Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 3. október 2008 25 UMRÆÐAN Emil Als skrifar um Evrópu- mál Í fyrstunni las ég mér til ánægju bakþankadálk Jóns Sigurðar Eyjólfssonar í Fréttablaðinu þann 2. september sl. Vel skrifuð hugleiðing og tímabært að taka til skoðunar eitthvað af því hug- myndadóti og þeim orðaleppum sem fara um þjóðarhugann eins og faraldrar. Það er helst ef rætt er um boltaleiki að einn skilur annan. Jóni er annt um „ímynd þjóðar- innar útávið“ og ræður þá sjálf- ur talsverðu um útlit þeirrar myndar þegar hann kemur á fundi með framandi þjóðum. Innan um fákæna meginlands- búa í Evrópu virðist höfun dur hafa kynnt sig sem Skandinava og er sorglegt á að sjá. Það er ekki fráleitt að telja mikla for- ræðishyggju og lágkúrulega „vínmenningu“ einkenna íslenskt þjóðlíf. Það má einnig leiða að því líkum, að þessi einkenni beri svip af skandinavískum uppruna og þaðankomandi áhrifum á Íslandi, en ýmis hæpin tiltök okkar ættuð frá Skandinövum gera ekki Íslendinga að skyldu- fulltrúum viðhorfa þeirra né heldur að þegnum í löndum þeirra. Alvaran í dæminu er sú að hinn íslenski maður sýnist gera sér að góðu að kynna sig erlend- is sem Skandinava sem hann er þó alls ekki sé hann íslenskur þegn og ríkisborgari. Íslending- ar vilja væntanlega þekkjast af eigin ásýnd meðal þjóða, bera eigin svip og ráða eigin orðspori. Það hefur svosem heyrst, að íslensk ung- menni sum kynni sig erlendis sem Scandinavian, þessu fólki þarf að hjálpa heim til sín. Við þekkj- um vel ofurkapp Skandinavanna að komast í sviðsljósið og á fjal- irnar og því hreinasti óþarfi að Íslendingar séu að draga fyrir þá vagninn. Hérlend þjóð hlýtur að ala með sér háfleygari draum- sýn en þá að týna sjálfri sér á ströndum Eyrarsunds. Þrái menn yfirleitt að eiga hugfestu í stærri einingum ættu þeir að líta vel í kringum sig en gleyma því ekki að við erum Vesturlandabúar og svo lánsamir að horfa til beggja handa á megin- þjóðir okkar virðingarmestu gilda, þjóðir sem eru sífellt reiðubúnar að færa fórnir í því skyni að stöðva sálsjúka valda- ræningja og tefja framsókn öfgahreyfinga sem engu eira. Það má greina einhvern skyld- leika með hinum hugdaufu sem leita skjóls undir hinum sjálfum- glaða skandinavíska anda og þeirra sem nú opinbera þá van- trú sína og eymd að vilja þvæla okkar þjóð inn fyrir múra Evr- ópubandalagsins. Íslendingar eru í flokki nær tvöhundruð sjálfstæðra þjóða í heiminum sem láta ekki teyma sig í þess- konar sambönd sem svifta þær dýrkeyptu frelsi undir merkjum einhverrar hagfræðikenningar sem mun innan skamms víkja fyrir einhverri annarri kenn- ingu. Þær 26 sem eru innan Evr- ópubandalagsins hafa fórnað meginþáttum sjálfákvörðunar en taka við æ fleiri skipunum frá „stjórnlyndum kaþólikkum í Frakklandi“. Sótt er að þeim sem vilja sem víðtækast sjálfstæði þjóðarinnar og þeir stimplaðir gamaldags þjóðernissinnar sem hræðist samstarf við aðrar þjóð- ir. Þarna fara menn vísvitandi með rangt mál og öfugmæli. Sjálfstætt Ísland tekur fúslega og í vaxandi mæli þátt í allskyns samvinnu við aðrar þjóðir og hefur þegar sýnt tilþrif og dirfsku á þeim leiðum. Ef það ólán hendir þjóðina að verða fjötruð til vistar í hólfum gæslu- stjóranna í Brussel þurfa Íslend- ingar að taka fram gömlu bæn- arskrárnar sínar og rifja upp orðalagið sem hentaði