Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 10
10 8. október 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is UMRÆÐAN Haukur Logi Karlsson skrifar um gengisfall krónunnar Gengissveiflur krónunnar hafa umsvifa-laus áhrif á námsmenn í útlöndum á framfæri ríkissjóðs. Þeir þurfa því annað hvort að stinga nýtt gat í sultarólina eða fá frekari fyrirgreiðslu hjá bankanum. Þessi sveifla hefur ekki sérstök áhrif á suma, þar sem við gerum upp yfirdráttinn við bankann í lok annar með láni frá LÍN, sem reiknað er út frá gjaldmiðli námslandsins miðað við útborgun- ardag. Í sumar rak ég mig á að þessi eðlilega gengistrygging nær ekki til allra. Samviskusamlega las ég úthlutunarreglur LÍN og óskaði eftir því í kjölfarið að gert yrði upp við mig samkvæmt því sem gildir um námsmenn erlendis. Um hæl var mér boðið að fá lánið borgað miðað við gengi gjaldmið- ilsins 1. júli árinu á undan. Þetta þýddi í reynd að mér var boðið að fá lán á genginu 8,9 ÍSK, þegar gengi sænsku krónunnar yfir önnina var á bilinu 12,5-13,5 ÍSK. Skýringin hjá LÍN var vísun í óbirta reglu um að skiptinemar fengju ekki sams konar gengistryggingu og námsmenn erlendis. Efnisleg rök fengust ekki fyrir þessari mismunandi afgreiðslu en regluna er nú búið að birta í uppfærðum úthlutunarreglum LÍN. Skiptinemar á þessu skólaári fá því lán sem miðar við gengi krónunnar þann fyrsta júlí í sumar, og munu væntanlega þurfa að taka gengisfallið í haust á sig. Sjálfur hef ég verið hækkaður í tign hjá LÍN, telst nú alvöru námsmaður erlendis og fæ því gengistryggingu. Áhugavert væri að vita hvort umboðs- maður Alþingis telji þetta standast jafnræð- isreglu. Ég fæ ekki séð að námsmaður erlendis hafi aðra þörf fyrir gengistrygg- ingu sem námsmaður en skiptinemi. Þótt nýlegar víkingaferðir Íslendinga hafi endað sneypulega má ekki gleyma því að þúsundir Íslendinga eru í annars konar útrás sem gæti reynst þjóðinni drjúg búbót þegar fram í sækir. Það á að vera forgangsverkefni LÍN, eða umboðsmanns Alþingis, að leiðrétta stöðu þeirra hundruða skiptinema sem nú eru við nám um allan heim og gera hana sambærilega við stöðu annara náms- manna erlendis. Hrun krónunnar má ekki leiða til þess að næsta kynslóð Íslendinga verði eintómir heimalningar. Höfundur er í framhaldsnámi við Stockholms Universit. LÍN mismunar skiptinemum HAUKUR LOGI KARLSSON Kannske kemur það einhverj-um á óvart sem ekki er innvígður í leyndardóma menn- ingarlífsins í París, en fyrir skömmu tók vikuritið „Le Nouvel Observateur“ að sér að auglýsa á netinu útvarpsþátt, þar sem heimspekingar, rithöfundar og blaðamenn áttu að upplýsa hlustendur um hinn glæsta persónuleika Jean Daniels, sem er einmitt einn af stofnendum og ritstjóri þess hins sama vikurits. Og beðið var um viðbrögð lesenda. Eitt af þeim tölvuskeytum sem vikuritið fékk var á þessa leið: „Í hvert skipti sem ég les ritsmíðar Jean Daniels hef ég þá tilfinningu að ég sé kominn upp í eldflaug og sjái þar yfir allar víddir heimsins. Jean Daniel er vor Pic de la Mirandole.“ ( Pic de la Mirandole var ítalskur heimspekingur á endurreisnartímanum, frægur m.a. fyrir víðfeðmi þekkingar sinnar, en hér er líka falinn orðaleikur því „pic“ þýðir „fjallstindur“ á frönsku). Annað hljóðaði svo: „Þrátt fyrir alla þá vináttu og aðdáun sem Jean Daniel hefur verið sýnd, hefur honum tekist að vera áfram hógvær og lítillátur. Þetta ber að lofa, svo sjaldgæft er það í veröldinni.“ Alls voru ein fjörutíu og sex tölvuskeyti í þessum sama anda. Fljótt á lítið er þetta nokkurn veginn í þeim stíl sem menningar- páfar Parísar viðhafa þegar þeir skrifa hver um annan, og hljómar að því er virðist ákaflega sætlega í þeirra eyrum. En hér liggur þó hornsíli undir steini, með nokkuð beittan sting, því í þessum tölvuskeytum er fimlega laumast yfir þau hárfínu skil þar sem lof breytist í oflof og síðan í hið eitraðasta háð. Og eins og dagblaðið „Le Monde“ gat upplýst lesendur sína var á bak við þessi tölvuskeyti einhver hópur manna sem nefna sig „les Fatals flatt- eurs“, en það mætti kannske þýða á íslensku sem „loftungurnar banvænu“ eða þá „örlagasmjaðr- ararnir“. Í nokkurs konar „stefnuyfirlýsingu“ sögðu þessir huldumenn: „Í menningar- og fjölmiðlaheiminum, sem einkenn- ist af sjálfumgleði, eru þeir fáir sem standast fagurgalann.