Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 31
Fjölskyldan 5 skólatíma væri líka verið að brjóta upp langar setur og börn fá meiri útrás fyrir hreyfifærni sem myndi aftur gefa aukið úthald í skóla- starfi.“ Tímasetningar eru vandamál Það er draumur margra að íþrótta- félögin fari inn í tómstundaheim- ilin svo að flétta megi íþróttastarf- ið saman við skólastarfið. „Þá er hægt að nýta tímann eftir skóla í samverustundir fjölskyldunnar. Það hefur verið talað um þetta í nokkur ár og held ég að þetta sé framtíðarsýnin. Vandinn er þó sá að íþróttaþjálfararnir eru oft ungt fólk sem er líka í annarri vinnu og kemst ekki fyrr en að þeirri vinnu lýkur, sem er oft á kvöldin,“ segir Ragnheiður. Tímasetningar æfinga geta verið börnum erfiðar á ýmsan hátt. „Þær eru vandamál vegna þess að þær eru seint á daginn og barnið er kannski búið að vinna fullan vinnudag, bæði í skóla og á tómstundaheimili, og þarf síðan að mæta á æfingar. Þá eru kannski sex til sjö ára gömul börn að koma heim til sín klukkan sjö eða hálf- átta á kvöldin. Þetta hentar engan veginn svona ungum börnum. Það myndi vera mun betra að æfingar væru fyrr á daginn og eflaust myndu þau njóta sín betur á æfing- um,“ segir Urður og bætir við að æfingarnar gangi þá einnig á þann tíma sem börn eiga með foreldr- um. „Það má ekki gleymast að eitt það mikilvægasta í lífi barns eru samverustundir með foreldrum. Ef barnið fer alltaf á æfingar þegar mamma og pabbi koma heim úr vinnunni þá er verið að stela þeim tíma sem barnið hefur til að spjalla við foreldra sína og njóta samvista við þau. Það getur verið skaðlegt og má ekki ganga út í öfgar.“ Gísli bendir á að þegar börn eru spurð hvað þeim þyki skemmtilegast þá er það að eyða tíma með pabba, mömmu og syst- kinum. ÍTR hefur verið talsmaður þess að vinnuveitendur reyni að auka svigrúm í vinnutíma fólks svo að foreldrar og börn geti verið meira saman, sérstaklega meðan börnin eru ung. „Það er eðlileg krafa í nútímaþjóðfélagi að reynt sé að skapa þetta svigrúm fyrir barnafjölskyldur svo öllum líði vel,“ segir Gísli ákveðinn. Hreyfing er nauðsynleg Þrátt fyrir að gæta beri hófs í tóm- stundastarfi barna líkt og öðru þá er skynsamleg hreyfing nauðsyn. Seint verður nógu mikil áhersla lögð á mikilvægi frístundaiðkunar og æskulýðsstarfs í forvarnar- skyni. Viðmælendur voru sam- mála um að skólaleikfimi væri tæpast nóg hreyfing. „Þetta eru bara 80 mínútur á viku og síðan eru um 20 kennslustundir í sundi yfir allan veturinn. Hjá okkur er sundið til dæmis kennt í einu nám- skeiði,“ segir Ragnheiður en hún telur að hæfilegt magn af hreyf- ingu fyrir barn sé að meðaltali um þrjár klukkustundir á viku. Þeirri hreyfingu má dreifa niður á margt eins og að ganga og hjóla í skólann og fara út í frímínútur. Mikilvæg- ast er að hreyfingin sé fjölbreytt og verði börnum eðlileg. - hs H V E R N IG Á A Ð V E L JA Í Þ R Ó T T ? 1Hlustið á barnið! Það sem skiptir öllu máli við val á íþróttum og tómstunda- starfi er að barninu líði vel í því sem það er að gera. 2Velja þarf íþrótt sem eflir barnið og það hefur ánægju af. Þetta skiptir sérstaklega máli ef barnið er illa statt félagslega eða á í einhverjum námserfiðleikum þannig að það er álag í skólanum og erfitt að mæta kröfum. Þá er lífsnauðsynlegt fyrir barnið að hafa eitthvað í sínu lífi sem gengur vel. 3 Ef barnið stendur sig vel í skóla og líður þar vel en nennir ekki að fara á æfingar af því það sækir í kyrrsetu, þá má reyna að finna íþrótt sem hentar betur þeim persónu- leika. Mikilvægt er samt að hvetja barnið til að hreyfa sig og geta foreldrar sett gott fordæmi með eigin hreyfingu. 4Sumum henta einstakl-ingsíþróttir betur en öðrum henta hópíþróttir. Sum börn þola illa álag tengt keppnum og eru viðkvæm fyrir því að frammistaða þeirra sé metin. Þá er betra fyrir þau að æfa á eigin forsendum frekar en að vera í liði. 5 Leyfið barninu að prófa sig áfram og verið hvetjandi. Þegar barnið er að prófa íþrótt í fyrsta skipti er í lagi að ýta aðeins á það og gefa íþróttinni tækifæri. Ef það dugar ekki þá er sjálfsagt að leyfa barninu að prófa eitthvað annað. 6Veljið íþrótt sem hæfir getu barnsins. Gott er að velja eitthvað sem þau eru sterk í. Það skilar sér bæði í andlegri vellíðan og líkamlegri hreysti. Að finna til máttar síns og hafa stjórn á aðstæðum eykur vellíðan. 7Börn með fatlanir eru oft hrifnari af einstaklingsí- þróttum þar sem þau eru á eigin forsendum og finna ekki fyrir eins miklu álagi, hvorki líkamlega né andlega. Ef börnum líður illa af einhverj- um orsökum þá getur tómstundastarfið fallið um sjálft sig og valdið jafnvel meiri vanlíðan. Þó eru líka dæmi um börn sem líður til dæmis ekki vel í skóla en blómstra í frístundum. Fjölskyldan saman með börnin í fókus SÝNUM UMHYGGJU Í VERKI –

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.