gagnvart nýlendustjórninni í Kaupmanna- höfn, það verður væntanlega keimlíkt á kontórum Evrópu- bandalagsins. Íslendingar þurfa ekki að setja á sig skandinavískan svip eða bera grímu ætlaða meginlands- búum í Evrópu svo að einhverjir gosar í þeirra löndum komist „til aukinna áhrifa í heiminum“ og telji sig kjörna til að gefa út digur barkalegar yfirlýsingar á blaðamannafundum; það getum við gert sjálfir. Höfundur er læknir. EMIL ALS Af Íslendingum og Skandinövum UMRÆÐAN Einar Kvaran skrifar um Alþjóða geðheilbrigðisdaginn Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víða um lönd þann 10. október. Að mínu mati er eitt af lykilmarkmiðunum með deginum að brjótast út úr þeirri hugsun, sem hefur verið ríkjandi, að geðheil- brigðismál snúist fyrst og fremst um geðræn vandamál. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr geð- sjúkdómum og þjáningum af þeirra völdum heldur er verið að minna á þá staðreynd að andleg heilsa hvers og eins er nauðsynleg undirstaða fyrir farsæld viðkomandi. Geðheil- brigðisdagurinn er dagur allra. Annað markmiðið með geðheil- brigðisdeginum er að koma ákveðn- um skilaboðum á framfæri á sem markvissastan hátt. Þessi skilaboð eru mismunandi frá ári til árs. Í ár var ákveðið að Geðheilbrigðis- dagurinn skyldi fást við andlegt heilbrigði barna og ungmenna. Þetta var síðast gert árið 2003. Þrátt fyrir það var ákveðið að endur- taka leikinn nú, í ljósi mikilvægis þessa málaflokks. Til þess að umræðan í kringum daginn sé sem markvissust var ákveðið að vinna útfrá sérstöku þema, þ.e. öðru geð- orðinu: „Hlúðu að því sem þér þykir vænt um“. Okkur í undirbúnings- hópnum finnst þetta geðorð vera lýsandi fyrir uppbyggjandi sam- verustundir foreldra og barna. Fjöldi rannsókna er til sem stað- festir hve mikilvæg góð tengsl milli foreldra og barna eru. Það er fátt sem styrkir slík tengsl betur en uppbyggileg samvera. Í dag erum við að upplifa kreppu þar sem fólk mun mögulega missa vinnuna í meiri mæli en þekkst hefur lengi. Hvernig komum við í veg fyrir að slík staða komi niður á börnum? Þessi staða vekur upp spurningar eins og hvaða áhrif það hefur á börnin ef foreldrar hafa ekki nægan tíma til þess að sinna þeim? Annað atriði sem einnig er mikilvægt ef litið er til andlegrar heilsu barna er hvernig börn ná að fóta sig í félagahóp. Einelti og félagsfælni eru til dæmis vanda- mál sem geta haft mikla erfiðleika í för með sér fyrir ungt fólk, sem er yfirleitt háðara félagahópnum en fullorðnir. Dagur- inn er kjörinn til að velta þessum spurningum og fleirum fyrir sér. Þrátt fyrir að það sé nauðsynlegt að koma með upp- byggilega gagnrýni er mikilvægt að festast ekki í því að tala um vandamál og gleyma ekki að horfa til þess sem vel er gert. Að lokum er geðheilbrigðisdag- urinn ákveðið tækifæri fyrir þá fjölmörgu aðila sem tengjast mála- flokknum, þ.e. fást við andlegt heil- brigði, með beinum eða óbeinum hætti að koma fram og vekja athygli á því sem þeir eru að gera og mikil- vægi þess. Til dæmis með því að skrifa í blöð, á netið, með því að taka þátt í undirbúningsvinnunni fyrir 10. október, eða með einhverj- um öðrum hætti. Við sem höfum tekið þátt í undir- búningnum fyrir 10. október áður höfum fundið fyrir miklum meðbyr í samfélaginu. Nánast allir sem hefur verið leitað til, s.s. skemmti- kraftar og fyrirlesarar hafa fallist á að koma fram í tengslum við dag- inn án þess að þiggja fyrir það greiðslu. Það hefur verið auðvelt að fá styrktaraðila og fjölmiðlar hafa sýnt málefninu áhuga. Miðað við hversu langt undirbúningsvinnan er komin nú þegar er allt útlit fyrir að 10. október haldi áfram að festa sig í sessi í ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Geðhjálp. