Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 LEIKHÚSFERÐ TIL LONDON verður farin á vegum Expressferða fimmtudaginn 23. október, heimkoma er sunnudaginn 26. október. Stefnt er á að sjá sýninguna Billy Elliot á föstudagskvöldinu og Disappearing Number á laugardagskvöld. Fararstjóri er Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri. Leiklistarneminn Vigdís Másdótt- ir fór ásamt samnemendum sínum í leiklistardeild Listaháskóla Íslands í útskriftarferð til Berlín- ar strax eftir að þriðja árinu lauk í lok maí síðastliðinn. Hún heillað- ist af borginni og listalífinu sem þar blómstrar. „Þetta var svokölluð menningar- ferð og sáum við mikið af góðum og reyndar slæmum leiksýning- um. Þess á milli kynntum við okkur næturlífið sem er ekki af verri endanum,“ segir Vigdís. „Við gistum í íbúð Þorleifs Arnarsson- ar leiklistarnema en hann býr á Torstrasse í Mitte-hverfinu. Hann var að heiman og fengum við leyfi til að dreifa okkur um íbúðina.“ Hópurinn dvaldi í borginni í tæpar tvær vikur og þótti Vigdísi merkilegt að sjá muninn á aust- ur- og vesturhlutanum sem hún segir sérstaklega koma fram í ólíkum arkitektúr. „Þá er ljóst að „greddan“ í listalífinu er mikil, ef svo má að orði komast,“ segir Vigdís. Hópurinn fór hinn hefðbundna túristahring og skoðaði staði eins og Checkpoint Charlie, Branden- borgarhliðið og Gyðingasafnið. „Við fórum svo í túristasiglingu um ána Spree sem liggur um borg- ina og þegar við sigldum framhjá kanslarabústaðnum vorum við nánast búin að berja Angelu Merkel augum en hún flaug yfir bústaðinn í risastórri þyrlu,“ segir Vigdís og hlær. Hún endaði síðan ferðalagið í London þar sem hún hélt upp á þrítugs afmæli sitt með kærastanum og systur. Vigdís helgar sig nú Nemenda- leikhúsinu en útskriftarhópurinn frumsýndi Gangverkið í Borgar- leikhúsinu síðastliðinn föstudag. Það er unnið upp úr spuna og rannsókn á leikhúsinu. Þegar sýningum á því lýkur taka æfing- ar á Kirsuberjagarðinum við. „Við sáum einmitt Kirsuberja- garðinn í Berlín í uppfærslu Thomas Ostermeier. „Sú sýning var mjög flott en við erum stað- ráðin í því að gera betur.“ vera@frettabladid.is Angela Merkel á sveimi Vigdís Másdóttir hreifst af frjóu listalífi Berlínar í útskriftarferð sinni þangað með leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Litlu munaði að hópurinn næði að berja kanslara Þýskalands augum. Vigdís fékk skemmtilega mynd af útskriftarhópnum í þrítugsafmælisgjöf en hún endaði ferðalagið á því að fara til London til að halda upp á stórafmælið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Grensásvegi 12A 108 Reykjavík UMBROT AUGLÝSINGAR Tökum að okkur að setja upp prentverk, stór sem smá. Auglýsingar, bækur, blöð, dreifibréf, fréttabréf, fermingarkort, gjafakort, nafnspjöld, tímarit og hvað eina sem þarf að prenta. Útbúum auglýsingar í alla prentmiðla. Einnig skjá-, strætisvagna- og skiltaauglýsingar. Láttu þínar upplýsingar sjást. sími: 568 1000// frum@frum.is// www.frum.is F ru m

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.