Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 34
18 8. október 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Stjórn körfuknattleiks- deildar Snæfells greip til þess ráðs á mánudagskvöldið að segja upp samningum við erlenda leik- menn liðsins sem og þjálfarann sem einnig er erlendur. Sæþór Borgþórsson, formaður körfu- knattleiksdeildarinnar, segir félagið ekki hafa átt annarra kosta völ í stöðunni. „Þetta var gert af nauðsyn. Við fáum ekki þá peninga inn núna sem við höfum verið að fá og það mun ekki gerast. Menn munu ekki taka upp veskið. Við erum því að róa lífróður og fyrirtæki geta ekki styrkt okkur í þessu árferði. Það er því betra að takast á við raun- veruleikann strax í stað þess að fara með reksturinn í óefni. Það er óábyrgt að taka ekki í taumana,“ sagði Sæþór en körfuknattleiks- deildin hefur stólað á styrki frá fyrirtækjum og einstaklingum til að halda rekstrinum gangandi en þá peninga vantar í starfið núna. „Hvorki við né önnur félög eiga neina sjóði til að leita í. Við getum keyrt á ákveðnum lágmarkspen- ingum en meira er ekki í boði. Þetta er mjög erfið staða. Útlend- ingarnir voru að fá greitt í erlendri mynt og það er bara ekki hægt að gera slíka samninga lengur,“ sagði Sæþór en hann segir gengisþróun- ina einnig hafa gert það að verk- um að menn væru komnir yfir launaþakið. „Það var löngu sprung- ið hjá öllum. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand.“ Sæþór hefur fengið leikmenn félagsins, þá Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson, til þess að stýra liðinu. Það munu þeir gera á meðan ekki finnst annar maður á viðráðanlegum launum í starfið. Sá maður er ekki í sjónmáli sem stendur. Hólmarar munu einnig herja á fyrrum leikmenn liðsins til þess að taka slaginn. Til að mynda verður reynt að fá Magna Haf- steinsson til þess að spila sem fyrst en hann ætlaði ekki að vera með fyrr en eftir áramót þar sem hann er í lögregluskólanum. Einn- ig mun Snæfell leita til manna á borð við Helga Reyni Guðmunds- son og fleiri sem hafa leikið áður með liðinu. „Eins og planið er í dag höfum við hreinlega ekki efni á nýjum þjálf- ara. Við eyðum ekki peningum sem við eigum ekki. Það verður þó að skýrast betur síðar. Kaupþing er okkar aðalstyrktaraðili og við vitum ekki betur en sá samningur standi. Þeir peningar eru í raun þeir einu sem við höfum,“ sagði Sæþór. Formenn körfuknattleiksdeild- anna funduðu með KKÍ á mánu- daginn og eftir þann fund er Sæþór sannfærður um að fleiri lið í deildinni eigi eftir að feta sömu braut og Snæfell og ÍR sem ætla að leika án erlendra leik- manna í vetur. „Það er enginn að fá inn þá pen- inga sem menn áttu von á. Ég er klár á því að fleiri munu fylgja í kjölfarið. Það er betra að vera skynsamur í vetur og geta staðið í fæturna næsta sumar en að keyra sig í kaf og deyja síðan út,“ sagði Sæþór en sú hugmynd var viðruð á fundinum að koma upp heiðurs- mannasamkomulagi um að öll lið léku án útlendinga en ekki náðist sátt um það. henry@frettabladid.is Fleiri munu fylgja í kjölfarið Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur sagt upp samningi við erlendan þjálfara liðsins og alla er- lendu leikmenn liðsins. Formaður deildarinnar spáir því að fleiri lið fari sömu leið fljótlega. Hlynur Bær- ingsson og Sigurður Þorvaldsson hafa tekið við þjálfun liðsins. Þeir fá ekki greitt aukalega fyrir þjálfunina. SPILANDI ÞJÁLFARI Hlynur Bæringsson er óvænt orðinn spilandi þjálfari Snæfells ásamt Sigurði Þorvaldssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI „Mér skilst að ég sé orðinn þjálfari,“ sagði Hlynur Bæringsson, nýráðinn þjálfari Snæfells, léttur. „Þetta er