í brans- ann. Ég fékk því vinnu hjá bíla- umboði þar sem ég var á símanum og í móttökunni. Það var hrikalega leiðinlegt og að þessu tiltekna bíla- umboði ólöstuðu var þetta mjög til- breytingasnautt starf. Eftir að hafa masterað Tetris á netinu og tekið leiðindin út í allskyns dægradvöl fann ég að ég varð að skapa eitthvað og fór ég svona að gamni að skrifa. Útkoman varð leikverkið Brotið og það má því eiginlega segja að ég hafi verið á listamannalaunum hjá bílaumboði,“ segir Þórdís og hlær. Aðspurð segist hún alltaf hafa vitað að hún myndi leggja listina fyrir sig í einhverju formi. „Leikhús hefur það svolítið fram yfir önnur listform að það sameinar í raun öll form listar. Fyrir manneskju eins og mig er leikhús svolítill suðupunktur- inn þar sem allt mætist á einum stað, en ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að verða leikskáld hefði ég bara hlegið, “ bætir hún við og brosir. ÁST, PENINGAR, ÚTLIT OG KYNLÍF Nýjasta verk Þórdísar Elvu, Fýsn, er nú sýnt í Borgarleikhúsinu og fjallar um nýgift hjón sem þurfa að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál. Verkið er sigurverk leikritasamkeppninnar „Sakamál á svið” sem LR stóð fyrir árið 2006 og var valið úr hópi rúmlega þrjá- tíu aðsendra leikrita. Fýsn er síð- asta verkið í þríleik eftir Þórdísi, en fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2005, og í kjölfarið kom Hungur, sem var sýnt á litla sviði Borgar- leikhússins 2006. „Ég fór að skoða hvað það er sem nútímamanneskjan er með þrá- hyggju fyrir og að mínu mati eru það fjórir hlutir. Ást, peningar, útlit og kynlíf. Af þessum fjórum hlutum fannst mér síst spennandi að skrifa um peninga,“ útskýrir Þórdís sem lifir og hrærist í sakamálum þessa dagana. Auk þess sem hún frum- sýndi nýverið sakamálaleikritið Fýsn leikur hún í sakamálaþáttun- um Svörtum englum sem hófu ný- verið göngu sína á RÚV. „Þetta er svolítið óvenjulegt því ég hef ekki mikið verið að vasast í sakamála- efni í gegnum tíðina. Ég hef leik- ið hér og þar, en dró mig svolít- ið út úr sviðsleik fyrir um þrem- ur árum til að sinna skrifunum því það togar meira í mig. Ég vil samt alls ekki að það falli í gleymsku að ég hafi leikara menntunina og var ánægð með að vera boðið í prufu fyrir Svarta engla,“ segir Þórdís sem leikur einnig í sjónvarpsþáttunum Ástríði sem sýndir verða eftir ára- mót á Stöð 2 og vinnur að sinni fyrstu bók sem fjallar um ofbeldi. „Þetta er bók sem ég er búin að vera að bíða eftir í mörg ár. Þegar ég var orðin þreytt á biðinni ákvað ég að skrifa hana sjálf og hófst ég handa í júlí 2007. Það var ákveðið dómsmál sem gekk fram af mér og ég byrjaði á að skrifa bréf í blaðið sem óánægður almennur borgari, en þegar ég var komin á blaðsíðu nítján áttaði ég mig á því að ekkert blað myndi duga mér. Dómsmál- ið snerti mig ekki persónulega en mér finnst allir í samfélaginu hafa rétt á að segja sína skoðun á hlut- um sem gerast innan kerfisins. Það vantar umfjöllun um þennan til- tekna málaflokk og það er ákveðin þagmælska sem sveipar hann svo mér fannst vera kominn tími til að einhver fjallaði um þetta og mér fannst ég ekki getað setið hjá,“ segir Þórdís um bókina sem er væntanleg fyrripart næsta árs. DANSAÐU VIÐ MIG Með fjölda hlutverka og leiksýninga að baki leikur blaðamanni forvitni á að vita hvað stendur upp úr á ferl- inum. „Ég var spurð á fyrirlestri uppi í Háskóla um daginn hvaða verk ég héldi mest upp á og ég svaraði að mér fyndist það eiginlega eins og að spyrja móður hvert af börn- unum sínum henni finnist falleg- ast. Í augnablikinu held ég kannski