Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.10.2008, Blaðsíða 46
26 5. október 2008 SUNNUDAGUR „Þetta hefur verið í undirbúningi í fjóra til fimm mánuði og er nú loks að fara af stað,“ segir Svali, útvarpsmaðurinn góðkunni af FM 957. En hann ætlar að hleypa af stokkunum heimasíðu tileinkaðri mótorsporti af öllum stærðum og gerðum. Heimasíðan hefur enn ekki fengið nafn en ætti að verða nefnd á allra næstu dögum. Aðal- málið verður einföld bílaleit þar sem menn geta fundið bíla, mót- orhjól og fjórhjól sem eru til sölu, bæði hér á landi og erlendis. Og verður vefurinn keyrður samfara bílasolur.is. Útvarpsmaðurinn er sjálfur annálaður áhugamaður um bíla og tryllitæki og því voru hæg heimatökin og hann hyggst krydda vefsíðuna með nokkrum skemmtilegum aukahlutum. „Við ráðgerum að menn geti komið sér upp sínu eigin heimasvæði og sett inn myndir og myndskeið af sjálf- um sér þannig að það verður ein- hvers konar youtube-stemning sem svífa mun þarna yfir vötn- um,“ útskýrir Svali sem telur þetta löngu tímabært enda séu mótorsportgreinar á borð við For- múlu 1 með eindæmum vinsælar hér á landi. Svali verður síðan sjálfur nokk- uð áberandi á síðunni því samfara bílaleit, fréttum og myndböndum verður einnig boðið upp á „net- þætti“ þar sem hann hyggst flytja tíðindi af mönnum, málefnum og ökutækjum. - fgg HVAÐ SEGIR MAMMA? „Ég er ótrúlega stolt af honum. Frá því að hann byrjaði að tala bauðst hann til að syngja fyrir gesti þegar þá bar að garði og það vakti alltaf mikla lukku. Ég hef fulla trú á honum og það eru alveg hreinar línur að hann á eftir að meika það, strákur- inn.“ Guðrún Bergmann, móðir Inga Arnar Gíslasonar, sem tekur upp sína fyrstu plötu í San Francisco. Hvað er að frétta? Bara allt gott. Gæti ekki verið betra. Lífið er yndislegt. Augnlitur: Brúnn. Fæðingardagur: 5. janúar 1983. Starf: Blómasali í Ísblómum og vaktstjóri á Svarta kaffi. Fjölskylduhagir: Ég er gift besta manni í heimi, honum Sigurði Þór Þórssyni. Hvaðan ertu? Ég er vel blönduð tegund. Faðir minn er Króati og móðir mín er íslensk. Ertu hjátrúarfull? Upp að vissu marki er ég það. Ég bölva til dæmis svörtum köttum sem hlaupa í veg fyrir mig, og er ekki hrifin þegar speglar brotna. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Dagvaktin er mesta snilld fyrr og síðar. Ég er líka smá háð Desperate Housewives, America‘s Next Top Model og Friends. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur a la mamma stendur upp úr. Fallegasti staðurinn: Giftingarstaðurinn okkar Sigga, Porto Ruz í Slóveníu. iPod eða geislaspilari: Ég er algjörlega tækni-hemluð. Fékk svaka fínan iPod sem tók mig mánuð að læra á og svo týndi ég græjunni um leið og ég var farin að kunna á hana! Hvað er skemmtilegast: Mér finnst skemmtilegast að vera með Sigga. Svo er gaman í bootcamp og að horfa á landsliðið í handbolta. Hvað er leiðinlegast: Ekki neitt. Mér finnst allt alveg geðveikt skemmtilegt. Helsti veikleiki: Ég er alltof viðkvæm. Helsti kostur: Ég er geðveikt fyndin, að eigin sögn. Annars er ég líka jákvæð og fer ekki í fýlu. Helsta afrek: Þegar ég var fjórtán ára spilaði ég handbolta með Breiðablik og við unnum aldrei. Mitt helsta afrek verður sem sagt að vera þegar við unnum okkar fyrsta (og eina) leik, á móti HK, og ég skoraði alveg tíu mörk. Mestu vonbrigðin: Ég tók þátt í Landsbankahlaupinu þegar ég var 10 ára og tapaði. Hver er draumurinn: Að fjölskyld- an haldi heilsu og „world peace“. Hver er fyndnastur/fyndnust: Auður Ósk æskuvinkona mín er fyndnust og Pétur Jóhann Sigfús- son er fyndnastur. Mér finnst að þau ættu að gifta sig, ég væri alltaf í heimsókn! Siggi minn, þú ert líka svaka fyndinn. HINHLIÐIN EVA RUZA MILJEVIC BLÓMASALI Tapaði í Landsbankahlaupinu 5. janúar 19 83 ANNALÁÐUR BÍLAÁHUGAMAÐUR Svali hefur lengi haft mikinn áhuga á tryllitækjum og hefur stofnað heimasíðu til að svala áhuga sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FM-Svali verður Bíla-Svali „Það er allt á blússandi siglingu hjá okkur,“ segir Jónína Lárus- dóttir, konan að baki framtakinu Ein-stök-brjóst. Hún mun efna til ljósmyndasýningar með 100 svarthvítum myndum eftir Írisi