vonandi tímabundið og við ætlum að reyna að finna mann í þetta. Það eru samt ekki margir sem gera þetta fyrir engan pening. Við ætlum samt að reyna að skrapa saman og athuga hvort við finnum ekki mann á endanum. Ef ekki þá klárum við Siggi [Sigurður Þor- valdsson] þetta bara,“ sagði Hlynur en þeir félagar fá ekkert greitt aukalega fyrir að taka að sér þjálfarastarfið. „Það er mikið áfall að missa þessa menn og það standa níu strákar eftir og það verður að duga. Nú reynum við að virkja fyrrverandi leikmenn og fá Magna í gang fyrir sunnan. Hver veit nema við fáum Bárð [Eyþórs- son] líka til okkar í að taka sín 30-40 skot. Hann má alveg þjálfa Fjölni líka,“ sagði Hlynur glettinn að lokum. - hbg Hlynur Bæringsson, þjálfari og leikmaður Snæfells: Þjálfar Snæfell án greiðslu HANDBOLTI Handknattleiksdeild Fram hélt fund með leikmönnum sínum á mánudagskvöldið til þess að fara yfir stöðuna sem er ekki góð. „Þetta var nú enginn neyðar- fundur en því er ekki að leyna að staðan hjá okkur er ekki góð og reyndar slæm. Við höfðum ekki áhuga á því að fara í einhvern feluleik með þessa hluti og ákváðum því að vera heiðarlegir við leikmenn okkar og láta þá vita um stöðuna,“ sagði Hlynur Þrastarson, varaformaður handknattleiksdeildar Fram, en hann segir stöðu mála ekki hafa áhrif á þátttöku liðsins í Evrópu- keppni, enn sem komið er hið minnsta, en Framarar fara til Hollands á föstudag og spila þar í Evrópukeppninni á laugardag. „Það hafa margar forsendur í rekstrinum breyst. Sumir styrktaraðilar farnir og peningar frá öðrum ekki að skila sér. Þetta er frekar erfitt og við munum fara yfir stöðuna á næstu dögum og athuga hvað við getum gert,“ sagði Hlynur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ætla forráðamenn handknattleiksdeildar Fram að funda með hverjum og einum leikmanni félagsins sérstaklega eftir helgi. - hbg Kreppa í handboltanum: Framarar játa slæma stöðu Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur lítið fengið að spreyta sig með Portsmouth á þessari leiktíð en hann var einn af lykilmönnum félagsins í fyrra þegar Portsmouth endaði í áttunda sæti í ensku úrvalsdeildinni og vann FA-bikarinn. Hermann er óvanur að vera í þessari stöðu, að vera ekki í byrjunarliðinu, því fyrir yfirstandandi keppnistímabil var Eyjapeyinn búinn að leika 425 leiki af 438 leikjum sínum í öllum keppnum með Crystal Palace, Brent- ford, Wimbledon, Ipswich, Charlton og Portsmouth í byrjunarliðinu. Af þeim leikjum sem Hermann lék á árunum 1997-2008 var hann sem sagt í 97% tilfella í byrjunarliðinu. „Ég hef alltaf verið byrjunarliðsmaður hjá þeim félögum sem ég hef verið hjá og ég er því óvanur þessari stöðu sem upp er komin og ég kann henni satt best að segja ekki vel. Ef heldur sem horfir mun ég klárlega skoða mín mál þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og sjá til hvað verður í boði. Ég verð að gera það því ég vil spila fótbolta og hef ekki áhuga á því að vera bara einhver klappstýra,“ segir Hermann á léttum nótum. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, fékk til félags- ins vinstri bakverðina Armand Traoré og Nadir Belhadj að láni fyrir tímabilið og þeir hafa verið framar en Hermann í goggunar- röðinni til þessa. „Redknapp eyddi peningum til þess að fá nýja leik- menn til félagsins og hann verður náttúrlega að réttlæta það með því að spila þeim og þannig er það nú bara. Þetta eru annars mjög góðir leikmenn, sókndjarfir, litlir og snaggaralegir og talsvert ólíkir mér og það er ekkert út á það að setja. Það hefur því ekkert komið uppá á milli mín og Redknapp og svona er boltinn bara,“ segir Hermann. Hermann er samningsbundinn