Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 32
16 8. október 2008 MIÐVIKUDAGUR COLDPLAY Coldplay heldur á verðlaununum sem sveitin fékk frá breska tónlistartímaritinu Q. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 14 14 16 16 L L L L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 - 8 - 10 PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.50 14 16 L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.50 - 8 - 10.10 REYKJAVÍK-ROTTERDAM LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS D kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30 GRÍSIRNIR 3 kl. 3.45 LUKKU LÁKI OG DALTON BRÆÐUR kl. 4 DAGVAKTINÞÆTTIR 1-3 kl. 8 - 10 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 14 16 L L REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 - 8.20 - 10.30 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5.45 - 8 - 10.15 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 16 12 16 L BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS kl. 5.30 - 8 STEP BROTHERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 MIRRORS kl. 5.40 - 8 - 10.20 RAFMÖGNUÐ REYKJAVÍK kl. 10.15 YFIR 100.000 MANNS 20% afsláttur af miðaverði sé greitt með greiðslukorti Vildarklúbbs Glitnis. “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND.” B. S. - FBL “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” DÓRI DNA - DV “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLAN TÍMANN” S. M. E. – MANNLÍF JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI DIGITAL-3D DIGITAL-3D BABYLON A.D. kl. 8 - 10 16 WILD CHILD kl. 8 L CHARLIE BARTLETT kl. 10 12 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 WILD CHILD kl. 10:10 L PATHOLOGY kl. 5:50 - 8 - 10:10 16 PATHOLOGY kl. 8 - 10:10 VIP WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L CHARLIE BARTLETT kl. 8 - 10:10 12 JOURNEY 3D kl. 5:50 L DEATH RACE kl. 10:10 16 TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 L SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 VIP PATHOLOGY kl. 8 - 10:20 16 HAPPY GO LUCKY kl. 8 - 10:20 12 JOURNEY 3D kl. 10 L WILD CHILD kl. 6 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L SMART PEOPLE kl. 6 12 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 16 MIRRORS kl. 10:20 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 6, 8 og 10 12 BABYLON A.D. kl. 8 og 10 16 LUKKU LÁKI - Ísl. Tal kl. 6 (650 kr.) L JOURNEY 3D - DIGITAL 3D kl. 6 L MAMMA MIA kl. 8 og 10 L M Y N D O G H L J Ó Ð  S.V – MBL. TEKJUHÆSTA MYND ALLRA TÍIMA Á ÍSLANDI ATH! 650 kr. Það er sláturtíð. Víða er verið að taka slátur á íslenskum heimil- um. Á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins er einnig heilmikil slátur- tíð. Þar hnoða samkvæmisklæddir leikarar texta Shakespeares í þýðingu Matthíasar Jochumsson- ar um Macbeth og valdarán hans. Sverðin víkja fyrir blóðdunk- um sláturhúsanna og tengslin við söguna víkja fyrir effektum. Splash splash, blóðið slettist og slettist og áhorfendur fylgjast með því hvernig blóðbrúsar tæm- ast og hver prúðbúinn gestur situr með hvíta plastsvuntu til þess að koma í veg fyrir að valdaránsgusurnar sprautist yfir frumsýningarklæðin. Um hvað fjallaði þessi sýning? Hvað var þessi sýning? Ætli það sé ekki óhætt að segja að hún hafi verið hópverkefni ungra leikara sem fengu tækifæri til þess að leika sér með eitt frægasta leikrit veraldarsögunnar og það er í sjálfu sér af hinu góða. Þegar verið er að gera tilraunir og blanda og mixa gleymist stundum að heildarútkoman á að koma fyrir sjónir almennings. Þetta er ekki bara leikslettugeim þeirra sem taka þátt í tilrauninni. Textinn er fallegur, margræð- ur, flókinn og lýrískur og grund- vallaratriðið er að skilja hann og njóta hans til þess að hann komist til skila. Macbeth hefur víða lent í til- raunabúðum eins og til dæmis 1924 þegar leikarar í Úkraínu undir leikstjórn mjög umdeilds leikstjóra, Les Kurbas, hentu öllum gildum á grænu sviði gert úr dúkum svipuðum þeim og breiddir eru yfir spýtnarusl og einmitt þar var dyraverði breytt í hirðfífl sem hér var örlítil vísun í. Ungir þeldökkir leikarar í New York 1936 fengu sömuleiðis tæki- færi til að spreyta sig á tilrauna- verkefni byggt á hinum klassíska Macbeth þegar hinn kornungi Orson Wells réðist að verkinu með atvinnulausum listamönnum og var umhverfið Haítí. Hvert er umhverfið hér? Svart/hvítt vídeó með rauðum slettum, eða kannski skýrasti frásagnarmáti nútímans, hrár einfaldur krimmi án undir- texta. Eins og gefur að skilja hafa uppsetningar á Macbeth verið nær eins margbreytilegar og þær eru margar og hljóta nú að skipta þúsundum því leikritið er fyrst sett upp árið 1606 og það var nú aldeilis ekki í gær þótt listamenn nútímans hafi stundum ekki minni til úrvinnslu nema síðan í gær. Nú lifum við í allsnægtum sem góðærið gaf okkur en á hverjum klukkutíma berast okkur nýjar og nýjar fréttir af fyrrum vígtönn- um sem búið er að draga úr lygaskoltum og liggja blóðugar fyrir framan glansandi banka- hallir víðs