Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 4
4 4. október 2008 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir krónuna hafa runnið sitt skeið og aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru eina kostinn. „Hvaða skoðanir sem fólk hefur á aðild að ESB, þá blasir við sú staða að við verðum að sækja um inn- göngu í ESB og vinna að því að taka upp evru,“ skrifar Magnús á heima- síðu sína. Tilfinningar og trúarbrögð gagnvart aðild geti ekki lengur ráðið för. „Ríkisstjórnin á nú þegar að til- kynna það að þetta verði gert. Ég hef trú á því að í kjölfarið fylgi jákvæð viðbrögð gagnvart íslensku efnahagskerfi, ekki veitir af.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylk- ingarinnar, segir aðildarumsókn enga töfralausn á vandanum sem nú steðji að, margt annað þurfi að koma til. Hún telur þó líklegt að aðildarumsókn myndi liðka fyrir í þeirri stöðu sem nú er uppi. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksfor- maður Sjálf- stæðisflokksins, segir aðildarum- sókn nú enga þýðingu hafa fyrir ástandið. Efnahagserfið- leikar séu uppi í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins líkt og hér. Skyndi- leg stefnubreyting bæri vott um taugaveiklun enda hafi málið ekki verið undirbúið, líkt og nauðsynlegt væri. - bþs Magnús Stefánsson vill tafarlausar aðildarviðræður við ESB og upptöku evru: Aðildarumsókn þegar í stað ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR MAGNÚS STEFÁNSSON VERSLUN „Erlendir birgjar, sem við erum búnir að vera í viðskiptum við til margra ára, eru nú í fyrsta sinn að fara fram á fyrirfram- greiðslu áður en varan fer af stað,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sem óttast vöruskort batni ástandið á gjaldeyrismarkaði ekki. „Við eigum nóg af krónum en þær duga ekki fyrir erlenda birgja. Ef aðgangur að gjaldeyri verður ekki með eðlilegum hætti getum við átt von á að það verði erfitt að leysa út vörur. Við erum bara að benda á að þessi staða gæti alveg komið upp. Fólk er eðli- lega uggandi enda svara ráða- menn þjóðarinnar engu,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar má búast við skorti eftir sex til átta vikur ef aðgangur að gjaldeyri verður ekki aftur eðlilegur. „Óvissan fer verst með fólk. Það er sorglegt að á sama tíma og kaupmáttur er að rýrna er líka hækkun á vöruverði. Þetta er baneitruð blanda sem kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir hann. Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri hjá Kaupási, sem meðal annars rekur Krónubúðirn- ar tekur ekki undir með Guðmundi um að það stefni í vöruskort. „Við höfum ekki orðið varir við neitt slíkt. Við fáum allan þann gjaldeyri sem við þurfum og öll viðskipti eru eðlileg. Það er engin ástæða til að valda fólki óþarfa áhyggjum með því,“ segir Eysteinn sem kveðst ekki heldur verða var við skort á erlendum gjaldeyri. „Það eru ekki nein teikn á lofti um það og við höfum ekki orðið varir við það.“ Að sögn Guðmundar eru miklar verðhækkanir fyrirsjáanlegar. „Við erum búnir að hlaupa okkur móða í langan tíma og haldið í við okkur eins og við mögulega getum og tekið á okkur hverja hækkunina af annarri án þess að koma nema broti af henni í verðlagið. En nú er þetta gjörsamlega þurrmjólkað,“ segir Guðmundur. Eysteinn segir birgja þrýsta verulega á með verðhækkanir. „Það streyma inn tilkynningar sem ekki er óeðlilegt í sjálfu sér miðað við gengi krónunnar. Í þess- ari viku hefur verið tilkynnt um hækkanir á bilinu sjö til fimmtán prósent,“ svarar hann. Guðmundur bendir almenningi á leið til að leggja lóð vogarskál- arnar. „Það er svartnætti fram- undan ef ekkert er að gert en það má segja að íslensk framleiðsla sér ljósið í myrkrinu. Við hvetjum fólk til að velja íslenskt.“ gar@frettabladid.is Krónan segir skort ekki í kortunum Framkvæmdastjóri Bónuss segir vöruskort blasa við. Í fyrsta skipti í áratugi heimti erlendir birgjar bankaábyrgðir. Íslensk framleiðsla sé ljós í myrkrinu. Talsmaður Krónunnar segir enga ástæðu til að valda fólki áhyggjum. EYSTEINN HELGASON GUÐMUNDUR MARTEINSSON DAGLEGT BRAUÐ Hjá Bónusi er varað við hugsanlegum vöruskorti en í Krónunni segja menn óþarft að vekja áhyggjur fólks af slíku. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Jón Bragi Bjarnason, prófessor „Nei. Mér finnst það hörmuleg ráðgjöf og fíflalegt að hvetja fólk til að hamstra. Það hvetur fólk til vandræðalegra og klaufalegra aðgerða. Þetta fer allt á réttan veg, þótt það taki tíma.“ Katie Buckley, hörpuleikari „Nei. Ég er frá Kaliforníu í Bandaríkj- unum og hef aldrei lent í svona efna- hagskreppu, nema þegar ég var fátækur námsmaður. Þetta er áhyggjuefni en ég held að það sé ekki ástæða til að örvænta ennþá.“ Sverrir Þórðarson, í atvinnuleit „Nei. Ég gæti trúað að þetta sé eiginhags- munapot hjá búðunum. Ég hef enga trú á því að við þurf- um að hamstra mat hér á Íslandi, ekki stax að minnsta kosti.“ Linjohn frá Færeyjum „Já, í raun- inni. Ég er á Íslandi vegna Sjávarútvegs- sýningarinnar í Smáranum, en eiginkonan skipaði mér að kaupa inn áður en ég kæmi heim. Það er allt þrefalt ódýrara hér en í Færeyjum núna.“ HEFUR ÞÚ ÍHUGAÐ AÐ HAMSTRA MATVÆLI? (Spurt fyrir framan Bónus og Krónuna) Í grein í Fréttablaðinu í gær um keppnina Matreiðslumaður ársins var Sverrir Halldórsson sagður forseti Klúbbs matreiðslumeistara. Hið rétta er að forsetinn heitir Alfreð Ómar Alfreðsson. Sverrir er formaður nefnd- ar um keppnina. HEILBRIGÐISMÁL „Menn keppast við að taka djúpt í árinni og spádómar sem dynja á fólki eru grimmileg- ir,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir um umræðu um íslenskt efnahagslíf sem hann segir reyna mjög á marga. Landlæknisembættið sendi í gær frá sér yfirlýsingu auk Kristins Tómassonar, yfirlæknis Vinnuefirlitsins og Þórólfs Þórlindarsonar, forstjóra Lýð- heilsustöðvar. „Þetta er alvarleg umræða sem snertir unga sem aldna og þar af leiðandi er mikilvægt að vanda orðaval til að valda börnum, ungmennum, veikum og öldruðum ekki óþarfa kvíða.” - kdk Landlæknisembættið: Krepputal gæti skaða heilsuna VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 12° 8° 13° 11° 16° 14° 11° 6° 12° 20° 21° 8° 12° 23° 19° 31° 17° Á MORGUN Suðlægar áttir, 3-8 m/s. MÁNUDAGUR Suðaustan 8-13 m/s, stífari SV-til. 2 2 0 3 2 4 4 5 -2 4 4 4 5 5 6 8 15 6 6 8 6 6 3 3 2 3 4 78 4 3 4 HLÝNAR Í VEÐRI Í dag verður víðast hvar fl ott veður til að fara út að ganga eða spila knattspyrnu þó að austan til muni blása dálítið. Það mun hlýna örlítið um helgina en úrkoman sem kann að falla gæti orðið í formi slydduélja. Eftir helg- ina mun úrkoman að öllum líkindum falla sem rigning eða skúrir. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður FÉLAGSMÁL Ástandið í efnahags- málum hefur ekki orðið til þess að auka á hjónabandsörðugleika fólks. Þetta segir Páll Einarsson, sálfræðingur sem annast meðal annars fjölskylduráðgjöf. Páll segir að hann telji þá erfiðleika sem margar fjölskyld- ur standa nú frammi fyrir vegna samdráttar í efnahagslífi ekki þurfa að sundra fjölskyldum heldur þvert á móti geti það þjappað fólki saman. Fólk vilji gjarnan aðstoða ástvini sína í gegnum þrengingar en ekki skilja þá eftir í vanda. - kdk Ástandið í efnahagsmálum: Vandinn styrkir fjölskyldurnar DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu skaðabóta fyrir að grípa í klof og káfa á stúlku. Síðan beraði hann sig. Auk ofangreinds var maðurinn ákærður fyrir að hafa elt stúlkuna fram í anddyri þegar hún hugðist yfirgefa íbúðina þar sem atburðurinn átti sér stað og káfað á henni og klipið hana þar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot en neitaði sök. Dómurinn taldi koma lögfulla sönnun þess að maðurinn hefði gerst sekur um athæfið. Hann var dæmdur til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í skaðabætur. - jss Fangelsi og skaðabætur: Greip í klof og káfaði á stúlku LEIÐRÉTTING GENGIÐ 03.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,7204 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,36 112,9 198,72 199,68 155,65 156,53 20,862 20,984 18,75 18,86 16,015 16,109 1,0683 1,0745 172,37 173,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.