Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 2
2 9. október 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóra er kunnugt um að almenningi hér á landi hafi borist símtöl að utan þar sem fólki er boðið að leggja fjármuni sína inn á bankareikn- inga í útlöndum. Vitað er að í einu tilviki, hið minnsta, barst símtalið frá óskráðu GSM-símanúmeri í Danmörku. Í því tilfelli kynnti viðkomandi sig sem starfsmann tiltekins banka í Danmörku, kvaðst vita um bágt efnahagsástand á Íslandi og bauð viðmælanda að flytja fjármuni sína á reikning í bankanum. Ríkislögreglustjóri hvetur fólk til að vera á varðbergi berist því slík símtöl. - jss Embætti ríkislögreglustjóra: Varar við gylli- boðum í síma Pétur Þór, ertu nokkuð að mála skrattann á vegginn? „Veggurinn er fullur. Peningamenn landsins eru löngu búnir að mála hann fullan.“ Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali var sleginn yfir dræmum viðtökum á verkum eftir íslenska listamenn á uppboði í Kaupmannahöfn á þriðjudag. FÆREYJAR Íslensk kona sem leitað hefur verið að í Færeyjum fannst látin í gær. Þetta kom fram í vefútgáfu Dimmalætting í gær. Þar segir að hún hafi ekki sést frá því á laugardag en leit að henni hófst á þriðjudaginn. Björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn og lögreglumenn með leitarhunda leituðu að konunni og fannst bíllinn sem hún hafði leigt. Við leit úr þyrlu fannst konan látin í sjónum í grennd við svæðið þar sem bíllinn fannst. Frekari upplýsingar er ekki að fá að svo stöddu en lögreglan ytra telur að konan hafi látist af slysförum. - kdk Konu saknað í Færeyjum: Fannst látin í sjónum EFNAHAGSMÁL Efnahags þrenging- ar heimsins hafa engin áhrif á áform byggingar vörurisans Bauhaus um að opna 22 þúsund fermetra verslun við Vesturlandsveg um áramótin næstu. Þetta segir Halldór Óskar Sigurðs- son, fram- kvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. Fyrirhugað er að yfir 150 manns muni starfa í versluninni, sem verður stærsta bygging- ar vöru verslun á Norðurlöndum. Halldór segir ástandið heldur engin áhrif hafa á starfs- manna fjölda, né nokkuð annað þeim tengt. Allir séu fullir bjartsýni. „Einhverjir verða að vera það,“ segir hann. - sh Risabúð opnuð um áramót: Bauhaus ekki af baki dottið MENNING Kveikt verður á Friðar- súlunni í Viðey í kvöld. Listakonan Yoko Ono er komin til landsins vegna atburðarins sem ber upp á afmælisdags eiginmanns hennar heitins, Bítilsins John Lennons. Friðarsúlan mun skína úr Viðey á hverju kvöldi til 8. desember sem er dánardægur Lennons. Vegna slæmrar veður- spár hefur sérstakri athöfn sem átti að vera í Viðey annað kvöld verið aflýst. Hins vegar ætlar Yoko Ono að bjóða upp á ókeypis siglingar á hverju kvöldi vikuna 10.-17. október. Siglt verður frá Skarfabakka til Viðeyjar klukkan átta að kvöldi og eru allir velkomn- ir á meðan skipsrúm leyfir að því er segir í tilkynningu frá Reykja- víkurborg. - gar Yoko Ono til Íslands: Friðarsúla Yoko tendruð í kvöld EFNAHAGSMÁL Kaupmenn gátu ekki nýtt sér að Seðlabanki Íslands festi gengi krónunnar tímabundið sökum þess að sér- stakur varasjóður bankans gat ekki afgreitt gjaldeyri. Sjóðurinn á að tryggja gjaldeyri til vöru- kaupa í níu mánuði í eðlilegu árferði. Forsætisráðherra hefur mælst til þess við bankann að fé sé handbært á næstunni. Kaup- menn geta hins vegar ekki keypt gjaldeyri á meðan fullkomin óvissa ríkir um gengið. Því er raunveruleg hætta á vöruskorti á næstu viku til tíu dögum í ein- stökum vöruflokkum. Kaupmenn fögnuðu þeirri ákvörðun stjórnvalda á þriðjudag að gengi krónunnar var fest í 175 og að aðgangur að gjaldeyri hefði verið tryggður. Þegar á reyndi var enginn gjaldeyrir fáanlegur og sáralítil viðskipti með nauð- synjavöru voru möguleg á þeim stutta tíma sem ráðgert var að fast gengi væri í gildi. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að sjóður Seðlabankans til vörukaupa hafi ekki verið til stað- ar þegar eftir fjármagni var leit- að. „Ég heyri frá mörgum af okkar birgjum að þeir fengu ekki gjaldeyri til að greiða reikninga sína. Það liggur fyrir að ekkert mark var takandi á yfirlýsingum um að innistæður væru fyrir hendi.“ Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að hann hafi mælst til þess að Seðlabankinn hefði til reiðu gjaldeyri til þess að eðlileg viðskipti gætu átt sér stað með erlendar vörur. Fyrirtæki geta þó ekki keypt hann á meðan fullkomin óvissa ríkir í gengismálum. „Verðlagn- ingin á gjald- eyri er með þeim hætti að hann er í rauninni ekki til. Ef við ætluðum að kaupa á því verði sem í boði er myndi matvöruverð hér hækka gríðarlega á stuttum tíma,“ segir Finnur. Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Kaupáss, segir ástandið með ólíkindum. „Það er ljóst að við leysum ekki út mikið af vörum á þessu gengi. Við höld- um að okkur höndum á meðan þessi óvissa varir.“ „Þetta þýðir að það viðskipta- traust sem fyrirtæki hafa skapað sér um árin er í hættu. Ísland sem greiðsluaðili við útlönd er að tapa trausti og við fáum ekki sendar vörur að óbreyttu,“ segir Finnur. Finnur segir að ástandið hafi fljótlega áhrif á verslun með ákveðna vöruflokka og að vöru- skortur sé raunveruleg hætta. „Alþjóðleg verslun með peninga er stopp, sýnist mér.“ Seðlabanki gat ekki veitt upp- lýsingar um málið í gær. svavar@frettabladid.is Raunveruleg hætta á vöruskorti í búðum Kaupmenn fengu ekki gjaldeyri úr sérstökum varasjóði Seðlabankans eftir að gengið var fest í 175. Forsætisráðherra segir að gjaldeyrir verði tryggður. Kaup- menn halda að sér höndum vegna óvissu í gengismálum. Hætta er á vöruskorti. FINNUR ÁRNASON VÖRUSKORTUR Ef gengi íslensku krónunnar verður óbreytt næstu dagana þá mun vöruskortur gera vart við sig á viku til tíu dögum. YOKO ONO EFNAHAGSMÁL „Staðan er óbreytt,“ sagði Geir H. Haarde á blaða- mannafundi í gær, þegar hann var spurður um hvort bankastjórn Seðlabankans nyti enn trausts stjórnvalda. Davíð Oddsson seðlabankastjóri greindi í fyrrakvöld frá líftíma láns Seðlabankans til Kaupþings. Einnig var ótvírætt af orðum hans að Fjármálaeftirlitið myndi taka stjórn í Glitni, eins og varð síðar um kvöldið. Þá sagði hann mark- miðið að vernda innlendar skuld- bindingar bankakerfisins, en erlendar skuldbindingar myndu mæta afgangi. Þá talaði hann um óreiðumenn. Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, sagði í Kastljósi gærkvöldsins að Seðlabankastjórar verði að tala af ábyrgð og festu. „Það er ekki til að auka traustið ef Seðlabanka- stjóri uppnefnir þá sem standa í eldlínunni,“ segir Lúðvík. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands óttaðist efna- hagslegt stórslys yrði seðlabanka- stjóranum ekki vikið úr starfi fyrir opnun markaða. Nú virðist sem forsætisráðherra og utanrík- isráðuneytið hafi ákveðið að aftengja þær sprengjur sem bankastjórinn hafði skilið eftir. Menn geta svo metið hvernig þess- ari sveit sprengjusérfræðinga tókst til.“ - ikh Stjórn Seðlabankans gagnrýnd en forsætisráðherra segir stöðu hennar óbreytta: Seðlabankastjórn nýtur trausts ÓBILANDI TRAUST Geir H. Haarde fullyrti á fundinum í gær að bankastjórn Seðla- bankans nyti enn trausts. „Eftir þessa yfirlýsingu getur banka- stjórnin hvergi notið minnsta trausts,“ segir Ólafur Ísleifs- son, kennari við Háskólann í Reykjavík. Hann segist hafa búist við því að forsætisráðherra myndi lýsa því yfir í gær að skuldbindingar ríkis- sjóðs yrðu efndar skilyrðislaust og meta að nýju stöðu bankastjórnar Seðlabankans. Hélt að staða bankastjórnar yrði endurmetin ÓLAFUR ÍSLEIFSSON HALLDÓR ÓSKAR SIGURÐSSON VIÐSKIPTI Stöðugur straumur nýrra viðskiptavina hefur legið í Sparisjóð Suður-Þingeyjarsýslu síðan á fimmtudag í síðustu viku. „Þetta er búið að vera ævintýralegt, ég man ekki eftir öðru eins,“ segir Guðmundur E. Lárusson sparisjóðsstjóri. Heimildir Fréttablaðsins herma að innstæða útibúsins hafi nær tvöfaldast á einum degi en Guðmundur vill ekkert láta uppi um það. „Ég get hins vegar sagt að það er ein manneskja sem er eingöngu í því að skrá nýja viðskiptavini auk þess sem það kemur einnig í hlut annarra stafsmanna.“ Ellefu starfa við bankann. „Mest var þetta á fimmtudag og föstudag í síðustu viku en svo hefur verið stöðugt rennsli í þessari viku einnig,“ segir hann. „Fólkið segist bera traust til Sparisjóðsins þar sem við höfum verið frekar jarðbundnir og skiluð- um ágætis afkomu eftir sex mánaða uppgjörið. Eins er það að þessi átök í bankakerfinu hafa mjög lítil áhrif á okkur, við skuldum ekkert í erlendum gjaldeyri og skuldum nánast ekkert í hlutabréfum.“ Atli Freyr Sævarsson, aðstoðarsparisjóðsstjóri í Bolungarvík, segir sömuleiðis að þar hafi viðskiptin aukist töluvert síðustu daga. - jse Sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Suður-Þingeyjarsýslu man ekki eftir öðru eins: Fólkið streymir í sparisjóðinn SPARIFÉÐ Í BANKANN Síðan ljóst varð um ógöngur viðskipta- bankanna hefur fólk streymt í Sparisjóðinn í Suður-Þingeyjar- sýslu. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.