Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 4. október 2008 5 Phuket FantaSea er skemmtigarð- ur á eynni Phuket í Taílandi. Taí- lensk menning í dansi og bardaga- list er þar tvinnuð saman við nútíma tæknibrellur og skapar magnaða veröld. Stærstur hluti garðsins er undir risastóru þaki og þar rekur hver furðuheimurinn annan með litríkum leiktækjum, verslunum, íburðarmiklum uppstillingum og lifandi hitabeltisdýrum á borð við tígra og pelikanfugla. Drekkhlaðið borð með dýrindis réttum er í hinum risastóra veitingasal garðs- ins. Þar stendur gestum til boða að seðja hungur sitt. Phuket FantaSea var opnað árið 1999 og er fjölsóttasta afþreyingar- fyrirbæri eyjarinnar. Á kvöldin er þar tilkomumikil sviðssýning sem tekur klukkutíma. Trúðar, loftfim- leikafólk, söngvarar og sextán fílar eru meðal þeirra sem sýna listir. - gun Furðuheimar Nokkrir skemmtikraftanna í Phuket FantaSea. Sikiley hefur jafnan verið um- vafin rómantískum og spenn- andi blæ eftir að kvikmyndin Guðfaðirinn kom út árið 1972. Nú í október gefst tækifæri til að heimsækja eyjuna undir leið- sögn íslenskra leiðsögumanna. Hópferð verður farin á vegum Heimsferða þann 14. október til Sikileyjar með íslenskri leiðsögn en ferðin er lokahnykkur á Ítalíu- dagskrá sem staðið hefur yfir í sumar. Sikiley er rómuð fyrir nátt- úrufegurð og góðan mat. Fyrst verður dvalið við norðvest- urströnd eyjarinnar skammt frá Palermo og þaðan verður farið í kynnisferðir um nágrennið. Seinni hluta ferðarinnar flyst hópurinn yfir á austurströndina, til Giardino Naxos við rætur fjallsins Etnu. Þaðan verða einnig farnar kynnis- ferðir meðal annars upp á Etnu sem er stærsta virka eldfjall Evrópu og 3323 metra hátt. Meðal þess sem áhugavert er að skoða í kringum Palermo eru minjar palatínukapell- unar frá 12. öld en þar blandast saman arabísk, býsönsk og gotnesk menningaráhrif. Dómkirkjan í Monreale er einnig verðugt að skoða og eins verður boðið upp á siglingar um eyjar í nágrenninu. Leiðsögumenn í ferðinni verða Ólafur Gíslason listfræðingur og Gréta Valdimarsdóttir en hún er búsett hluta úr ári á Sikiley. Nánar má kynna sér ferðina á www.heims- ferdir.is - rat Sikiley að hausti BORGARFERÐ TIL DUBLIN verður farin á vegum plúsferða 9. október. Verð er frá 39.900 krónum á mann en innifalið er flug og gisting í 3 nætur, morgunverður, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Bærinn Cefalu nálægt Palermo. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is THAILAND - SUMAR OG SÓL ALLT ÁRIÐ KYNNIÐ YKKUR FJÖLMARGA ÁFANGASTAÐI Í THAILANDI Á WWW.FERD.IS Sími 49 12345 Netfang ferd@ferd.is WWW.FERD.IS UPPLIFIÐ THAILAND MEÐ LEIÐ SÖGN EÐA Á EIGIN V EGUM – V IÐ AÐSTO ÐUM MEÐ FERÐINA! Mánudaga og mmtudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.