Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.10.2008, Blaðsíða 64
40 4. október 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is ROKKARINN JANIS JOPLIN LÉST ÞENNAN DAG 1970 „Gerðu aldrei lítið úr sjálf- um þér, farðu aldrei bil beggja eða gerðu málamiðl- anir þegar kemur að eigin lífshamingju. Vertu alltaf bestur við sjálfan þig. Þú ert allt sem þú átt.“ Söngkonan Janis Joplin var kosin ljótasti neminn í Texas- háskóla 1963. Hún sló í gegn með hásri rödd sinni á Wood- stock 1969 en fannst látin ári síðar eftir ofneyslu heróíns. Austurlandahraðlest er sú farþega- lest kölluð sem upphaflega tengdi Tyrkland við Evrópu. Áætlun henn- ar hefur margsinnis breyst en tvær borgir tengjast henni órjúfan- legum böndum; upphaflegu endastöðvarnar París og Istanbúl, en í dag kemur lestin í hvoruga borgina. Þótt Austurlandahraðlestin hafi í árdaga verið látlaus og hefðbundin fór fljótlega að loða við hana orðspor lúxuslífs og dulúðar, en lestin hefur orðið mörgum yrkisefni og bakgrunnur skáldsagna og kvikmynda. Á fjórða áratug 20. aldar var lestin á hátindi frægðar sinnar þegar þægilegir svefn- vagnar með úrvals þjónustu um borð gerðu ferða- lagið eftirsóknarverðara. Í Austurlandahraðlestinni voru veitingastaðir í heimsklassa og fastagestirnir kóngafólk, aðalsmenn, diplómatar og viðskiptaljón innan um borgara af millistétt. Fyrsta áætlunarferð lestarinn- ar var frá París til Vínar en frá 4. október 1883 fékk lestin viður- nefnið Austurlandahraðlestin og hélt frá París til Giurgiu í Rúmen- íu, með viðkomu í München og Vín. Frá Giurgiu fóru farþegar með ferju yfir ána Dóná til Rousse í Búlgaríu og áfram í lest til Varna en þaðan var siglt yfir til Istanbúl með ferju. Þann 1. júní 1889 ók lestin viðstöðulaust frá París til Istanbúl sem hélst austasta endastöð Austurlandahraðlestarinnar til 19. maí 1977. Lest- in ók í síðasta sinn frá París til Vínar hinn 8. júní í fyrra. Síðan hefur áætlun Austurlandahraðlestarinnar verið stytt og ekur hún nú frá Strassborg til Vínar klukkan 22.20 á degi hverjum. ÞETTA GERÐIST 4. OKTÓBER 1883 Austurlandahraðlest í jómfrúferð AFMÆLI MERKISATBURÐIR 1539 Hinrik VIII Englands- konungur semur um að kvænast Önnu af Cleves. 1824 Mexíkó verður lýðveldi. 1904 Neðanjarðarlestir New York hefja áætlunarferðir. 1908 Þórhallur Bjarnarson vígð- ur biskup. 1931 Teiknimyndasagan um Dick Tracy kemur út. 1939 Kolamálið: Þjóðviljinn sakar ráðamenn um að draga sér eldivið á skömmtunartímum. 1940 Adolf Hitler ráðgast við ít- alska einræðisherrann Benito Mussolini í ítölsku Ölpunum. 1982 Helmut Kohl kjörinn kanslari Þýskalands. 1984 Verkfall BSRB hefst og hefur víðtæk áhrif. „Frá árinu 1470 fram að einokun 1602 var Hafnarfjörður þýskur Hansabær og því viljum við fagna í dag. Áður voru hér fyrir enskir útgerðarmenn og kaupmenn, sem lentu í átökum við Þjóðverja sem ásældust mjög íslenska skreið. Stríði um íslenskar hafnir lauk á þann veg að Hansakaupmenn hröktu Englendinga á brott og settust hér að í ein 130 ár,“ segir Björn Péturs- son bæjarminjavörður Hafnarfjarð- ar, en í dag klukkan 13 verður blásið í lúðra á nýuppgerðu torgi Bjarna ridd- ara vegna Hansahátíðar sem stendur til klukkan 17. „Svo var það fyrir nokkrum árum að stofnuð voru Hin nýju Hansasam- tök en að þeim standa 180 evrópsk- ar borgir sem áður voru undir stjórn Hansakaupmanna. Borgirnar eru flestar í norðan- og austanverðri Evr- ópu og er Hafnarfjörður eini íslenski bærinn í samtökunum,“ segir Björn. Árlega koma borgirnar saman á al- þjóðlegri Hansahátíð þar sem þær kynna sig og sína menningu, en í sumar var Hansahátíð haldin í þýsku borginni Lippstadt. Einnig er hald- in árviss hátíð í hverri borg, þar sem miðaldamenningu er gert hátt undir höfði. „Við leggjum mikið í Hansahátíðina og blöndum saman fjölbreyttum fróð- leik og skemmtun. Á hátíðinni