Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 8. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G A llir sem eru með baun milli eyrnanna gátu sagt sér þetta,“ sagði vonsvikinn starfsmaður Landsbankans eftir hádegið í gær. Tilkynnt var um það snemma í gær- morgun að Fjármálaeftirlitið hefði, í krafti neyðarlaga sem Alþingi sam- þykkti í fyrrakvöld, tekið að sér stjórn Landsbanka Íslands. Þar með er lokið ævintýri sem hófst fyrir sex árum með kaupum Björgólfs- feðga á Landsbankanum. BJÖRGÓLFUR SETTUR AF Óvíst er hvernig röð atburða var í fyrri- nótt en eftir því sem næst verður komist hófust viðræður Fjármálaeftirlitsins við stjórnendur Landsbankans um leið og lögin voru samþykkt. Niðurstaðan varð sú að Fjármálaeftirlitið skipaði skila- nefnd yfir bankana. Hana skipa Ársæll Hafsteinsson, Einar Jónsson, Lárents- íus Kristjánsson lögmenn og Lárus Finn- bogason og Sigurjón G. Geirsson endur- skoðendur. Í sömu andrá er bankaráði Landsbank- ans, þar sem meðal annars sátu Björgólf- ur Guðmundsson, helsti eigandi bank- ans, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, vikið frá. Bankanum verður áfram stýrt af Hall- dóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra fagnaði því á fundi með starfsmönnum Landsbankans í hádeginu í gær að þeir hefðu „fallist á“ að stýra bankanum áfram. BANKINN ER EKKI GJALDÞROTA Fram kemur í tilkynningu Landsbankans til Kauphallarinnar í gær að bankinn sé ekki í gjaldþrotameðferð. Ákvæði gjald- þrotaskiptalaga ættu ekki við meðan skilanefndin færi með málefni bankans. „Á sama tíma verður ekki komið fram aðfararaðgerð eða kyrrsetningu gagn- vart Landsbankanum“, segir í tilkynn- ingunni. Útibú Landsbankans voru enda opin í gær. Allir starfsmenn voru við störf og viðskiptavinir á leið inn og út úr bank- anum. STEINRUNNIR STARFSMENN Starfsmennirnir stóðu steinrunnir, þög- ulir en rólegir, í hádeginu í gær, og hlýddu á Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra í þéttskipuðum matsal Landsbankans á fjórðu hæð, við brúna yfir Hafnarstrætið. „Þið haldið ykkar hlut óskertum,“ sagði viðskiptaráðherra Björgólfur settur af eftir sex ára siglingu Ævintýrinu sem hófst með kaupum Samson á Landsbankanum er lokið. Fjármálaeftirlitið vék bankastjórninni frá og tekur við stýrinu. Björgólfsfeðgar tapa sínum hlut eins og 25 þúsund aðrir hluthafar. Samson er í greiðslustöðvun og hefur tapað tugum milljarða króna. Lokað er fyrir úttektir á IceSave-reikningum í Bretlandi. Lausir endar eru margir. ÁHYGGJUFULLIR STARFSMENN LANDSBANKANS Ýmsar spurningar brunnu á vörum starfsmanna Landsbankans sem mættu fulltrúum nýrra eigenda á fundi í matsal bankans í hádeginu í gær. Markaðurinn/GVA KOSTAR ÞIG EKKI KRÓNU! Momentum greiðslu- og innheimtuþjónusta ehf. | Suðurlandsbraut 18, 108 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Milliinnheimta sem er kröfuhafa að kostnaðarlausu Kynntu þér innheimtuaðferðir okkar á momentum.is A R G U S 0 8 -0 1 7 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.