Portsmouth til loka yfirstandandi keppnistímabils en búast má við því að mörg félög í efstu tveimur deildunum á Englandi muni verða á varðbergi ef hann hugsar sér til hreyfings í janúar. VARNARJAXLINN HERMANN HREIÐARSSON: ER ÓSÁTTUR VIÐ SKORT Á TÆKIFÆRUM HJÁ PORTSMOUTH Hef ekki áhuga á því að vera einhver klappstýra KÖRFUBOLTI Svo virðist vera sem flestar, ef ekki allar, körfuknatt- leiksdeildir liða í Iceland Express- deildinni séu að skoða reksturinn hjá sér þessa dagana. Nú þegar hafa Snæfell, ÍR og Breiðablik ákveðið að tefla ekki fram neinum erlendum leikmanni í vetur og fleiri lið íhuga að fara sömu leið. Fréttablaðið ræddi við menn frá þeim þrem liðum sem talin eru líklegust til afreka í vetur – KR, Grindavík og Keflavík – og þar virðist vera komin upp ákveð- in pattstaða. Forráðamenn félaganna virð- ast allir vera að bíða eftir næstu skrefum andstæðinganna og ætla ekki að taka ákvarðanir í millitíð- inni. Björn Óli Björgvinsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagðist þó vera hlynntur alíslenskri deild í vetur en sagði kollega sína í Vesturbæn- um og Keflavík ekki deila skoðun sinni jafn sterkt. Þó er ekki loku fyrir það skotið að félögin hittist aftur næstkomandi mánudag og reyni að ná einhvers konar heið- ursmannasamkomulagi er varðar erlenda leikmenn. Miðað við samtöl Fréttablaðs- ins eru flest félögin að berjast við sömu draugana. Fé frá styrktar- aðilum, sem áður var hægt að stóla á, er einfaldlega ekki að skila sér í kassann og menn eiga ekki von á að það breytist á næstu misserum. Flest félögin hafa und- anfarin ár gert ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlunum sínum en núna sé einfaldlega ekki hægt að reikna með þessum peningum. - hbg Körfuknattleiksdeildir landsins fara alvarlega yfir stöðu mála í rekstrinum hjá sér þessa dagana: Pattstaða hjá KR, Grindavík og Keflavík UGGANDI Forsvarsmenn félaga í Iceland Express-deildinni mættu á fund með KKÍ mánudaginn síðasta. Þeir eru uggandi yfir stöðu mála og flestir eru jákvæðir fyrir því að vera með „alíslenska“ deild í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Stjórn knattspyrnudeild- ar Breiðabliks hefur ekki tekið neina ákvörðun enn um hvort liðið segi upp samningum við erlenda leikmenn liðsins. Þeir eru allir samningsbundnir fyrir utan Casper Jacobsen. Blikar hafa frest til 15. október að segja samningunum upp kjósi þeir að gera svo. „Við erum að fara yfir hlutina, smíða fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og annað,“ sagði Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnu- deildar. „Það er ljóst að það stefnir í talsvert þyngra ár en síðustu ár og ekki síst af þeim sökum að tekjuöflun er ákaflega erfið. Við munum fara vel og vandlega yfir þetta næstu daga,“ sagði Einar Kristján. - hbg Erlendir leikmenn Blika: Þeirra framtíð er í óvissu Á ÚTLEIÐ? Casper Jacobsen er samnings- laus en Blikar hafa forgang á því að semja við hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Sameiningarhugur í Fjölni og Fram Í fréttatilkynningu á heimasíðu Fram er greint frá því að formenn Ungmennafélags Fjölnis og knattspyrnufélags Fram hafi lagt fram tillögu um að vinnuhópur verði skip- aður til þess að skoða möguleika á samruna félaganna í eitt öflugt ungmenna- og íþróttafélag. Tillaga formann- anna var samþykkt samhljóma í aðalstjórnum beggja félaga. Vinnuhópurinn mun setja saman viljayfirlýsingu um samruna, sem verður lögð fyrir aðalstjórnir félaganna til samþykktar að viku liðinni. Breytt landslag í efnahagslífinu er ástæða þess að formennirnir vildu skoða þennan möguleika.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.