vegar um álfuna. Öll okkar ógæfa nú byggist á nákvæmlega því sama og örlög Macbeths, það er „mikill vill meira“. Sú leið sem leikararnir ungu fóru til þess að vinna með meistaraverkið fer líklega í taug- arnar á mörgum því tækifærið var svo stórt og gott til þess að nýta þennan stórkostlega efnivið. Hér er flisjað og hér er skrælt. Lafðin sjálf hvorki hékk né lafði því hlutverk hennar var svo útþynnt og óskýrt og það er kannski svolítið flókið að skilja þessa demókratísku leikstjórnar- aðferð þegar niðurstaðan verður að aðeins ein persóna er skýr, það er Macbeth sjálfur. Hópurinn velur að strika út þann hluta verksins sem er í uppáhaldi hjá mörgum, það er þegar Lady Mac- beth gengur í svefni og afhjúpar þar með gjörðir sínar og eigin- mannsins. Sömuleiðis velja leik- arar hér að fórna nornunum og er það skiljanlegt miðað við upp- færsluna, reyndar fékk dyravörð- urinn nokkrar setningar frá þeim sem kom eins og eðlileg opnun eða lykill að þessum lestrarmáta verksins. Enginn nennir að hoppa um á sokkabuxum með fjaðrir í flauelshöttum. Hvernig á þá eig- inlega að láta þetta fólk vera klætt til þess að valdabaráttan geti átt sér stað í nútímanum eða engum tíma? Jú, svörtu leiðinlegu jakkafötin, hvort heldur þau heita smóking eða kjólföt eða stakur jakki og dressmannbuxur auk dragtanna eru valin, kannski til þess að passa á árshátíð þar sem hægt er að niðurlægja einkaritar- ann í óþægilegri stuttri dragt. Fléttugreiðsla Lady Macbeth leiðir hugann til þriðja ríkisins og þeirra kvenna sem þar pinnstífar aðallega í amerískum bíómynd- um lifðu tilfinningalausar liggj- andi undir yfirmönnum. Í þessari blóðugu mynd skiluðu leikarar sinni vinnu vel og þeir sem eru aðdáendur trúverðugra slags- mála fá vafalítið kikk út úr sýn- ingunni. Fyrir svo utan að spurn- ingunni sem leikstjórarnir varpa fram í prógramminu hvort tungu- málið sé úrelt er hægt að svara neitandi því blæbrigði þess og þrungið innihald stendur eins og heyra mátti þegar Macduff skýr- ir frá því hverja Macbeth vó. Þar naut sín slípuð framsögn Rúnars Freys Gíslasonar. Hér er 25-30 manna áhöfn skrif- uð niður í ellefu hlutverk og það væri alveg út í hött að segja að til- raunin hafi mistekist vegna þess að tilraun er tilraun og svarið liggur ekki skrifað á einhverju borði almættisins. En hitt er annað mál að ótta setur að manni að þetta meistaraverk verði aftur að bíða í nokkra áratugi þar sem Ríkisleikhúsið er nú búið að sinna skyldum sínum í bili. Það er að kynna klassískt meistaraverk. Elísabet Brekkan Menn helltu oft út blóði fyrr LEIKLIST Macbeth Leikstjórn og leikmynd: Stefán Hallur Stefánsson og Vignir Rafn Valþórsson Dramatúrgía: Karl Ágúst Þorbergsson og Tobias Munthe Búningar: Judith Amalía Jóhannsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Albert Finn- bogason Lýsing: Hanna Klyhkö og Stefán Hall- ur Stefánsson Leikarar: Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Valur Freyr Einars- son, Jörundur Ragnarsson, Sigurður Hrannar Hjaltason, Rúnar Freyr Gísla- son, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Pattra Sriyanonge, Ólafur Egill Egilsson, Vignir Rafn Valþórsson ★★ Svart/hvítt vídeó með rauðum slettum LEIKLIST Herra og frú Makbeð á trúnó. Stefán Hallur og Vigdís Hrefna. Coldplay sigursæl Aðdáendum The Rolling Stones, Bítlanna, Beach Boys og Pink Floyd gefst í nóvember sjaldgæft tækifæri til að spila með hetjunum sínum á rokknámskeiði á Englandi. Námskeiðið stendur yfir í viku og hefst í Abbey Road- hljóðverinu í London, þar sem Bítlarnir tóku upp sínar plötur. Á meðal leiðbeinenda þar verða Bill Wyman, fyrrverandi bassaleikari Rolling Stones, og Nick Mason úr Pink Floyd. Einnig munu Jeffrey Froskett og Kip Winger úr Beach Boys koma með fróðleiksmola. Eftir tímann í Abbey Road er förinni heitið á Cavern-klúbbinn í Liverpool þar sem aðdáendunum gefst tækifæri til að spila með Pete Best, fyrsta trommara Bítlanna. Spila með hetjunum BILL WYMAN Fyrr- verandi bassaleikari Rolling Stones verður leiðbeinandi á rokknámskeiði í London. Hljómsveitin Coldplay vann tvenn verðlaun á Q-hátíðinni í London, þar á meðal fyrir plötu ársins, Viva La Vida or Death And All His Friends. Einnig var Coldplay valin besta hljómsveitin í heiminum í dag og bar þar sigurorð af Metallica, Muse, Kings of Leon og Oasis. Á hátíðinni lýsti Chris Martin, söngvari Coldplay, því yfir að sveitin væri vissulega sú besta í heiminum, en bætti svo við. „Nei, ekki alveg. U2 er í fríi og Radiohead líka.“ Söngkonan Duffy frá Wales var kjörin skærasta nýja stjarnan og írska sveitin Keane fékk verðlaun fyrir besta lagið, Spiralling. David Gilmour úr Pink Floyd fékk heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarheimsins. Tileiknaði hann látnum félaga sínum, Richard Wright, verðlaunin og bað fólk um að rísa úr sætum og skála fyrir honum. Hljóm- sveitin The Last Shadow Puppets, með Alex Turner úr Arctic Monkeys innanborðs, var síðan valin besti nýliðinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.