Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 4. október 2008 — 271. tölublað — 8. árgangur FÓTBOLTI Stærsti knattspyrnu- leikur sumarsins, bikarúrslita- leikur karla milli KR og Fjölnis, fer fram á Laugardalsvellinum klukkan 14 í dag samkvæmt áætlun. Rúmlega sólarhring áður var tíu sentimetra snjólag yfir vellinum. Vallarstarfsmenn, starfsfólk KSÍ og starfsmenn af golfvöllum höfuðborgarsvæðisins, tóku sig til í gærdag og handmokuðu um 800 rúmmetrum af snjó af vellinum. Ekki var hægt að nota vélar til verksins því þær hefðu eyðilagt völlinn. Jóhann Kristinsson vallar- stjóri segir völlinn vera við- kvæman eftir snjóinn. Hann telur þó ekki að völlurinn muni skemmast meira í leiknum en þegar leikið er á honum blautum eftir rigningu. - óój / sjá síðu 50 Bikarúrslitin á Laugardalsvelli: Handmokuðu völlinn í gær SAMEINAÐ ÁTAK Margir aðstoðuðu við að moka snjó af Laugardalsvellinum í gær þannig að hægt væri að spila bikarúrslitaleik karla þar í dag. Hér eru nokkir vaskir menn á fleygiferð en í fararbroddi er Kristinn V. Jóhannsson, sonur vallarstjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Embætti ríkissaksókn- ara hefur borist krafa um opin- bera rannsókn á Hafskipsmálinu. Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir sendu inn erindið fyrir hönd Hafskipsmanna, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar, Þórðar H. Hilmarssonar og Helga Magnús- sonar. Krafan beinist að meintum brot- um fyrrverandi dómara við skipta- rétt Reykjavíkur, fyrrverandi rík- islögmanns, ríkissaksóknara og rannsóknarlögreglustjóra ríkisins auk annarra starfsmanna embætta ríkissaksóknara og rannsóknar- lögreglu ríkisins. Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari staðfestir að krafan hafi borist embættinu á fimmtudag. Að sögn Valtýs er beiðnin „á annað hundr- að síður“. Ragnar Aðalsteinsson vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann staðfesti að erindið hafi verið sent inn. Hann segir ekki tímabært að greina frá ein- stökum efnisþáttum kröfunnar né hverju kærendur vilja ná fram með rannsókninni. - shá Ragnar Aðalsteinsson hefur sent ríkissaksóknara erindi vegna Hafskipsmálsins: Hafskipsmenn krefjast rannsóknar ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSI Jacchigua Danssýning fyrir alla fjölskylduna í Salnum 4., 5., 8., 10. og 11. okt. Miðasala á salurinn.is og í síma 570 0400 Europris - ódýrt fyrir alla KORPUTORG Ný Europris verslun opnar á Korputorgi í dag, laugardaginn 4. október kl 8:00. FJÖLD I OPN UNAR TILBO ÐA ÚRKOMA AUSTANLANDS Í dag verða víða norðan- eða norðaustanáttir 3-8 m/s en heldur stífari vindur austan til. Bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti á bilinu 0-5 stig. VEÐUR 4 2 0 2 4 4 VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR Í YFIRHEYRSLU Þolir ekki græðgi og mannfyrirlitningu EFNAHAGSMÁL „Afleiðingin af því að ríkissjóð- ur axli skuldbindingar Glitnis hefur orðið sú að lánshæfismat ríkisins og um leið bank- anna hefur lækkað. Þetta gerir fjármögnun bankanna ennþá erfiðari en ella sem getur truflað starfsemi þeirra verulega,“ segir Ólafur Ísleifsson, kennari við Háskólann í Reykjavík. Hann telur að ekki hafi verið sýnt fram á að þjóðnýting hafi verið eini kosturinn í stöðunni. „Hér sýnast því hafa verið gerð alvarleg mistök af hálfu Seðlabankans. Auk þess hefur aðgerðaleysi bankans gagnvart gjaldeyrisskorti og falli krónunnar rýrt traust á bankanum innanlands jafnt sem erlendis. Mjög virðist skorta á að bankastjórn Seðlabankans njóti trausts í stjórnmálalífi þjóðarinnar og í fjármálaheiminum. Slíkt traust er forsenda fyrir því að bankinn geti náð fullnægjandi árangri við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir Ólafur og bætir því við að ríkisstjórnin hljóti að bregðast við þessum trúnaðarbresti. Heimildir innan úr ríkisstjórn herma að unnið verði alla helgina að lausn mála og „allir angar séu úti“ í þeim efnum. Markmiðið sé að kynna ýmsar ráðstafanir fyrir opnun markaða á mánudagsmorgun. Haft er eftir Tryggva Þór Herbertssyni, efnahagsráðgjafa forsætisráð- herra, á fréttaveitunni Reuters að ekki sé unnið sérstaklega að björgun bankanna, enda standi þeir vel. Hins vegar þurfi að treysta gjaldeyrismarkaðinn og liðka fyrir viðskipt- um. Í samtali við Bloomberg segir Tryggvi Þór að ekki standi til að leita á náðir Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að unnið sé að mjög stórri lántöku ríkissjóðs erlendis og hafa erindrekar Seðlabanka fundað beggja vegna Atlantshafsins síðustu daga í þeim tilgangi. „Það bíða allir eftir því að Seðlabankinn geri eitthvað,“ er haft eftir Beat Siegenthaler, háttsettum sérfræðingi hjá verðbréfafyrir- tækinu TD í Lundúnum í frétt Bloomberg. „Þetta er eini seðlabankinn í veröldinni sem ekki hefur gripið inn í ástandið með einhverj- um hætti í því skyni að styrkja fjármálageir- ann,“ segir Siegenthaler enn fremur í viðtali við Bloomberg. Hann segir að fjölmargir erlendir miðlarar hafi haft á orði að þeir hafi aldrei áður séð gjaldmiðil veikjast svo mikið og á jafn skömmum tíma án þess að seðla- banki viðkomandi ríkis segi eitthvað eða reyni með einhverjum hætti að bregðast við því. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með aðilum vinnumarkaðarins og lífeyrissjóð- anna um efnahagsráðstafanir og mögulegar aðgerðir til að efla gjaldeyrisforða Seðlabank- ans, til dæmis með sölu erlendra eigna lífeyrissjóða. Sú vinna heldur áfram um helgina. Einn heimildarmaður blaðsins sagði að lítið yrði sofið næstu daga, meðan unnið væri að lausn mála. - bih, óká / sjá síðu 4,og 28 Beðið aðgerða Seðlabanka Ólafur Ísleifsson segir Seðlabanka hafa gert alvarleg mistök. Ríkisstjórnin hljóti að taka á trúnaðarbresti. Erlendur sérfræðingur segir Seðlabankann einan í veröldinni um að styðja ekki við fjármálakerfið. Von er á útspili ríkisstjórnar um helgina, jafnvel stórri erlendri lántöku. Bankarnir ekki sagðir í frekari hættu. heimili&hönnunLAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 ● HÖNNUNLífl egur vegggróður ● HEIMILIÐKokteilar við risbarinn ● INNLITÁst við fyrstu sýn Gengið frá greið l Á ils.is getur þú: GRIPIÐ TIL VOPNA Ekkert var gefið eftir á nýliðanámskeiði sérsveitarinnar sem Fréttablaðið fylgdist með í Hvalfirði. UMFJÖLLUN 30 FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.