Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 13
Stiglitz Vandinn blasti við 6 Orðskýring Hvað er viðskiptavild? 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 9. janúar 2008 – 1. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 Endurskoða spá | Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn (IMF) varar við því að tap vegna lélegra veða í Bandaríkjunum gæti farið yfir 1.400 milljarða dala (yfir 137 þús- und milljarðar króna). Fyrri áætl- un gerði ráð fyrir 945 milljörðum dala. Hvatt er til samhæfðra að- gerða þjóða. Vinnuhorfur Evrópu | Atvinnu- leysi innan Evrópusambandsins mælist 7,5 prósent í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu ESB, sem er 0,5 prósentustiga aukning frá ára- mótum. Eurostat áréttar þó að atvinnuleysi innan sambandsins hafi aldrei verið minna en um ára- mótin. Vilja breytingar | Þýsk stjórn- völd kunna að skilyrða aðstoð við banka í örðugleikum við að breytingar verði gerðar í stjórn- endahópi þeirra. Krafan yrði til að vernda hag skattgreiðenda og forða frekari áföllum. CDS markaður | CME Group og Citadel Investment Group boða innan mánaðar stofnun rafræns markaðar með skuldatrygging- arálag (CDS, eða Credit Default Swap) sem rekinn yrði í samstarfi við miðlæga greiðslujöfnunar- eða uppgjörsstöð. Félögin bjóða til sölu hlutabréf í markaðnum. Andfætlingar lækka | Seðla- banki Ástralíu hefur lækkað stýri- vexti úr 7,0 prósentustigum í 6,0 prósentustig. Lækkunin er mun skarpari en búist var við. Bank- inn segir hagvaxtarhorfur rétt- læta hana, þótt verðbólga sé enn yfir markmiði. Óbreytt í Japan | Tuttugasta mánuðinn í röð hefur Seðlabanki Japana ákveðið að halda stýri- vöxtum þar í landi óbreyttum í 0,5 prósentustigum. Bankinn reyn- ir að ýta undir með hagkerfinu sem orðið hefur fyrir neikvæð- um áhrifum frá Bandaríkjunum og Japan. H E L S T Í Ú T L Ö N D U M FORSÆTISRÁÐHERRA Geir H. Haarde segir forsætisráðuneytið ekki taka fram fyrir hendur bankastjórnar Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Seðlabankinn er sjálfstæð stofn- un og vinnur samkvæmt lögum. Við gerum engar breytingar á bankastjórninni,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra að- spurður hvort breyting sé fyrir- huguð á bankastjórn eða stýri- vextir lækkaðir á næstunni vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Seðlabankinn heyrir undir for- sætisráðuneyti en hefur sætt harðri gagnrýni síðustu vikur. Geir sagði Seðlabankann vinna í samræmi við lög um bankann en ríkisstjórnin sinni eigin starfi. Hann, sem forsætisráðherra, geti ekki tekið fram fyrir hendurnar á bankanum. Slíkt sé í trássi við lög. - jab Bankastjórnin situr óhögguð Er prentverkið Svansmerkt? Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Skortsölur í fjármálafyrirtækj- um skráðum í íslensku kauphöll- ina hafa verið bannaðar. Und- anþága er hafi seljandi bréfin „í sinni vörslu þegar sölutilboð er lagt fram, enda tilkynni við- komandi án tafar um viðskiptin til Fjármálaeftirlitsins“ eins og fram kemur í tilkynningu FME. Ákvörðunin tók gildi í gær og gildir fram til 16. janúar á næsta ári. Fyrirtækin sem um ræðir eru Kaupþing, Landsbank- inn, Glitnir, Exista, Straumur og Spron. - hhs Skrúfað fyrir skortsölur Samson Sex ára siglingu lokið 4-5 „Þessi nýjustu tíðindi setja þetta mál í uppnám og við höfum ekki séð fram úr því,“ segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskips, um kröfu á félagið vegna gjaldþrots XL Leisure. Björgólfsfeðgar höfðu gefið yfirlýsingu um að þeir ábyrgðust kröfuna, en nú hafa forsendur breyst með yfirtöku ríkisins á Landsbanka og ósk Samsonar um greiðslustöðvun. Fram kemur í tilkynningu frá Eimskipafélaginu að „óvissa“ ríki um kaup á kröfunni. Í ljósi þess að Samson eignarhaldsfélag, félag Björgólfsfeðga, sem átti ríflega 40 