Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 2
2 5. október 2008 SUNNUDAGUR ALÞINGI Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður heil- brigðisnefndar, vill að sölu tóbaks í fríhöfnum verði hætt. „Við vinnum gegn heilbrigðismarkmiðum með því að selja tóbak á lægra verði í fríhöfnum heldur en í verslunum,“ segir Ásta. Hún hefur lagt fram tvær fyrir- spurnir um málið til fjármála- ráðherra. Í annarri vill hún svör við hversu mikið af tóbaki er flutt toll- frjálst til landsins, samanburð á verði í fríhöfnum og í almennum verslunum og hvaða rök liggi að baki tóbakssölu í fríhafnarverslun- um. Í hinni spyr hún einfaldlega hvort fjármálaráðherra telji koma til greina að hætta sölu tóbaks í frí- hafnarverslunum. Afstaða hennar sjálfrar er ljós. „Tóbaksnotkun hefur gífurleg áhrif á heilsu og sala þess vinnur á móti heilbrigðismarkmiðum. Ein leið til að minnka reykingar er að selja tóbakið háu verði og það skýtur því skökku við að ríkið selji það á lægra verði í fríhöfninni.“ Ásta bendir á nýlega samþykkt Læknafélagsins um að tóbak verði aðeins selt gegn lyfsseðli eftir tíu ár og segir að jákvæð áhrif reyk- ingabanns á veitingastöðum hafi þegar komið fram í færri tilfellum hjartaáfalla. - bþs Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Ríkið vinnur gegn eigin heilbrigðismarkmiðum með sölu tóbaks á lægra verði: Vill tóbakið úr fríhöfnunum Bubbi, ert þú orðinn ríkis- bubbi? „Nei, og ég er heldur ekki Bubbi kóngur.“ Bubbi Morthens hefur verið ötull í rétt- indabaráttu þeirra sem minna mega sín nú og í gegnum tíðina. Það þótti þó sæta tíðindum þegar Bubbi seldi Sjóvá allar tekjur sínar af lagasmíðum sínum. Síðar eignaðist Glitnir réttinn af tekjunum en nú er rétturinn í eigu ríkisins. FRÍHÖFNIN Ásta Möller telur að ein leið til að draga úr reykingum sé að selja tóbakið háu verði. EFNAHAGSMÁL Stefán Aðal steins- son, framkvæmdastjóri Banda lags háskólamanna, sagði í gær að félagið væri reiðubúið að ræða upptöku evru, ef það kynni að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. „Það er ekkert sem við útilokum í þeim efnum, og heldur ekki að ræða um evru málin,“ sagði Stefán eftir fund með ráðamönnum. „Við erum fullkomlega fús til þess. Að sjálfsögðu viljum við ræða um allt sem getur komið til hjálpar í þessu samhengi.“ Spurður hvort hann vildi tafarlausa aðildar - umsókn að Evrópusambandinu sagðist hann ekkert útiloka. - sh Fús til að ræða hvað sem er: BHM tilbúið að ræða evrumál ÚTILOKA EKKERT Stefán og Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, við Ráð- herrabústaðinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN EFNAHAGSMÁL Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, segir það flækja málin að setja fram kröfu um aðild að Evrópusambandinu nú. Heimildir herma að ASÍ hafi lagt þá hugmynd fram sem hluta af lausn vandans. „Eitt helsta hitamál þjóðarinnar verður ekki leyst á helgar- fundum. Við þurfum að greina á milli þess sem er viðráðanlegt núna og hins sem er ill- ef ekki óleysanlegt á þessari stundu.“ Hann segir fulltrúa BSRB ekki hafa neitt umboð til að ræða þessi mál. „Við höfum ekki tekið afstöðu til evrunnar eða Evrópu- sambandsaðildar.“ - kóp Formaður BSRB gagnrýninn: Krafa um ESB flækist fyrir EFNAHAGSMÁL „Að þessum björg- unarleiðangri verða allir að koma; stjórnvöld, Seðlabankinn, við- skiptabankarnir, fjárfestingar- félög og aðilar vinnumarkaðar- ins. Öðruvísi er þetta ekki framkvæmanlegt,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaður stjórn- ar Landssamtaka lífeyrissjóða, eftir fund með fjórum ráðherrum í Ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu á sjöunda tímanum í gær- kvöld. Á þeim fundi svöruðu líf- eyrissjóðirnir erindi stjórnvalda um að þeir selji hluta eigna sinna í útlönd- um og flytji heim. Við það styrkist gjald- eyrisforði þjóð- arbúsins og gengi krónunn- ar þar með. Af 1.800 millj- arða heildar- eignum lífeyrissjóðanna eru 500 milljarðar ávaxtaðir í útlöndum. Hluti þeirrar fjárhæðar er bund- inn til lengri tíma en annað ekki. „Það er ekki verið að tala um nálægt því allar þessar eignir en stóran hluta,“ segir Arnar sem vill að öðru leyti ekki upplýsa um hve háar fjárhæðir er ræða. Ekki er ljóst hve langan tíma tekur að losa um eignir í útlönd- um, né hvort, og þá hvaða, laga- breytinga er þörf. Landssamtök lífeyrissjóða hófu þegar á þriðjudag athugun á möguleika þess að færa hluta eigna sinna heim. Eftir að form- legt erindi stjórnvalda þar um hafði komið fram var í gær hald- inn fundur fulltrúa nánast allra lífeyrissjóða landsins, 30 að tölu, og afstaða mótuð. „Það er grundvallaratriði að fjármálastofnanir og bankar flytji hluta eigna sinna heim að því marki sem mögulegt er. Annað er fráleitt,“ sagði Ögmundur Jón- asson, formaður BSRB og vara- formaður stærsta lífeyris sjóðsins; Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins. Ögmundur segir niðurstöðu verða að fást í dag og kallar eftir eignasölu. „Mín skoðun er að bönkum og fjármálastofnunum beri að huga að eignasölu til að hjálpa til við að leysa okkur niður úr þeirri snöru sem þjóðin hangir í núna.