Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 8. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Það þarf engan snilling til að átta sig á að hagkerfi Banda- ríkjanna – og heimsins alls – er í óreiðu. Og miðað við vandræða- ganginn sem 700 milljarða doll- ara björgunaráætlunin gekk í gegnum áður en hún var sam- þykkt er einnig dagljóst að það ríkir ekki almenn sátt um hvern- ig best sé að laga vandann. Vandi efnahagsins og fjár- málakerfisins í Bandaríkj- unum hefur blasað við árum saman. Samt leituðu leiðtogar Bandaríkanna til sömu manna og áttu stóran þátt í að skapa þann glundroða sem nú ríkir; manna sem komu ekki auga á vandann fyrr en þeir höfðu ýtt okkur á brún annarrar heims- kreppu og hafa stokkið frá einni björgunaraðgerð til annarrar. Aðgerðin sem samþykkt var á föstudag getur ef til vill bjargað Wall Street en hvað um efnahag- inn? Hvað um skattgreiðendurna sem eru þegar að sligast undan fjárlagahalla sem á sér engin fordæmi og undan ógreiddum reikningum vegna brostinna innviða og tveggja stríða? Getur nokkur björgunaraðgerð borið árangur við þessar aðstæður? GÖLLUÐ NÁLGUN Björgunaráætlunin sem full- trúadeildin hafnaði upphaflega, var vissulega mun betri en sú sem Bush-stjórnin lagði upphaf- lega til. En grunnnálgun henn- ar var meingölluð. Í fyrsta lagi treysti hún – enn eina ferðina – á brauðmolahagfræði: ef nógu miklum peningum er dælt á Wall Street seytla þeir einhvern veginn að lokum til almennings. Brauðmolahagfræði virkar nán- ast aldrei og er ekkert líklegri til að gera það í þetta sinn. Í öðru lagi gerði áætlunin ráð fyrir að grundvallarvandinn fælist í ofdirsku. Hún er tví- mælalaust hluti af vandanum en rót vandans liggur í hrapallegri lánastarfsemi fjármálamarkaði. Það myndaðist bóla á fasteigna- markaði, húsnæðisverð rauk upp og lán voru veitt á grund- velli þess. Bólan er sprungin. Húsnæð- isverð á ábyggilega eftir að lækka enn frekar og fleiri fara í þrot; því verður ekki breytt þótt menn reyni að tala markað- inn upp. Léleg lán hafa að sama skapi myndað stórar glufur í efnahagsreikningum bankanna sem verður að laga. En engin ríkisbjörgunaráætlun, sem greiðir sanngjarnt verð fyrir þessar eignir, á eftir að stoppa í þessi göt. Þvert á móti væri þetta eins og að dæla blóði í sjúkling sem þjáist af miklum innvortis blæðingum. Jafnvel þótt björgunaráætl- un væri hrint fljótt af stað – sem virðist æ ólíklegra – yrði einhver samdráttur á lánastarf- semi. Bandarískur efnahagur hefur verið borinn uppi af mik- illi neyslugleði, sem varð áfram með óhóflegum lántökum. Það á eftir að draga úr því. Ríki og sveitarfélög eru að skera niður útgjöld. Fjárhagur heimilanna er lakari. Það eykur allan fjár- hagsvanda okkar þegar hjól efnahagslífins snúast hægar. MEIRI ÁRANGUR FYRIR MINNA FÉ Hægt væri að koma meiru í verk fyrir minna fé. Glufur á efnahagsreikningum bankanna mætti fylla á gagnsæjan hátt. Norðurlönd sýndu hvernig það má gera fyrir tveimur áratug- um. Warren Buffet sýndi fram á aðra leið þegar hann jók eigið fé Goldman Sachs. Ef ríkið eykur hlutafé með því að kaupa for- gangshlutabréf með kauprétti er hægt að draga úr hættunni á tapi fyrir almenning en trygg- ir honum jafnframt hlut í mögu- legum gróða. Að auki myndi þetta tryggja bæði hvata og fjármagn til að lánastarfsemin geti haldið áfram. Með þessari aðgerð væri líka óþarfi að ráðast í þann ógjörn- ing að reyna að meta milljónir flókinna veðlána og enn flóknari skuldavöndla sem þau eru vafin í. Með þessu móti kaupir held- ur enginn köttinn í sekknum – ríkið situr uppi með verstu eða ofmetnustu eignirnar. Síðast en ekki síst er hægt að hrinda þess- ari aðgerð fljótt í framkvæmd. Um leið er hægt að grípa til ýmissa ráða til þess að koma í veg fyrir að ganga þurfi að veðum. Í fyrsta lagi er hægt að gera húsnæðiskaup viðráð- anlegri fyrir Bandaríkjamenn með lágar- og miðlungstekjur með því að veita fólki skatta- ívilnanir á móti rýrnandi veð- hæfi húsa. Ríkið greiðir í reynd 50 prósent af vöxtum veðlána með fasteignasköttum hátekju- fólks í Bandaríkjunum en gerir ekkert fyrir þá efnaminni. Í öðru lagi þarf að gera húseig- endum kleift að afskrifa hluta af verðmæti eigna sinna, svo þeir haldi heimili sínu. Í þriðja lagi gæti ríkið yfirtekið hluta af húsnæðisskuldum og fært sér í nyt lægri lántökukostnað þeirra. 