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um EINAR KVARAN Í dag erum við að upplifa kreppu þar sem fólk mun mögulega missa vinnuna í meiri mæli en þekkst hefur lengi. Hvernig komum við í veg fyrir að slík staða komi niður á börnum? UMRÆÐAN Margrét Jónsdóttir skrifar um sorpeyðingu Nú hafa forráðamenn Sements-verksmiðjunnar á Akranesi pakkað sorpinu í silki með því að segja að bruni á hvers konar elds- neyti sé nú orðinn grænn og umhverfisvænn þegar búið er að flokka það og plokka duggunarlít- ið. Góð tilraun til að fegra bruna á; olíu, kolum, bíldekkjum, plasti, timbri, pappír, beina- og kjötmjöli og öðrum lífrænum úrgangi. Bara muna að brenna eldsneytið í „lok- uðu kerfi“. Reyndar er þetta fyrir- bæri aðeins leyft í fáeinum löndum svo ég skil ekki hvernig umheim- urinn hefur misst af þessari lausn alls vanda hans. Nefnilega að losna við mengun af bruna eldsneytis með því að stinga því inn í þessi „lokuðu kerfi“. Í gamla daga fór allt sorp á haug- ana, hvort sem það var timbur, pappír, lífrænn úrgangur, bíldekk eða eitthvað annað. Og þá hét það líka sorp, rusl eða úrgangur. Allt í einn haug og síðan kveikt í. Ösku- haugar var þetta fyrirbæri kallað. Upp reis þykkur, illa lyktandi reykur með ótal eiturefnum og í vissum vindáttum blés Kári þessu yfir bæinn. En eftir að farið var að flokka sorpið í Sorpu, og tæta það niður, heitir það „grænt eldsneyti“ að sögn Sementsverksmiðjusinna og er afskaplega „umhverfisvænt“, einkum ef bruninn fer fram í „lok- uðu kerfi“. Sem sagt, ef þetta er satt og rétt sem menn segja, ætti mannfólkið hér á jörðinni að fara að geta andað léttar, vegna hættu á hlýnun andrúms- loftsins af völdum bruna hvers konar. Skella bara skítn- um í skrautpappír (helst grænan), kveikja í og loka kerfinu. Og hviss, bang: engin meng- un... eða bara voðalega lítil. Hvað þær þjóðir, sem nota kol til rafmagns- framleiðslu, geta slappað af í fram- tíðinni. Lokað kerfi og allt elds- neyti verður grænt. Annars verð ég að viðurkenna að ég skil ekki hvað þetta þýðir þetta „græna eldsneyti“. Í umsókn for- ráðamanna Sementsverksmiðjunn- ar, um breytt starfsleyfi, er ekki minnst einu orði á grænt eldsneyti, en m.a. óskað eftir að fá að brenna lífrænt, eða eins og stendur á blöð- unum sem úthlutað var á fundi Umhverfisstofnunar um daginn; „brenna beinamjöl og/ eða kjötmjöl og ANNAN LÍFRÆNAN ÚRGANG“. Ekki orð um að það þurfi að flokka það neitt frekar. Er ekki verið að reyna að komast inn bakdyra megin með þessu? Fyrst fá leyfi og svo að færa út kvíarnar? Ja, ég segi nú bara fyrir mig að þegar bruni á olíu, kolum, bíldekkj- um, plasti, lífrænum úrgangi og fleiru er orðinn umhverfisvænn með því einu að láta það í „lokað kerfi“ þá þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af hlýnun andrúmslofts- ins á blessaðri jörðinni okkar. Höfundur er aðstoðarmaður húsamálara. Sorp í silki MARGRÉT JÓNS- DÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.