Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 49,65% 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið 24 st un di r M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 5. október 2008 — 272. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG MENNING „Þetta er langstærsta verkefni sem ég hef komið nálægt. Það er verið að tala um 40 til 60 milljóna dollara mynd. Risadæmi,“ segir Baltasar Kormákur. Búið er að ganga frá því að fram- leidd verði Hollywood-mynd sem tekin verður að mestu leyti á Íslandi. Baltasar leikstýrir mynd- inni sem verður gerð eftir handriti hans og Ólafs Egilssonar. Myndin byggir á minnum úr Íslendinga- sögum og hefur verið kynnt sem „spaghetti-west- ern-viking- movie“. Töku- tími er sex mánuðir en sagan gerist að vetrarlagi, vori og sumri. Fram- leiðendur eru þeir hinir sömu og gerðu mynd Baltasars Run For Her Life – sem nú heitir Inhale – auk þess sem stærri framleiðend- ur munu koma að myndinni. Vinnu- titill hennar er Saga. Myndin kallar á mikinn mannafla og er gríðleg innspýting í kvikmyndageirann hér á landi sem og í efnahagslífið í heild: Sextíu milljónir dollara leggja sig á 6,6 milljarða í íslensk- um krónum miðað við gengi föstu- dags. - jbg / sjá síðu 26 Risavaxin víkingamynd sem tekin verður á Íslandi er í burðarliðnum: Sjö milljarða mynd Baltasars BALTASAR KORMÁKUR Smáskífumaður með góðan smekk BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON FER FYRIR HLJÓMSVEITINNI MOTION BOYS fjölskyldan[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]október 2008 ÍÞRÓTTAIÐ FYLGIR Í DAG 12 BJART EYSTRA Í dag verður suðaustan strekkingur sunnan til og vestan annars hægari. Rigning eða skúrir á vesturhluta landsins en yfirleitt bjart austast. Hiti 2-9 stig, mildast suðvestan til. VEÐUR 4 5 3 2 47 HAFÐI BETUR Í BARÁTTUNNI Vigdís ræðir glímuna við krabbamein, batann og mikilvægi samstöðu gegn sjúk- dómnum VIÐTAL 10 KR bikarmeistari 2008 Pétur Hafliði Marteinsson endaði feril- inn með bikarmeistaratitli hjá Vestur- bæjarliðinu eftir sigur gegn Fjölni í gær. EFNAHAGSMÁL Lífeyrissjóðirnir buðust í gær til þess að færa hluta eigna sinna til landsins, að tiltekn- um skilyrðum uppfylltum. Meðal þeirra eru að bankar, fjármála- stofnanir og fjárfestingarfélög geri slíkt hið sama. Þá er þess krafist að skýrt verði í hvað fjár- munir lífeyrissjóðanna fari og að þeir nýtist ríkissjóði beint. „Að þessum björgunarleiðangri verða allir að koma: stjórnvöld, Seðlabankinn, viðskiptabankarnir, fjárfestingarfélög og aðilar vinnu- markaðarins. Öðruvísi er þetta ekki framkvæmanlegt,“ segir Arnar Sigmundsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyris- sjóða. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, vildi ekki tjá sig beint um kröfu lífeyrissjóðanna. Hann sagði þó að allir yrðu að leggjast á eitt. „Ég held að þetta leysist ekki nema allir aðilar komi að borðinu. Við erum reiðubúnir að leggja okkar af mörkum,“ segir Hreiðar. Geir H. Haarde forsætis ráðherra vildi lítið tjá sig um hvaða tillögur væru uppi á borðinu. Hann sagðist vænta yfirlýsingar fyrir opnun markaða á morgun. „Mér finnst stemningin vera þannig að aðilar vinnumarkaðarins og lífeyrissjóð- irnir vilji koma að þessu af fyllstu ábyrgð,“ sagði Geir. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir niðurstöðu verða að fást í dag og kallar eftir eignasölu. „Mín skoðun er að bönkum og fjár- málastofnunum beri að huga að eignasölu til að hjálpa til við að leysa okkur niður úr þeirri snöru sem við óumdeilanlega höngum í sem þjóð.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, segist vænta þess að launþegasamtök slái af kröfum sínum. Nú sé ekki tími til að heimta prósentuhækkanir launa. - kóp / sjá síður 2 og 4. Svör fyrir opnun markaða Lífeyrissjóðir bjóðast til að flytja hluta erlendra eigna sinna heim svo fremi að fjármálastofnanir geri það líka. Forstjóri Kaupþings segir bankann tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Rætt um að frysta launakröfur. Á MILLI FUNDAHRINA Unnið var að lausnum á efnahagsvandanum í allan gærdag. Fjöldi funda var í Ráðherrabústaðnum þar sem Geir H. Haarde og þrír aðrir ráðherrar tóku á móti fulltrúum atvinnulífsins, banka, stéttarfélaga og lífeyrissjóða. Búist er við tilkynningu fyrir opnun markaða á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 20

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.