Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 18
18 4. október 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um sýningu í Orkuveitunni Fljúgandi skrúfa, vegalengdamælir, vatns-knúin sög, fljúgandi vél, þrykkvél, bryn- vagn, gatabekkur, tveggja hæða brú, gröfu- vél og sveiflyfta. Allt þetta og fleira eru smíðaðir gripir eftir teikningum uppfinn- ingamannsins Leonardo Da Vinci og er til sýnis í Gallerý 100° í Orkuveitunni til 28. Nóvember. Það er einstakt tækifæri fyrir Íslendinga að fá þessa gripi til landsins. Allir smiðshlutirnir koma frá heimabæ Leonardos, Vinci og eru höfðinglega lánaðir án endurgreiðslu af bæjarstjóra Vinci. Sýningin, Da Vinci í dag, er styrkt af Reykjavíkurborg, Hagkaup- um og Orkuveitunni. Einstakt samstarf milli þessara fyrirtækja hefur orðið til þess að þessi glæsilega sýn- ing er sérstaklega hönnuð fyrir skólabörn leikskóla og grunnskóla. Markmiðið með sýningunni er fyrst og fremst að fá skólabörn í heimsókn til að skoða það sem Da Vinci fann upp á 15 öld, löngu áður en uppfinn- ingar hans fóru í almenna notkun eða í smíði. Höfuðborgarstofa, Menntasvið og Leik- skólasvið Reykjavíkurborgar eru búin að vinna kennsluefni og þemaefni fyrir kenn- ara til að nýta sér. Hægt er að nálgast þessi verkefni á heimasíðu leikskólasviðs, www. leikskolar.is og heimasíðu menntasviðs www.grunnskolar.is. Einnig er hægt að fá leiðsögn um safnið fyrir skólahópa. Nú þegar hafa tugir skóla bókað leiðsögn. Allir eru velkomnir á sýninguna enda býðst þarna tækifæri til að skoða uppfinninga- manninn Leonardo betur en flestir þekkja hann sem listamann fyrst og fremst og höfund Monu Lisu. Leonardo var svo margt annað, eðlis- fræðingur, myndhöggvari, tónlistarmaður, verk- fræðingur og arkitekt. Þessi sýning á tæknigripum sem Leonardo da Vinci teiknaði og smíðaði á 15. öld er einstakt tæki- færi til að efla og kveikja áhuga barna og unglinga á tækni og vísindum. Ekki síður er sýningin skemmtileg fyrir alla aldurshópa og mun hvetja til skemtilegrar umræðu um uppfinningar í skóla- stofunni og á heimilinu. Höfundur er borgarfulltrúi. Uppfinningamaðurinn Leonardo ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR UMRÆÐAN Steingrímur J. Sigfússon skrifar um efnahagsmál Ríkisstjórn Íslands verður nú á næstu sólahringum að svara því hvort hún treysti sér til og hefur bolmagn og styrk, kjark og sjálfstraust til að leiða endurreisn- araðgerðir í okkar þjóðarbúskap. Ef ekki, þá verður þar að verða breyting á, með hvaða hætti sem það getur gerst. Við Vinstri græn erum tilbúin til að axla ábyrgð og leggja okkur sjálf undir ef það má verða að liði. Við verðum að ganga í að leysa gjaldeyriskreppuna og stöðva fall krónunnar. Takist það ekki innan fárra daga verður gjaldeyrisvið- skiptum sjálfhætt og eins gott að stöðva þau formlega. Við verðum að fullvissa almenning um að inni- stæður landsmanna í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum verði tryggðar og að í þeim efnum sé ástæðulaust að óttast. Við verð- um að ná hratt niður verðbólgu og lækka vexti, við lifum ekki vetur- inn hvað þá lengur við óbreyttar aðstæður. Við verðum að veita fé í umferð þannig að almenningur, fyrirtæki og stofnanir fái eðlilega bankaþjónustu og hjól samfélags- ins og þjóðarbúskaparins geti snú- ist áfram. Við verðum að verja lífskjörin og stöðu heimilanna eins og nokk- ur kostur er og afstýra því að fólk fari unnvörpum að missa húsin sín og komast í þrot. Í því efni verðum við að beina þeim mætti sem við höfum til þeirra sem standa höll- ustum fæti. Þeir sem betur eru settir verða að sjá um sig. Tekju- lágt fólk, ungt skuldsett fólk, ein- stæðir foreldrar, aldraðir og öryrkjar sem hafa einan saman líf- eyri til að framfleyta sér og aðrir hópar sem lakast eru settir verða að vera í forgangi við aðstæður sem þessar. Og síðast en ekki síst verðum við að slá óvígri skjald- borg um vel- ferðarþjónust- una. Nú reynir á velferðarkerfið, það er aldrei dýrmætara en á erfiðum tímum. Við Íslending- ar verðum að horfast í augu við veruleikann eins og hann er, afneitun eða sjálfsblekking gerir aldrei nema illt verra. En; við skulum ekki missa kjark- inn. Ekki