Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 32
6 Fjölskyldan VEITINGAHÚS / TAKE AWAY / HEIMSENDING Hreyfing með mömmu Lítil kríli hafa gaman af því að hreyfa sig. Ýmis námskeið standa mæðrum þeirra til boða og eru margar konur afar glaðar yfir því að komast í leikfimi eða einhvers konar hreyfingu eftir barnsburð. Mismikil áhersla er lögð á börnin í þessum námskeiðum, mömmurn- ar eru að gera æfingar en börnin fylgjast áhugasöm með og fara ansi lítil að taka eftir jafnöldrum sínum. Í mörgum þessara tíma eru gerðar æfingar með börnunum í seinni hluta tímans. Sú er til dæmis raunin í mömmujóga tímum hjá Auði Bjarnadóttur og í mömmuleikfimi í Hreyfilandi. Líkamsræktarstöðvar bjóða enn fremur flestar upp á tíma fyrir nýbakaðar mæður. www.lotusjoga.is www.hreyfiland.is www.fullfrisk.is www.worldclass.is Ungbarnasund Ungbarnasund hefur verið vinsælt fyrir þau minnstu um margra ára skeið. Sérmenntaðir sundkennarar bjóða upp á námskeið um land allt fyrir börn frá nokkurra vikna aldri. Foreldrar þurfa að venja sig við að börnum er dýft ofan í sundlaug eins og ekkert sé en börnin eru ansi fljót að venjast því. Upplýsingar um sund og staði www.ungbarnasund.is. Tónlist Smábörn yngri en eins árs hafa flest gaman af því að hlusta á tón- list og dilla sér. Það er vissulega hægt að spila tónlist heima en það er auðvitað ekki sama fjörið og þegar mörg börn eru saman komin og foreldrar fá að fylgjast með. Tónagull heldur tónlistarnámskeið fyrir börn yngri en árs gömul og í Tónlistarskóla Sigursveins eru einnig í boði námskeið fyrir ung- börn og foreldra þeirra. www.tonagull.is og www.tonskolinn.com Foreldramorgnar Hluti af kirkjustarfi í mörgum kirkjum eru svokallaðir foreldra- morgnar þar sem nýbökuðum for- eldrum og afkvæmum þeirra er boðið í kaffi og með því í kirkj- unni. Börnin spjalla hvort við annað hvert með sínu lagi og hafa það náðugt á meðan foreldrar ræða málin. Oft eru erindi um efni sem tengist börnum. Á heimasíðu þjóðkirkjunnar www. kirkjan.is er að finna tengla við kirkjur landsins. Leikfimi Í Hreyfilandi er svo í boði snill- ingafimi, leikfimi fyrir 3 til 12 mán- aða börn þar sem kenndar eru æfingar til þess að örva þá sjö greindarþætti sem börn fá í vöggu- gjöf. Hljómar agalega vel og hittir örugglega í mark hjá litlum krílum. - sbt Í mömmujóga Minnstu börnin hafa mjög gaman af því að vera með mömmu í jóga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ungbarnasund. Hollt og gott. afþreying leikum og lesum ... Í leik með litlum krílum Litlu krílin okkar sem eru ekki einu sinni orðin eins árs eru mörg hver heima hjá mömmu eða pabba enn þá. Það þýðir þó ekki að engin afþreying sé í boði. Lestrarstund sameinar fjölskylduna á notalegan máta og fátt er skemmtilegra en að lesa fyrir börnin áður en þau fara að sofa. Ekki er verra þegar litlu börnin eiga í hlut að hafa fallegar myndir að skoða. Bókin Elsku besti pabbi eftir Björk Bjarkadóttur er nýútkomin og uppfyllir sannarlega þau skilyrði. Í henni segir frá Emilíu sem er mikil pabbastelpa enda á hún frábæran pabba sem er stundum eins og kóngur, stundum eins og jólasveinn, fimur eins og api og flinkur galdrakarl sem finnur sleikibrjóstsykur í eyranu hennar og karamellur í ermunum. Þegar pabbi er veikur er hann hins vegar þögull eins og mús og vill alls ekki leika. Emilía hugsar auðvitað vel um pabba sinn og þess vegna batnar honum fljótt. Bókin er hliðstæða frábærrar bókar Bjarkar, Mamma er best, sem kom út fyrir nokkrum árum en auk hennar hefur Björk gert fjölmargar myndabækur. Skrímslapest er önnur skemmtileg nýútkomin myndabók. Hún er sú fjórða í röðinni um skrímslin tvö, litla og stóra skrímslið en bækurnar um þau eiga sér fjölmarga aðdáendur í heimalöndum höfundanna, Íslandi, Svíþjóð og Færeyjum. Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helms- dal segja frá því í þessari bók þegar stóra skrímslið fær skrímslapest. Auðvitað fer þá litla skrímslið í heimsókn, en mikið er erfitt að gera því stóra til hæfis þegar það er lasið! BÓKIN ÚTIDÓT Fátt vita börn skemmtilegra en að moka og ves- enast í sandkössum og moldarbingjum. Snjór er fyrirtaks- byggingarefni og því óþarfi að setja sandkassadót í geymslu þó að vetur sé fram undan, það getur nýst jafnt að vetrarlagi sem um sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.