Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 46
 3. október 2008 FÖSTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. BANDARÍSKA SÖNGKONAN GWEN STEFANI ER 39 ÁRA Í DAG „Stundum þarf að fórna frammistöðunni fyrir háa hæla.“ Gwen Stefani hefur, fyrir utan það að gefa út popptónlist, reynt fyrir sér sem tískuhönn- uður og leikkona. Nýjasta breiðskífa hennar heitir „The Sweet Escape“ en hún kom út árið 2006. Þennan dag árið 1990 sameinuðust Þýska al- þýðulýðveldið og Sam- bandslýðveldið Þýska- land. Eftir síðari heims- styrjöldina var Þýska- landi skipt í tvennt þar sem hernámssvæði Sovét manna myndaði Þýska alþýðulýðveldið eða Austur-Þýska- land, og hernámssvæði bandamanna (Bandaríkjamanna, Breta og Frakka) myndaði Sambands lýðveldið Þýskaland eða Vestur- Þýskaland. Með falli Berlínarmúrsins og lokum kalda stríðsins voru ríkin tvö sameinuð á ný. Berlín varð á ný höfuðborg Þýskalands en landið er fjölmennasta ríki Vestur-Evrópu og lykilmeðlimur í Evrópusambandinu. ÞETTA GERÐIST 3. OKTÓBER 1990 Þýskaland sameinað Menningarhátíðin Regnboginn – list í fögru umhverfi verður haldin í annað skipti í Vík í Mýrdal um helgina. Að þessu sinni verður sjónum sérstaklega beint að eldstöðinni Kötlu sem á 90 ára gosafmæli á árinu. „Katla, sem er í Mýrdalsjökli beint upp af bænum, hefur ávallt átt sinn stað í huga Mýrdælinga og þó að þeim sé nú farið að fækka sem muna atburðina 1918 sér eldstöðin til þess að hún gleymist ekki með reglulegum jarðhræringum,“ segir Sif Hauksdóttir, kennari í grunnskólanum á Vík og for- maður menningarmálanefndar bæjarins, og segir stuttlega frá atburðunum 1918. „Þetta var eitt af stærstu gosum sög- unnar. Katla byrjaði að gjósa seinni part dags hinn 12. okt- óber en áður höfðu verið einhverjar jarðhræringar á svæð- inu. Kötlugosin eru öflug þeytigos og þeim fylgir gjarn- an mikið gjóskufall og gríðarlegt jökulhlaup og varð engin undantekning á því í þessu gosi. Það olli talsverðum breyt- ingum en Mýrdalssandur hækkaði og ströndin færðist út á stórum kafla. Vík slapp þó vel enda lá gosmökkurinn til austurs.“ Kötlugos á sögulegum tímum eru talin um tuttugu og er tíminn á milli gosa mislangur, eða allt frá þrettán til áttatíu árum. Nú eru liðin nítíu ár frá síðasta gosi og því má búast má við því að eldstöðin fari að láta á sér kræla. Sif segist þó ekki hafa orðið vör við nokkurn ótta við Kötlu. „Við vitum af henni og erum vel upplýst um það sem hugsanlega gæti gerst ef hún fer að gjósa. Eins treystum við því að hún gefi okkur merki.“ Um helgina er ætlunin að gera eldstöðinni hátt undir höfði. Við opnun menningarhátíðarinnar verða kynntar hugmyndir um menningarmiðstöð og Kötlusetur í Vík. Hugmyndin er að þar verði hægt að stunda rannsóknir á sviði náttúruvísinda og þá meðal annars nánari rannsóknir á Kötlu. Þá verð- ur sýningin Mýrdalur – mannlíf og náttúra opnuð að nýju í menningarsetrinu Brydebúð en nú hefur verið aukið veru- lega við þátt Kötlu í henni. Eins verður haldið málþing um Kötlu þar sem prófessorar í jarðeðlisfræði og landafræði flytja erindi ásamt öðrum. „Síðan verðum við með skemmtidagskrá alla helgina og bjóðum upp á tónlist, leik- og myndlist en nánari upplýsing- ar um dagskrána má nálgast á www.vik.is. KATLA: 90 ÁRA GOSAFMÆLI Á sinn stað í huga okkar ÓTTAST EKKI Sif segist ekki verða vör við það að íbúar í Vík óttist Kötlu. „Við treystum því að hún gefi okkur merki.