Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 16
16 4. október 2008 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Úrelding olíunnar 3. hlutiH2 CO 2 O 2NiMH DME Li-ionC 2H 6 O ÞRIÐJA GREIN AF FJÓRUM Á mánudag: Almenningssamgöngur o.fl. Hrein orka Það sem gerir rafmagn að sérstaklega eftir- sóknarverðum kosti til að knýja bíla á Íslandi er sú staðreynd að öll raforkan kemur frá endurnýjanlegum orkulindum og hún kæmi í stað dýrs og mengandi innflutts eldsneytis. Auk þess er orkunýtni bíls sem knúinn er raf- magni miklum mun betri en bíls sem knúinn er hefðbundnum sprengihreyfli. RAF- OG TENGILTVINNBÍLAR Í SAMFÉLAGI FRAMTÍÐARINNAR TEIKNING: KJELL ERIKSSON/VATTENFALL Rafdreifikerfið Rafdreifikerfið á Íslandi er byggt upp þannig að það þoli miklar sveiflur í raf- magnsnotkun milli ára, árs- tíða og tíma sólarhringsins. Séu rafgeymar bíla hlaðnir þegar lítið álag er á kerfinu, svo sem á nóttunni, getur kerfið auðveldlega annað því að sjá öllum bílum Íslendinga fyrir rafmagni, væru þeir tengiltvinnbílar. Heimahleðsla Tengiltvinnbíla má auðveld- lega hlaða úr heimainns- tungu; venjulegt 10 A öryggi og rafmagnssnúra duga til þess. Að fullhlaða 10 kWh rafhlöðu, sem dugar til um 50 km aksturs, tekur um fjóra tíma. Sé rafmagns- úttakið þriggja fasa með 16 A öryggi er hægt að hlaða mun hraðar, eða á um klukkustund. Gera má ráð fyrir að hleðslustöðv- ar verði til að mynda við verslunarmiðstöðvar og jafnvel hraðhleðslustöðvar við þjóðvegi. Í samstarfi við Mitsubishi á að byggja upp slíkt þjónustukerfi fyrir raf- og tengiltvinnbíla hérlendis í tilraunaskyni á næstu árum. Möguleiki á álagsjöfnun Stórfjölgun raf- og tengiltvinnbíla opnar möguleikann á því að sú mikla raforkugeymslugeta sem rafgeymar þess bílaflota býr yfir geti líka nýtzt í hina áttina; það er möguleikann á að rafmagn yrði sótt af rafgeymunum til að jafna út álagstoppa í rafdreifikerfinu. Með þessu móti gætu tengiltvinnbíl- ar átt þátt í að auka skilvirkni rafdreifi- kerfisins. Í smábænum Nol norður af Gauta- borg er starfrækt fyrirtækið ETC- Battery and FuelCells Sweden AB. Það er ásamt sænskum orkufyrir- tækjum, orkumálayfirvöldum og bílaframleiðendunum Volvo og Saab þátttakandi í samstarfsverk- efni um þróun tengiltvinnbíla- tækni og innviða fyrir árangurs- ríka markaðssetningu slíkra bíla í stórum stíl í Svíþjóð. Robert Aronsson, aðstoðarfor- stjóri fyrirtækisins, segist aðspurður vera sannfærður um að liþíumrafhlöður verði sú gerð raf- hlaðna sem notaðar verði að minnsta kosti í fyrstu kynslóð fjöldaframleiddra tengiltvinnbíla. Að vísu verða nikkel-málm- hýdríð-rafhlöður í fyrsta fjölda- framleidda tengiltvinnbílnum sem væntanlegur er á markað í lok næsta árs, en það er tengilútgáfa af uppfærðum Toyota Prius. Ástæðan er sú að Toyota hefur nú safnað yfir tíu ára reynslu af fjöldaframleiðslu tvinnbíla og selt samtals yfir milljón slíkra, flesta á Bandaríkjamarkaði. Í þeim öllum eru nikkel-málm-hýdríð-rafhlöður, en þær hafa reynzt gegna hlut- verki sínu vel þrátt fyrir að viður- kennt sé að liþíumrafhlöður séu skrefi