Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 8
8 8. október 2008 MIÐVIKUDAGUR ALÞJÓÐAFJÁRMÁL Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn telur að heildartjónið af fjármálakreppunni, sem átti upp- tök sín í Bandaríkjunum en breið- ist nú út um allan heim, geti numið 1.400 milljörðum bandarískra dala, eða um 140 þúsund milljörð- um króna. Sérfræðingar sjóðsins telja nauðsynlegt að ríki heims taki nú höndum saman og samhæfi aðgerðir gegn kreppunni. Auð- veldara verði að koma á stöðug- leika ef ríkin skuldbinda sig sam- eiginlega til þess að takast á við vandann. George W. Bush setti sig í gær í samband við leiðtoga nokkurra helstu ríkja Evrópusambandsins um að stilla saman strengi sína í baráttunni við fjármálakreppuna. Einnig sátu fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna á neyð- arfundi í Lúxemborg í gær og á mánudag og samþykktu þar að tryggja afkomu helstu banka í aðildarríkjunum. Þeir ákváðu meðal annars að ábyrgjast banka- innistæður að upphæð allt að 50 þúsund evrum, jafnvel þótt við- komandi bankar fari á hausinn. Jafnframt lýstu þeir því yfir að hluthafar í bönkunum þurfi að bera skaðann af þessari íhlutun. Einnig kom fram í yfirlýsingunni að stjórnvöld ættu að hafa völd til að reka ráðamenn banka auk þess sem framkvæmdastjórar fyrir- tækja, sem fara á hausinn, eigi ekki að geta hagnast á því. „Kreppan núna er mjög alvar- leg, eins og Íslendingar gera sér alltof vel grein fyrir, og það er engin fljót og auðveld leið út úr henni,“ segir Amelia Torres í við- tali við Fréttablaðið. Hún er tals- kona Joaquíns Almunia, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Hún segir aðgerðir sambands- ins miða að því að styðja sérstak- lega þá banka sem eru það mikil- vægir fyrir efnahagskerfið að gjaldþrot þeirra muni hafa í för með sér kerfishrun. Hlutabréfamarkaðir um heim allan náðu sér nokkuð á strik í gær eftir svartan mánudag þegar mikið tap varð á öllum mörkuð- um. Seðlabanki Bandaríkjanna greiddi fyrir þessum bata með yfirlýsingu um að hann muni kaupa skammtímaskuldir í stór- um stíl og liðka þannig fyrir frekari viðskiptum á verðbréfa- mörkuðum. Vonir stóðu til að seðlabanki Evrópusambandsins myndi grípa til sams konar aðgerða, þrátt fyrir að bankinn hafi ekki ótvíræða heimild til slíks. Nokkurrar bjartsýni gætti einnig um að helstu seðlabankar heims ætli að verða samstiga í að lækka vexti nokkuð hratt og lík- lega verði það gert á fimmtu- daginn. gudsteinn@frettabladid.is Samhæfa aðgerðir gegn kreppunni Fjárhagslegt tjón af alþjóðlegu fjármálakreppunni getur numið allt að 140 þúsund milljörðum króna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Evrópusambands- ríki ákveða aðgerðir til bjargar bankakerfinu. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra Fundarstjóri er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Allar nánari upplýsingar á www.samfylking.is Allir velkomnir! UMRÓT Á MÖRKUKÐUM Þessi maður fylgdist milli vonar og ótta með sveiflum á mörkuðum í kauphöllinni í Ástralíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hvaða stofnun hefur fengið víðtækar heimildir til inngripa í íslenskt fjármálakerfi? 2. Hvaða Hollywood-stjörnur eiga nú í Facebook-stríði? 3. Hver er stjórnarformaður Kaupþings? SVÖR Á BLS. 22 SAMFÉLAGSMÁL „Það minnsta sem við getum gert er að segja innflytjendum frá þessu á þeirra tungumáli því þetta eru ekki síður mikilvæg tíðindi fyrir þá,“ segir Helga Ólafs, upplýsingafulltrúi Alþjóðahúss. Á vef þess hafa fréttir um efnahagsástandið, neyðarlögin og aðra atburði síðustu daga því tengt verið þýddar á sjö tungumál. „Það er sérstaklega mikilvægt að flytja fólki þær fréttir að gengið hefur verið fryst en eins og gefur að skilja hefur mörgum orðið bilt við þegar evran var komin upp í 250 krónur eins og útlitið var um stund.“ - jse Alþjóðahúsið: Tíðindin á sjö tungumálum NEYTENDAMÁL Olíufélögin lækkuðu eldsneytisverð í gærmorgun eftir að Seðlabanki Íslands hafði tilkynnt um að krónan yrði fest á gengisvísitölunni 175. Í fyrradag var hún 207 en var svo komin upp í 257 í gærmorgun áður en Seðlabankinn greip inn í. Víðast hvar nam lækkunin 11 krónum á lítra af bensíni og 13 krónum á dísillítranum. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir að hefði ekki til gengisfestingar komið hefði hækkun eldsneytisverðs verið fyrirsjáanleg í gær. Spurður um ummælin sem hann lét falla fyrir skemmstu um að hætta væri á eldsneytisskorti hér á landi að öllu óbreyttu segir hann: „Nú met ég það þannig að ríkið sé búið að ná tökum á bankakerfinu. Bæði ráðherrar og seðlabankastjóri hafa lýst því yfir að það verði tryggður gjaldeyrir til allra nauðsynja svo ég hef enga ástæðu til að óttast eldsneytisskort.“ Einar Nikulásson, stöðvarstjóri N1 í Skógarseli, segir að í kjölfar umræðunnar um hugsanlegan eldsneytisskort hafi salan aukist. „En svo fór þetta að róast,“ segir hann. „En eftir að lækkunin var tilkynnt hefur fólk tekið við sér og það hefur verið nóg að gera og fólk hefur verið kátt og farið með bros á vör, það er nú nokkurs virði í þessu árferði.“ - jse Eldsneytisverð lækkaði í kjölfar inngrips Seðlabankans: Óttinn um skort liðinn hjá DÆMI UM BENSÍNVERÐIÐ Í GÆR Bensín Dísil Atlantsolía 165,10 184,90 N1 (Skógarseli) 165,10 185,10 Skeljungur (Kleppsvegi) 166,70 186,60 ÓB (Snorrabraut*) 163,10 182,90 Orkan (Eiðistorg*) 165 184,8 *Almennt verð Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.