“ Ögmundur segir það kröfu líf- eyrissjóðanna að það fjármagn sem þeir færi til landsins, ef til þess kemur, muni gagnast ríkis- sjóði beint. „Við erum ekki að setja lífeyrissjóðspeninga á almennt spil. Það verður að vera rækilega skilgreint í hvað þeir peningar yrðu notaðir þannig að þeir verði fullkomlega tryggðir.“ bjorn@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Skilyrði að bankar færi líka eignir heim Lífeyrissjóðirnir setja það skilyrði fyrir því að flytja hluta eigna sinna til lands- ins að fjármálastofnanir geri slíkt hið sama. Gjaldeyrisforði þjóðarbúsins og gengi krónunnar myndu styrkjast. Þess krafist að peningarnir verði tryggðir. ÖGMUNDUR JÓNASSON VIÐ RÁÐHERRABÚSTAÐINN Fulltrúar lífeyrissjóðanna gengu á fund ráðherra í gær og kynntu þeim hugmyndir sínar. Arnar er lengst til vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það verður að vera ræki- lega skilgreint í hvað þeir peningar yrðu notaðir þannig að þeir verði fullkomlega tryggðir. ÖGMUNDUR JÓNASSON FORMAÐUR BSRB EFNAHAGSMÁL „Ég held að vandinn leysist ekki nema allir komi að borðinu,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Hann vill ekki tjá sig beint um kröfu lífeyrissjóðanna um að fjármálastofnanir verði að flytja hluta eigna sinna til landsins, eigi lífeyrissjóðirnir að gera það. „Ég hef ekki séð þessa kröfu. Við í Kaupþingi erum hins vegar tilbúnir til að leggja okkar af mörkum.“ Fulltrúar bankanna sátu fundi í viðskiptaráðuneytinu í gær. Ekki er vitað hvað fram fór á þeim fundum. - kóp Forstjóri Kaupþings banka: Leggjum okkar af mörkum KLÁRIR Í SLAGINN Hreiðar Már og Sigurður Einarsson funduðu með ráð- herrum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Slæmt efnahags- ástand hefur alvarlegar fjárhags- legar afleiðingar fyrir fjölda öryrkja, sjúklinga og ellilífeyris- þega, segir í ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands, sem skorar á stjórnvöld að hækka bætur almannatrygginga „til að fólk geti lifað mannsæmandi lífi“. ÖBÍ telur nýtt örorkumatskerfi sem stefnt er á að taka upp um áramótin óraunhæft og hvetur til endurskoðunar þess. Þá þurfi að koma til móts við þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem minnsta framfærslu hafa við breytingar á greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. - sh Skora á yfirvöld að laga kjör: Öryrkjar vilja hærri bætur EFNAHAGSMÁL „Nú er ekki tími til að berja sér á brjóst og heimta ákveðnar prósentuhækkanir á launum. Heldur ætti fólk að standa saman, leggja til hliðar deilur og vinna að sameiginlegri lausn á þeim vanda sem að okkur steðjar,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins og stjórnarmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Eiríkur fór, ásamt forystumönnum fleiri lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga, til fundar við ríkisstjórnina í ráðherrabústaðnum í gær. - kdk Kennarasamband Íslands: Vill leggja deil- ur til hliðar SPURNING DAGSINS SÖFNUN „Það var mjög dræm þátt- taka sjálfboðaliða í þetta skiptið, hins vegar fengu þeir hvarvetna góðar móttökur,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, um þátttöku í landssöfnun Rauða krossins „Göng- um til góðs“. Öllu fé sem safnast verður varið til að sameina fjölskyldur í Kongó sem hafa sundrast vegna stríðs- átaka. Sólveig segir að árið 2006 hafi um það bil 2.500 sjálfboðaliðar gengið í hús og safnað fé fyrir góðu málefni. Nú hafi aðeins um eitt þúsund manns boðið fram krafta sín. Sólveig segir að kreppa sé þó ekki skollin á þegar kemur að gjafmildi fólks. Þeir sem hafi fengið heim- sókn sjálfboðaliða hafi tekið þeim vel. „Við vissum að það var á bratt- ann að sækja vegna þeirrar deyfðar sem nú ríkir í samfélaginu. Við héldum samt að það myndi rætast úr þessu þar sem veðrið var svo gott,“ bætir hún við. Samkvæmt upplýsingum Rauða krossins um klukkan fimm hafði aðeins tekist að ganga í um 50 pró- sent húsa í Reykjavík og stærstu nágrannasveitarfélögunum. Söfn- unin gekk þó vel á landsbyggðinni. Þeim sem vildu gefa en fengu ekki heimsókn frá sjálfboðaliðum Rauða krossins er bent á að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 903 1010, 903 3030 og 903 5050. Þá drag- ast frá 1.000, 3.000 eða 5.000 krónur á næsta símreikningi. Símarnir verða opnir út næstu viku. - kdk Erfiðlega gekk að safna nægum sjálfboðaliðum í landssöfnun Rauða krossins: Dræm þátttaka en góðar viðtökur LEGGJA SITT AF MÖRKUM Regína Bjarna- dóttir gekk til góðs ásamt ófæddu barni sínu og fimm ára gamalli dóttur sinni Elínu Kötlu Henrysdóttur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.