mun Hrólfur Sæmundsson barítónsöngv- ari og söngflokkurinn Voces Thules flytja tónlist og kveðskap úr íslensk- um menningararfi frá Sturlungaöld til hinna myrku miðalda og fræði- menn munu halda fyrirlestra og kynn- ingar á matargerð, ölgerð og vopna- burði miðalda,“ segir Björn þar sem hann gæðir sér á skyri með grænkáli, en matreiðslumeistarar Gamla Vín- hússins bjóða gestum og gangandi að smakka á forvitnilegum og afar góm- sætum miðaldaréttum í dag. „Hér verður ölgerðarmeistari frá Agli Skallagrímssyni með kynningu á miðaldamiði Hansakaupmanna og í allan dag verður skemmtilegur götu- listahópur á svæðinu með eldgleypi í fararbroddi. Birgir Loftson sagnfræð- ingur verður með fyrirlestur um átök Englendinga og Hansamanna um Ís- landshafnir og Skylmingadeild FH sýnir vopnafimi. Síðast en ekki síst njótum við tóna Lúðrasveitar Tónlist- arskólans og barnakórs leikskólans Smáralundar, og einnig verður hægt að skoða og versla handverk frá hand- verksfólki Rimmugýgs sem hér verð- ur að störfum í list sinni,“ segir Björn sem hlakkar til að upplifa miðalda- menningu Hansamanna. „Hansakaupmenn voru stórhuga og reistu meðal annars fyrstu lúthersku kirkjuna á Íslandi í Hafnarfirði, þar sem suðurhöfnin stendur í dag, en þar stendur nú stór steinbogi til minn- ingar um kirkjuna. Það er því vel við hæfi að minnast liðinna alda í gleði og söng, og færa gamla Hansabæinn í framandi búning miðalda.“ thordis@frettabladid.is MIÐALDIR ENDURVAKTAR Í HAFNARFIRÐI: HANSAHÁTÍÐ Í GAMLA BÆNUM Í DAG Þýskt-enskt stríð um skreið MIÐALDAMAÐUR Björn Pétursson, bæjarminjavörður Hafnarfjarðar, á nýuppgerðu og stórfallegu torgi Bjarna riddara í miðbæ Hafnarfjarðar, en þar og í Pakkhúsinu við Vesturgötu verður haldin spennandi og vegleg Hansahátíð í dag, þar sem andi miðalda ríkir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KJARTAN GUNNARS- SON fyrrum fram- kvæmda- stjóri Sjálfstæðis- flokksins er 57 ára. ÞORGERÐ- UR KATRÍN GUNNARS- DÓTTIR mennta- málaráð- herra er 43 ára. ÓLÖF RÚN SKÚLA- DÓTTIR fjölmiðla- kona er 47 ára. JÓHANNA SIGURÐAR- DÓTTIR félagsmála- ráðherra er 66 ára. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jónsdóttir Swan Lindasíðu 4, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 28. september. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Guðmundur Þorberg Jósefsson Swan Teri Swan Jón David Swan Katrín Jónína Swan Kelli Ann Shoulders Xanath Spengler Kæja Rós Swan og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og tengda- sonur, Ævar Guðmundsson lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 3. október 2008. Útför verður auglýst síðar. Guðrún Eyjólfsdóttir Sveinn Ævarsson Guðrún Birna Guðmundsdóttir Ragnhildur Ævarsdóttir George Coutts Eiður Ævarsson Aðalheiður Níelsdóttir Eyrún Helga Ævarsdóttir María Hermannsdóttir og barnabörn. Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Sigurjón Ingimarsson Víkurási 2, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11 E, 25. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 15.00. Jónína Þóra Sigurjónsdóttir Sveinn F. Sveinsson Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir Salmann Tamimi Katrín Sigurjónsdóttir Sölvi Guðbjartsson V. Lillý Sigurjónsdóttir Páll Jóhannesson Guðjón Þór Kristjánsson Steinunn Guðmundsdóttir Sigurósk G. Kristjánsdóttir Egill Jón Kristjánsson systkini, barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Arnfríðar Róbertsdóttur dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis að Furulundi 1c. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Hlíðar fyrir hlýja og góða umönnun. Herborg Káradóttir Geir Örn Ingimarsson Pálmi Kárason Stefán Kárason Margrét Haddsdóttir Steindór Kárason Jóna Þórðardóttir og ömmubörnin. Tilkynningar um merkis atburði má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.