700 MILLJARÐAR HRÖKKVA EKKI TIL Nálgun Henry Paulson fjármála- ráðherra er hins vegar enn eitt fjárhættuspilið á borð við þau sem steyptu Bandaríkjunum í skuldir. Fjárfestingarbankar og matsfyrirtæki trúðu á fjárhags- lega gullgerð – að það væri hægt að búa til mikil verðmæti með því að skera upp veðbréf. Hið nýja viðhorf er að það sé hægt að búa til verðmæti með því að taka þessa gjörninga aftur – að kippa þessum eignum út úr fjármála- kerfinu og fela þær ríkinu. En til þess þarf að greiða meira fyrir eignirnar en verðmæti þeirra nemur, enginn græðir á því nema bankarnir. Ef slíkri áætlun er hrint í framkvæmd er líklegra en ekki að bandarískir skattgreiðendur sitji að lokum í súpunni. Í um- hverfishagfræði er ein grund- vallarregla sem kveður á um að mengarinn borgar. Það snýst bæði um sanngirni og skilvirkni. Wall Street hefur mengað hag- kerfið með eitruðum veðlánum. Wall Street ætti því að borga fyrir hreinsunina. Meðal hagfræðinga er vaxandi skilningur á að engin björgunar- áætlun sem byggir á hugmynd- um Paulsons sé vænleg til árang- urs. Gríðarleg aukning á skuld- um þjóðarbúsins, ásamt því að menn gera sér grein fyrir að 700 milljarðar dollara eru ekki nóg til að bjarga efnahag Bandaríkj- anna, grefur undan sjálfstrausti þeirra og gerir þau enn veikari. En á erfiðleikatímum sem þessum er ómögulegt fyrir stjórnvöld að aðhafast ekk- ert. Við verðum því að biðja og vona að samkomulag sem samanstendur af eitraðri blöndu sérhagsmuna; misráðinni hag- fræði hugmyndafræði hægri- manna, sem komu okkur í nú- verandi klemmu, geti einhvern veginn leitt af sér björgunar- áætlun sem ber árangur – eða veldur að minnsta kosti ekki miklum skaða ef hún misheppn- ast. Að gera hlutina rétt – þar á meðal innleiða nýtt reglugerða- kerfi sem dregur úr líkunum á að svona ófremdarástand skap- ist á ný – er eitt af mörgum verkefnum sem bíður næstu ríkisstjórnar. Millifyrirsagnir eru blaðsins. ©Project Syndicate Joseph Stiglitz Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Björgunarblús Í tengslum við fjárhagsvandræði bankanna hefur hugtakið viðskiptavild nokkuð komið upp og hefur mátt skilja að það sé jafnvel eitthvað óeðlilegt við að hún sé bókfærð til eigna. Viðskiptavild er hluti óefnislegra eigna fyrirtækja, en samkvæmt árs- helmingsuppgjörum íslensku bankanna námu bók- færðar óefnislegar eignir þeirra í júnílok 2008 alls 188 milljörðum króna, eða rétt um einu prósenti af eignum bankanna. Í ársskýrslum bankanna er ekki greint á milli góðvildar og annarra óefnis- legra eigna, svo sem notkunarréttinda að tölvu- hugbúnaði. Munurinn á viðskiptavild og öðrum óefnislegum eignum felst í því að verðleggja má flestar teg- undir óefnislegra eigna, svo sem verðmæti vöru- merkja, þróunarstarf eða notkunarréttindi að hug- búnaði, en viðurkenndar reglur eru um hvern- ig meta á verð slíkra eigna. Viðskiptavild er hins vegar aðeins hægt að sjá sem afleidda stærð við sölu á fyrirtækjum. Viðskiptavild er stundum hugsuð sem verðmæti viðskiptasambanda. Í sem stystu máli er viðskiptavild þá sú af- gangsstærð, munurinn á kaupvirði fyrirtækisins og bókfærðs verðs á öllum eignum og skuldum fyrirtækisins. Samkvæmt reglum þarf að endur- meta bókfært virði viðskiptavildar í hvert skipti sem grunur leikur á að hún hafi breyst, en í það minnsta einu sinni á ári. Flest fyrirtæki endur- meta því verðmæti viðskiptavildar árlega. Viðskiptavild Mikil vonbrigði eru hvernig komið er fyrir bankakerfi þjóðarinn- ar. Eina vonarglætan er að Kaupþing hafi náð slíkri stærð og stöðug- leika í rekstri sínum að hann fái mögulega staðið af sér þrengingarnar. Gríðarlega mikilvægt er fyrir íslenskt samfélag að hann verði ekki einnig þessum þrengingum að bráð. Eftir stórhuga uppvöxt og mikla landvinninga síðustu ára þar sem bankarnir unnu ötullega að því að dreifa landfræðilegri áhættu sinni stóðu íslenskar fjármálastofnanir við upphaf þrenginga á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á margan hátt betur en sambærilegir bankar víða um heim. Ekki