Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 62
42 3. október 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. tímabils, 6. ólæti, 8. sægur, 9. pili, 11. frú, 12. skipti, 14. land, 16. skammstöfun, 17. arr, 18. hress, 20. átt, 21. dugnaður. LÓÐRÉTT 1. leikur, 3. ryk, 4. örvandi efni, 5. dýrahljóð, 7. tepur, 10. mánuður, 13. þangað til, 15. seytlar, 16. þögn, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. viku, 6. at, 8. mor, 9. rim, 11. fr, 12. klauf, 14. gínea, 16. þe, 17. sig, 18. ern, 20. na, 21. iðni. LÓÐRÉTT: 1. hark, 3. im, 4. koffein, 5. urr, 7. tilgerð, 10. maí, 13. uns, 15. agar, 16. þei, 19. nn. „Þetta kvöld brýtur augljóslega í bága við lög og ég verð að treysta lögreglunni á Selfossi til standa sína plikt og stoppa þetta,“ segir Sóley Tómasdóttir, sem hefur vakið máls á skemmtun 800 Bars á Selfossi næstkomandi laugardags- kvöld. Sú ber heitið Dirty Nights og ef marka má auglýsingaplakat sem gengur á netinu verður boðið upp á léttklætt starfsfólk auk þess sem erótískri kvikmynd verður varpað á breiðtjald. Þá kemur fram að gestir staðarins geta keypt sér staup „af berum kroppum“ svo eitthvað sé nefnt. Sóley býst ekki við að feministar reyni að stoppa kvöldið með handafli né mótmæla eitthvað sérstaklega heldur treysti hún því að yfirvöld á Selfossi muni inna af hendi sína vinnu og koma í veg fyrir lögbrotið. Óli Geir Jónsson, fyrrverandi Herra Ísland, er maðurinn á bak- við Dirty Night-túrinn sem vakið hefur mikla athygli en hann sagð- ist eingöngu mæta þarna til að leika lög af plötum, annað væri á ábyrgð staðarins. Á heimasíðu hans, Agent.is, má þó sjá auglýst að barþjónar 800 Bars verði berir að ofan og stelpurnar á bikiníi. Fyrir viku var svipað kvöld haldið á Akureyri og vakti það mikið umtal fyrir norðan, svo mikið að lögreglan sendi þangað menn til að fylgjast með að allt færi nú örugg- lega fram innan ramma laganna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins fór þó eitthvað úr böndun- um eftir að laganna verðir höfðu yfirgefið staðinn en það fékkst ekki staðfest. Var orðrómur á kreiki um að sýnd hefði verið klámmynd fyrir allra augum. Eiður Birgisson, annar eigandi 800 Bar, sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki geta séð hvernig svona kvöld bryti í bága við lög. „Ég get ekki skilið hvernig það er lögbrot að vera fáklæddur, við höldum bara ófeimnir áfram,“ útskýrir Eiður sem bætti því við að það hefði verið lítið mál að fá starfsfólkið til að taka þátt í þessu með þeim. Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi, staðfesti að ein- hverjar kvartanir hefðu borist vegna kvöldsins. Hann sagði málið til skoðunar hjá embættinu en vildi ekki taka svo djúpt í árinni að þetta yrði stöðvað að svo komnu máli. „Hins vegar er allt í lagi að það komi fram að staðurinn fékk áminningu fyrir nokkru vegna þess að aðilum undir aldri var veitt vín.“ freyrgigja@frettabladid.is SÓLEY TÓMASDÓTTIR: ÞAÐ VERÐUR AÐ STOPPA ÞENNAN MANN Lögreglan fylgist með Djörfum nóttum Óla Geirs DJARFT Auglýsing Dirty Nights er augljóslega í djarfari lagi en mönnum ber ekki saman hvort kvöldið sem slíkt brjóti í bága við lög. EKKERT ATHUGAVERT Óli Geir og eigendur 800 Bar eru sannfærðir um að lögin séu þeirra megin. Lögreglan hyggst fylgjast með og er með kvöldið til skoðunar hjá sér. „Nei, ég held bara ekki. Þetta er eins og hver önnur árshátíð fyrir mér,“ segir Freyr Eyjólfsson, leik- ari, tónlistarmaður, útvarpsstjarna og veislustjóri, aðspurður hvort hann verði ekki að umturna dag- skrá sinni. Á föstudag er árshátíð SÁÁ í Súlnasal Hótel Sögu og Freyr veislustjóri. Hann er þaulvanur því að stýra veislum og skemmta þar sem vín er haft um hönd en nú má búast við því að kveði við annan tón: Drykkjuskvaldrið víðsfjarri og engum framíköllum drukkinna djókara fyrir að fara. En Freyr, sem reyndar ætlar að draga saman seglin sem veislustjóri vegna anna í leikhúsinu, ætlar ekki að setja sig í aðrar stellingar en hann er vanur. Jafnvel bæta við brennivínsbrönd- urum ef eitthvað er. „Þarna verða náttúrulega miklir brennivínsberserkir frá fornu fari þannig að líklega mun ég rifja upp nokkur ógleymanleg ‚black-out‘.