prósent í Landsbankanum, hafi farið fram á greiðslustöðvun, sé óvíst að þeir geti tekið kröfuna. Sindri segir að krafan hafi ekki verið sett fram gagnvart félaginu og minnir á að til hafi staðið að breyta henni í víkjandi lán. Þau mál séu ókláruð. Unnið sé að sölu eigna Eimskipafélagsins. Þar á meðal er kanadíska fyrirtækið Versacold, en með því losnaði félagið við stóran hluta skulda sinna. Hins vegar mun salan ekki vera langt komin. Falli ábyrgðin á Eimskipafélagið, en hún nemur yfir 200 milljónum evra, eða 26 milljörðum króna miðað við fast gengi Seðlabankans, gæti það haft mjög alvarleg áhrif á félagið. Sindri segir að flutningastarfsemi félagsins sé í góðum rekstri og dagleg starfsemi sé tryggð. Hann kveðst vera bjartsýnn á framhaldið. - ikh Eimskipafélagið í uppnámi Björgólfsfeðgar ráða ekki við kröfu á Eimskip vegna gjaldþrots XL Leisure. Björn Ingi Hrafnsson skrifar Forsvarsmenn Landsbankans leituðu á náðir Seðlabanka Íslands fyrir helgi og óskuðu eftir fyrirgreiðslu um lán í end- urhverfum viðskiptum að upphæð 500 milljónir evra, eða um 70 milljarða króna. Lögð voru fram veð fyrir láninu að upp- hæð 2,8 milljarða evra, en Seðlabankinn synjaði erindinu eftir yfirferð um helg- ina og tilkynnti Landsbankamönnum að- faranótt mánudags. Í gær tók Fjármála- eftirlitið svo ákvörðun um að taka yfir stjórn Landsbankans og leysa bankaráð hans frá störfum. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem Landsbankinn óskaði eftir láni til þrauta- vara frá Seðlabankanum í samræmi við hlutverk hans sem banki bankanna. Beiðnin hafi verið sett fram fyrir helgi í kjölfar á veðköllum erlendra lánastofn- ana vegna lækkunar á lánshæfismati íslensku bankanna og ríkisins í fram- haldi af þjóðnýtingu Glitnis. Björgólf- ur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbank- ans, fundaði um málið ásamt Davíð Oddssyni, for- manni bankastjórnar Seðlabankans, á laugardag og töldu forsvarsmenn Landsbankans fram eftir þeim degi og á sunnudag að vel yrði tekið í lánsbeiðn- ina. Skyndilega hafi svo verið komið annað hljóð í strokkinn og beiðninni hafnað, skýringalaust og án nokkurrar greinargerðar. Seðlabank- inn hafi neitað ítrekuðum óskum um frekari skýringar eða fundi um stöðu mála. Af þeim sökum hafi ekki verið um annað að ræða á mánudag en leita til Fjármálaeftirlitsins í ljósi lausa- fjárstöðu bankans í erlendri mynt. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að veðtryggingar sem lagðar voru fram til grundvallar lánsbeiðn- inni hafi numið 2,8 milljörðum evra. Í þeim pakka hafi meðal annars falist 500 milljarða króna skuldabréf hjá íslenskum lífeyrissjóðum, 800 millj- arðar króna í skuldabréfum sem Evr- ópski seðlabankinn hefur metið veð- hæf, íslensk íbúðalán og skuldabréf hjá erlendum fjármálastofnunum með góðri lánshæfiseinkunn, annað- hvort AAA eða AA. Viðmælendur blaðsins innan Lands- bankans sögðu að viðbrögð Seðla- bankans hefðu komið mjög á óvart, ekki síst neitun án nokkurra skýr- inga. Algjör skortur á gegnsæi við svo mikilvæga ákvarðanatöku minni á gagnrýni stjórnenda Glitnis á ákvörðun um þjóð- nýtingu bankans og steininn hafi tekið úr þegar Seðlabankinn hafi ákveðið að veita Kaupþingi sam- bærilegt lán að sömu upphæð og það gegn veðum í hlutabréfum í danskri fjármálastofnun. Vandséð sé að jafnræði hafi verið gætt þegar þessi tvö mál séu borin saman. Landsbanka synjað um þrautavaralán Lögðu fram veð upp á 2,8 milljarða evra fyrir 500 milljóna evra láni. Fyrst jákvæð viðbrögð, en svo kom synjun. Viðbrögð Seðlabankans eru sögð hafa komið á óvart. FYRIR STARFSMANNA- FUND Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, rétt fyrir starfsmannafund sem haldinn var í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti í gær. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.