“ Þegar einhver af þeim menningarvitum sem nú eru mest í tísku upphefur sína raust í einhverjum fjölmiðli laumast þeir því inn á heimasíðu þess hins sama miðils eða einhverja blaðursíðu aðra með yfirgengilegt skjall og lofsöngva, eða þeir bera upp spurningar sem eru eins heimskulegar og þýlyndislegar og auðið er. Í miðri styrjöldinni í Georgíu gat Alain Minc, rithöfundur, ráðunautur og allt sem nöfnum tjáir að nefna, ekki á sér setið að láta ljós sitt skína á síðum dagblaðsins „Libération“ um þessa alvarlegu atburði. Þá heyrðist í einum „örlagasmjaðrar- anum“: „Heilabú Alain Mincs er eins og gjósandi eldfjall. Þessi maður er einstakt fyrirbæri. Hvenær verður gerð kvikmynd um Alain Minc?“ Og annar tók undir í Hollandi: „Alain Minc er hugmyndasmiðja út af fyrir sig. Í Hollandi minnir hann oft á okkar fræga Spinoza. Stundum veltum við því fyrir okkur hvort það sé ekki Spinoza sem hafi lesið Alain Minc.“ Þessi orðaskipti geta farið inn á óvæntar brautir. Ein af „loftung- unum banvænu“ sendi öðrum stofnanda og ritstjóra „Le Nouvel Observateur“ þessa spurningu: „Verður tímarit ykkar þess megnugt að vera áfram eyland sjálfstæðis og gagnrýnnar sýnar á heiminum, sem byggist á gildum upplýsingastefnunnar og setur markið einstaklega hátt í mann- viti og stíl ...“ Og svo undarlega brá við að ritstjórinn tók þetta galimatias í fúlustu alvöru og hann svaraði: „Það er svo sem ekki auðvelt, en með hæfileikum blaðamannanna og hjálp lesend- anna mun okkur takast það.“ Kannske hafa aðrir menningar- vitar brugðist við á svipaðan hátt, þótt það hafi ekki spurst. Blaðamaður „Le Monde“ reyndi að ná tali af þessum sprelligosum franska menningarlífsins en fékk það svar að þeir gæfu aldrei nein viðtöl „jafnvel ekki við blað sem helgar sig jafn einlæglega þjónustunni við sannleikann og „Le Monde“ gerir“. Hann skildi þó að minnsta kosti sneiðina. En ýmislegt gat blaðamaðurinn fiskað upp þótt ekkert gæti orðið af viðtalinu. Hann komst t.d. að því að „loftungurnar banvænu“ eru nú í óða önn að safna nýjum baráttumönnum og ekki nóg með það heldur eru þeir að setja á stofn deildir í öðrum löndum sem ganga undir skammstöfuninni „BIFF“ (sem sé „Alþjóðasveitir örlagasmjaðraranna“). Kannske má búast við því að svo fari að þeir skjóti upp kollinum á Íslandi áður en langt um líður. Eldflaug og eldfjall EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Loftungurnar banvænu Lán og góð ráð Seðlabanki Íslands hefur senn við- ræður við rússnesk yfirvöld um fjög- urra milljarða evra lán til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Sér- fræðingar Seðlabankans og stjórnar- ráðsins halda senn til Moskvu þar sem farið verður yfir möguleg kjör og útfærslu. Ekki þarf að koma á óvart þótt rússnesk yfirvöld gaukuðu nokkrum ráðleggingum að kollegum sínum á Íslandi, um hvað skuli gera við ódæla auðkýfinga; Mikhaíl Khodorkovskí, stofnandi olíu- risans Yukos, er enn á bak við lás og slá í Síberíu. Afleiðingar? Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gærmorgun að ekki stæði til að veita Rússum aðstöðu á Keflavík- urflugvelli gegn risaláni og að ekkert óeðlilegt hengi á spýtunni. Óneitan- lega vakna þó ýmsar spurningar, myndi lánið til dæmis liðka fyrir rússneskri olíuhreinsunarstöð hér á landi? Og ekki síður, hvaða áhrif myndi það hafa á framboð Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Það sem máli skiptir Skjár einn hefur látið útbúa sérstök „almannaheillainnslög“, stutt skilaboð þar sem landsþekktir einstaklingar minna á „að það sem raunverulega skiptir máli kostar ekki peninga“. Meðal þeirra sem koma fram í innslögunum og flytja stuttar hugvekjur um „það sem máli skiptir“ eru Arnar