Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 8
8 5. október 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Eftir Ingvar Gíslason Ég er andvígur því að Ísland gerist aðili að Evrópusam- bandinu. Andstaða mín er reist á ýmsum rökum, en tvennt vegur þyngst, sem þó er eitt og hið sama, þ.e. að aðild að ríkjasambandinu felur í sér fullveldisafsal í ríkum mæli og hitt sem augljóst er, að pólitísk umbreyting fylgir í kjölfarið. Aðild að slíku ríkjasambandi breytir til muna hlutverki og verksviði stjórnmálanna. Í því sambandi bendi ég á að fullveldis- afsalið færir ekki aðeins fram- kvæmdavaldsathafnir úr landi — sem er nógu slæmt, heldur flyst lagasetningarvaldið að stórum hluta frá aðildarlandinu. Alþingi verður móttakandi fyrir aðsenda löggjöf og lætur sem það stundi löggjafarstarf. Þá er á það að minna enn frek- ar, sem er veigamesta atriði alls þessa máls. Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu, þá er Ísland ekki fullvalda ríki nema að nafninu til. Leiðum hugann að þeim mun sem er á því að land er fullvalda þjóðríki og hluti af ríkjasambandi. Hver getur haldið því fram að það skipti engu máli stjórnskipulega og stjórnmála- lega að breyta ríki sínu úr sjálf- stæðu og fullvalda landi í það að vera ríkishluti sambandsríkja- heildar? Leikur að fjöreggi sjálfstæðis Útgangspunktur minn er sá að Lýðveldið Ísland er fullvalda ríki og hefur sem slíkt óskert yfirráð yfir landi sínu, landhelgi hvers konar og efnahagslögsögu og deil- ir þessum pólitísku gæðum ekki með neinum. Lýðveldið Ísland ræður vitaskuld yfir þrígreindu ríkisvaldi, löggjafarvaldi, fram- kvæmdavaldi og dómsvaldi. Með því að gerast aðili að ríkja- sambandi verður það óhjá- kvæmilega að afsala þess- um pólitísku gæðum og fullveldistáknum að meira eða minna leyti til alríkis- ins, hins yfirþjóðlega valds. Þessa kvöð segja sambandsríkissinnar að megi forsvara með þeirri þversagnar- kenndu lýsingu að kalla fullveldið „sameign“ innan ríkjasambands- ins. Slíkt er firra. Þessi sameignar kenning er eitt töfra- bragðið af mörgum, þegar reynt er að réttlæta afsal og framsal fullveldisréttar sem skiptimynt fyrir viðskipta- og kaupsýslumál í sínum óteljandi myndum. Svo langt er gengið að fullveldisafsöl eru sögð „ekkert mál“. Vara- formaður Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir, sem ég vonaði fyrir nokkrum árum að yrði formaður flokksins, segir í viðtali við 24 stundir 20. september um ótta manna við valdaafsal sem fylgir aðild að ESB, að slíkt sé „auðvelt að hrekja“. Hvernig getur reyndur og vel vitiborinn stjórnmálamaður tekið sér þessa vitleysu í munn? Ég hélt að full- yrðing af þessu tagi heyrði sög- unni til. Allir opinskáir og pukurs- lausir boðberar og málsvarar þess að þjóðir gerist aðilar að ESB, við- urkenna að aðild skerðir fullveldi aðildarríkja, felur í sér afsal full- veldis í stórum stíl til alríkis- stjórnar, hins yfirþjóðlega valds. Ekki veit ég annað en að Fram- sóknarflokkurinn hafi ályktað svo, að breyta þurfi stjórnarskrá ef Ísland gengur í ESB. Af hverju þarf að breyta stjórnarskrá lýð- veldisins? Að sjálfsögðu vegna þess að innganga í bandalagið, að stjórnarskrá óbreyttri, væri stjórnarskrárbrot. Í öllu þessu ESB-máli erum við að leika með fjöregg sjálfstæðis og fullveldis. Framsóknarflokkur á villigötum Nú kemst ég ekki hjá því að víkja orðum að Framsóknarflokknum. Um þessar mundir eru 64 ár síðan ég, 18 ára menntaskólanemi á Akureyri, ákvað að gerast fram- sóknarmaður, leggja Framsóknar- flokknum lið. Það heit efndi ég rækilega eins og margir vita. Ég lét mig ekki muna um að vera opin- ber talsmaður og málsvari flokksins í u.