framar og henti betur til fjöldaframleiðslu. Því telur Arons- son að Toyota muni ætla að hámarka arðsemina af því forskoti sem þessi reynsla skapar fyrir- tækinu á keppinauta með því að skipta nikkelrafhlöðunum að sinni ekki út fyrir hinar fullkomnari, en óreyndari, liþíumrafhlöður. Toyota veðjar á tengiltvinntækni Í þeim Prius-bílum sem hefur verið breytt í tengiltvinnbíla og er nú verið að gera tilraunir með í París, Lundúnum og Stokkhólmi eru aukarafhlöðurnar, sem hægt er að hlaða úr innstungu, li þíumrafhlöður. Piet Steel, aðstoð- arforstjóri Evrópudeildar Toyota, staðfesti þetta á ráðstefnunni Dri- ving Sustainability 08 í Reykjavík á dögunum. Katsuaki Watanabe, aðalforstjóri Toyota, tjáði blaða- mönnum í lok ágúst að Toyota myndi veðja stórt á tvinn- og teng- iltvinntæknina. Toyota á eitt stærsta rafgeymafyrirtæki Jap- ans, Panasonic EV Energy, og hefur fest mikið fé í rannsóknir á vænlegustu tækninni fyrir tvinn-, tengiltvinn- og hreinræktaða raf- bíla. Watanabe gaf reyndar til kynna að hans menn væru að vinna að enn betri lausn en liþíum-jóna- rafhlöðunum sem nú þykja lofa beztu. Austurasíulönd með forskot Þau fyrirtæki sem hafa mesta for- skotið í þróun og framleiðslu raf- hlaðna sem hentað geta í raf- og tengiltvinnbíla eru í Japan og öðrum Austurasíulöndum; Suður- Kóreu, Taívan og Kína. Þó eru nokkur fyrirtæki og rannsókna- stofnanir í Evrópu og Bandaríkj- unum líka framarlega á þessu sviði. Einna þekktast er A123Syst- ems, sem varð til sem sprotafyrir- tæki út úr rafhlöðurannsóknum hjá MIT-háskóla í Bandaríkjunum. Liþíumrafgeymarnir í Chevrolet Volt- tengiltvinnbílnum, sem bílar- isinn GM bindur miklar vonir við og ætlar að setja á markað árið 2010, munu væntanlega verða framleiddir af A123Systems. Framleiðslugeta mikilvægust Robert Aronsson bendir á að þegar fjöldaframleiðsla tengiltvinn- og rafbíla fari í gang fyrir alvöru þá verði það ekki aðalatriði hver eigi einkaleyfin að hönnun bestu raf- hlaðnanna, heldur hver hafi getu til að framleiða þessa hátæknivöru á skilvirkan og hagkvæman hátt. Sprotafyrirtæki sem stofnað var út úr ETC í Svíþjóð, Åle Lion Batt- eries AB, ætlar að koma sér upp getu til að sjá bílaiðnaðinum fyrir slíkum rafhlöðum. Fjárfestarnir í fyrirtækinu líta svo á að slík fram- leiðslugeta sé liður í því að tryggja að að bílaiðnaður eigi sér framtíð í Svíþjóð. Nægt hráefni til En er til nóg af liþíumi til að sjá fjöldaframleiðslu á liþíumrafhlöð- um fyrir hráefni á samkeppnis- hæfu verði? Aronsson segir svo vera. Mjög lítið liþíum þurfi í liþíum-jóna-rafhlöðu eða um 0,14 kg á hverja kílówattstund orku- geymslugetu. Til samanburðar þurfi í hefð- bundinn blýsýrurafgeymi 14 kíló á kWh. Gizkað sé á að auðaðgengi- legar birgðir af liþíumi í heimin- um séu um sjö milljónir tonna, en það magn nægi til að framleiða rafgeyma sem dygði 33 milljörð- um tengiltvinnbíla. Til samanburð- ar má nefna að ársbílaframleiðsla heimsins er nú um 70 milljónir bíla. Aronsson bendir líka á að eins og er kosti hver kílówattstund af orkugeymslugetu í liþíumrafhlöðu um 1000 