Gauti, umsjónarmaður Innlits/útlits og Svava Johansen kaupmaður, oft kennd við tískuverslunina 17. Þegar fólk sem hefur þrifist á taumlausu neysluæði undanfarinna ára er farið að flytja þau skilaboð að peningar skipti ekki máli, er þá ekki fokið í flest skjól? bergsteinn@frettabladid.is Opinn fundur um haf- og fi skirannsóknir Hafrannsóknastofnunin boðar til opins fundar um haf- og fi skirannsóknir í Saltfi sksetrinu í Grindavík, 10. október 2008 kl. 16:00. Jóhann Sigurjónsson forstjóri ásamt fi skifræðingum fl ytja stutt erindi. Umræður. Allir velkomnir. Fundarstjóri: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Hafrannsóknastofnunin M eð vissum hætti má segja að nýr dagur sé runninn í íslensku fjármálalífi. Þær ráðstafanir sem ákveðn- ar hafa verið veita tækifæri til nýrrar viðspyrnu. Á miklu veltur að tæknileg stjórnun fjármálakerfisins á næstu vikum tryggi eðlilegan gang atvinnulífsins. Um leið er nauðsynlegt að skýr hugmyndafræðileg markmið liggi til grundvallar þeirri nýju framtíð sem þjóðin gengur nú til móts við. Þegar skriftin blasti við á veggnum tók ríkisstjórnin á tröllauknu viðfangsefni af mikilli ábyrgð. Örugg framganga forsætisráðherra hinn örlagaríka dag 6. október 2008 og agað sam- starf ríkisstjórnarflokkanna réði miklu um markvissa framvindu hlutanna. Ábyrg afstaða stjórnarandstöðuflokkanna, og alveg sér- staklega Framsóknarflokksins, var nauðsynleg forsenda þess að mál réðust með þeim hætti sem nauðsyn krafði. Framhaldið er óráðið um flesta hluti. Mikilvægast er að það breiða pólitíska stjórnarsamstarf sem til var stofnað fyrir rúmu ári haldist. Reyndar bendir ekkert til annars en sú stjórnfesta ríki áfram. Pólitísk óvissa við þessar aðstæður gæti orðið að efnahags- legu eitri. Við tæknilega skipulagsbreytingu á fjármálakerfinu skiptir öllu að verja rekstur atvinnufyrirtækjanna og venjulega fjármálasýslu heimilanna. Þó að einhverjar skráðar eignir fari óhjákvæmilega forgörðum er brýnt að varðveita sem allra mest af eignum lands- manna, skapandi framleiðslu og þjónustu. Það er lykilatriði. Víða mun þurfa að kalla til nýja menn með reynslu og þekkingu, eins úr nýja alþjóðaumhverfinu sem úr gamla hagkerfinu sem svo hefur verið nefnt. Það þarf bæði kraft og traust við það starf. Vitaskuld mun taka tíma að endurvinna traust fjármálakerfis- ins bæði heima og erlendis. Það hjálpar til að stærri þjóðir glíma við sams konar vanda. En frá degi eitt þarf með skipulögðum hætti að láta markmiðið um endurnýjað traust ráða för hvar sem augum er litið og án undantekninga. Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að festa gengi krónunnar er með formlegum hætti horfið frá peningamálastefnunni sem fylgt hefur verið í rúm sjö ár. Þegar ró færist yfir á ný stendur ríkisstjórnin frammi fyrir því stóra og vandasama viðfangsefni að ákveða það framtíðarumhverfi peningastefnunnar sem líklegast er til að viðhalda stöðugleika á Íslandi og auka traust á landinu í samfélagi þjóðanna. Því fyrr sem sú stefnumótun liggur fyrir þeim mun skjótari og öflugri getur viðspyrna atvinnulífsins orðið. Á miklu veltur að hraða öllum ákvörðunum um nýjar fjárfestingar og verð- mætasköpun. Nýtt umhverfi peningamála verður að njóta þess trausts að erlendir fjárfestar sjái sér hag í að koma hingað á víðari forsendum en auðlindanýtingu einni saman. Íslenskt samfélag hefur lengst af þróast í góðu jafnvægi markaðslögmála og velferðar. Við endurreisnina þarf að viðhalda þessu hugmyndafræðilega jafnvægi. Þar af leiðir að endurvekja verður traust manna á að fjárfesta í atvinnulífinu svo að það blómgist á ný. Það getur verið freistandi að vantreysta markaðnum eftir það sem á hefur gengið. Sú freisting myndi hins vegar draga úr afli viðspyrnunnar og veikja atvinnu- og afkomuöryggi fólksins í land- inu. Fyrir þá sök þarf hugmyndafræðilegt jafnvægi endurreisnar- innar að vera skýrt frá upphafi. Tæknilegar lausnir og hugmyndafræði: Nýr dagur ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.