Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 25
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 F R É T T A S K Ý R I N G um laun starfsmanna og minnti raunar á að óskert kjör ættu ekki við það sem hann kallaði „ofur- laun“. Spurningar starfsmannanna lutu einkum að líf- eyrismálum, en fram kom í máli ráðherra að ekki hefði verið bundið fyrir alla lausa enda, en flestir gætu verið áhyggjulausir. Um fimmtán hundruð manns starfa hjá Lands- bankanum hér heima, í höfuðstöðvum og útibú- um. Um sex hundruð til viðbótar starfa fyrir bankann á erlendri grundu. HVER TAPAR EINNI OG HÁLFRI MILLJÓN Hluthafar í Landsbankanum tapa öllu sínu eftir eiginlega þjóðnýtingu bankans. Í heild áttu um 25 þúsund manns hlutabréf í bankanum. Markaðsvirði bankans við síðustu viðskipti var 218 milljarðar króna. Tuttugu stærstu hluthaf- arnir áttu yfir 180 milljarða af því, svo almenn- ir hluthafar, venjulegt fólk, tapar í heildina hátt í 40 milljörðum króna. Hver og einn almennra hluthafa glatar því að jafnaði ríflega einni og hálfri milljón króna. SAMSON Í GREIÐSLUSTÖÐVUN Stærsti hluthafinn í Landsbank- anum, Samson eignarhaldsfélag, hefur óskað eftir greiðslustöðv- un. Félagið er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans, Björgólfs Thors, til helminga, en Magnús Þorsteinsson á ekki leng- ur hlut í félaginu. Félagið, sem upphaflega keypti bankann af rík- inu fyrir erlent fé, átti ríflega fjörutíu prósenta hlut. Markaðs- virði hlutarins var tæpir 93 millj- arðar króna við lok síðustu við- skipta á föstudaginn var. Fyrir réttu ári nam markaðsvirði hlut- ar feðganna yfir 200 milljörðum króna. Samson keypti ríflega 45 prósenta hlut í Lands- bankanum af íslenska ríkinu 19. október árið 2002. Kaupverðið var 12,3 milljarðar króna að þá- virði og var greitt í Bandaríkjadölum. Ríkið nýtti kaupverðið til greiðslu erlendra skulda. Fram kemur í tilkynningu frá Samson að greiðslustöðvunin hafi engin „bein áhrif“ á önnur félög í eigu feðganna. Samson á aftur á móti óbeina hluti í Eimskipa- félaginu, í gegnum Gretti og einnig hlut í Ice- landic. Björgólfur Guðmundsson á líka hluti í Árvakri og breska knattspyrnufélaginu West Ham. Þá hefur hann samið við Ríkisútvarpið um að taka þátt í kostnaði við innlenda dagskrárgerð. LEGIÐ Á ÁRUNUM Bankastjórar Landsbankans segja í tilkynningu að aðgerðum Fjármálaeftirlitsins sé ætlað að vernda bankann tímabundið. Hugmyndin sé að standa skil á greiðslu skulda og annarra skuld- bindinga sem kunna að falla í gjalddaga. Þá sé þegar hafin vinna við endurskipulagningu á starf- semi bankans. Skammt er frá því að þrjár einingar Lands- bankans voru seldar til Straums fyrir 380 millj- ónir evra. Greitt var fyrir með 50 milljónum evra í reiðufé, verðbréfum og nýjum lánum. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Straums, segist ekki gera ráð fyrir öðru en að samningurinn gangi eftir. ICESAVE LOKAÐUR Breskir viðskiptavinir Landsbankans sem hafa lagt fé inn á IceSave-reikninga komast ekki þar inn. Á vef Icesave er tilkynning þar sem segir að hvorki sé hægt að taka út né leggja inn. Breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í gær. Um þrjú hundruð þúsund Bretar munu eiga innistæður í bankanum. Lands- bankinn neitar að veita upplýs- ingar um hversu mikið fé ligg- ur þar inni. Heildarinnistæður í Landsbankanum námu við lok annars ársfjórðungs yfir eitt þús- und og sex hundruð milljörðum króna. Jónas Þórðarson, framkvæmda- stjóri Tryggingasjóðs innistæðu- eigenda og fjárfesta, segir að fyr- irspurnir hafi borist frá Bretum. „Það hefur verið að koma svolít- ið frá breskum kúnnum,“ segir hann en vill ekki gefa upp hversu margar fyrirspurnir hafa borist. HUNDRUÐ MILLJARÐA Í HÚFI Um 19 milljarðar króna eru í Tryggingasjóðnum en stjórn hans hefur heimild til lántöku hrökkvi sjóðurinn ekki til. Sjóðurinn ábyrgist einstakar innistæður upp að lágmarkinu 20.887 evrur. Sé gert ráð fyrir að hver viðskiptavinur IceSave eigi helming lágmarksupphæðarinnar á reikningi sínum, og Landsbankinn stendur ekki í skilum, má ætla að Tryggingasjóðurinn þurfi að standa skil á yfir 410 milljörðum íslenskra króna. Þá er miðað við gengi Seðlabankans á evrunni, 131 króna. ENGIN VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið lokaði fyrir öll viðskipti með hlutabréf í fjármálafyrirtækjum á mánudags- morgun. Viðskipti lágu enn niðri þegar Markað- urinn fór í prentun. Engin svör hafa fengist frá Fjármálaeftirlit- inu um hvort eða hvenær breytinga á þessu sé að vænta. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, vonar að það verði sem fyrst. HugurAx / Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / Sími 545 1000 / Fax 545 1001 / www.hugurax.is TOK, bókhalds- og launakerfið er hægt er að fá í nokkrum mismunandi útgáfum sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum. Þegar fyrirtæki stækka þá stækkar kerfið með. Með þessu móti spara fyrirtæki sér fé með því að nota bókhalds- og launakerfi sem hentar hverju sinni sama hvort hjá fyrirtækinu starfa þrír eða þrjúhundruð. Vex með þínu fyrirtæki TOK bókhalds- og launakerfið hentar stórum sem smáum fyrirtækjum. Með TOK getur þú byrjað með lítið kerfi sem hægt er að stækk eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar. Kynntu þér kosti TOK. S K A P A R IN N A U G L Ý S IN G A S T O FA Hæðarstillanleg w w w .h ir zl an .i s Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 skrifborð Verð frá kr. 60.600 (handknúin) og kr. 82.200 (rafmagnsknúin) kr. 77.900 SAMSON-HÓPURINN Björgólfur Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Thor Björgólfsson keyptu Landsbankann af íslenska ríkinu fyrir sex árum. Ríkið þjóðnýtti bankann í gær. Eftir því sem næst verður komist ósk- aði Landsbankinn eftir láni frá Seðlabankanum. Óskað var eftir 500 milljónum evra og voru veð boðin fyrir. Beiðninni var synjað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.