Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 16
2 Fjölskyldan Sigríður Tómasdóttir skrifar Skólavörðustíg 21 - Sími - 551 4050 - Reykjavík Gullfalleg sængurverasett aldrei meira úrval Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með sunnudags- blaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Hrefna Sigurjónsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is BARNVÆNT Kjarvalsstaðir Kaffi- og menningarþurfi foreldrar eru vel settir ef stefnan er tekin á Kjarvalsstaði með fjölskylduna um helgar. Þægilegt er að rölta um safnið með börn við hönd og þar er yfirleitt hluti sýninganna settur upp með börn í huga. Í kaffiteríunni eru leikföng sem þau litlu geta dundað sér við sem er ómetanlegt þegar foreldrar vilja pústa að lokinni menningarneyslu. Ekki spillir að nóg er plássið, auðvelt að koma fyrir barnastólum og vinahópar með börn geta skotið saman nokkrum borðum. Veröndin fyrir framan kaffiteríuna er svo afar rúmgóð fyrir vagna og auðvelt að leggja þeim nokkrum þar í augsýn foreldra en sú er ekki raunin með mörg kaffihús. Núna stendur yfir sýning á verkum Braga Ásgeirssonar og í norðursal safnsins hefur verið komið fyrir úrklippum úr lífi Braga og verk hans hengd í loftið. Þar gefst gestum kostur á að leggjast á bekk eða í gólfið og er ætlunin sú að sameina börn og fullorðna í því að njóta verka listamannsins frá óvenjulegu sjónarhorni. Að heimsókn lokinni er tilvalið að kíkja í leiktækin á Miklatúni eða sparka í bolta á túninu sem getur verið kærkomin tilbreyting eftir inniveru. Afa- og ömmuhlutverkið er flestum afar kært. Oft koma barnabörnin í heiminn þegar ró er farin að fær-ast yfir fólk og margir hafa á orði að þeir njóti þess að sumu leyti betur að eiga í samskiptum við barnabörn en þeir náðu að njóta sinna eigin barna. „Við ætlum að láta þetta snúast um hlutverkin sem afinn og amman eru í gagnvart barnabörnunum. Þetta dýr- mæta hlutverk,“ segir Valgerður um efni fyrirlestra þeirra Lone. Einnig ætla þær að koma inn á uppeldisreglur og uppeld- istækni. „Okkar skoðun er að afi og amma geri sér lífið mun auðveldara með því að nota svona aðferðir og vera í takti við foreldrana.“ Í fyrirlestri sínum bjóða þær sömuleiðis upp á ákveðnar stefnu- mótunarhugmyndir. „Við horfum á þetta í ljósi alls konar góðra hugmynda sem samtíminn leggur okkur til.“ Valgerður og Lone hafa þekkst lengi en aldrei unnið saman fyrr en í þessu verk- efni. „Við erum með hálfgerða ömmu- dellu,“ segir Valgerður og hlær. „Við höfum báðar velt þessu hlutverki mikið fyrir okkur og það er langt síðan við fórum fyrst að ræða um það. Við erum báðar uppeldismenntaðar báðar með skýra sýn á hvaða möguleika maður á í hlutverkinu.“ Báðar eiga myndarlegan hóp barnabarna og í þeim hópi er mikil breidd, svo sem stjúpbarnabarn, sum þeirra búa langt í burtu og önnur nálægt, og einnig eru í hópnum tvíburar. Unga fólkið er að gera margt í einu. Það er að mennta sig og koma undir sig fótunum. Afi og amma hafa oft rýmri tíma vegna þess að þau eru ekki í burðar- hlutverkinu sem uppalendur. „Þetta er að vissu leyti sparihlutverk sem maður gengur inn í þegar maður vill. Flestir eru að minnsta kosti í þeirri stöðu og eiga þess þá kost að gefa mikið í það. Maður getur þreytt sig til húðar af því að maður fær að hvíla sig á eftir.“ Valgerð- ur mælir með því að ömmur og afar geri með barnabörnunum hluti sem þau hafi sjálf gaman af. „Svo prófum við á þeim hvort þau hafi ánægju af því líka og velj- um smám saman það sem við finnum að öllum finnst gaman.