Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 2
2 4. október 2008 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL „Rauði þráðurinn í skipulagðri glæpastarfsemi á Norðurlöndum, þar með talið hér á landi, er fíkniefnabrot og aust- ur-evrópskar glæpaklíkur,“ segir Gylfi Gylfason, lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hann segir austur-evrópsku glæpaklíkurnar farnar að hreiðra um sig hér á landi. Þá sé vitað að íslenskir glæpahópar séu mjög virkir á sviði fíkniefna inn- flutnings. Gylfi sat fund sem haldinn var nýverið á vegum ríkislögreglu- stjóra og tollstjórans í Reykjavík um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndunum. Fundurinn var liður í norrænu samstarfi grein- ingardeilda tollgæslu og lögreglu á Norðurlöndum sem hefur staðið frá árinu 2007. Í þessu samstarfi eru haldnir tveir fundir á ári þar sem skipulögð glæpastarfsemi er til umfjöllunar. Fundinn sátu full- trúar frá tollgæslu og lögreglu í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Fulltrúar á fundinum fóru yfir stöðu mála í hverju landi fyrir sig og fjölluðu um glæpahópa og aðferðir sem hóparnir beita. Á fundinum var unnið að sameiginlegri skýrslu um skipulagða glæpastarfsemi á Norðurlöndunum sem verður kynnt á norrænum fundi yfir- manna miðlægra embætta toll- gæslu og lögreglu. „Ástandið hjá okkur, hvað varð- ar skipulagða glæpastarfsemi, er líkast því sem er í Noregi,“ útskýrir Gylfi. „Glæpaklíkur frá Austur-Evrópu eru í auknum mæli að „markaðssetja“ sig á Norðurlöndunum, þar með talið hér. Umsvif þeirra fara vaxandi. Norðmenn hafa eytt miklum tíma og orku í að greina þessa austur- evrópsku glæpahópa hjá sér. Hóp- arnir eru vel skipulagðir í Noregi og stunda bæði skipulagða inn- brotsþjófnaði og standa að fíkni- efnasmygli, auk annarra brota. Þessum umsvifum fylgir harðn- andi ofbeldi.“ Gylfi segir tollgæslu og lög- reglu hér á landi vinna náið saman, sem sé mjög mikilvægt. „Þá leggur embætti ríkislög- reglustjóra mikla áherslu á þetta alþjóðlega samstarf til þess að menn séu betur í stakk búnir til að mæta þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ útskýrir Gylfi. „Þetta eru glæpir án landamæra og Ísland ekki eins einangrað og það var. Því er svo mikilvægt að virkt upplýsingastreymi sé milli landa og samvinna tollgæslu og lögreglu öflug.“ jss@frettabladid.is Á VERÐI Lögregla og tollgæsla eru vel á verði ef óvelkomna gesti ber að garði. Auð- veldara er að kortleggja slíkar heimsóknir ef öflugt alþjóðlegt samstarf er fyrir hendi. Erlendar glæpaklíkur setjast að hér á landi Fíkniefni og austur-evrópskar glæpaklíkur einkenna skipulagða glæpastarf- semi á Norðurlöndunum. Íslenskir glæpahópar eru mikilvirkir í fíkniefnainn- flutningi. Þetta er niðurstaða greiningardeilda lögreglu og tollgæslu landanna. Jakob, ætlarðu að láta sverfa til stáls í þessu máli? „Ja, nú standa öll spjót á Tollinum.“ Jakob Sigurðsson fær ekki samúræja- sverð sem hann pantaði frá Bandaríkjun- um leyst úr tolli. BANDARÍKIN, AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti loks í gær frumvarp Bandaríkjastjórnar um 700 milljarða dala björgunaráætlun fyrir fjármálakerfið í landinu. Þar með gat George W. Bush forseti staðfest lögin og hafist handa við að hrinda áætluninni í framkvæmd. Lokaatkvæðagreiðslan fór þannig að 263 sam- þykktu en 171 hafnaði hinni umdeildu ráðstöfun svo mikils skattfjár þegar aðeins mánuður er til bæði þing- og forsetakosninga. „Við vitum allir að við erum komnir á kaf í fjármálakreppu,“ sagði John Boehner, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni áður en hann greiddi sjálfur atkvæði. „Við vitum að ef við aðhöfumst ekkert mun þessi kreppa að líkindum versna enn og leiða okkur í dýpri efnahagslægð en nokkur okkar hefur upplifað,“ sagði hann í brýningarskyni við aðra þingmenn Repúblikanaflokksins. Það voru fyrst og fremst þingmenn úr þeim hópi sem sáu til þess að frum- varpið næði ekki fram að ganga þegar það var borið undir atkvæði í byrjun vikunnar. Ýmsar smábreytingar voru gerðar á frum- varpinu í vikunni til að koma til móts við áhyggju- efni þingmanna. Hlutabréfavísitalan á Wall Street tók strax kipp upp á við er niðurstaða atkvæða- greiðslunnar lá fyrir. - aa LOKS SAMÞYKKT Mynd úr sjónvarpsútsendingu frá atkvæða- greiðslunni á Bandaríkjaþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríkjaþing samþykkir 700 milljarða dala ríkisaðstoð við fjármálakerfið vestra: Hlutabréfaverð tók strax kipp NÝR UMSJÓNARMAÐUR Björgvin Franz Gíslason boðar ýmsar nýjungar í Stund- inni