missa móðinn. Ekki gef- ast upp. Við förum í gegn um þetta saman. Það er líka þannig að margt mun leggjast með okkur. Við eigum enn fiskimiðin og tæki mannafla og þekkingu til að nýta þau. Við eigum enn landbúnað og matvælaiðnað sem sér fyrir um hálfri fæðuþörf þjóðarinnar. Við eigum útflutningsiðnað og tækni- þekkingu í matvæla-, stoðtækja- lyfjaiðnaði o.fl. ofl. Við eigum þetta dásamlega og orkuríka land sem útlendingar vilja sækja heim og sem sér okkur fyrir ljósi og hita. Við eigum í ríkulegum mæli ein eftirsóttustu gæði jarðarinnar sem nú eru að verða, hreint vatn. Við erum ung og vel menntuð þjóð. Við erum dugleg þjóð og telj- um ekki eftir okkur að vinna mikið svo lengi sem vinnu er að hafa. Við eigum tungu okkar, menningu og rætur og þangað sækjum við styrk, sjálfsvitund og sjálfstraust. Við eigum hvert annað, við hjálp- umst að, við styðjum hvert annað innan fjölskyldunnar, vinahópsins, byggðarlagsins. Við erum öll áhöfn á sama báti og það er löngu komið ræs. Og hvernig á að fara í þetta örlagaverkefni í sögu þjóðarinn- ar? Á morgun á að boða saman til fundar: Okkur forustumenn stjórn- málanna, forustumenn fjármála- lífsins, verkalýðsforustu og atvinnurekendur, mikilvægustu heildarsamtök. Og læsa okkur inni. Við þurfum ekki Laugardals- höllina, hið sögufræga hús Höfði nægir. Þetta eru nokkrir tugir karla og kvenna, því þarna eiga ekki bara að vera jakkafataklædd- ir karlar, þarna þurfa líka að vera margar konur, sem hefðu betur ráðið meiru um okkar mál en þær hafa gert, við höfum ekki staðið okkur svo vel karlarnir. Og þarna á þessi hópur að sitja og koma ekki út fyrr en búið er að ná samkomu- lagi um hvernig þjóðarbúið verður unnið út úr yfirstandandi erfið- leikum. Dyrnar verða læstar þar til kominn er hvítur reykur. Við höfum ekkert leyfi til þess, við sem höldum nú á fjöreggi þess- arar þjóðar í höndunum, á efna- hagslegu og stjórnmálalegu sjálf- stæði þjóðarinnar og á framtíð barnanna okkar, að láta okkur mis- takast. Forsætisráðherra góður, þú átt að boða fundinn, ég er tilbúinn til að mæta og það sama gildir örugg- lega um alla aðra. Slíku fundar- boði yrði tekið fagnandi bæði af þeim sem boðaðir yrðu og af þjóð- inni. Munum það að lokum, góðir landsmenn, að öll él birtir upp um síðir en pössum vel upp á hvert annað meðan þetta gengur yfir, þessi bylur sem nú stendur. Og vaki nú allar góðar vættir yfir Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Texti að ofan er úrdráttur úr ræðu sem flutt var við setningu Alþingis á fimmtudag. Við förum í gegnum þetta saman STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Við verðum að verja lífskjörin og stöðu heimilanna eins og nokkur kostur er og afstýra því að fólk fari unnvörpum að missa húsin sín og komast í þrot. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Vetrardvöl á Kýpur Nýtt! Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum til Kýpur um Kaupmannahöfn, gisting í Kaupmanna- höfn í tvær nætur og gisting í íbúð á Kýpur, allt tímabilið. Í A F í t o n / S Í Frá 19. október 2008 til 8. febrúar 2009 Verð á mann miðað við tvo í íbúð: 337.810 kr. 3 0. 71 kr á. dag á mann Eitt bros... Landlæknisembættið, Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið sendu frá sér sameig- inlega yfirlýsingu þar sem fjölmiðlar voru hvattir til varkárni í fréttum af efnahagsmálum. Yfirskrift erindisins er tilvitnun í Ein- ræður Starkaðar eftir Einar Benedikts- son Aðgát skal höfð, í nærveru sálar, bætti Einar við. Það leiðir hugann að upphafi kvæð- isins, Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Hvort það er eitt bros frá Geir H. Haarde sem breytir dimmu efnahags- þrenginga í dagsljós skal ósagt látið. Öryggisnet Og vitnum þessu næst í forseta vorn. Nánar til- tekið spámannleg orð mælt í ræðu hjá Sagnfræðingafélagi Íslands fyrir tveimur árum. Grípum niður í útleggingu á íslensku útrásarvíkingunum: banka- og peningamönnunum: „Í þriðja lagi að eiga auðvelt með að taka áhættuna, að þora þegar aðrir hika, kannski vegna þess að lífi sjó- mannsins fylgir jafnan hætta og útrásin er eins konar róður á ný mið. Við vitum líka að ætíð er hægt að hverfa aftur heim til Íslands ef illa fer í leiðangrinum og eiga hér hið besta líf því öryggis- netið sem velferðarsam- félagið veitir okkur tryggir öllum sama rétt til menntunar og umönn- unar óháð efnahag.