mest upp á Dansaðu við mig því ég er um það bil að fara að klippa á nafnastrenginn á því verki,“ segir Þórdís, sem mun frumsýna verkið í Iðnó 24. október næstkomandi undir leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar. „Þegar maður fær hugmynd finnst mér það vera eins og getnaður. Svo er maður óléttur af hugmyndinni á meðan maður er að vinna hana. Fæðingin er svo fyrsti samlestur með leikurunum og frumsýning finnst mér svo vera eins og að klippa á naflastrenginn, því þá er hlutverki höfundarins lokið,“ bætir hún við. „Dansaðu við mig sýnir allt aðra hlið á mér, því það sem hefur mest borið fyrir augu almennings af mínum verkum er þessi myrki þrá- hyggjuþríleikur sem samanstendur af Brotinu, Hungri og Fýsn. Þetta er miklu hugljúfara verk sem er ekki jafn þungt í vöfum og ég held að fleiri geti samsamað sig því,“ segir Þórdís, en verkið fjallar um það þegar fólk laðast hvert að öðru án þess að vilja það eða mega. Leik- arar í sýningunni eru Þrúður Vil- hjálmsdóttir og Höskuldur Sæ- mundsson. „Sýningin er algjör- lega sjálfstætt framtak og við sem stöndum að henni erum nýstofn- aður leikhópur sem köllum okkur Leikhús andanna. Þetta „barn“, Dansaðu við mig, þarf rosalega mikla athygli. Með svona sjálf- stæðan leikhúsrekstur þarf maður að gera allt sjálfur og það gefur verið lýjandi en líka mjög gefandi,“ segir Þórdís. FYRIR FRAMAN LINSUNA Þórdís var með Guðmundi Inga Þorvaldssyni leikara og tónlistar- manni um nokkurra ára skeið, en sambandi þeirra lauk í fyrra. Þór- dís er nú laus og liðug, hefur í nógu að snúast og á sér spennandi fram- tíðardrauma. „Ég er mjög ánægð með lífið og listina, en það er margt sem mig langar að prófa. Mér finnst ofsa- lega gaman að leika fyrir framan myndavél og einhvern veginn fer betur um mig þar en á sviði. Ég set það ekki fyrir mig hvaða form er á verkefninu svo lengi sem handritið er gott og hlutverkið er skemmti- legt og krefjandi,“ segir Þórdís. „Svo hef ég hef ekki enn séð kvikmynda- handrit eftir mig verða að veru- leika og það er svona ókannaður draumur. Þó að kvikmynda- og leik- húshandrit séu ólík þarf maður að hafa góða tilfinningu fyrir samtöl- um og tímasetningum, svo ég hugsa að eitthvað af minni reynslu gæti nýst mér í þeim efnum,“ segir þessi hæfileikaríka kona að lokum. BÝÐUR UPP Í DANS Stjörnumerki: Ljón. Besti tími dagsins: Fer alveg eftir aðstæðum, deginum og félagsskapnum. Geisladiskurinn í spilaranum: The Reminder með kanadísku tónlistar- konunni Feist. Uppáhaldsverslunin: Engin sérstök hérlendis en erlendis er það skranbúðin ógurlega Junkman’s Daughter í Atlanta. Þar er hægt að fá bókstaflega allt í heimi. Svo er alltaf gaman að koma inn í blómabúðir, þar er svo góð lykt. Uppáhaldsmaturinn: Sushi. Ég lít mest upp til... þeirra sem fylgja sann- færingu sinni og þora að taka áhættu. Áhrifavaldurinn? List, bæði léleg og góð. Það er hægt að verða fyrir mjög sterk- um áhrifum af hvoru tveggja. Draumafríið? Mig hefur alltaf langað að fara til Dúbaí. Það kemur mér fyrir sjónir sem eins konar ævintýra- land; skíðabrekkur inn- anhúss, bílar úr silfri, hæsti tennisvöll- ur í heimi og skýjakljúfar sem hringsnúast. Ef þú ættir sand af seðlum hvað myndir þú kaupa þér? Húsnæði. Eitt undir sjálfa mig og annað undir sjálfstæða leiklistarstarfsemi í land- inu. Svo myndi ég kaupa mér prófarka- lesara með gráðu í leikhúsfræðum, sem kynni líka að hella upp á gott kaffi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann Hún byrjaði að skrifa þegar hún starfaði í bílaumboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.