Jóhannsdóttur ljósmyndara. Fyrirsæturnar eru konur á öllum aldri, með alls kyns brjóst, sem hafa boðið sig fram til að fækka klæðum að ofan og sitja fyrir í þágu verkefnisins. Ágóði af seldum myndum mun renna til tækjakaupa fyrir brjóstakrabba- meinsleit. Sýningin mun fara fram í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ, þar sem hún leggur undir sig 200 fermetra iðnaðarrými. Hún verður opnuð 25. október næstkomandi og sama dag verður haldið uppboð á listaverk- um sem listamenn hafa gert og gefið verkefninu. Ágóði af sölu þeirra mun renna til sama markmiðs. Viku fyrir opnun sýningarinnar fara svo bolir merktir verkefninu í sölu í 10-11- búðunum. „Konurnar sem sitja fyrir eru samt algjör- lega hetjurnar í þessu að mínu mati. Þetta hefði aldrei verið hægt nema fyrir tilstilli þeirra,“ segir Jónína þakklát. Í næstu viku mun síðan www.brjost.is fara í loftið, þar sem áhugasamir geta kynnt sér verkefn- ið nánar. - sun Fyrirsæturnar eru hetjurnar BLÚSSANDI SIGLING Verkefni Jónínu Lárusdóttur, Ein-stök-brjóst, hefur gengið afar vel og hafa 90 konur þegar komið í myndatöku. „Þetta er langstærsta verkefni sem ég hef komið nálægt. Risa- vaxið. Fyrst var verið að tala um 25 milljóna dollara mynd í framleiðslu en nú, á þessu stigi, er verið að tala um 40 til 60 milljóna dollara mynd. Og gæti stækkað. Þetta er risa- dæmi,“ segir Baltasar Kormákur. Búið er að ganga frá því að framleidd verði Hollywood- mynd sem tekin verður að mestu leyti á Íslandi. Baltasar mun leik- stýra en myndin er gerð eftir handriti sem hann hefur unnið að, leynt og ljóst, ásamt Ólafi Egils- syni. Upphaflega stóð til að byggja handritið á Njálu en það hefur þróast í þá átt að handritið byggir á minnum úr Íslendingasögum. Vinnutitillinn er Saga. „Við höfum kynnt þetta vestan hafs sem svona spagettí-western-viking-movie. Her manna mun leika í þessu. Gríðarlega mannmörg mynd og stór. Herir og eltingaleikur 40 til 50 manna gengja um hálendi Íslands og allur pakkinn,“ segir Baltasar sem kallar ekki allt ömmu sína. Þó segist hann hálf feiminn við verkefnið því svo mjög hefur það vaxið í höndunum á honum, ekki síst vegna áhuga samstarfsmanna hans. Framleið- endur eru þeir hinir sömu og fram- leiða mynd hans Inhale sem áður hét Run for Her Life, 26 Film, en Michelle Chydzik Sowa er nú stödd hér á landi. Á föstudag fóru þau Baltasar í þyrlu yfir allt hálendið að skoða væntanlega tökustaði. Þá er fyrirhugað að enn stærri hákarlar í kvikmyndafram- leiðslu muni koma að verkefninu en ótímabært er að upplýsa um það á þessu stigi. Baltasar er ekki bara að tala um stærsta verkefni sem hann hefur komið nálægt heldur langstærsta verkefni sem Ísland hefur nokkru sinni komist í tæri við: Tökutíma- bilið er sex mánuðir en sagan ger- ist að vetri til, vori og sumri. Sex- tíu milljónir dollara nú (þegar þetta er skrifað) þýða 6,6 milljarð- ar í íslenskum krónum. Sem er ekki lítil innspýting fyrir kvik- myndageirann á Íslandi og reynd- ar allt efnahagslífið. „Jájá, þetta færi allt í gegn hér. Svo er áhugavert að þetta tengist menningarsögu okkar,“ segir Baltasar sem hefur lagt á það ríka áherslu að myndin verði tekin hér á landi. Íslenskir leikarar munu koma við sögu, hugsanlega í stóru hlutverki írsks þræls og papar verða einnig sjáanlegir. Fram- leiðendur myndarinnar vildu hefja tökur strax næsta sumar en Baltasar vill gefa sér betri tíma þó að handritið sé svo gott sem tilbúið. „Ólafur kemur með mér til Los Angeles til að klára það. Annars er handritið í stöðugri vinnslu. Handritsvinnu lýkur ekki fyrr en við síðasta tökudag,“ segir Baltasar Kormákur. jakob@frettabladid.is BALTASAR KORMÁKUR: LANGSTÆRSTA VERKEFNI SEM ÉG HEF KOMIÐ NÁLÆGT Sjö milljarða bíómynd tekin á Íslandi LEITAÐ AÐ TÖKUSTÖÐUM FYRIR VÍKINGAMYND Baltasar Kormákur og Michelle Chydzik framleiðandi skoðuðu hálendi Ís- lands en þar munu stór gengi víkinga fara um í langstærstu mynd sem Ís- lendingar hafa komist í tæri við. Leikstjórinn og framleiðandinn voru átta tíma samfellt í þyrlu og fóru yfir hálendið í leit að tökustöðum. LJ Ó SM YN D IR /Ó TT A R G U Ð N A SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.