“ MYND/ÚR EINKASAFNI Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Gísladóttir frá Hvalsnesi, Borgarholtsbraut 73, Kópavogi, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafasjóð Hvalsneskirkju, Sparisjóðnum í Sandgerði sími: 423 8190, reikn. 1190-15-37318. Tómas Grétar Ólason Margrét Tómasdóttir Matthías Guðm. Pétursson Anna Guðrún Tómasdóttir Matthías Kjartansson Guðlaug Þóra Tómasdóttir Daníel Þór Ólason Magnea Tómasdóttir Pétur Gauti Valgeirsson ömmubörn og langömmubarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Kristjánsdóttir sem lést á Dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, laugardaginn 27. september, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 4. október kl. 14. Jenný Guðmundsdóttir Jónas Gunnarsson Bára Guðmundsdóttir Kristín E. Guðmundsdóttir Pétur F. Karlsson Metta S. Guðmundsdóttir Sigurður P. Jónsson ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, Kristín Pálsdóttir Ægisgötu 17, Akureyri, lést sunnudaginn 28. september á Gjörgæsludeild Landspítalans. Útförin verður auglýst síðar. Páll Baldursson Erla Baldursdóttir og fjölskyldur. Ástkær dóttir okkar, systir, barnabarn og frænka, Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir sem lést 21. september sl. verður jarðsett frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 4. október kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Björgunarsveitina Tind í Ólafsfirði. Líney Hrafnsdóttir Georg Páll Kristinsson Hanna Stella Georgsdóttir Daníel Þór Gunnarsson Alvilda María Georgsdóttir Heiðar Brynjarsson Lilja Kristinsdóttir Kristinn Georgsson Líney Mist Daníelsdóttir Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, Erla Jónína Jónsdóttir andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt miðvikudagsins 1. október. Útför verður auglýst síðar. Jón Marel Magnússon Ída Bjarklind Magnúsdóttir Ída S. Sveinbjörnsdóttir Jón Hreinsson Snjólaug Valdimarsdóttir og systkini hinnar látnu. 70 ára afmæli Þann 7. okt ’08 verður Lárus Lárberg Guðmundsson frá Grundarfi rði, sjötugur. Af því tilefni hafa synir hans ákveðið að halda honum smá veislu í Turninum í Firði, Hafnarfi rði, laugardaginn 4. október ’08. Tekið verður á móti gestum milli klukkan 17.00 og 19.00 og vonast þeir til þess að sem fl estir ætting jar, vinir og samferðamenn sjái sér fært að koma og fagna þessum áfanga með honum. 60 ára afmæli Í dag, föstudaginn 3. október er hann Einar 60 ára. Af því tilefni verður hann með opið hús á heimili sínu, Miðtúni 8, Sandgerði frá kl. 18.00. Vinir og vandamenn, verið velkomin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Birgir Valdemarsson Huldugili 8, Akureyri, lést mánudaginn 22. september. Að ósk hins látna fór útför hans fram í kyrrþey frá Höfðakapellu þriðju- daginn 30. september. Þökkum öllum ættingjum og vinum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Kolbrún Theódórsdóttir Björgvin Birgisson Gunnhildur Einarsdóttir Þóra Guðný Birgisdóttir Harpa Birgisdóttir og afabörnin. Maðurinn minn, Ingvaldur Valgarður Holm Einarsson andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljósheimum, Selfossi. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 13.30. Helga Símonardóttir börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðríður Friðriksdóttir Furugerði 1, Reykjavík, andaðist að heimili sínu, föstudaginn 26. september sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 7. október nk. kl. 13.00. Helgi Guðmundsson Sóley Theodórsdóttir Eygló Pétursdóttir Stefán Stefánsson Fríður Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.