Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 8
8 4. október 2008 LAUGARDAGUR ALÞINGI Ögmundur Jónasson, for- maður þingflokks VG, lagði til við upphaf þingfundar í gærmorgun að umræðu um fjárlagafrum- varpið yrði frestað. Sagði hann óvissuna í efnahagsmálum slíka að engu þjónaði að ræða frum- varpið fyrr en betur lægi fyrir til hvaða ráðstafana yrði gripið. Jón Magnússon, þingflokks- formaður Frjálslynda flokksins, var á sama máli enda hefði frum- varpið aðeins spádómsgildi. Siv Friðleifsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokks, tók undir að umræðan yrði ómark- tæk en flokkur hennar vildi engu að síður að umræðan færi fram. Sturla Böðvarsson þingforseti kvað eðlilegt að gengið yrði til umræðunnar svo hægt væri að vísa frumvarpinu til meðferðar fjárlaganefndar. Geir H. Haarde forsætisráð- herra var á sama máli. „Ég skil út af fyrir sig ábendingarnar, við vitum öll af óvissunni. Það breyt- ir ekki því að eðlilegt er að ræða frumvarpið,“ sagði Geir. Mikil- vægt sé að koma frumvarpinu í vinnslu og framvindan muni ráð- ast af ákvörðunum sem kunni að verða teknar. Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingar- innar, sagði það þýða óvissu ef þingið myndi fara á svig við stjórnarskrána og fresta umræð- unum. Sagði hann að umræðan gæti átt þátt í að skapa stöðug- leika. - bþs Rætt um fjárlagafrumvarpið þótt forsendur þess séu brostnar og óvissan algjör: Vildu fresta meðferð fjárlaga RÝNT Rætt var um fjárlagafrumvarpið á Alþingi þótt flestir séu sammála um að forsendur þess séu þegar brostnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FANGELSISMÁL Fyrstu tveir litháísku fangarnir sem hafa afplánað refs- ingu sína í fangelsum hér hafa verið sendir til síns föðurlands. Þriðji fanginn fer væntanlega heim í næstu viku. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra ræddi við dómsmálaráðherra Litháens fyrr á árinu um flutning Litháa, sem íslenskir dómstólar hafa dæmt til fangavistar, til afplánunar í ættlandi sínu. Varð samkomulag um þá tilhögun. Fyrstu tveir fangarnir voru látn- ir yfirgefa landið síðastliðinn þriðjudag. Þriðji maðurinn, sem nú afplánar dóm sinn hér, verður send- ur utan í næstu viku þar sem hann mun, eins og hinir tveir fyrri, ljúka afplánuninni í föðurlandinu. „Hér eftir fara mál fólks frá þessu landi, sem dæmt hefur verið í óskilorðsbundið fangelsi, strax í ferli eftir að því hefur verið vísað brott og það verður sent heim,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar. „Þetta er virki- lega gott frumkvæði hjá dómsmála- ráðuneytinu.“ - jss LITLA-HRAUN Litháískir brotamenn sem dæmdir eru hér verða nú sendir heim til afplánunar. Fangelsismálastofnun fagnar frumkvæði ráðuneytis: Fyrstu fangarnir farnir til LitháensDÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Þóru Guð- mundsdóttur gegn Eiríki Jónssyni blaðamanni þess efnis að Eiríkur greiði Þóru fimm hundruð þúsund krónur í skaðabætur. Um er að ræða grein sem birtist í Séð og heyrt undir fyrirsögninni „Þóra er blönk“ og er Eiríkur höfundur greinarinn- ar. Málið varðaði einbýlishús sem Þóra lét byggja fyrir sig og að þeim sem það gerði hafi gengið erfiðlega að fá greitt fyrir vinnu sína. Mikael Torfasyni, þáverandi ritstjóra Séð og heyrt, var einnig stefnt en hann var sýknaður. Þorsteinn Svanur Jónsson sem seldi Þóru einbýlishúsið var einnig sýknaður. - jss Dómur Hæstaréttar: Eiríkur greiði Þóru bætur ÁSTRALÍA Sjö ára strákur braust inn í vinsælan dýragarð í gær og gekk um í drápshug. Pilturinn kom þrettán dýrum fyrir kattar- nef á hálftíma. Hann mataði 200 kílóa krókódíl með nokkrum dýrum, þar á meðal ástsælli 20 ára gamalli eðlu. Því næst barði hann nokkrar eðlur í mask með grjóti. Öryggismynda- vélar náðu pilti á mynd og sýna að hann sýndi engin svipbrigði á meðan slátrunin gekk yfir. „Þetta er ansi ógeðfelldur sjö ára strákur,“ segir Rex Neindorf dýragarðsstjóri. Sökum aldurs verður drengur ekki kærður. - kóþ Sjö ára „ógeðfelldur“ strákur: Var í drápshug í dýragarðinum 1 Í hvaða bæjarfélagi hefst fimm manna fjölskylda við í skútu við höfnina? 