okkar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Þórður gamli húsvörður verður gestur Björgvins Franz Gíslasonar í Stundinni okkar á morgun en Björgvin er nýr umsjónarmaður Stundarinnar. Þátturinn verður með nýju og spennandi sniði í vetur að sögn Björgvins en hann mun fá til sín gesti í hvern þátt auk þess sem skyggnst verður inn í gamla þætti Stundarinnar okkar, svo foreldr- arnir gætu haft jafn gaman af því að horfa. „Svo hef ég fengið efni sent frá krökkum alls staðar að af landinu svo Stundin okkar er orðin stundin þeirra,“ segir Björgvin. - rat /sjá Heimili og hönnun Stundin okkar á morgun: Þórður hús- vörður mætir FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTI Ríkissáttasemjara leitað Fimm sóttu um embætti ríkissátta- semjara en umsóknarfrestur rann út fyrsta þessa mánaðar. Umsækjendur eru Aðalheiður K. Þórarinsdóttir, Haukur Nikulásson, Magnús Péturs- son og Valtýr Þór Hreiðarsson. VIRKJANIR Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Evrópska fjár- festingarbankann um 170 millj- óna evra lán á 9,8 punktum til 20 ára. Lánið verður nýtt í fram- kvæmdir við Hellisheiðar- og Hverahlíðarvirkjanir. „Það er mjög jákvætt að fá þetta lán núna og mun tryggja framkvæmdir langt inn á árið 2010,“ segir Guðlaugur G. Sverr- isson, formaður stjórnar Orku- veitunnar. „Þetta eru mjög jákvæð tíðindi fyrir fyrirtækið og raunar landsmenn alla. Ekki veitir af þessa dagana.“ Evrópski fjárfestingarbankinn veitir lán til framkvæmda í Evr- ópu með áherslu á endurnýjan- lega orku. Verkfræðingar á hans vegum mátu verkin og veittu þeim hæstu einkunn. „Það ásamt orðspori fyrirtækisins og þeirri áherslu sem við höfum lagt á umhverfisvæna orku er ástæða þess að við fáum lánið á svo góðum kjörum,“ segir Guðlaugur. Hann segir að lánið muni ekki hafa áhrif á gjaldskrár Orkuveit- unnar. Samningurinn við Evrópska fjárfestingarbankann er um lán, sem hægt er að taka í fimm áföng- um á næstu átján mánuðum, eftir þörfum og öðrum aðstæðum. Ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þarf að staðfesta af eigendum fyrirtækisins, Reykja- víkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð. - kóp Orkuveita Reykjavíkur semur við Evrópska fjárfestingarbankann: Samið um 170 milljóna evra lán GUÐLAUGUR G. SVERRISSON Formaður stjórn- ar Orkuveitunn- ar segir orðspor fyrirtækisins góðan og tryggja því hagstæð lán. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFNAHAGSMÁL Stjórnir lífeyris- sjóða munu funda yfir helgina um þá hugmynd forsætisráðherra að lífeyrissjóðirnir færi hluta eigna sinna til Íslands til að styrkja efnahagskerfið. „Þetta er nokkuð sem þarf að skoða í breiðu samhengi. Annars vegar þarf að huga að því að styrkja okkar gjaldmiðil, sem kemur lífeyrissjóðunum til góða, og hins vegar þröngra hagsmuna lífeyrissjóðanna og skjólstæðinga þeirra,“ segir Ögmundur Jónas- son, varaformaður lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hann segir menn ekki útiloka neitt og allir möguleikar verði kannaðir. - kóp Ósk um að færa eignir heim: Lífeyrissjóðir funda yfir helgi UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun telur að starfsemi fyrirhugaðrar kísilverksmiðju í Helguvík „muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið“. Sjónræn áhrif verði óveruleg og að mestu staðbundin. En verksmiðjan komi til með að losa um 180.000 tonn af koldíoxíði á ári og er því talið að verksmiðjan hafi „töluverð neikvæð áhrif með losun gróðurhúsalofttegunda.“ Skipulagsstofnun bendir á að lítið sé eftir af losunarheimildum vegna þessa. Svo kunni að fara að verksmiðjan þurfi að kaupa þær að utan. - kóþ Álit Skipulagsstofnunar: Kísilverksmiðja mengar ekki verulega mikið SPURNING DAGSINS VIÐSKIPTI Þorsteinn Már Bald- vinsson, stjórnarformaður Glitnis, hvetur hluthafa bankans til að sam- þykkja tilboð ríkisins um kaup á 75 prósent hlut í bankanum. Hann segist treysta því að ríkið komi til móts við hluthafa sem orðið hafi fyrir tjóni. Þorsteinn sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem hann sagði enga óvissu lengur um það að bankinn yrði í meirihluta eigu ríkisins eftir hluthafafund í næstu viku. Hann segir brýnt að menn slíðri sverðin og einbeiti sér að því að skapa ró um Glitni. Það þjóni hagsmunum allra. - kóp Þorsteinn Már Baldvinsson: Vill samþykkja tilboð ríkisins ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Embætti héraðssaksóknara Verja á 33 milljónum króna til að stofna nýtt embætti héraðssaksókn- ara á næsta ári. FJÁRLÖGIN 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.