Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 4
4 5. október 2008 SUNNUDAGUR Kynningafundur Á fl ótta Kynningafundur um hlutverkaleikinn Á fl ótta verður haldinn 6. október kl. 20:00, á Laugavegi 120. Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í leiknum sem og foreldum þeirra sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Næsti leikur verður haldinn 11.-12. október. Nánari upplýsingar fást hjá, urkir@redcross.is og 545 0407 Ungmennadeild Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12° 12° 5° 10° 13° 15° 16° 11° 15° 11° 24° 25° 15° 15° 26° 18° 30° 19° Á MORGUN 13-18 m/s 8 ÞRIÐJUDAGUR 8-15 m/s 9 5 5 3 3 2 4 4 8 7 6 0 6 3 5 3 3 5 13 8 13 7 8 8 8 8 7 5 5 1110 HLÝNANDI Eftir kuldakast síðustu daga hlýnar nokkuð afgerandi í dag. Sé horft til næstu vinnuviku eru horfur á hlýind- um um mest allt land. Á morgun verður hinsvegar hvasst í veðri víða um land og gæti slegið í storm sunnan og vestan til. Vatnsveður er í kortunum vikuna á enda. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL „Hin óvænta og óskiljanlega þjóðnýting íslenska ríkisins á Glitni hleypti skriðu af stað sem verður að stöðva með öllum ráðum,“ segir dr. Richard Portes, prófessor við London Bus- iness School. Hann skrifaði skýrslu í fyrra ásamt Friðriki Má Baldurssyni, prófessor við Háskólann í Reykja- vík, fyrir Viðskiptaráð Íslands um stöðu og framþróun íslenska fjár- málakerfisins. Hefur hann verið tíður viðmælandi erlendra fjöl- miðla um íslenskt fjármálalíf æ síðan og dregið upp aðra og jákvæðari mynd af stöðu mála hér og styrk bankanna en ýmsir aðrir. „Ástandið sem nú geisar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er grafalvarlegt, en það tengist ekkert íslenskum aðstæðum sér- staklega. Athygli umheimsins beindist hins vegar öll að íslenska fjármálakerfinu við hina óvæntu þjóðnýtingu Glitnis, sem verða að teljast afar afdrifarík afglöp af hálfu Seðlabanka Íslands,“ segir Portes. Hann kveðst hafa skoðað hálfs- árs uppgjör íslensku bankanna og undirliggjandi eignir þeirra séu góðar, en skortur sé á lausafé rétt eins og hjá flestum bönkum í ver- öldinni. Af þeim sökum hafi allir seðlabankar dælt peningum til þeirra gegn margvíslegum veðum í samræmi við hlutverk þeirra sem lánveitanda til þrautavara. „Þjóðnýtingin er risastórt inn- grip sem vekur mikla athygli og fleiri spurningar en svör. Við bæt- ist að formaður bankastjórnar Seðlabankans segir að án þjóð- nýtingar hefði Glitnir orðið gjald- þrota. Það eru fráleit ummæli um banka sem glímir við tímabundinn lausafjárskort við furðulegar aðstæður á alþjóðamörkuðum, en er að öðru leyti vel rekinn og með góða eiginfjárstöðu. Þau ættu fremur við um banka sem er hrein- lega kominn í greiðsluþrot. Ég hef engan heyrt halda því fram að Glitnir hafi verið svo illa staddur,“ segir Portes og bætir við að þjóð- nýtingin komi mjög illa við Kaup- þing og Landsbankann, enda hafi vantraust í garð íslensks efnahags- lífs aukist við þetta um allan helm- ing. Portes segist viss um að unnið sé að nauðsynlegum aðgerðum á vegum ríkisstjórnarinnar. Þær verði að koma sem allra fyrst. Hann hvetur þó stjórnvöld og ráð- gjafa ríkisstjórnarinnar að láta ráðgjöf Seðlabankans lönd og leið, því þar á bæ hafi menn ítrekað gert afdrifarík mistök, meðal ann- ars með því að auka ekki gjald- eyrisvaraforðann, rýmka ekki reglur um veð í endurhverfum við- skiptum eða vinna frekar í sameig- inlegum aðgerðum með öðrum seðlabönkum. Þá sé óskiljanlegt hvernig Seðlabankinn hafi unnið þegar kemur að gjaldeyrismálum almennt. Hann bendir á að gagnrýnin geti ekki aðeins átt við um Davíð Odds- son, formann bankastjórnar Seðla- bankans, því tveir aðrir skipi bankastjórnina, þeir Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason. „Ég á síður von á að hreyft verði við þessum mönnum. En ég hvet ríkisstjórnina til að leita annað eftir ráðum. Staðan er mjög alvar- leg og mikilvægt að halda ró sinni og taka yfirvegaðar ákvarðanir sem skila sér til lengri tíma,“ segir Richard Portes. bjorn.ingi@markadurinn.is Þjóðnýting Glitnis afdrifarík afglöp Alvarleg afglöp að bregðast við lausafjárkreppu Glitnis með þjóðnýtingu, segir Richard Portes, prófessor í London. Seðlabanki Íslands hafi alls ekki sinnt skyld- um sínum. Mikilvægt sé að halda stillingu, meðan ríkisstjórn vinni að lausn. RICHARD PORTES Fráleitt að Glitnir hefði farið í þrot. LÁRUS WELDING OG DAVÍÐ ODDSSON Forstjóri Glitnis og Seðlabankastjóri eftir að gengið hafði verið frá kaupum ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI „Fólk var mætt fyrir utan verslunarmiðstöðina upp úr sex um morguninn þannig að það var ekki annað að sjá en að áhuginn væri til staðar hjá fólki,“ segir Arnar Hallsson, fram- kvæmda