2 Hvað heitir barinn á Selfossi þar sem halda á svokallað Sóðakvöld eða Dirty Night um helgina? 3 Eftir hvern er nýr söngleikur um Janis Joplin sem frumsýndur var í Íslensku óperunni í gær? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 STJÓRNMÁL Breyttar forsendur gera það að verkum að auka þarf framlög til Fæðingarorlofssjóðs um rúmlega 2,2 milljarða króna á næsta ári. Á þessu ári voru framlögin ákveðin 8,8 milljarðar en verða 11 milljarðar á því næsta. Framlögin – og þar með áætlað- ar greiðslur – aukast um rúman milljarð króna þar sem fæðingum hefur fjölgað umtalsvert. Undan- farna tólf mánuði hafa fæðst um 4.800 börn sem er fjölgun um 300- 400 börn ef miðað er við árin 2003- 2005. Þá sýnir samanburður á fyrri helmingi þessa árs og sama tíma- bils í fyrra að foreldrum sem taka fæðingarorlof hefur fjölgað um rúm sjö prósent. Vegna þessarar fjölgunar hafa greiðslur á yfirstandandi ári auk- ist talsvert og í fjáraukalögum fyrir árið 2008 verður farið fram á 700 milljóna króna viðbótarfjár- heimildir til Fæðingarorlofssjóðs. Launahækkanir í gerðum og ógerðum kjarasamningum hafa einnig sitt að segja en fæðingar- orlofsgreiðslur eru hlutfall af tekjum fólks. Vegna þess er ráð fyrir gert að greiðslur úr sjóðn- um aukist um 900 milljónir. Taka framlög í hann mið af því. Rúmar þrjú hundruð milljónir eru svo tilkomnar vegna breyt- inga á viðmiðunum greiðslna. Breyttust lög í vor á þann veg að í stað þess að leggja til grundvallar tvö almanaksár fyrir fæðingarár barns er miðað við tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingardag barns. Fyrir nokkrum misserum breyttust lög um fæðingarorlof þannig að að hvort foreldri um sig á sjálfstæðan og óframseljan- legan rétt til fæðingarorlofs í allt að þrjá mánuði. Að auki eiga for- eldrarnir rétt til greiðslna í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða þeir skipt á milli sín. Réttur til fæðingarorlofs gildir þar til barn- ið verður átján mánaða. bjorn@frettabladid.is Fleiri fara í fæðingarorlof Auka þarf framlög til Fæðingarorlofssjóðs um rúma tvo milljarða á næsta ári. Fæðingum hefur fjölgað, fleiri taka fæðingarorlof og greiðsluviðmið hafa breyst. HVÍTVOÐUNGUR Fæðingum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum og foreldrum sem taka fæðingarorlof hefur einnig fjölgað. MENNING Sérkennilegur fengur barst í Kópavog í gær, en þar var á ferð 175 ára gamalt mannshöf- uð. Höfuðið, sem eitt sinn til- heyrði ættarhöfðingja og töfra- manni Shuar-indíánaþjóðflokksins í Ekvador, er hluti af suður-amer- ískri menningarhátíð sem sett var í gær. Höfuðið má sjá í Náttúrufræði- stofu Kópavogs, auk skjalda af risaskjaldbökum. Þær eru þær stærstu sinnar tegundar og eiga heimkynni á Galapagoseyjum. Í Gerðarsafni er yfirlitssýning listmuna og málverka frá 4.000 fyrir Krist og til okkar daga. Þar getur að líta forna leirmuni, Inkagull og ýmislegt fleira. - kóp Suður-amerísk menningarhátíð í Kópavogi: Mannshöfuð á sýningu TÖFRAMAÐURINN Hér sést stærð höf- uðsins í samanburði við eldspýtustokk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.