“ Flestir þróa með sér ákveðið hlutverk í samskiptunum við barnabörnin, kenn- arahlutverk, hlustandahlutverk, stuðn- ingshlutverk við eitthvað sérstakt, til dæmis tilteknar tómstundir sem hægt er að fylgja börnunum í og jafnvel kosta þær. „Eitt af því sem fólk verður stund- um mjög upptekið af er að gera jafnt fyrir alla. Þetta er auðvitað góð hugsun en getur gert okkur erfitt fyrir, til dæmis ef þarfir barnabarnanna eru mismun- andi. Ef um er að ræða fatlað eða lang- veikt barn liggur beint við að stuðnings- hlutverkið verður meira og engum dettur í hug að agnúast út í það en þarf- irnar geta líka verið mismunandi af öðrum ástæðum og þá er mikilvægt að það sé rætt opinskátt því í slíkum tilvik- um getur hlutverkið einmitt falist í að jafna, ekki að mismuna.“ Valgerður og Lone fóru af stað með fræðsluefni um hlutverk afa og ömmu sem hálfs dags námskeið. Það hefur þró- ast út í stutta fyrirlestra og samræður fyrir ýmsa hópa, til dæmis á vinnu- stöðum og leikskólum. - ss Skemmtilegt hlutverk Valgerður Magnúsdóttir sálfræðingur og Lone Jensen uppeldiráðgjafi eru báðar ömmur. Þær bjóða öfum og ömmum upp á fyrirlestur þar sem þær miðla af faglegri og persónulegri reynslu. Notalegt hjá nöfnunum Amma Vala og Vala Birna eiga gæðastund á róló eftir vinnudag beggja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þegar styttist í að litla dóttir mín kæmi í heiminn fyrir tæpu ári fór ég að hafa áhyggjur af drengnum mínum. Hann var þvílíkur kóngur í ríki sínu að ég var ekki viss um hvernig hann tæki lítilli prinsessu sem hann þyrfti að deila athygli og foreldrum með. Það er skemmst frá því að segja að þessar áhyggjur voru óþarfar. Sá stutti var spenntur yfir því að von væri á fjölgun í fjölskyldunni og tók afar vel á móti litlu systur sinni. Sem auðvitað var ekki til stórræðanna fyrstu vikur og mánuði eins og gengur með ungbörn sem sofa nær út í eitt og liggja þess á milli kyrr á sínum stað. En það breyttist auðvitað eftir nokkra mánuði og þegar sú litla var orðin hreyfanleg tók gamanið aðeins að kárna. Ekki það að sonurinn hafi ekki mikið yndi af því að leyfa litlunni að vera hjá sér þegar hann er að leika sér. Þar sem hann er mjög innlifaður í alls kyns hlutverkaleiki fær hún oft hlutverk, sem lítið ljón, bangsadrengur, Karíus, eða hvað sem leikið er í það og það skiptið. Verra er að hún er ekki alveg jafn mikið með á nótunum í þessum leikjum og hlýðir ekki boðum hans um hvar hún á að sitja og standa. Enn síður kann hún við þegar hann er að hafa vit fyrir henni og rífur af henni dót sem skilgreint hefur verið sem hættulegt fyrir litla dömu. Þá lætur sú stutta í sér heyra svo um munar, eldri bróður sínum ekki alltaf til ánægju. Hún er heldur ekki alltaf jafnánægð með harkalegt knús frá stóra bróður sem stundum ruglast á þolmörkum hennar og bangsanna sem hægt er að þvælast um með og henda til og frá. Drengurinn er nýtekinn upp á því að leika sér með bangsana sem hann á ansi mikið af en hefur sýnt lítinn áhuga á. Bílar, kubbar og dýr hafa verið miklu ofar á vinsældalistanum alveg síðan hann var lítill. Nú lék okkur foreldrunum mikil forvitni á að vita hvort litlan myndi sýna „stelpulegri“ leikföngum áhuga eða bara sækja í það sama og stóri bróðir gerði á sínum tíma, og svo virðist vera. Mjúkir bangsar eru lítið spennandi, bílar meira spennandi en farsímar og fjarstýringar efstar á vinsældalistanum. Ég verð að viðurkenna að ég varð hálffegin þegar þetta kom í ljós, hefði þótt eitthvað súrt ef sú litla hefði bara viljað leika sér með dúkkur, þó að ég ætli síst að vera á móti dúkkuleikjum. Það er bara ágætt að hafa sem mesta fjölbreytni í dóti og leikjum. Og auðvitað er sú litla afar hrifin af stóra bróður og ljómar sem sólin þegar hann kemur heim úr leikskól- anum. Prakkaralætin í honum þykir henni fyndin og hún er meira að segja farin að herma eftir þeim og mynda hagsmunabandalag með stóra bróður gegn þreyttum foreldrum. Sem er frekar ógnvekjandi þó fyndið sé. TVÖ BÖRN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.