Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 30
14 8. október 2008 MIÐVIKUDAGUR NOKKUR ORÐ Alma Guðmundsdóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hættu að kvarta Rósa. Þú veist að við höfum ekki efni á bíl með öryggis- púðum! Megi sá betri vinna! Tap eða sigur, skiptir ekki máli! Ef þú vinnur, þá gleðst ég fyrir þína hönd! Sömu- leiðis! Sigur skiptir engu, heiðarleg keppni skiptir öllu! Gangi þér vel! Gangi þér vel vinur! Mamma er alltaf að segja við mig að hún elski mig. Áður fyrr sagði hún það bara þegar ég var að fara eitthvað. En nú má ég varla hreyfa mig án þess að hún æpi þetta á mig! Ég elska þig Palli! Hættu þessu, mamma! Ég fer alltaf í gegnum æfingarnar mínar áður en ég fer að sofa. Stærðfræðiæfingar. Solla og Hannes hafa vakið okkur og viljað sofa uppí hverja einustu nótt síðustu viku. Af hverju? Ég skil það ekki. Fyrst var það þrumu- veðrið, svo voru þau hrædd við myrkrið... Þú ættir kannski að gefa þeim áhyggju- brúður frá Gvatemala. Hvað er það? Þú segir dúkk- unum frá þínum áhyggjuefnum og þær reyna að leysa þau meðan þú sefur. En sniðug hugmynd! Hvernig veist þú af þeim? Ég er ógift kona í leiðinlegri vinnu og finn mér aldrei kærasta... ég kaupi þær í tugavís! Ég er ein af þeim sem tóku erlend lán fyrir húsbyggingu rétt áður en kreppan skall á. Á þeim tíma virtist það vera skynsamlegast og frá fyrsta degi borgaði ég samviskusamlega af láninu. Smám saman fóru afborganirnar svo að hækka með tilheyrandi áhyggjum þangað til um síðustu mánaðamót, þá urðu þær eiginlega óviðráð- anlega háar. Óhjákvæmilega fór ég að velta fyrir mér hvernig manni liði í dag ef maður hefði ekki tekið lán. Ég fór að öfunda fólk í þeim sporum og krakka sem léku sér saklaus úti á leikvelli. Ég hugsaði til þess tíma þegar maður var barn og hvernig það var að vera nokkuð ábyrgðarlaus, en ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma verið áhyggjulaus. Litla frænka mín kom í heimsókn um daginn þegar prófanirnar á öreindahraðlinum voru að hefjast og fór að tala um heimsendi. Skólafélagar hennar höfðu rætt það sín á milli og það komst fátt annað að hjá henni en ótti við endalokin. Á meðan við reyndum að tala um fyrir henni rifjaðist upp fyrir mér hvernig það var að hafa áhyggjur sem barn. Ég óttaðist að missa foreldra mína, týnast eða að eitthvað hræðilegt kæmi fyrir fjölskylduna mína. Þetta voru mér þungbærar áhyggjur á sínum tíma líkt og áhyggjur mínar nú, bara öðruvísi. Ég get því ekki sagt að ég óski þess að vera barn í dag og þurfa ekki að takast á við afborganir og skuldir, því ég veit að það hefði valdið mér miklu hugarangri að fá veður af ástandinu sem nú ríkir og hafa ekki fullan skilning á því. Börn eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af peningum og ég vona svo sannarlega að það verði ekki næsta áhyggjuefni litlu frænku. Áhyggjulaus börn? FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER KL. 20 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER KL. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER KL. 20 – UPPSELT LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER KL. 20 MIÐASALA Á OPERA.IS, MIDI.IS OG Í MIÐASÖLU ÍSLENSKU ÓPERUNNAR. SÍMI MIÐASÖLU: 511 4200. BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR WWW.OPERA.IS „DÚNDURMÚSÍK“ – P.B.B., FBL. „STUÐ Í ÓPERUNNI“ – I.Þ., MBL. „FRÁBÆR SKEMMTUN“ 111.486 57.147 78.672 20.000 0 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 Meðallestur á tölublað m.v. allt landið, 12–54 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Þjóðin veit hvað hún vill Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnis- aðila sína eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... ...alla daga Það mælist í tugum þúsunda hvað miklu fleiri lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið og 24 stundir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.