þ.b. 40 ár. Ég þekki því allbærilega sögu flokks míns, viðhorf og stefnumál, þróun og aðlögunarvandamál á mesta breyt- ingaskeiði Íslandssögunnar. Rými þessarar blaðagreinar leyfir ekki að ég reki alla þá sögu. Ég minni þó á að Framsóknarflokkurinn er elsti starfandi flokkur landsins, stofnaður fyrir fullum 90 árum. Ef svo skyldi vera að hann láti nokk- uð á sjá (það sést a.m.k. á kjörfylgi hans), þá kann það að eiga sínar skýringar. Þær læt ég liggja milli hluta. Og þó! Því miður er svo komið, að um ýmsa hluti þekki ég ekki flokkinn minn sem minn flokk. Ég sé ekki alveg fyrir mér baklandið og kjör- fylgið. Hitt þykir mér verra að ýmsir áberandi forustumenn í flokknum hafa lagt sig fram um að gera sjálfa sig að helstu hvata- mönnum þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Í þessu framferði sé ég mesta breytingu á Framsóknarflokknum á öllu marg- umtöluðu breytingaskeiði 20. og 21. aldar. Og hvað er það sem rekur þetta fólk til þess að gerast eftirrekstrarmenn í þessu umdeilda máli? Jú, svarið felst að miklu leyti í orðræðu og ályktun miðstjórnar- fundar sl. vor, þar sem það var kallað „skylda stjórnmálamanna“ að svara kalli almennings og atvinnuveganna hver „staða Íslands í Evrópu“ skuli vera. Ekki hef ég orðið var við kall eða kröfu- göngur af hálfu almennings um þetta mál. Hitt kann að vera rétt að fésýslumenn í útrásarhug telji það skyldu stjórnmálamanna að auðvelda þeim kaupskap sinn á alþjóðavettvangi, sem þó sýnast lítil höft á. Umrædda ályktun mið- stjórnar (sem líklega var hugsuð sem e.k. málamiðlun) nota áróð- urs menn ESB-aðildar innan flokksins sem viðspyrnu í útbreiðslustarfsemi sinni, gilda heimild til boðunar fagnaðar- erindisins um „stöðu Íslands í Evrópu“. Þessi málafylgja er ekki að mínu skapi. Hún er á skjön við þjóðhyggju Framsóknar- flokksins. Höfundur er fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Framsóknarflokksins. Ávísun á skerðingu fullveldis Gereyðingarvopn Ungliðaþing Samfylkingarinnar stend- ur yfir þessa dagana. Segja má að tímasetningin sé ekki heppileg, í það minnsta er athygli fjölmiðla einhvers staðar annars staðar. Margt merkilegt ber þó á góma á þinginu. Ungt fólk á að vera róttækt og gratt í orðum og formaður Ungra jafnaðar- manna, Anna Pála Sverrisdóttir, brást ekki þeim kröfum. Þannig kallaði hún Davíð Oddsson „gereyðingarvopn“ í stöðu seðlabankastjóra og krafð- ist þess að hann viki. Óvíst er hvort orðið verður við þessari kröfu en kannski er þarna komin skýring á þeim gereyð- ingarvopnum sem Halldór Ásgríms- son tilkynnti heimsbyggðinni hróðugur að Íslendingar hefðu fundið í Írak um árið? RÚV skrefi á undan Margir hafa haft það að orði að efna- hagsástandið og kaup ríkisins á hlut í Glitni hafi fært þjóðarbúið fjölmörg ár aftur í tímann, einn eða tvo áratugi jafnvel. Ríkisútvarpið - sjónvarp hefur hent þetta á lofti og gengur nú á undan með góðu fordæmi. Þátturinn Á tali með Hemma Gunn, hefur nú verið endurreistur. Í takt við tímann er stjórnandi nú hins vegar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Allir í Glitni Ung vinstri græn funda einnig nú um helgina. Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður þeirra, fór mikinn í setn- ingarræðu. Hún skammaði Samfylk- ingarfólk fyrir að hafa ekki beitt virkri hlustun undanfarin ár, heldur eytt tíma í að agnúast út í reiðu kommana. Þá kom hún inn á persónulegri mál eins og sinn eigin sparnað. Á meðan aðrir hefðu flykkst í Glitni til að taka út sparnað sinn, hefði hún sjálf fært sín viðskipti þangað, „enda hvergi öruggara að „vera með sitt fé í ljósi sérlega virkrar og öruggrar efnahagsstefnu íslenskra stjórnvalda“. Sannarlega til fyrirmyndar. kolbeinn@frettabladid.is Á Íslandi býr hnípin þjóð í vanda. Næsti sólarhringur getur ráðið miklu um fjárhagslegt sjálfstæði hennar til næstu framtíðar og miklu fyrir komandi kynslóðir í þessu landi. Athygli heimspressunnar beinist hingað í auknum mæli. Aðgerða er þörf og það mikilla, eigi að takast að bregðast við alvarlegustu stöðu sem blasað hefur við íslenskum þjóðarbúskap um langt skeið, kannski nokkru sinni. Það er skammur tími til stefnu, en þetta er samt hægt. Við skulum láta pólitík lönd og leið. Það er enginn tími fyrir slíkt nú þegar mest ríður á að allir standi saman sem einn maður. Okkur ber skylda til að gera hvaðeina það sem þarf til og ríflega það. Komandi kynslóðir munu annars dæma okkur hart. Það veit á gott að margir hafi verið kallaðir til nú um helgina. Auðvitað átti það samstarf að vera löngu hafið, en mestu skiptir að sameina nú alla í einn hóp sem vinnur sameiginlega að lausn mála. Kalla þarf til alla færustu sérfræðinga. Nýta öll sambönd erlendis í leit að fyrirgreiðslu. Kosta kapps um hvaðeina sem að gagni kann að koma. Þetta er allt saman hægt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýnn á lyktir mála. Það veit á gott. Viðskiptaráðherra hefur sagt að til þurfi að koma stór aðgerðapakki. Það er skynsamleg ályktun. Smáskammtalækn- ingar eiga ekki við. Félagsmálaráðherra hefur bent á að allt sé nú undir og skoða þurfi alla möguleika. Það er alveg laukrétt. Seðlabankinn þarf að senda sterk skilaboð til fjármálalífsins. Hann þarf að rýmka veðheimildir, styðja við bakið á bönkunum og virkja vitaskuld sitt net úti í hinum stóra heimi. Við höfum aðgang að lánalínum og verðum að draga á þær, ef ekki í gjald- eyrisskorti, þá hvenær? Stórt erlent lán í eintölu eða fleirtölu hlýtur að vera í vinnslu, annað getur ekki verið. Seðlabankar á Norðurlöndum hafa samið við okkur um viðbragðsáætlun þegar mikið liggur við, er sá tími ekki kominn nú? Er ekki örugglega fundað dag og nótt með seðlabönkum í Frankfurt, London og Washington? Af samtölum við aðila í íslensku stjórnmála-, fjármála- og við- skiptalífi síðustu daga má glögglega draga þá ályktun að íslenska þjóðin standi nú á krossgötum. Slíkar kringumstæður geta líka skapað óvænt tækifæri, eins og iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á. Auðvitað er óhjákvæmilegt að ræða framtíð íslensku krónunnar. Ef fjármálalífið, atvinnurekendur og launþegar hafa ekki trú á gjaldmiðlinum til framtíðar, er komin upp staða sem verður að takast á við. Forsætisráðherra getur ekki aðskilið þau mál frá öðrum viðfangsefnum á sínu borði. Bankarnir verða líka að taka til í sínum ranni. Sömuleiðis þeir aðilar sem safnað hafa digrum sjóðum í erlendum gjaldeyri. Þessum aðilum ber skylda til að losa um þær stöður nú. Hér þurfa allir að hjálpast að, eigi almenningur í þessu landi ekki að horfa fram á hreint fjárhagslegt hrun. Það er upplífgandi að erlendir fjölmiðlar telja að næsti sólar hringur geti skipt hér sköpum. Miklu skiptir að efnahags- ráðgjafi forsætisráðherra hefur komið þar fram og róað alþjóða- samfélagið með fyrirheitum um aðgerðir í undirbúningi. Slíkum fyrirheitum þarf að fylgja ríkuleg innistæða og raunveruleg útspil af áður óþekktri stærðargráðu. Þetta er allt saman hægt. Íslenska þjóðin stendur á algjörum krossgötum: Sólarhringur BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.