“ Ríkisbubbi? Bubbi Morthens er ötull í baráttu fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín eins og fyrri daginn. Á miðvikudag boðar hann landslýð á Austurvöll til að láta ráðamenn heyra í sér. Af því tilefni hafa ýmsir rifjað upp að Bubbi seldi Sjóvá á sínum tíma allar tekjur af lögunum sínum. Glitnir varð síðar eigandi að lagatekjunum og nú á íslenska ríkið Glitni. Nú þegar rétturinn á lögunum er í eigu ríkis- ins hefur hin mikilvæga stétt gárungar spurt sig hvort Bubbi sé þá orðinn ríkis-Bubbi? Og gárunga ber að hlýða á. kolbeinn@frettabladid.is N æstu tveir dagar eiga að gefa ríkisstjórninni svig- rúm til þess að gera nauðsynlegar bráðaráðstafanir til þess að skjóta stoðum undir fjármálakerfið. Hún þarf samtímis að endurvekja traust þar sem það hefur brostið. Aukheldur er brýnt að veita sýn inn í framtíðina. Tíðindi frá erlendum fjármálamörkuðum benda til að á þeim vettvangi líti of margir svo á að Seðlabanki Íslands hafi skorið sig úr með minni ráðstöfunum til þess að leysa lausafjárvanda fjár- málastofnana en aðrir sambærilegir bankar í heiminum. Vaxandi efasemda gætir um að Seðlabankinn hafi gefið ríkisstjórninni rétt ráð gagnvart aðstoð við Glitni. Ástæðan er sú að leiðin sem farin var sýnist hafa leitt til meiri skaða fyrir fjármálakerfið í heild en ástæða var til. Var vandinn þó ærinn. Í þessu ljósi hvílir sú mikla ábyrgð á ríkisstjórninni að reisa við traust á Seðlabankanum samhliða öðrum ákvörðunum sem hún tekur um helgina. Til þess að það megi takast þarf meira en orð. Jafnframt er ljóst að þeir einkareknu bankar sem hugsanlega fá opinbera aðstoð til þess að komast í gegnum lausafjárkreppuna þurfa að sæta með einhverjum hætti aðkomu fulltrúa skattborgar- anna. Það er þáttur í að byggja upp traust og samstöðu. Þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin ákveður þurfa að vera það stórar í sniðum að enginn vafi leiki á að fjármálamarkaðurinn og fólkið í landinu hafi trú á að undirstöður fjármálakerfisins haldi. Aðalatriðið er að hefðbundin atvinnufyrirtæki í framleiðslu og þjónustu geti haldið áfram að skapa verðmæti. Eins er óhjá- kvæmilegt að auðvelda fjármálastofnunum að greiða götu þess fólks sem mætir mestu erfiðleikunum á húsnæðismarkaðnum. Sú meginregla er mikilvæg að þeir beri sjálfir ábyrgð á gerð- um sínum sem óvarlega hafa farið. Íslenska þjóðin er hins vegar í sömu sporum og aðrar þjóðir að skynsamlegt er vegna almanna- hagsmuna að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að hagkerfið skaðist. Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fyrir tveimur kvöldum sýndu betur en nokkru sinni hversu sterka samstöðu má mynda þegar alvara er á ferð- um. Öllum var ljóst að hefðbundinn vopnaburður stjórnmála- átaka var ekki á dagskrá. Mikilvægt er að ríkisstjórnin nýti það andrúm til þess að auka þunga og traust þess sem gert verður. Um leið og bráðaráðstafanir eru ákveðnar verður ekki hjá því komist að leggja línur sem sýna fólkinu í landinu þau markmið sem að er stefnt til framtíðar. Gjaldmiðillinn og staða Íslands í alþjóðasamfélaginu eru mikilvæg atriði í því efni. Það er vanda- samt viðfangsefni. Augum er ekki unnt að loka fyrir því að þar eru sjónarmið mismunandi og mat á hagsmunum ólíkt. Þessari spurningu er hins vegar ekki unnt að ýta til hliðar nú vegna þess hversu flókin hún er. Nú skiptir máli að finna mark- vissri umfjöllun og mati á hagsmunum trúverðugan farveg. Þar verður hver skoðanahópur að taka nokkuð tillit til annars. Allir verða til að mynda að geta treyst því að hagsmunir sjávarútvegs- ins verði ekki fyrir borð bornir þegar farvegur verður fundinn fyrir mótun framtíðarstefnu á þessu sviði. Af öllu þessu má sjá að þeir sem ábyrgð hafa axlað þurfa að taka stærri og veigameiri ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar á færri klukkustundum en nokkru sinni fyrr. Það er hægt. Stór viðfangsefni og skammur tími: Ráð og traust ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.