Bandaríkjadali en aðeins um 150 dali í blýsýrurafgeymi. Hann spái því hins vegar að með fjöldaframleiðslu muni verðið á kílówattstund í liþíumrafhlöðum verða komið niður í sambærilegt verð við blýsýrurafgeyma á innan við fimm árum. Rafhlöðutæknin tekur stórstígum framförum en hún er lykillinn að rafvæddum samgöngum framtíðarinnar Veðjað á liþíum til fjöldaframleiðslu í bíla ROBERT ARONSSON Forsvarsmaður ETC í Svíþjóð segist bjartsýnn á að með fjölda- framleiðslu liþíumrafgeyma fyrir bíla komist verð þeirra á fáum árum niður í það sem hefðbundnir blýsýrurafgeymar kosta nú. LJÓSMYND/AUÐUNN Meðal mögulegra framtíðarlausna sem tekið gætu við af olíu og bensíni sem eldsneyti til að knýja farartæki er vetni. Þessum kosti hefur reyndar verið hampað mjög á síðustu árum í umræðunni hér- lendis. Vetni er þó ekki orkugjafi heldur orkuberi; til að vetni sé nothæft sem eldsneyti þarf fyrst að kljúfa það úr vatni (eða jarð- gasi), geyma það undir marghundr- uðföldum andrúmsloftsþrýstingi á þar til gerðum kútum og brenna því síðan annað hvort í hefð- bundnum sprengi- hreyfli eða í efnarafal. Kosturinn við vetni sem elds- neyti er að bruni þess er mjög hreinn; við hann myndast ekkert annað en vatnsgufa. Ókosturinn er hins vegar hve mikla orku þarf til að búa það til, flytja það og geyma. Vegna þess hve orkunýtni brennslu vetnis í sprengihreyfli er lítil er mjög ólíklegt að sá kostur eigi framtíð fyrir sér. Mun betri orkunýtni næst með brennslu vetnis í efnarafal, en með því er framleitt rafmagn sem knýr rafmótor sem knýr bílinn áfram. Efnarafals-vetnisbíll er því rafbíll, eða í raun tvinnbíll. Nokkrir bílaframleiðendur eru enn að gera tilraunir með efnarafals-vetnisknúna bíla og þær tilraunir hafa meðal annars skilað sér í mun skilvirkari efnarafölum. Sú tækni er samt mjög dýr og þannig útbúnir bílar eru miklu fjær því að komast á það þróunarstig að fjöldaframleiðsla sé í spilunum en til að mynda tengiltvinnbílar búnir rafdrifi með hefðbundinn sprengihreyfil sem aukaaflgjafa. Tengiltvinnbílar raunhæfari Jerry Hardcastle, yfirmaður þróunardeildar Nissan-bílafram- leiðandans japanska í Bretlandi, segir í viðtali við sænska tímaritið Teknikens Värld að haldið verði áfram að vinna að þróun vetnis- efnarafalsbíla. „En við getum ekki gefið stefnumótendum misvísandi skilaboð. Þess vegna einbeitum við okkur að því að þróa rafbíla og tengiltvinnbíla. Til skemmri tíma litið er sú leið mun raunhæfari til að draga úr koltvísýringsútblæstri [frá bílum].“ HVAÐ UM VETNIÐ? VETNISBÍLL Efnarafals-tilraunabíll við vetnisstöðina í Reykjavík. LIÞÍUM-BÍLARAFHLAÐA Í rafgeymi fyrir raf-, tvinn- eða tengiltvinnbíl er svona rafhlöðum raðað saman. NORDICPHOTOS/AFP EFNARAFALL Hin rafvædda framtíð er nærri Tiltölulega litlar breytingar þyrfti á rafdreifikerfinu til að sjá flota tengiltvinnbíla fyrir alla Íslendinga fyrir orku. Þegar floti slíkra bíla yrði kominn í umferð skapaðist möguleiki á að nýta orkugeymslugetu rafgeyma þeirra til að gera rafdreifikerfið skilvirkara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.