kannski síst fyrir umræðuvandann sem þeir lentu í árið 2006 sem leiddi til ákveðinna umbóta í rekstri þeirra. Það er verðugt verkefni að meta hvort og þá hvernig stjórnvöld hér brugðust þeirri skyldu sinni að veita fjármálakerfinu nauðsyn- legt bakland. Í þeim efnum voru tvær leiðir færar. Önnur var að efla gjaldeyrisvaraforða landsins samhliða vexti fjármálakerfisins. Hin hefði verið að stefna hér að upptöku evru, með öllu sem því hefði fylgt, aðildarviðræðum við Evrópusambandið og aðild að ERM II myntsam- starfinu sem er undanfari evruupptöku. Með því hefði strax verið komið bakland hjá Seðlabanka Evrópu. Bankaviðskipti byggja á trausti og í árferði líku því sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er traustið í besta falli brothætt, en víðast hvar er það ekki einu sinni til staðar. Allir bankar eru viðkvæm- ir fyrir slæmum fréttum og áhlaupi í kjölfar þeirra, því enginn þeirra, hversu traustir sem þeir annars eru, geta endurgreitt öllum sparifjár- eigendum á sama tíma. Sögur um greiðsluþrot banka, sannar eða logn- ar, geta því orðið að spádómi sem uppfyllir sig sjálfur, hlaupi allir á eftir þeim. Fullvissa þess að innistæður séu tryggðar eru þannig for- senda þess að komist verði hjá slíku áhlaupsástandi og þar kemur að hlutverki Seðlabanka sem lánveitandi til þrautavara með einkarétti á peningaprentun á viðkomandi myntsvæði. Hér hafði vöxtur bankanna hins vegar leitt þá langt út fyrir myntsvæðið og þess vegna var öflugur gjaldeyrisvarasjóður nauðsyn. Í þessu sambandi er þó rétt að staldra við mismunandi uppbyggingu innlánsreikninga íslensku bankanna. Það er mikill ábyrgðarhluti að hafa lagt íslenskar ábyrgðir að veði fyrir Icesave-netreikningi án nokkurrar opinberrar umræðu um það hér innanlands. Öðru máli gegnir um Kaup- þing, sem veitti sín innlán gegnum breskt dótturfélag með bakhjarla í Englandsbanka. Af hverju brugðust Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið ekki við í tíma? Hvers vegna blasir nú við íslensk ríkisábyrgð á 500 milljarða króna innistæðum breskra sparifjáreigenda? Það er erfitt að gagnrýna Landsbankann fyrir að hafa byggt upp slíkt innlánakerfi, en enginn eftirlitsaðili sá nokkru sinni neitt athugavert við það. Öll él styttir upp um síðir og ákaflega mikilvægt er að búa þannig um hnúta að ekki glatist með öllu ávinningur síðustu ára. Þá þurfum við að læra af reynslunni í þeirri uppbyggingu sem óhjákvæmileg er. Þá blasa við giska einfaldir kostir, annar er sá að leggja í þann gífurlega kostn- að sem fylgir því að halda hér úti sjálfstæðum gjaldmiðli eða hinn að stefna þegar á samstarf Evrópuþjóða. Þá er vert að hafa í huga að hér starfa fleiri öflug fyrirtæki á alþjóðavísu en bankarnir einir. Nefna má verslunarfyrirtæki, flugfélög og framleiðslufélög sem skila miklum verðmætum til samfélagsins eða sjá því fyrir nauðsynlegri þjónustu, til að mynda hreinum nauðsynjum. Sárt væri að sjá slíka starfsemi fara á undan þjóðinni inn í Evrópusambandið. Farsælla væri að stíga þessi skref í takt um leið og stefnt væri að góðum aðildarsamningum. Við atburði síðustu daga hafa margar spurningar vaknað. Fáir fyll- ast þó sem betur fer Þórðargleði yfir óförum annarra. Nú er samstað- an lykilatriði. Bæði hér innanlands og einnig út á við, þar sem erlendar vinaþjóðir horfa nú upp á stórkostleg vandamál sjálfar og þykjast því eiga nóg með sitt. Rússar hafa nú brugðist við kalli okkar og hreyfing virðist komin á pólitískar tengingar á Norðurlöndunum. Meira þarf til, eigi viðunandi árangur að nást til heilla landi og þjóð. Umfangsmesta lagasetning Alþingis staðfestir mestu erfiðleika sem blasað hafa við íslensku efnahagslífi. Erfiðleikar og tækifæri Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson F í t o n / S Í A með ánægju Tími er peningar Með Iceland Express kemstu út og heim aftur samdægurs og sparar þannig tíma og kostnað. Fyrirtækjasamningur við Iceland Express tryggir svo hagstæðara verð og eykur þægindi. F í t o n / S Í A Lond on 9 x í viku Reykjavík Fljúgðu til London kl. 8:00 að morgni... Reykjavík ...og komdu heim kl. 21:50 að kvöldi sama dags

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.