Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 8. október 2008 — 275. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Eldflaug og eldfjall Einar Már Jónsson veltir fyrir sér hvenær alþjóðasveitir örlaga- smjaðrara skyldu skjóta upp kollinum á Íslandi. Í DAG 10 VIGDÍS MÁSDÓTTIR Bæði góðar og slæmar leiksýningar í Berlín • ferðir • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 LEIKHÚSFERÐ TIL LONDON verður farin á vegum Expressferða fimmtudaginn 23. október, heimkoma er sunnudaginn 26. október. Stefnt er á að sjá sýninguna Billy Elliot á föstudagskvöldinu og Disappearing Number á laugardagskvöld. Fararstjóri er Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri. Leiklistarneminn Vigdís Másdótt- ir fór ásamt samnemendum sínum í leiklistardeild Listaháskóla Íslands í útskriftarferð til Berlín-ar strax eftir að þriðja árinu lauk í lok maí síðastliðinn. Hún heillað-ist af borginni og listalífinu sem þar blómstrar. „Þetta var svokölluð menningarferð og sáum ið Hópurinn dvaldi í borginni í tæpar tvær vikur og þótti Vigdísi merkilegt að sjá muninn á aust- ur- og vesturhlutanum sem hún segir sérstaklega koma fram í ólíkum arkitektúr. „Þá er ljóst að „greddan“ í listalífinu er mikil, ef svo má að orði kV bústaðinn í risastórri þyrlu,“ segir Vigdís og hlær. Hún endaði síðan ferðalagið í London þar sem hún hélt upp á þrítugs afmæli sitt með kærastanum og systur.Vigdís helgar sig nú Neleikhú i Angela Merkel á sveimi Vigdís Másdóttir hreifst af frjóu listalífi Berlínar í útskriftarferð sinni þangað með leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Litlu munaði að hópurinn næði að berja kanslara Þýskalands augum. Vigdís fékk skemmtilega mynd af útskriftarhópnum í þrítugsafmælisgjöf en hún endaði ferðalagið á því að fara til London til að halda upp á stórafmælið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UMBROT AUGLÝSINGAR Tökum að okkur að setja upp prentverk, stór sem smá. Auglýsingar, bækur, blöð, dreifibréf, fréttabréf, fermingarkort, gjafakort, nafnspjöld, tímarit og hvað eina sem þarf að prenta. Útbúum auglýsing í ll Alþjóðleg brjóstagjafarvika Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in hefur árum saman mælt með brjóstagjöf sem einu fæðu ung- barna til sex mánaða aldurs. TÍMAMÓT 12 Er engin klappstýra Hermann Hreiðars- son íhugar framtíð sína hjá Portsmouth vegna skorts á tækifærum undanfarið. ÍÞRÓTTIR 18 OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 BORÐLAMPAR ÁGÆTT VEÐUR Í dag verða suð- vestan áttir, 3-8 m/s. Bjart austan til, annars skýjað með köflum og hætt við lítils háttar skúrum vestan til síðdegis. Hiti 5-10 stig. VEÐUR 4 6 8 6 7 7 % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið ÁRNI ÞÓRARINSSON Slær í gegn í Frakklandi Í fimmta sæti yfir söluhæstu glæpasögurnar FÓLK 22 SIGRÍÐUR THORLACIUS Smyrja nesti fyrir tón- leikaferð um Bretland Meðlimir Hjaltalín sníða sér stakk eftir vexti FÓLK 22 INN OG ÚT Hópur manna frá Fjármálaeftirlitinu fór inn um bakdyrnar á aðalstöðvum Glitnis á Kirkjusandi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Klukkustund síðar yfirgáfu Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristín Edwald, fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni, höfuðstöðvarnar. Fjármálaeftirlitið hefur nú bæði tekið yfir Glitni og Landsbankann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur á grundvelli nýsettra laga gripið inn í rekstur Glitnis og Lands- bankans til að tryggja áframhald- andi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi. Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefndir sem taka við öllum heimildum bankaráðs Landsbankans og stjórnar Glitnis. Tilkynnt var um yfirtöku á Landsbankanum eldsnemma í gærmorgun, en embættismenn á vegum Fjármálaeftirlitsins fóru inn í höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand á tíunda tímanum í gærkvöldi. Búist er við að ný félög verði stofnuð um innlenda hluta starfsemi beggja banka nú þegar. Stjórn Glitnis óskaði eftir því í gærkvöldi að Fjármálaeftirlitið nýtti sér nýfengnar heimildir í lögum til að flýta fyrirhuguðum hluthafafundi til samþykktar á aukningu hlutafjár félagsins um 600 milljónir evra í samræmi við hlutafjárloforð ríkisins. Fjármála- eftirlitið svaraði ekki þessari málaleitan. Vegna þessa gat ekki orðið af innborgun hlutafjárins í gær og þess vegna taldi stjórn Glitnis að skilyrði laganna um skilanefnd ættu við, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. „Það gera sér allir grein fyrir því að mikil verðmæti hafa farið forgörðum síðustu sólarhringa, en ég vona að skilanefndin reyni að varðveita þau verðmæti sem eftir eru,“ sagði Þorsteinn Már Bald- vinsson, fráfarandi stjórnarfor- maður Glitnis, í gærkvöldi. Þar með er ljóst að ekkert verð- ur af þjóðnýtingu bankans, sem átti að staðfesta á hluthafafundi næstkomandi laugardag. Heimildir Markaðarins herma að sá möguleiki sé nú til alvar- legrar skoðunar að Kaupþing taki yfir innlenda starfsemi Glitnis. Skilanefnd tekur endanlega ákvörðun um slíkt, en með slíkri ráðstöfun á að byggja upp sterka fjármálastofnun til framtíðar og undirstrika þannig fjárhagslegan styrk Kaupþings í því erfiða árferði sem nú geisar á fjármála- mörkuðum. Viðmælendur blaðsins töldu að þetta gæti gerst mjög fljótlega, jafnvel fyrir helgi. - bih Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn Glitnis í gærkvöldi FME tók Glitni yfir í gærkvöldi og Landsbankann í gærmorgun. Ný félög um innlenda starfsemi og bank- arnir áfram opnir. Ekkert verður af þjóðnýtingu, en rætt um að Kaupþing taki yfir innlenda hluta Glitnis. EFNAHAGSMÁL Alcoa, eigandi Fjarðaáls og stærsti álframleiðandi Bandaríkjanna, ætlar að skera niður framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar í Banda- ríkjunum og verðlækkunar á áli af völdum efnahags- þrenginga í heiminum. Haft er eftir Klaus Kleinfeld, forstjóra Alcoa, á fréttaveitunni Bloomberg í gærkvöldi, að hagnaður hafi minnkað um 52 prósent á þriðja ársfjórðungi. Áfram verður eftirspurn eftir áli á heimsvísu, en þó minni en spáð var fyrir um. Gert er ráð fyrir að mun rólegra verði á álmarkaði en undanfarin ár, allt fram til ársins 2010. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir orð forstjórans engin áhrif hafa á Fjarðaál sem sé í öflugri stöðu og gangi vel. „Gangsetning er að baki og verksmiðjan í fullri framleiðslu. Þá hefur þetta engin áhrif á Húsavík. Enda er álver á Bakka fjær í tíma en þessi tilkynning segir til um og við höfum mikla trú á framtíðarverkefnastöðunni,“ segir Tómas. Hann bendir á að þar sé enda unnið eftir aðgerðaáætlun þar sem ekki sé að vænta ákvörðunar fyrr en í lok næsta árs. Iðnaðarráðuneytið hafði ekki haft spurnir af málinu seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins hefur Norðurál hins vegar mikinn áhuga á að flýta framkvæmdum í Helguvík og hefur nálgast iðnaðar- ráðuneytið með slíkar hugmyndir. - jk, kh, óká Móðurfélag Fjarðaáls dregur saman seglin en áætlanir um Bakka eru óbreyttar: Eftirspurn eftir áli minnkar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.