“ Dagskráin er glæsileg. Þórarinn Tyrfingsson heldur hátíðarræðu og Geir Ólafsson „leikur undir borðum,“ eins og segir á heima- síðu samtakanna. Boðið verður upp á salsadans og hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi. - jbg Brennivínsbrandarar á árshátíð SÁÁ FREYR EYJÓLFSSON Ætlar að rifja upp nokkur ógleymanleg „black-out“ á árshátíð SÁÁ. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir um viku er aðalgestur Ragnhildar Steinunnar í nýjum laugar- dagskvöldsþætti RÚV, sem heitir „Gott kvöld“, Bubbi Morthens. Samkvæmt heimild- um blaðsins mun Bubbi taka lagið ásamt dóttur sinni og vert er að sjá hvort tón- listarhæfileikarnir gangi í ættir hjá Morthens-unum. Þá mun Þórhall- ur Gunnarsson dagskrárstjóri koma við sögu með óvæntum hætti. Og nýr þáttur er að fara í loftið á Bylgjunni og vetrardagskrá sjónvarps og útvarps er þá óðum að taka á sig mynd. Heimir Karls- son verður með spjallþátt síðdegis á sunnudögum og heitir hann Eyði- eyjan. Gestur hans verð- ur Pétur Jóhann Sigfús- son grínari. Helga Vala Helgadóttir, leikkona, laganemi, blaðamaður og sveitar- stjórafrú úr Dölunum, er nýlega komin til landsins og það frá Hvíta- Rússlandi. Ferð Helgu Völu tengdist engum þessara titla hennar þótt þeir munu örugglega hafa nýst henni, en hún var að sinna kosningaeftir- liti og það á vegum Samfylkingar. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er léleg í að borða úti og fæ mér helst flatbrauð með kæfu ef ég þarf að borða í skyndi. Ég fór hins vegar í pínulítinn skúr niðri við höfn og borðaði þar sushi. Stór og myndarlegur maður af erlendu bergi brotinn bauð það fram og reyndist það besta sushi sem ég hef smakkað. Staðurinn heitir víst Sushi-smiðjan.“ Silja Aðalsteinsdóttir, útgáfustjóri Máls og menningar. „Það er panikk og skelfing hvar sem maður kemur í þjóð- félaginu. Fólk grætur. Það blasa við gjaldþrot og atvinnu- leysi. Ég er að heyra allskonar sögur.“ Bubbi er að tala. Gamli góði Bubbi. Hann heldur áfram: „Ég neita að láta krónuna og duglausa ráðamenn leiða mig eins og lamb til slátrunar án þess að sprikla. Það er meiri manndómur að láta í sér heyra en sitja einhvers staðar fullur af kvíða og ótta.“ Bubbi boðar aðgerðir. Miðvikudaginn 8. október hvetur hann landsmenn til að mæta klukkan 12 á hádegi fyrir framan Alþingi á Austurvöll og láta ráðamenn heyra í sér. „Fólk vill fá svör,“ segir Bubbi, hitamælir þjóðarinnar. „Þetta getur ekki gengið til lengdar. Þessir menn sem eru í vinnu hjá þjóðinni eiga að laga það sem aflaga fer, ekki liggja á leynifundum sem enginn má vita sannleikann um. Ég hvet alla til að mæta og sýna þessu fólki að við viljum fá svör. Að minnsta kosti einfaldlega að þeir tali til þjóðarinnar.“ Hvað með stefnuræðu forsætisráðherrans í gær? „Heldurðu að ein ræða breyti einhverju? Heldurðu að krónan lagist eitthvað eftir ræðuna? Að hún taki kipp upp á við eftir ræðu Geirs H. Haarde?“ Uss, það má ekki tala illa um krónuna. „Það er enginn að tala illa um krónuna. Hún er bara verðlaus.“ En verðurðu ekki bara barinn niður af löggunni eins og Sturla og vörubílstjór- arnir? „Ég ætla ekki að vera með neinar ólöglegar aðgerðir. Ég ætla bara að spila og syngja. Og þó að ég verði bara einn þá ætla ég samt að mæta með gítarinn.“ - drg KÓNGURINN BOÐAR AÐGERÐIR Bubbi Morthens boðar til mótmæla við Alþingis- húsið á miðvikudaginn næsta. Bubbi boðar aðgerðir á Austurvelli Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Ólafur Stefánsson. 2 Jórunn Frímannsdóttir. 3 Um 57 milljarðar króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.