Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 44
24 3. október 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Björgvin Guðmundsson skrifar um kjaramál Kjarasamningar eru í upp-námi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verð- bólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi veru- legar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformleg- um fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti ein- hvers konar þjóðar sátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Raf iðnaðar- sambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerð- um kjarasamningum. Verkalýðs- foringjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett for- dæmi fyrir kauphækkun væntan- legra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennar Ljóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkis- stjórnin verður að gera ráðstaf- anir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstakl- inga, lækkanir á tollum og virðis- aukaskatti, ráðstafanir í húsnæðis- málum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkis- stjórnin gerir ekki slíkar ráðstaf- anir er talsverð bein kauphækk- un óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðra Samhliða kjarabótum til verka- fólks þarf að stórbæta kjör aldr- aðra og öryrkja. Það sem ríkis- stjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra ein- hleypinga og ákveðið, að lág- marksframfærslutrygging líf- eyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. sept- ember þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækk- uðu um 16%. Þeir vilja fá mis- muninn. Áhyggjur af efnahagsmálum Verkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrir- tækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virð- ast hafa farið óvarlega í erlend- um lántökum og eiga nú í erfið- leikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjár- málakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyf- ingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerð- ingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur. BJÖRGVIN GUÐ- MUNDSSON Verkafólk og aldraðir þurfa kjarabætur Ljóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkis- stjórnin verður að gera ráðstaf- anir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.