stjóri fasteignafélagsins Stekkjarbrekku ehf. sem sá um byggingu verslunarkjarnans Korputorgs sem opnaði í gær. Til stóð að verslanir á Korpu- torgi tækju til starfa í sumar en fresta varð opnuninni. Áhugi fólks þótti með mesta móti og þótt mikið hafi verið rætt um samdrátt og kreppu að undan- förnu hafði mikil biðröð myndast fyrir utan húsið um klukkan átta í gærmorgun og þurfti að hleypa fólki inn í húsið í hópum. - kdk Korputorg vinsælt í kreppu: Viðskiptavinir biðu í röðum KORPUTORG SLÆR Í GEGN Í KREPPU Hleypa þurfti viðskipavinum inn í skipu- lögðum hópum við opnun kjarnans. STJÓRNMÁL Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að 190 milljónir króna fari í að standa straum af undirbúningskostnaði vegna þátttöku í heimssýningunni í Sjanghæ í Kína árið 2010. Jafn framt kemur fram að sama fjárhæð verði sótt til verkefnis- ins árið 2010. Í frumvarpinu segir að verkefnið sé samstarfsverkefni hins opinbera og einkafyrirtækja og að þátttaka Íslands muni fela í sér leigu á skála þar sem staðið verður fyrir umfangsmiklu kynningarstarfi. - bþs Ísland á heimssýningu í Kína: 190 milljónir í undirbúning SLÖKKVILIÐ Eldur kviknaði í nótaskipinu Álsey við Vestmanna- eyjar skömmu fyrir hádegi í gær. Engin slys urðu á fólki en minni háttar skemmdir urðu. Talið er að neistaflug sem myndaðist við viðgerðir á skipinu hafi hlaupið í veiðarfæri og eldur því blossað upp. Litlu mátti muna að eldurinn hefði komist í flottroll en það er mikill eldsmatur. Svo heppilega vildi til að einn þeirra sem voru við störf í skipinu var Steingrím- ur Svavarsson slökkviliðsmaður og náði hann að slökkva eldinn áður en félagar hans í slökkvilið- inu mættu á staðinn. - kdk Slökkviliðsmaður um borð: Eldur kviknaði í skipinu Álsey ÁLSEY Svo heppilega vildi til að einn þeirra sem vann að viðgerð skipsins var slökkviliðsmaður. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON KÍNA Aukinni velsæld fylgja ný úrlausnarefni. Bílaeign hefur aukist mjög í Kína á síðustu árum. Nú er svo mikill skortur á bílastæðum í kringum verslunar- miðstöð í bænum Zhuhai að forstjórinn ætlar að selja gamla flugvél, sem þar var til sýnis. Frægur eigandi var að vélinni, sjálfur Maó Zedong, fyrsti formaður Kínverska kommún- istaflokksins, sem lést árið 1976. Vélin er bresk Trident-þota, keypt til Kína 1969, sem hefur ekki verið flogið síðan 1986. Eigendur verslunarmiðstöðvar- innar keyptu hana árið 1999. - kóþ Vantar bílastæði í Kína: Flugvél Maós boðin til sölu FJÖLMIÐLAR Íslenskur markaðs- ráðgjafi sem setti upp könnun um stuðning þjóða heims við forseta- frambjóðendur í Bandaríkjunum sakar vikuritið Economist um að hafa notað sömu hugmynd og útfærslu í leyfisleysi. „Það er alveg mögulegt að þeir hafi fengið nákvæmlega sömu hug- mynd, svo ég get ekki fullyrt að þeir hafi stolið henni,“ segir Hjört- ur Smárason markaðsráðgjafi. Hann setti ásamt tveimur öðrum upp netkönnun á vefnum www.if- theworldcouldvote.com, snemma í sumar. Þar getur fólk frá öllum löndum heims merkt við hvort það vill frekar að John McCain eða Barack Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna. Niðurstöðurnar eru sýndar grafískt á heimskorti. Economist setti upp mjög svip- aða könnun í síðustu viku, með landakorti sem er afar svipað korti Hjartar og félaga hans. Nafnið á könnununum er svo gott sem það sama. „Það er mikil tilviljun ef þeir hafa ekki séð síðuna okkar,“ segir Hjörtur. Hann segir lítið hægt að gera í málinu, annað en að hafa samband við Economist og óska eftir því að upprunalegrar könnun- ar verði getið. Tæplega 92 þúsund höfðu í viku- lok greitt atkvæði á íslensku síð- unni. Niðurstöðurnar eru Obama mjög í hag, um 87 prósent þeirra sem hafa kosið vilja hann frekar en McCain. Ríflega níu af hverjum tíu Íslendingum sem tekið hafa þátt í könnuninni hafa valið Obama. - bj Bandaríska vikuritið Economist sakað um að nota íslenska hugmynd án leyfis: Leyfa heiminum að kjósa HUGMYND Það er mikil tilviljun ef starfs- menn Economist fá sömu hugmynd og útfæra hana eins, segir Hjörtur Smára- son markaðsráðgjafi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skilorðsbindur dóm Hæstiréttur hefur bundið dóm Héraðsdóms Reykjaness því sérstaka skilyrði að hinn dæmdi neyti ekki á skilorðstímanum áfengis eða deyfilyfja en Héraðsdómur Reykja- ness hafði áður sakfellt manninn fyrir fíkniefnalagabrot, hylmingu og umferðarlagabrot og dæmt hann í 22 mánaða fangelsi. HÆSTIRÉTTUR GENGIÐ 3.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,7204 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,36 112,9 198,72 199,68 155,65 156,53 20,862 20,984 18,75 18,86 16,015 16,109 1,0683 1,0745 172,37 173,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.